Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 18

Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Pallaolía, viðavörn og málning fyrir Íslenskar aðstæður. DEKA SÍLAN vatnsfæla 5 lítrar 8.790 1 líter kr. 1.990 Maston Hammer Spray 400ml 1.050 Maston Hammer 250ml 995 Maston Hammer 750ml 1.995 Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn 1.790 Deka þakmálning 10 lítrar 9.990 DEKAPRO útimálning, 10 lítrar 7.990 Deka Projekt 10 innimálning, 10 lítrar (stofn A) 6.390 Deka Projekt 05 innimálning, 10 lítrar (stofn A) 6.290 Bostik filler spartl 250ml 490 Landora tréolía Col-51903 3 l. 1.980 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Blöndum DRAUMALITINA þína! MIKIÐ ÚRVAL MARGIR LITIR Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sæstrengur, ætlaður til raforku- flutnings milli Íslands og Bretlands, gæti kostað um 2 milljarða sterlings- punda, jafnvirði 282 milljarða króna, gangi áætlanir breska fyrirtækisins Atlantic Superconnection eftir. Greint var frá því í ViðskiptaMogg- anum í gær að fyrirtækið hefði kynnt íslenskum stjórnvöldum hug- myndir sínar en að mati fyrir- tækisins gæti lagning svokallaðs ein- póla strengs borið sig miðað við 600-700 MW raforkusölu úr landi. Fyrri áætlanir sem lagt hefur verið upp með, og byggðust á svokölluðum tvípóla streng, gerðu ráð fyrir mun dýrari framkvæmd og að raforku- flutningurinn þyrfti að nema ríflega 1.000 MW til þess að framkvæmdin gæti borið sig. Segja forsvarsmenn Atlantic Superconnection (AS) að útfærsla þeirra sé 60-70% ódýrari í framkvæmd en fyrri hugmyndir. Uppsett afl virkjana á Íslandi í dag er um 2.800 MW og því myndi strengur á borð við þann sem AS vill leggja taka til sín allt að fjórðung þess afls sem býr í kerfinu í dag. Líkt og fram kom í umfjöllun blaðs- ins í gær er talið að með betri nýt- ingu þeirra virkjana sem nú þegar eru starfræktar mætti ná allt að 450 MW til nýtingar í streng af þessu tagi. Einnig kostnaður í tengslum við flutningskerfið innanlands Fiona Reilly, framkvæmdastjóri hjá AS, segir að auk kostnaðar við lagningu strengsins sjálfs þyrfti að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að tengja flutningsnet innanlands við strenginn, þar sem hann yrði lagður í sjó. Samkvæmt skýrslu sem Kvika og finnska verkfræðistofan Pöyry unnu árið 2016 má gera ráð fyrir að kostnaður við þann hluta verksins gæti hlaupið á bilinu 50-80 milljörðum króna. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum að taka þátt í kostnaði við að tengjast flutnings- neti Íslands, það er inni í okkar áætl- unum,“ segir Fiona. Samkvæmt kerfisáætlun Lands- nets 2015-2024 kemur fram að í for- sendum fyrir þeirri uppbyggingu flutningskerfsins sem fyrirtækið hefur kynnt og talað fyrir sé ekki gert ráð fyrir sölu á raforku um sæ- streng til útlanda. Í nýjustu kerfis- áætlun 2016-2025 virðast forsendur ekki hafa breyst en fyrirtækið hefur þó unnið að kerfisrannsóknum þar sem dregin er fram þörfin fyrir nauðsynlegar styrkingar á raforku- flutningskerfinu ef til tengingar milli landa um sæstreng kæmi og raforka yrði flutt úr landi. Hluti af nýrri orkustefnu Í maí síðastliðnum skipaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráð- herra starfshóp með aðkomu allra þingflokka til að vinna orkustefnu fyrir Ísland. Er þess vænst að hóp- urinn leggi tillögur sínar fyrir ráð- herra í byrjun árs 2020. Meðal verk- efna hópsins er að horfa til hugmynda um útflutning raforku frá Íslandi um sæstreng. Morgunblaðið leitaði viðbragða ráðherra við hug- myndum Atlantic Superconnection um lagningu fyrrnefnds strengs en engin viðbrögð komu frá ráðuneyt- inu. Telja rafmagnsstreng kosta um 282 milljarða Ljósmynd/AFP Strengur Verði sæstrengur milli Íslands og Bretlands lagður gæti hann orðið á bilinu 800-1.200 km langur.  Drög að orkustefnu fyrir Ísland verða lögð fram í fyrsta lagi í ársbyrjun 2020 Minni í sniðum » Strengurinn sem AS hefur hugmyndir um að leggja myndi bera sig með flutningsmagni upp á 600-700 MW. » Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að strengur þyrfti að minnsta kosti 1000 MW. Landsnet hefur kannað kosti þess að tengja sæstreng af þessu tagi í gegn- um Austfirði en þaðan er styst að leggja streng til Bretlands. » Fyrirtækið hefur einnig kannað kosti við suðurströnd- ina. 15. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.39 105.89 105.64 Sterlingspund 141.45 142.13 141.79 Kanadadalur 81.26 81.74 81.5 Dönsk króna 16.715 16.813 16.764 Norsk króna 13.171 13.249 13.21 Sænsk króna 12.237 12.309 12.273 Svissn. franki 107.08 107.68 107.38 Japanskt jen 0.9576 0.9632 0.9604 SDR 149.82 150.72 150.27 Evra 124.55 125.25 124.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.7109 Hrávöruverð Gull 1294.4 ($/únsa) Ál 2308.5 ($/tonn) LME Hráolía 75.4 ($/fatið) Brent ● Áætluð tekju- afkoma hins opin- bera var jákvæð um 9,6 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins, eða sem nemur um 1,5% af landsframleiðslu. Á sama tíma í fyrra var afkoman já- kvæð um 8,4 millj- arða króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Heildartekjur hins opinbera, þ.e. ríkis- sjóðs, almannatrygginga og sveitar- félaga, jukust um 5,3% á milli fyrsta árs- fjórðungs 2017 og 2018. Þær eru áætlaðar 275,0 milljarðar króna á fjórð- ungnum. Skatttekjur og trygginga- gjöld jukust um 6,2% milli ára hjá hinu opinbera. Á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um 5,0% og eru þau áætl- uð 265,4 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi. Tekjujöfnuður ríkissjóðs var jákvæður um 10,9 milljarða króna á fjórðungnum, eða sem nemur 1,7% af landsfram- leiðslu. Heildartekjur jukust um 4,5% sem skýrist öðru fremur af 7,3 milljarða króna aukningu í skatttekjum frá fyrsta ársfjórðungi 2017. Þar af jukust tekjur vegna skatta á vöru og þjónustu um 6,6%. Tekjuafkoma sveitarfélaga var hins vegar neikvæð um 1,0 milljarð króna samkvæmt áætlunum. Á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra var tekjuafkoman jákvæð um 0,4 milljarða króna. Tekjur sveitarfélaga jukust um 7,3% milli ára en útgjöldin um 9,0%. Tekjuafkoma hins opin- bera batnar milli ára Tekjur Afgangur hjá ríkissjóði. STUTT Þann 23. maí síðastliðinn gaf Guð- mundur I. Guðbrandsson, umhverf- is- og auðlindaráðherra, út nýja reglugerð er varðar heimildir til lagningar sæstrengja og neðan- sjávarleiðslna við Ísland. Samkvæmt reglugerðinni krefst það samþykkis Umhverfisstofnunar ef ætlunin er að leggja strengi í sjó við landið. Þá þarf framkvæmda- leyfi sveitarfélags innan netlaga og einnig samþykki Samgöngustofu. Þá þarf við umsókn til Umhverfis- stofnunar að afla álits Skipulags- stofnunar á umhverfisáhrifum eða að stofnunin gefi það út að viðkom- andi framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun leitar um- sagnar Hafrannsóknastofnunar og annarra aðila ef þörf krefur vegna fyrirhugaðrar sæstrengslagningar. Þá ber stofnuninni að tilkynna sjó- mælingasviði Landhelgisgæslunnar um þá sæstrengi sem stofnunin veitir samþykkir fyrir. Ný reglugerð um sæstrengi ÆTLAÐ AÐ TRYGGJA VERND HAFS, AUÐLINDA OG LÍFRÍKIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.