Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 20
Smáskammtalækningar
ríkisstjórnarinnar
N
ýliðið þing var ansi viðburða-
ríkt. Eftir ríkisstjórnarslit síð-
astliðið haust, fjárlagavinnu á
handahlaupum, allt of langt
jólafrí, allt of mörg frí á vor-
þingi og eftir að hafa afgreitt allt of mörg mál
sem bárust allt of seint frá ríkisstjórninni – þá
er ágætis tími til þess að skoða hvað Píratar
gerðu á síðastliðnu þingi. Píratar lögðu fram
26 frumvörp, 11 þingsályktunartillögur, 117
skriflegar fyrirspurnir, 8 munnlegar fyrir-
spurnir, 5 skýrslubeiðnir og héldu 1.338 ræð-
ur í um 57 klukkutíma. Árangur mælist hins
vegar alls ekki einungis í fjölda mála eða
málalenginga og ekki einu sinni í fjölda sam-
þykktra mála. Ýmis önnur mál voru samþykkt
á þinginu sem voru ekki mál sem Píratar
lögðu fram en eru sannarlega Píratamál, til dæmis net-
hlutleysi og persónuverndarlöggjöf. Hvort tveggja mál
sem koma í gegnum Evrópusamstarfið.
Samþykkt mál eru þó einhver mælikvarði á árangur.
Stjórnarandstöðunni eru hins vegar þau takmörk sett að
vera með kvóta á hversu mörg mál hún fær í gegn, nokk-
urn veginn algerlega óháð gæðum málanna sem hún legg-
ur fram. Í þetta skipti fengu Píratar samþykkt mál um að-
gengi framhaldsskólanema að stafrænum smiðjum. Það er
gríðarlega spennandi framtíðarmál og passar vel inn í
nauðsyn þess að gera verklegum greinum hærra undir
höfði. Meðflutningsmenn frá öllum flokkum fengust í því
máli og rann það greiðlega í gegnum þingið. Tillögu Pírata
um borgaralaun var svo vísað til framtíðar-
nefndar þingsins sem er nýskipuð. Verkefni
framtíðarnefndarinnar verða gríðarlega áhuga-
verð en þar er formaður Smári McCarthy.
Það verður að teljast sorglegt að fleiri Pírata-
mál hafi ekki fengið afgreiðslu. Af þeim má
nefna tillögur um rafræn fasteignaviðskipti,
bætta stjórnsýslu í umgengnismálum og fjár-
festingar í rannsóknum og þróun. Að auki má
nefna frumvörp um styttingu vinnuviku, opið
aðgengi að hlutafélagaskrá, breytingar á virðis-
aukaskattslögum vegna tíðavöru og getnaðar-
varna, frumvörp um meðferð einkamála, staf-
ræna íslensku og frítekjumark vegna
atvinnutekna.
Mig langar til þess að hvetja ríkisstjórnina og
þingið til þess að taka mál stjórnarandstöð-
unnar alvarlega. Ekki úthluta bara einu til tveimur málum
á flokk sem einhvers konar sárabætur fyrir að þegja. Af-
leiðingin er að ríkisfjármálaáætlun fær mjög litla umræðu
í þingsal. Eitthvað sem maður hefði haldið að ríkisstjórnin
myndi vilja ræða sem mest. Áætlunin var samt svo illa
gerð að ég skil alveg að ríkisstjórnin vilji að stjórnarand-
staðan tali sem minnst um hana. Nei, stjórnarandstaðan
fær bara örfá mál út úr nefnd og litla sem enga umræðu
um fjármálaáætlun. Við getum öll gert betur. Breytum
þessum smáskammtalækninum stjórnarinnar. Hættum
þessum kvótum á fjölda mála. bjornlevi@gmail.com
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Höfundur er þingmaður Pírata.
FRÉTTASKÝRING
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Ný rannsóknarskýrsla ávegum Vegagerðarinnarsýnir að 1.220 þúsundferðamenn hafi nýtt sér
bílaleigubíla á Íslandi árið 2017.
Skýrslan er unnin upp úr niður-
stöðum tveggja kannana sem fram-
kvæmdar voru 2017-2018, bæði úti á
vegum við Reynisfjöru og í Skafta-
felli og einnig við brottför í Leifsstöð.
Þessir 1.220 þúsund ferðamenn eru
60% af heildarhlutfalli ferðamanna
sem sóttu Ísland heim á síðasta ári.
Það er aukning frá árinu á undan, en
þá var hlutfallið 56% og 960 þúsund
ferðamenn. Þeir gestir sem nýttu sér
bílaleigubíla árið 2017 óku að með-
altali 230 km á dag.
Það kemur líkast til engum á óvart
að flestir bílar voru í notkun yfir há-
bjargræðistímann, þ.e. júlí til ágúst,
og voru þá 16-17 þúsund á vegunum.
Minnst var notkunin yfir vetrarmán-
uðina, í janúar og desember, eða um
2.500 bílar.
Gífurlega mikið ekið í ágúst
Mest var ekið í ágústmánuði, en þá
náði heildarkílómetrafjöldi 108 millj-
ónum. Fjarlægðin samsvarar 2.700
hringjum umhverfis landið eftir þjóð-
vegi 1, eða fimm ferðum fram og til
baka til tunglsins, er segir í skýrsl-
unni. Í ljósi þessara löngu vega-
lengda og hás eldsneytisverðs er ljóst
að miklar tekjur hljótast af eldsneyt-
issölu. Segir í skýrslunni að lauslega
megi komast að þeirri niðurstöðu að
eldsneytisútgjöld erlendra ferða-
manna á síðasta ári vegna aksturs á
bílaleigubílum aðeins um Gullna
hringinn og nágrenni á hafi numið
nærri 1,6 milljörðum króna. Allt í allt
megi slá á að eldsneytisútgjöld er-
lendra ferðamanna vegna aksturs á
bílaleigubílum á Íslandi í fyrra hafi
numið 10,1 milljarði króna. 50% af
þeirri veltu er áætlað að renni í rík-
iskassann, er segir í skýrslunni.
Ef horft er til aksturssögu ferða-
manna eftir búsetu má sjá að meðal-
akstur á bílaleigubílum á hverja út-
leigu hafi verið lengstur meðal gesta
frá Asíu, eða 2.090 kílómetrar, þá
næstmest meðal gesta frá Suður- og
Mið-Evrópu. Þeir gestir sem leigja
hlutfallslega mest af bílum koma frá
Benelux-löndunum, þ.e. Belgíu, Hol-
landi og Lúxemborg.
Reynsluleysi ferðamanna er varð-
ar akstur í íslenskum aðstæðum hef-
ur verið í umræðunni um nokkuð
skeið og má segja að það eigi við í ein-
hverjum tilvikum, ef marka má töl-
fræðina. Af þeim ökumönnum sem
leigðu bíl yfir vetrarmánuðina höfðu
28% svarenda ekið eitthvað í snjó á
meðan á dvölinni stóð og 32% í hálku.
Voru þessir ferðamenn jafnframt
spurðir að því hvort þeir væru vanir
að aka í snjó og voru aðeins 58%
svarenda vön því að aka í snjó. Hvað
varðar almenna reynslu af akstri
hafði meirihluti svarenda haft öku-
réttindi í meira en 10 ár. Ökumenn
frá Norðurlöndunum og Norður-
Ameríku voru að jafnaði reyndustu
bílstjórarnir en Asíubúar þeir
óreyndustu.
Skyndistopp vegna fegurðar
Hrífandi landslag Íslands veldur
því oft að ferðamenn ákveða að
stöðva bíl sinn í vegkanti, ef marka
má niðurstöður kannananna. Fimm
möguleikar voru gefnir upp sem
mögulegar ástæður fyrir skyndilegri
stöðvun. Flestir svöruðu að þeir
hefðu stöðvað í vegkanti til að skoða
útsýni eða landslag, eða að jafnaði 7-
11 sinnum á ferðalaginu. Gestir
stöðvuðu næstoftast til að skoða
hesta, byggingar eða býli og norður-
ljós.
Ferðamenn skorti
reynslu af snjóakstri
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vetrarfærð Yfir helmingur ferðamanna segist vera vanur því að aka í snjó,
að því er segir í skýrslu Vegagerðarinnar um erlenda vetrarferðamenn.
Ástæður fyrir skyndistoppum í vegarkanti
x8
x7
x11
x7
x2
x2
x3
x2
x3
x2 skipti
landslag
útsýni
hestar
byggingar/býli
norðurljós
0 20 40 60 80 100
Heimild: Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar
ökumenn í Reynisfjöru og Skaftafelli í Leifsstöð
87
76
85
71
51
50
40
36
24
54
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo vildi til ámiðvikudagað innan-
ríkisráðherrar
Austurríkis,
Þýskalands og
Ítalíu lýstu því yfir
að þeir hefðu myndað „öxul“
þeirra sem væru viljugir til
þess að sporna við komu ólög-
legra innflytjenda til ríkja
þeirra. Flóttamannamálin hafa
enda verið í brennidepli síð-
ustu daga, eftir að hin nýja
ríkisstjórn Ítalíu neitaði að
taka á móti skipinu Aquarius
sem var með 629 flóttamenn
frá Norður-Afríku innanborðs.
Má segja að Evrópusam-
bandið hafi logað stafnanna á
milli vegna málsins, þar sem
skipið sigldi fyrst milli Ítalíu
og Möltu, en stjórnvöld þar
vildu heldur ekki taka á móti
fólkinu. Loks samþykkti ríkis-
stjórn Spánar að taka við fólk-
inu. Málið skapaði einnig úlfúð
á milli Frakka og Ítala, þar
sem Macron Frakklandsforseti
náði að móðga Ítali með því að
segja þá sýna af sér ábyrgð-
arleysi, sem Ítölum þótti ekki
sanngjarnt og bentu á að
Frakkar ættu að tala varlega
enda hefðu þeir fjarri því stað-
ið við að taka við þeim fjölda
flóttamanna frá Ítalíu sem þeir
hefðu áður fallist á.
Yfirlýsingin var ekki síst
markverð vegna þátttöku
Horsts Seehofer, þýska innan-
ríkisráðherrans og formanns
kristilegra demókrata í Bæj-
aralandi, CSU. Hún varð ekki
skilin öðruvísi en sem gagnrýni
eða jafnvel ögrun
við Angelu Merkel
Þýskalandskansl-
ara og mislukkaða
stefnu hennar í
innflytjenda-
málum.
Merkel hefur síðan átt lang-
ar viðræður við Seehofer, en
hann krefst þess að þýska
landamæralögreglan fái völd
til þess að vísa burt öllum sem
komi til landsins án skilríkja,
og/eða þeim sem hafa þegar
verið skráðir í öðru Evrópu-
sambandsríki. Merkel hefur
hafnað því og sagt að þá væri
Þýskaland að varpa af sér
ábyrgð og setja hana á hendur
hinum Evrópusambandsríkj-
unum. Seehofer segir hins veg-
ar að hann muni ná fram mála-
miðlun frá Merkel um
innflytjendamálin áður en vik-
an er úti. Ljóst er að málið gæti
orðið ríkisstjórn Þýskalands
erfitt.
Allt þetta kemur upp á yfir-
borðið í aðdraganda leiðtoga-
fundar Evrópusambandsins í
lok júní. Má vænta að þar verði
hart tekist á um innflytjenda-
málin, en auk Ítalíu og Austur-
ríkis hafa Pólverjar, Ungverj-
ar, Tékkar og Slóvakar verið
mjög gagnrýnir á stefnu sam-
bandsins í flóttamanna- og inn-
flytjendamálum. Það verður
því athyglisvert að sjá hvort að
afstaða Merkel eða Seehofers
verður ofan á í Þýskalandi, en
það gæti ráðið miklu um það
hver framtíðarstefna Evrópu-
sambandsins í þessum erfiða
málaflokki verður.
Flóttamanna- og
innflytjendamál
skekja ESB
– og Þýskaland}
Vilja taka á vanda
Enn sér ekkifyrir endann
á borgarastríðinu í
Jemen, en banda-
lag arabaríkja með
Sádi-Arabíu og
Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin í broddi fylk-
ingar hóf í vikunni atlögu að
hafnarborginni Hudaydah.
Borgin er talin mikilvæg lífæð
fyrir uppreisnarmenn Húta
auk þess sem hjálpargögn fyrir
stríðshrjáðan almenning hafa
einkum borist í gegnum höfn-
ina.
Árásin á Hudaydah gæti því
markað þáttaskil í stríðinu.
Falli borgin í hendur Sáda og
bandamanna þeirra verður róð-
urinn þungur fyrir uppreisn-
armennina, sem notið hafa um-
talsverðs stuðnings frá Íran í
formi vopna og vista. Hefur þar
munað einna mest um eld-
flaugar, sem stjórnvöld í
Riyadh segja að hafi verið skot-
ið á staði innan Sádi-Arabíu.
Þrjú ár eru nú liðin síðan
bandalag arabaríkjanna hóf
inngrip sitt í Jem-
en og um 10.000
manns eru sagðir
hafa látist vegna
aðgerða þeirra.
Þar er þó bara hálf
sagan sögð, því um
22 milljónir eru sagðar á ver-
gangi vegna stríðsins, og um
átta milljónir af þeim hafa
treyst á hjálpargögn sem bor-
ist hafa í gegnum Hudaydah.
Það er því ekki að undra að við-
brögð vegna sóknar bandalags-
ríkjanna hafi einkum einkennst
af áhyggjum af því að nú sé
verið að gera grafalvarlegt
ástand enn verra.
Mögulega verða átökin um
Hudaydah þó til þess að færa
stríðslokin nær og þá væri til
nokkurs unnið. Verði þessi
átök hins vegar til að auka enn
frekar á þær gríðarlegu hörm-
ungar sem ríkt hafa í landinu,
fer sú spurning að verða áleitin
hvort aðrar þjóðir finni sig
knúnar til að grípa inn í, áður
en hörmungarnar verða enn
meiri.
Sóknin að Hudaydah
gæti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir
almenna borgara}
Grafalvarlegt ástand
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen