Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
HM tilboð Múrbúðarinnar
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
BESTU
MÚBÚÐARVERÐIN
Made by Lavor
18.990
MOWER CJ20
Sláttuvél m/drifi, BS 5,0 hp
Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 150
CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin
3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar
útskilun, skurðhæð og staða 25-75mm/8
49.990
MOWER CJ18
BS 3,5hp Briggs&Stratton
mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd
46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L,
skurðhæð og staða 25-85mm/8
29.990Kaliber Red
gasgrill
4 brennara (12KW) +
hliðarhella (2.5KW).
Grillflötur 41x56cm
Kaliber
Black
gasgrill
3x3kw brennarar
(9KW). Grillflötur
41x56cm
39.900
25%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
áður 23.990
Grillboð 44.900
áður 39.990 áður 62.990
14.390
Lavor Galaxy 140
háþrýstidæla
140 bör max,
450 lítr/klst.
1900W
20%
AFSLÁTTUR
áður 17.990
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Orrustuþotur og herskip frá Sádi-
Arabíu létu sprengjum rigna yfir
hafnarborgina Hudaydah í gær. Er
með því verið að styðja við sókn
stjórnarhers Jemen inn í borgina í
þeirri von að honum takist að end-
urheimta hana úr höndum uppreisn-
arsveita Húta, sem njóta hernaðar-
aðstoðar frá Írönum. Óttast er að allt
að 250 þúsund manns missi allt sitt í
átökunum og er búist við miklu
manntjóni vegna þeirra.
Fréttastofa CNN greinir frá því
að landhernaður, undir stjórn Sádi-
Arabíu, sé nú í fullum gangi við flug-
völl borgarinnar og í hverfi í suð-
austurhlutanum. Fá hermenn á
jörðu niðri aðstoð frá herskipum,
-flugvélum og þyrlum, en notast er
við árásarþyrlur af gerðinni Boeing
AH-64 Apache. Þyrlurnar eru
bandarísk smíð, sérhannaðar til
árásar á skotmörk á jörðu niðri og
skarta fjölbreyttu vopnakerfi.
Herskip brennandi eftir árás
Ljóst er að orrustan um Huday-
dah er afar hörð. Þannig greinir
breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að
minnst fjórir hermenn Sádi-Arabíu
hafi fallið og á þriðja tug uppreisnar-
manna. CNN segir uppreisnarsveit-
ir einnig hafa gert eldflaugaárás á
herskip Sádi-Arabíu á Rauðahafi og
var skipið í gær sagt nær alelda eftir
átökin. Ekki er vitað hvort áður-
nefndir hermenn Sáda hafi fallið í
árásinni á skipið eða í öðrum átökum
í Jemen. Að sögn BBC voru 18 loft-
árásir gerðar á skotmörk tengd Hút-
um við borgina Hudaydah.
Hafnarborgin er sögð vera eins
konar „lífæð“ fyrir Jemen. Um 90%
af öllum matvælum, eldsneyti og
lyfjum sem neytt er í Jemen eru inn-
flutt og fara 70% þess í gegnum
hafnarsvæði borgarinnar Hudaydah.
„Að hertaka Hudaydah er eins
konar brjálsemi í allri merkingu þess
orðs vegna þess að Hudaydah er
borg full af almennum borgurum og
hún er lífæð allra Jemena í norðri og
suðri,“ hefur CNN eftir íbúa þar.
Annar íbúi borgarinnar sagðist ótt-
ast mikið mannfall og hörmungar
héldu átökin um borgina áfram.
Þá er borgin einnig sögð mikilvæg
fyrir hernað uppreisnarmanna, en
þeir eru sagðir smygla vopnum til
landsins þaðan frá Íran. Því hefur þó
verið staðfastlega neitað af Hútum
og stjórnvöldum í Íran.
Barist um „lífæð“ Jemen
Herflugvélar, -þyrlur og -skip Sádi-Arabíu gerðu harðar árásir á hafnarborgina
Hudaydah Uppreisnarmenn svöruðu með eldflaugaárás á herskip á Rauðahafi
AFP
Liðsstyrkur Hersveitir Sádi-Arabíu sjást hér keyra í átt að herstöðinni al-Hamra eftir að hafa verið í Jemen.
Orrustan um Hudaydah
» 70% af innfluttri vöru Jem-
en, þ. á m. matvæli, lyf og elds-
neyti, eru flutt inn í gegnum
hafnarborgina.
» Minnst 300 þúsund börn
búa í eða við borgina og er ótt-
ast um öryggi þeirra.
Ríkisfréttastofan KCNA í Norður-
Kóreu sýndi á miðvikudag 42 mín-
útna langt myndskeið frá heimkomu
leiðtogans Kim Jong-un eftir fund
hans með Donald J. Trump, forseta
Bandaríkjanna. Hittust leiðtogarnir
á Sentósaeyju í Singapúr í vikunni.
Í myndbandinu sést Kim stíga út
úr breiðþotu kínverska flugfélagsins
Air China á flugvellinum í Pjongjang
og ganga á rauðum dregli til móts við
heiðursvörð hersins. Hundruð voru
viðstödd heimkomuna og veifaði fólk
fánum Norður-Kóreu og kommún-
istaflokksins þar í landi. Var leiðtog-
anum fagnað sem þjóðhetju.
Er myndefnið eins konar
heimildarmynd um ferðalag Kim
Jong-un til Singapúr og fund hans
með Bandaríkjaforseta. Álitsgjafar
sem CNN leitaði til vegna efnisins
telja líklegt að íbúar Norður-Kóreu
séu margir hverjir í fyrsta skipti að
sjá myndir frá erlendu ríki. Meðal
þess sem fyrir augu ber eru svip-
myndir frá Singapúr, skýjakljúfar og
glæsihótelið á Sentósaeyju þar sem
leiðtogarnir hittust. Þá sagði KCNA
Kim afar ánægðan með Singapúr og
á hann að hafa lofað borgina fyrir
hreinlæti hennar og fegurð.
Þulan fræga stóð vaktina
Aðalþula KCNA, konan sem upplýs-
ir norðurkóreskan almenning um
meinta stórsigra Kim Jong-un og
ríkisins, Ri Chun-hee, sá um að tala
inn á heimildarefnið. „Fjölmargir
þjóðhöfðingjar frá hinum ýmsu ríkj-
um hafa sótt Singapúr heim, en það
er án fordæmis í sögu Singapúr að
götur fyllist af fagnandi fólki,“ sagði
hún. „Götur fylltust af fólki sem lýsti
yfir aðdáun sinni á æðsta leiðtoga
vegna framúrskarandi hæfileika til
að geta verið leiðandi í flóknum og
margþættum alþjóðastjórnmálum.“
khj@mbl.is
Fagnað sem þjóðhetju
Heiðursvörður og fjölmenni tóku á móti Kim Jong-un
AFP
Pjongjang Heiðursvörður hersins
tók á móti leiðtoga sínum.
Ákvörðun
norskra stjórn-
valda um að óska
eftir því við
Bandaríkjamenn
að þeir tvöfaldi
fjölda land-
gönguliða sinna
þar í landi mun
að sögn Rússa
hafa afleiðingar í
för með sér.
Fréttastofa Reuters greinir frá.
„Noregur verður við þetta ekki
eins fyrirsjáanlegur og það gæti
aukið á spennu, komið af stað vopna-
kapphlaupi og stuðlað að óstöð-
ugleika í norðurhluta Evrópu,“ segir
í tilkynningu sem sendiráð Rúss-
lands í Ósló sendi frá sér. „Við sjáum
þetta sem óvinveitta aðgerð og hún
verður ekki án afleiðinga.“
Alls eru nú 330 bandarískir land-
gönguliðar í Noregi og verður þeim
að óbreyttu fjölgað í 700 árið 2019.
NOREGUR
Ákvörðun Ósló verð-
ur ekki án afleiðinga
Her Landgöngu-
liðar við æfingar.
Franska lögreglan hefur handtekið
par sem grunað er um að hafa myrt
og limlest dóttur sína árið 1987.
Stúlkan, sem var þriggja til fimm
ára gömul er hún var myrt, fannst
látin við þjóðveg. Ekki var unnt að
bera kennsl á hana á sínum tíma, en
lögreglan hóf nýverið rannsókn
sína á málinu eftir að DNA-tækni
kom þeim á sporið. Var það DNA
sonar þeirra sem rannsakað var í
tengslum við annað mál lögreglu
sem tengdi fólkið við stúlkuna. Par-
ið á yfir höfði sér þunga dóma.
FRAKKLAND
DNA opnaði málið