Morgunblaðið - 15.06.2018, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
STÆRÐ FRÁ 360-550 L
FARANGURSBOX
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tveir fyrrverandi formenn Knatt-
spyrnusambands Íslands og
heiðursformenn, þeir Geir Þor-
steinsson og Eggert Magnússon,
gera sér vonir um jafntefli á móti
Argentínumönnum á morgun. Sá
þriðji í þessum hópi, Ellert B.
Schram, vonast eftir góðum úrslit-
um, án þess að vilja giska á úrslit eða
tölur. Hann segir að stór sigur sé
þegar unninn; að eiga lið í úrslitum
heimsmeistaramóts. Engan hafi ór-
að fyrir því þegar hann var að leika
með landsliðinu á sjöunda áratug
síðustu aldar.
Innan um stjörnur leiksins
Geir Þorsteinsson kom til Moskvu
á miðvikudag í boði Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, FIFA, en Geir
situr í nefnd á vegum FIFA sem
fjallar m.a. um málefni knattspyrnu-
sambanda í heiminum. Hann segir
að á hóteli FIFA í Moskvu séu m.a.
helstu ráðamenn hreyfingarinnar
„innan um stjörnur leiksins,“ eins og
Geir orðar það. Hann var að búa sig
undir að fara á leik Rússa og Sádi-
Araba þegar rætt var við hann í gær
og verður síðan á leik Íslands og
Argentínu á morgun og leik okkar
manna gegn Nígeríu.
„Fyrir tveimur árum var í nógu að
snúast hjá mér sem formanni KSÍ á
Evrópumótinu í Frakklandi,“ segir
Geir. „Nú glíma aðrir við verkefnin,
sem eru vafalaust óteljandi án þess
að ég sé inni í málunum, en ég er hér
til að fylgjast með og njóta.“
Hann segir að í grunninn séu Evr-
ópumót og heimsmeistaramót sam-
bærileg, en Geir hefur fylgst með
lokakeppni stórmóta í mörg ár þó
svo að Ísland hafi ekki átt lið í úr-
slitakeppni karlaliða fyrr en á EM
2016. Þá hafi gífurlegur fjöldi stuðn-
ingsmanna haft talsverða vinnu í för
með sér fyrir starfsfólk KSÍ. Í Rúss-
landi séu vegalengdir á milli staða
miklu meiri og það hafi áhrif á allt
skipulag og kalli á aukna vinnu. Þá
sé allt þyngra í vöfum þegar komi að
samskiptum og skipulagi hjá FIFA
heldur en UEFA, sem sé eðlilegt
þar sem allur heimurinn sé undir, en
ekki aðeins ein heimsálfa.
-En hvaða væntingar fer Geir með
á leikinn á móti Argentínu?
„Ég er búinn að segja það svo oft
að draumurinn um að halda jöfnu lif-
ir góðu lífi. Mér líður svipað eins og
þegar við mættum Portúgal í fyrsta
leiknum á EM, þá dreymdi mig um
að halda jöfnu, sem varð svo niður-
staðan, en Portúgalar urðu síðan
Evrópumeistarar. Ég geri mér þó
grein fyrir því að Argentína er með
eitt besta lið í heimi ef það nær góð-
um leik,“ segir Geir Þorsteinsson.
Ljónheppnir að mæta
Argentínu í fyrsta leik
„Við hjónin verðum á tveimur
fyrstu leikjum Íslands í Rússlandi
gegn Argentínu og Nígeríu og finnst
það hæfilegt. Ég er sannast sagna
búinn að fá hundleið á Króötum, en
svo getur vel verið að maður skipti
um skoðun haldi ævintýrin áfram að
gerast,“ segir Eggert Magnússon.
Hann fer með flugi til Moskvu frá
Valencia í dag, en þar hefur hann bú-
ið síðustu misseri.
„Þegar það lá fyrir hverjir and-
stæðingar okkar yrðu í HM-riðlinum
sagði ég strax að við værum ljón-
heppnir að mæta Argentínu í fyrsta
leik,“ segir Eggert. „Ég hef verið
viðstaddur mörg HM-úrslit og séð
enn fleiri og yfirleitt er það þannig
að þessi lið sem eiga bestu leikmenn-
ina í bestu liðum Evrópu, sem leika
hvað flesta leiki koma oft ryðguð til
leiks. Þessi bestu lið byrja yfirleitt
varfærnislega á HM og verðandi
heimsmeistari er ekkert endilega
það lið sem sýnir bestu leiki í riðl-
inum.“
En hver er spáin og verður dans-
að á vellinum í Moskvu á laugardag-
inn?
„Mín spá er jafntefli og ég dansa
þá í stúkunni við hana Guðlaugu
mína, en ætli ég láti það ekki ógert
að fara niður á völl að þessu sinni.
Ég mun eflaust sýna tilfinningar
enda frægur fyrir það eins og í
Frakklandi 2016 þegar við Dorrit
forsetafrú tókum nokkur spor.
Stóra málið er hins vegar að það
er algert ævintýri að vera að fara á
leiki Íslands í úrslitum heimsmeist-
aramóts. Það segir manni að eitt-
hvað höfum við gert rétt þessir kall-
ar sem stóðum í baráttunni í áratugi.
Þetta hefur lengi verið draumur
minn og nú er draumurinn sem dreif
okkur áfram orðinn að veruleika,“
segir Eggert Magnússon.
Ellert B. Schram segist ekki ætla
að lýsa yfir einhverjum sigrum fyrir
fram en segist ekki efast um að
strákarnir muni standa sig. Hann
heldur til Moskvu á morgun og kem-
ur heim aftur á sunnudag en útilokar
ekki að hann fari
einnig á leikinn á
móti Nígeríu.
„Auðvitað von-
ast ég eftir hag-
stæðum úrslitum
en fyrst og
fremst er þetta
sögulegur at-
burður, sem mér
finnst vænt um að
fá að taka þátt í
og fylgjast með leiknum á leikvang-
inum í Moskvu. Leikurinn á morgun
og þátttaka Íslands í úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins er ein
stærsta og merkilegasta stundin í ís-
lenskri íþróttasögu,“ segir Ellert.
Allt hægt í liðakeppni
þegar menn standa saman
Hann man tímana tvenna í fót-
boltanum, en Ellert er 78 ára og lék
23 landsleiki fyrir hönd Íslands á ár-
unum 1960-1970. Oft var leikið gegn
liðum frá Norðurlöndunum og Bret-
landseyjum og aldrei gegn þeim lið-
um sem Ísland mætir í riðlakeppn-
inni í Rússlandi. Ellert bendir á að
Króatía hafi ekki verið til sem sjálf-
stæð þjóð á þeim tíma og heims-
myndin hafi breyst verulega.
„Þegar ég var að keppa var knatt-
spyrnuhreyfingin fátæk og landið
einangrað,“ rifjar Ellert upp. „Það
var mesta basl að fá að vera með og
oft byggðust landsleikir á greiða-
semi annarra þjóða. Þegar ég fór að
spila í meistaraflokki var enginn
grasvöllur til og spilað var á Mela-
vellinum. Fyrstu leikirnir fóru síðan
fram á grasi á Laugardalsvelli 1957,
sem var vígður 1959, og fleiri góðir
vellir komu í kjölfarið. Til að við KR-
ingar fengjum að taka þátt í Evrópu-
keppni þurftum við leikmennirnir að
berja í borðið og við spiluðum svo á
móti Liverpool og fleiri góðum
liðum. Það hefur margt breyst síðan
þetta var.“
-En hvað hefur gert það að verk-
um að við erum að fara að spila á
HM?
„Það er allt hægt í liðakeppni þeg-
ar menn standa saman í þolinmæði,
vinnu, samstöðu, með skynsamleg
leikkerfi, flotta knattspyrnumenn og
þjálfara og jákvætt hugarfar. Ef í
harðbakkannn slær minni ég á að ég
var lengst af fyrirliði í landsliðinu,
spilaði bæði í sókn og vörn. Það er
því gott að hafa mig í Moskvu, þeir
geta þá sett mig inn á ef þörf er á,“
segir Ellert hlæjandi að lokum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tilfinningar Að loknum sigurleik Íslendinga gegn Englendingum á
EM í Frakklandi fyrir tveimur árum tóku þau Eggert Magnússon og
Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú, létt dansspor á vellinum.
„Draumurinn sem
dreif okkur áfram“
Heiðursformenn KSÍ bjartsýnir fyrir HM í Rússlandi
Geir
Þorsteinsson
Eggert
Magnússon
Ellert B.
Schram
Níu karlar hafa gegnt for-
mennsku í Knattspyrnusam-
bandi Íslands frá því að það var
stofnað 1947. Síðustu 45 árin
hafa fjórir setið á formanns-
stóli.
Ellert B. Schram frá 1973 til
1989, Eggert Magnússon 1989 -
2007, Geir Þorsteinsson 2007 -
2017 og núverandi formaður,
Guðni Bergsson, frá 2017.
Formenn
í áratugi
KNATTSPYRNUSAMBANDIÐ
Aðgengi ungs fólks að íþróttum,
þátttaka barna af erlendum uppruna
í íþróttastarfi og einmanaleiki í sam-
félagi var meðal þess sem Lilja Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra og
Tracey Crouch, íþróttaráðherra
Bretlands, tæptu á á fundi í gær.
Einmanaleiki og félagsleg ein-
angrun hefur verið vaxandi vanda-
mál í Bretlandi, en nýverið var sett á
stofn ráðuneyti sem ætlað er að
vinna gegn einmanaleika og fé-
lagslegri einangrun þar í landi. Talið
er að þátttaka í íþróttum geti stuðlað
að því að börn einangrist síður.
„Bæði lönd leggja áherslu á að
tryggja gott aðgengi að íþróttum,
óháð efnahag. Ég hef lagt áherslu á
að skoða sérstaklega þátttöku barna
af erlendum uppruna til að skoða
hvort staða þess hóps sé lakari en
annarra barna. Fundurinn var
uppbyggilegur og urðum við sam-
mála um að auka samvinnu Íslands
og Bretlands á þessum sviðum,“
sagði Lilja.
Að fundi loknum ræddu ráðherr-
arnir heimsmeistaramótið í Rúss-
landi. Í tilefni af þátttöku Íslands í
mótinu ákvað Lilja að færa Crouch
íslenska landsliðstreyju að gjöf, en
fyrsti leikur Íslands á mótinu er
gegn Argentínu og fer fram á
morgun. aronthordur@mbl.is
Ljósmynd/Menntamálaráðuneytið
Gjafir Ráðherrarnir færðu hvor öðrum treyju að gjöf að fundi loknum.
Ræddu íþróttamál
og einmanaleika
HM barst í tal hjá ráðherrunum
Ágætis veður er í kortunum fyrir
leik Íslands og Argentínu á heims-
meistaramótinu í fótbolta. Leikur-
inn fer fram klukkan eitt, að ís-
lenskum tíma, í Moskvu á
laugardaginn. Leikurinn verður
sýndur utandyra á hinum ýmsu
stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í
Hljómskálagarðinum, Boxinu í
Skeifunni, við Vesturbæjarlaug, á
Ingólfstorgi og Garðatorgi svo ein-
hverjir staðir séu nefndir. Því er vel
við hæfi að huga að veðri í höfuð-
borginni. Spá Veðurstofu Íslands
gerir ráð fyrir ellefu gráðum og
nánast algeru logni. Þrátt fyrir að
veðurstofan spái ekki rigningu
verður að öllum líkindum alskýjað
svo að sólin mun líklega ekki líta á
þá sem kjósa að horfa á leikinn ut-
andyra. Meiri líkur eru á að sólin
muni skína á áhorfendur leiksins
sem staddir eru í Moskvu. Þar er
spáð blíðskaparveðri, tuttugu stiga
hita og þremur metrum á sekúndu
en þó verður hálfskýjað.
ragnhildur@mbl.is
Sólríkt í Moskvu en
skýjað í Reykjavík
Morgunblaðið/Inga Rún
Hraðbanki Íslendingar flykkjast í
rúbluhraðbanka Landsbankans.