Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Stendur til
27. júní
Vefuppboð
Grafík, prent og ljósmyndir
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Vefuppboð nr. 371
Bragi Ásgeirsson
Erró
Tryggvi Ólafsson
Picasso
Kolbrún Baldursdóttir, nýkjör-inn borgarfulltrúi Flokks
fólksins, skrifar:
„Ég bý í Efra
Breiðholti og sæki
nú vinnu niður í
miðbæ. Umferðin
báðar leiðir er mik-
il, a.m.k kosti tveir
flöskuhálsar á leið-
inni á annatíma.
Bílastæðagjaldið í
miðbænum er á annað þúsund
krónur á dag, allur dagurinn.
Í Sáttmála meirihlutans segir aðgjaldskyld svæði verði stækkuð
og gjaldskyldutími lengdur. Svo
lengi getur vont versnað fyrir
manneskju sem vill og þarf að nota
einkabílinn sinn til að komast til
og frá vinnu sinni í miðbænum.“
Það er sérkennilegt að Viðreisn,sem stundum þykist vera
hægri flokkur og ekki endilega á
móti einkarekstri, einkaeign og
einkabíl, skuli fallast á að taka þátt
í áframhaldandi aðför Dags og fé-
laga að bílum almennings.
Almenningssamgöngur sem svoeru kallaðar, strætisvagnar
eins og háttar til í Reykjavík, eru
ágætar og nauðsynlegar. Stað-
reyndin er þó sú að mest notuðu
samgöngutæki almennings eru
einkabílarnir, eða fjölskyldubíl-
arnir eins og þeir eru ekki síður.
Nýi gamli meirihlutinn íReykjavík hefur því miður
ekkert á stefnuskrá sinni sem
bendir til að hann ætli að víkja í
nokkru frá markaðri stefnu fyrri
gamla meirihlutans í samgöngu-
málum. Frekar en öðru, ef út í það
er farið.
Fjandskapurinn við helstu al-menningssamgöngur borg-
arinnar heldur því áfram.
Kolbrún
Baldursdóttir
Fjandskapurinn
heldur áfram
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 8 alskýjað
Nuuk 2 súld
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 15 rigning
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 20 léttskýjað
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 17 rigning
Dublin 16 skýjað
Glasgow 14 léttskýjað
London 21 léttskýjað
París 20 alskýjað
Amsterdam 15 súld
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 19 skýjað
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 21 rigning
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 20 skúrir
Montreal 15 rigning
New York 23 heiðskírt
Chicago 25 skýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:57 24:00
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:12 23:44
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við erum að sjá alveg gríðarlega
aukningu og það er alveg ljóst að
veðrið á þátt í því,“ segir Ómar Óm-
arsson, eigandi sólbaðsstofunnar
Smart, um samspil veðurs og fjölda
fólks sem sækir sólbaðsstofur hér-
lendis. Í samtölum Morgunblaðsins
við eigendur sólbaðsstofa kom fram
að verra veður það sem af er sumri
hefði nú þegar skilað sér í fjölgun
ferða á sólbaðsstofur. Þá væri
gríðarleg aukning samanborið við
sömu mánuði í fyrra. Þegar Morg-
unblaðið hafði samband við stof-
urnar og spurðist fyrir um lausa
tíma var nær undantekningalaust
biðröð talsvert fram í tímann.
Aðspurður segir Ómar að svo
virðist sem fólk sé orðið langþreytt á
sólarleysi hérlendis og sæki þess í
stað í ljósabekki. „Það hefur verið
rigning nánast alla daga það sem af
er sumri. Fólk bara bregst við því og
fer þess í stað í ljós,“ segir Ómar og
bætir við að nær allir dagar vik-
unnar séu uppbókaðir.
„Yfirleitt hefur desember verið
mjög góður hjá okkur og svo hafa
komið álagspunktar yfir sumarið. Í
sumar hafa hins vegar nær allir dag-
ar verið uppbókaðir og ekkert bend-
ir til þess að það sé að hætta. Við
kvörtum því ekki neitt og erum
hæstánægð með þetta,“ segir Ómar.
Veðrið hef-
ur jákvæð
áhrif á sól-
baðsstofur
Morgunblaðið/Þórður
Ljósabekkur Fólk sækir í ljósatíma.
Íslenska karlalandsliðið í brids er í
5. sæti af 33 þjóðum nú þegar sjö
umferðum er lokið á Evrópumótinu
sem haldið er í Oostende í Belgíu.
Mótinu lýkur á morgun, en átta
efstu þjóðirnar öðlast þátttökurétt í
heimsmeistaramótinu, oft nefnt
baráttan um Bermúdaskálina, sem
Íslendingar hrepptu árið 1991,
sællar minningar.
Auk karlalandsliðsins er kvenna-
landsliðið einnig að keppa í Belgíu,
var í 20. sæti þegar átta umferðir
voru eftir. Eldri bridsarar eru í 11.
sæti þegar sjö umferðum er ólokið.
aronthordur@mbl.is
Vel gengur hjá bridslandsliðum Íslands
Keppendur Landslið Íslands í brids hafa staðið sig vel það sem af er.