Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Þessi frásögn Ágústs Helgasonar (1862-1948) bónda í Birtingaholti í Hrunamannahreppi birtist fyrst í Dýra- verndaranum árið 1929: Fyrir fáum árum varð ein ærin mín blind eitt haustið. Ég tók hana í hús og bjóst við að henni mundi batna, eins og venjulegt er um sauðblindu, en það beið. Hún var höfð með lömbunum allan veturinn og fékk aldrei sjónina aftur. Eftir því tók ég oft um veturinn þegar lömbin voru rekin til vatns að þau létu sér annt um þá blindu. Ef hún varð við- skila fór eitthvert þeirra til hennar og leiðbeindi henni, lét hana elta sig. Þegar farið var að beita lömbunum um vorið var ég í vafa um hvað gera skyldi við blindu ána. Ég tímdi ekki að slátra henni á þeim tíma árs en óttaðist að hún týndist ef hún væri látin út. Ég lét hana þó fara með lömbunum fyrsta daginn sem þau voru látin út, og allt fór vel. Hún kom með lömbunum að húsi um kvöldið. Var svo haldið áfram að hafa hana úti með lömbunum. Kom það þá í ljós að lömbin gættu ærinnar vandlega, létu hana aldrei eina. Oftast voru tvö til þrjú lömb með henni, sem mátu meira að gæta hennar en að draga sig að húsi og heyi. Var gam- an að sjá til þeirra þegar þau voru að reyna að fá hana til að elta sig heim. Sneru þau aftur til hennar og ráku í hana snoppuna, en sjaldan eða aldrei jörmuðu þau til hennar. Í það eina skipti sem ána vantaði eina fór ég að leita hennar og fann hana alllangt frá, á bak við holt. Þegar ég var kominn nokkuð á heimleið með ána mætti ég einu lambinu, sem kom heiman frá húsi á móti okkur, án þess að hafa getað séð til okkar því að hæð bar á milli. Lambið hafði saknað ærinnar og lagt af stað til að leita að henni. Ekkert einstakt lamb tók ástfóstri við ána, heldur skiptust þau á að gæta hennar, a. m. k. voru þau nokkuð mörg um það. Þetta kalla mennirnir skynlausar skepnur! Ein af sögunum í bókinni Forystu-Flekkur og fleiri sögur Hjúkrandi sauðkindur Morgunblaðið/Ómar Ró Kindur eru greindar skepnur sem vita sínu viti. Ljósmynd/Egill Bjarnason Bjarni með læðu sinni, Ásu Signýju, fullu nafni Aserbaídsjan. „Ég hef gengið í gegnum mikið með þessum ketti, en samband okkar er nokkuð flókið. Þó að við séum miklir vinir leyfi ég honum ekki allt sem aðrir leyfa honum. Kötturinn slasaðist illa í slagsmálum um síðustu páska, þegar önnur skepna náði að höggva í sundur á honum kjálk- ann. Hann var víraður saman og fór oft til helvítis á þeim sex vikum sem batinn fór fram. Hann léttist þar til ekkert var eftir nema beinin og við töldum hann ekki hafa þetta af. En svo kom hann til og hefur náð sér, enda rísa kettir gjarnan upp frá dauðum. Þessi lækning kostaði heilt kýrverð, en við sjáum ekkert eftir því, við elskum köttinn.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Upphaf dýrverndunarbar-áttu hér á landi er sam-ofin sjálfstæðisbarátt-unni. Mannúðarstarf í þágu dýranna verður hluti af endur- reisn samfélagsins upp úr örbirgð. Í sögunum af samskiptum manna og dýra í þessari bók kynnumst við tærri og fallegri veröld. Þetta eru nánast allt reynslusögur eða sögur úr nánasta umhverfi höfundanna sem tala innan úr þessu gamla bændasamfélagi. Og þeir gera það ekki í upphafningarskyni fyrir sjálfa sig eða í pólitískum tilgangi, heldur til að varpa ljósi á sálarlíf og tilfinn- ingar dýranna. Höfundarnir eru fólk úr öllum stéttum, mest- megnis karlar, en alþýðu- konur innan um. Þetta eru mjög gamlar sögur, þær elstu eru skrifaðar af fólki sem er fætt rétt eftir aldamótin átjánhundruð, en yngsta fólkið sem segir frá er fætt nálægt alda- mótunum 1900,“ segir Bjarni Harðarson, en bókaútgáfa hans Sæmund- ur sendi nýlega frá sér bókina Forystu-Flekkur og fleiri sögur, sem geymir sögur um menn og málleysingja. „Þetta er endurútgáfa, bókin kom út árið 1950. Sögurnar höfðu fyrst birst í tímaritunum Dýravin- inum og Dýraverndaranum, sem komu út um og eftir aldamótin nítjánhundruð. Einar Sæmundsen tók sögurnar saman á sínum tíma í þessa bók og við gefum hana út með leyfi afkomenda hans. Eina viðbótin frá upphaflegu útgáfunni er sú að ég segi stuttlega frá höfundi hverrar sögu. Ég gróf upp staðreyndir um höfundana og þurfti í nokkrum til- fellum að hafa svolítið fyrir því, en mér finnst slíkt grúsk skemmtilegt. Fyrir les- endur bókarinnar er meira gaman að vita hvaðan þetta fólk kemur, frá hvaða landshluta sögurnar eru og hvaða bæjum. Þarna eru margir góðar pennar og mikið af þjóðþekktum mönnum, vinirnir og Gnúpverjarnir Valdi- mar Briem frá Stóra- Núpi og Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi eru þar á meðal.“ Samband þess sem elskar dýrið og étur það Bjarni segir þá dýraverndunar- hugsjón sem birtist í bókinni vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Við sjáum að hin borgaralega, kristna heimspekiskoðun að líta á dýrin sem skynlausar skepnur nær aldrei inn hjá bændaþjóð. Af því að hjá bændaþjóð vita menn að dýr hafa persónuleika og tilfinningar rétt eins og menn. Þetta vissu heiðnir menn líka, sem virtu dýrin og umgengust þau sem persónur. Þessar sögur eru líka dýrmætur vitnisburður um að í gamla bændasamfélaginu hefur þessi sama hugsun verið til, þó að við vitum auðvitað að meðferðin á dýr- unum var misjöfn vegna þess hvers- lags örbirgðarsamfélag þetta var, rétt eins og meðferð á fólki var mis- jöfn. Allir fóru hart út úr vondum árum. En við sjáum þessa hugsjón tæra í sögunum, hjá fólki sem jafn- framt leit á nytjar á dýrum sem óumflýjanlegar. Þarna sjáum við þetta samband milli þess sem elskar dýrið og étur það, sem er það eðli- lega, því það að éta dýr sem þú bind- ur ekki ást við, það er óheilbrigt. Fólk leit á lífsbaráttuna þannig að það sjálft væri inni í þessum hlekk keðjunnar, þetta er gjöf dýrsins til þín, að þú færð kjötið.“ Blöskraði þegar maður ætlaði að aflífa hænu með borðhníf Bjarni segir að vinnan við bók- ina hafi rifjað upp samtöl sem hann átti fyrir þrjátíu árum við dýra- verndunarkonuna Önnu á Hesteyri í Mjóafirði. „Anna mundi og tók þátt í bar- áttunni fyrir því að menn hættu að skera kindur við slátrun en notuðu frekar byssu. Sem er gríðarlegt at- riði í dýravernd, því hnífurinn var oft subbulegt verkfæri við aflífun hér áður þegar ekki var alltaf gott bit í verkfærinu. Að sarga skepnu á háls er ógeðslegt. Ég minnist þess þegar ég keypti mér eitt sinn hænu á fæti til að hafa með mér til matar út í eyðimörkina í Rajasthan á ferð minni um Indland. Þegar maður sá sem ætlaði að slátra henni fyrir mig dró upp borðhníf til verksins blöskr- aði mér og ég tók af honum verkfær- ið og rétti honum vasahníf minn, sem var flugbeittur,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi alltaf tekið dýravernd alvarlega og hafi nokkr- um sinnum æst sig yfir ýmsu henni tengdu. „Til dæmis því þegar stang- veiðimenn drepa sama laxinn oft, sem mér finnst algerlega guðlaust og andstyggilegt athæfi. Þegar lax- inn hefur verið veiddur er honum sleppt aftur særðum til að annar maður geti líka veitt hann. Og það er fáránlegt að halda því fram að þar sem fiskar hafi kalt blóð finni þeir ekki til, það sést á skepnunni við átökin að hún kvelst. Og hún kæmist ekki af úti í náttúrunni ef hún kenndi ekki til.“ Getum ekki leyft okkur hvað sem er þótt þurfi að fjarlægja Í bókinni eru líka sögur af dýr- um sem ekki voru ætluð til matar, til dæmis af köttum, hundum og refum. „Sögurnar eru líka um greind dýranna og hvað þau eru miklir per- sónuleikar, þarna segir til dæmis af vitrum hundum og móðurást tófu, hestum sem sýndu eigendum sínum tryggð og væntumþykju. Dýr tjá sig og hafa samskipti, og þau gleyma aldrei þeim sem hafa verið vondir við þau.“ Bjarni leggur áherslu á að þó svo að við þurfum að verjast sumum dýrum og fjarlægja þau getum við ekki leyft okkur hvað sem er í þeim aðgerðum. „Til dæmis mýs, þær geta verið miklir skaðvaldar, naga allt og skemma sem fyrir þeim verður.“ Dýravernd í dag nær ekki nema yfir í kaffispjall Þegar Bjarni er spurður að því hvaða erindi bókin um Forystu- Flekk eigi í dag segir hann mikil- vægt að við áttum okkur á því hve skyldur okkar séu miklar í dýra- verndunarmálum. „Sögurnar í bókinni eru frá ör- birgðarsamfélagi, þó svo að landið hafi verið byrjað að rísa þegar sög- urnar eru skrifaðar við upphaf tutt- ugustu aldar. Þetta var sárfátækt samfélag en samt litu menn svo á að þeir gætu ekki leyft sér að fara illa með dýr. Í velmegunarsamfélagi dagsins í dag erum við svo blygð- unarlaus að við viljum okkar kjúkl- ing nógu ódýran, úr verksmiðju- landbúnaði sem á alls ekki rétt á sér. Þetta viðgengst vegna þess að við er- um siðlaus í þessum efnum. Dýra- verndin nær ekki nema yfir í kaffi- spjallið. Það kostar að skapa skepnum góðar aðstæður sem haldn- ar eru til manneldis og leggja upp úr því að þeim líði vel, svo að við verð- um að vilja borga fyrir góða meðferð á þeim dýrum sem við borðum. Við fögnum og kaupum ódýra innflutta kjúklinga sem við vitum ekkert um hvernig hefur verið farið með, af því að við krefjumst þess nánast að fá mat ókeypis. Við görgum um það að matur sé ódýr annars staðar en á Ís- landi, en spyrjum ekkert að því hvernig hann sé búinn til. Hvað kost- ar það jörðina og hver er þjáning dýranna sem fylgir ódýru kjöti? Þetta eru spurningar sem við verð- um að spyrja. Verksmiðjufram- leiðsla á kjúklingum tröllríður heim- inum. Við viljum vera á undan í framförum og í þessari bók eigum við fyrirmyndir í dýravernd- unarhugsjón, þetta er djúpt í þjóð- arsálinni að fornu og nýju. Við þurf- um að hefja þessa baráttu.“ Dýr eru ekki skynlausar skepnur „Hjá bændaþjóð vita menn að dýr hafa per- sónuleika og tilfinningar rétt eins og menn. Þarna segir af vitrum hundum og móðurást tófu, hestum sem sýndu eigendum sín- um tryggð og væntum- þykju. Dýr tjá sig og hafa samskipti, og þau gleyma aldrei þeim sem hafa ver- ið vondir við þau,“ segir Bjarni Harðarson. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf „Þessi köttur hefur farið oft til helvítis“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.