Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 24

Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 ✝ Lára MaríaTheódórs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1962. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn 5. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hallveig Kristólína Jónsdóttir, ljós- móðir frá Ólafsvík, f. 9. októ- ber 1921, d. 12. október 1977, og Theódór Daníelsson, kenn- ari, f. 2. febrúar 1909, d. 12. leitisskóla og tók síðan gagn- fræðapróf frá Kvennaskól- anum 1979. Síðar lá leiðin í Fjölbrautaskóla Breiðholts þar sem hún lagði stund á sjúkra- liðanám. Hún starfaði lengi við umönnunarstörf, t.d. á Borg- arspítalanum og Grensás ásamt fleiri stöðum. Árið 1992 flutti Lára María að Stóra-Bóli á Mýrum við Hornafjörð og hóf sambúð með Ólafi manni sínum. Síðar fluttu þau að bænum Tjörn á Mýrum og bjuggu þar alla tíð. Lára María var húsmóðir fyrstu árin en síðar starfaði hún sem bók- ari, lengi vel hjá Kemi og síðar hjá Vélsmiðju Hornafjarðar. Lára María söng með Kvennakór Hornafjarðar. Útför Láru Maríu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 15. júní 2018, klukkan 14. september 1984. Lára María var einkabarn þeirra. Eiginmaður Láru er Ólafur Halldórsson, bif- reiðarstjóri, f. 7. apríl 1951. Þau eignuðust tvo syni, Halldór, f. 21. maí 1993, og Agnar, f. 16. maí 1995, unn- usta hans er Sóley Þrastardóttir, f. 22. desember 1996. Lára María ólst upp í Reykjavík, hún gekk í Hvassa- Að morgni þriðjudagsins 5. júní síðastliðinn lokaðir þú, elsku- lega mágkona, Lára María, aug- unum þínum í síðasta sinn, eftir erfið veikindi í nokkra mánuði og friður og ró færðist yfir fallega andlitið þitt. Ekki grunaði mig þegar við kvöddumst með kossi að kvöldi jóladags, í hefðbundna jólaboðinu okkar, að örlög þín yrðu nokkrum tímum síðar heiftarlegt heilablóð- fall með öllum þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið. Það hefur verið erfitt fyrir marga af þínum kærustu vinum, Óla bróður minn, synina ykkar Halldór og Agnar og kærustuna hans Sóleyju að sjá sorgina í augum þínum en fallega brosið þitt gaf okkur smá von og veitti gleði. En nú er kallið komið og þú fékkst að kveðja með þína nánustu hjá þér, á Hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði eftir 10 daga legu þar. Margs er að minnast og ég man vel þegar þú komst fyrst í heim- sókn á Smárabrautina og mamma kom með þér. Þú reyndist henni eins og hin besta dóttir, enda dýrkaði hún þig og dáði, alla tíð. Þú varst alltaf til staðar fyrir hana, Óla þinn og strákana ykkar. Þú átt skilið mikla viðurkenningu fyrir dugnað þinn og elju varðandi heyrnarskerðingu Halldórs og stóðst af þér öll sjávarföll og ólgu- sjó, svo notað sé líkingamál, um þá baráttu. Það var ekki auðvelt að halda tvö heimili í fleiri ár, eitt í Reykjavík og annað á Tjörn, en allt var gert til að Halldór fengi þá bestu kennslu sem í boði var. Og árangurinn sést í dag því Halldór er dugnaðarmaður og hugsar af alúð um skepnurnar sínar og stendur sig vel í vinnunni og er alls staðar vel liðinn. Þetta á líka við Agnar þinn sem stendur sig vel í námi og í starfi. Það er unun að fylgjast með honum þjálfa hundana sína og nú verður hann Óla þínum stoð og stytta sem og hún Sóley sem er eins og nafnið segir, yndislega falleg og góð. Þeir eru heppnir feðgarnir að hafa fengið hana inn í líf sitt og hún er svo sannarlega til taks fyr- ir þá þegar sorgin við að missa þig hellist nú yfir. Þeir og við öll vit- um að það er líkn fyrir þig að hafa nú sofnað en söknuðurinn er mik- ill. Við fórum saman á tónleika í desember og settum okkur mark- mið að gera mun meira af því að fara saman á menningarviðburði. Við gerum ekki laufabrauðið fyrir næstu jól saman en ég lofa þér því að við Halldór skerum út laufabrauð og kveikjum á kerti fyrir þig. Ég ætla líka að styðja við bakið á Óla þínum og strákunum ef ég mögulega get. Hvíldu í friði. Þín mágkona, Anna Eyrún Halldórsdóttir. Æskuminningarnar eru ljúfar. Sparibarnið úr Reykjavík var komið til Ólafsvíkur. Ég og systir mín biðum spenntar eftir að hitta frænku okkar, en við þrjár vorum systradætur og á sitt hvoru árinu. Fyrsta minningin mín er að Lára María var alltaf með Síríus rjóma- súkkulaði og fullan poka af brjóst- sykri sem hún deildi með okkur. Lára María var augasteinn for- eldra sinna og var alltaf vel til fara og með silkiborða í hárinu. Lára María fussaði og sveiaði þegar við nálguðumst fjárhúsin hans Olla frænda og ekki líkaði henni betur fiskilyktin þegar við fórum niður á bryggju. Eitt sumarið var hún í nýjum rúskinnsskóm. Eitthvað hefur mér misboðið pempíuskapurinn í henni og þegar hún tiplaði á stein- unum yfir bæjarlækinn stjakaði ég aðeins við henni svo hún lenti í læknum og fínu rúskinnsskórnir hennar blotnuðu. Við hlógum oft að þessu. En þó svo að hún hafi verið vernduð í barnæsku fékk hún ung að kynnast hve harð- neskjulegt lífið getur verið. Móð- urlaus varð hún 15 ára gömul og faðir hennar var þá orðinn fullorð- inn og heilsulaus. En Lára María átti góða að. Jóhanna frænka okk- ar flutti inn til þeirra feðgina og hélt þeim heimili fyrst um sinn. Jólum og öðrum hátíðisdögum varði hún með fjölskyldunni í Ólafsvík hjá Björgu Láru móður- systur sinni og Kristjáni eigin- manni hennar. Lára María var nýbúin að flytja á Laugar- nesveginn ásamt Theódóri föður sínum þegar hann veiktist alvar- lega og lést fáeinum árum síðar úr sömu veikindum og dóttir hans nú. Við vorum nokkur frænd- systkinin og vinir sem bjuggum hjá Láru Maríu á þessum árum og voru þau lærdómsrík fyrir okkur öll. Margt var brallað, margir lærðu að þrífa og vinna heimilis- verk undir hennar stjórn. Hún var dugleg að deila verkum alla tíð. En hún var sjálf svo greið- vikin að það var ekki hægt að segja nei við hana þó svo að stund- um hafi maður verið búin að fá nóg. Lára María fór undan- tekningalítið á hverjum einasta degi í tæp fjögur ár að heimsækja veikan föður sinn. Nóttina sem Theódór lést gisti hún á stofusóf- anum hjá okkur Steina og er mér það enn í minni hve æðrulaus hún var. Lára María reyndist mér og minni fjölskyldu traust frænka og átti óeigingirni hennar sér engin takmörk. Hún tók sér tvisvar sumarfrí til að passa börnin mín þegar við hjónin fórum til útlanda og ósjaldan minnti hún mig á að dóttir mín hefði tekið fyrstu skrefin í hennar umsjá. Hún saumaði jólakjóla á dóttur mína þar sem handbragðið var óaðfinn- anlegt en það átti hún ekki langt að sækja, því að Hallveig móður hennar var afburðasaumakona. En líf Láru Maríu tók miklum stakkaskiptum þegar hún kynnt- ist honum Óla sínum og flutti austur í sveitina hans. Sparibarn- ið úr Reykjavík varð búsældarleg bóndakona á sveitabæ þar sem lyktin sem fylgir búskap var ekk- ert fuss og svei lengur. Þegar syn- ir hennar fæddust sá maður enn betur hve mikla ástúð Lára María átti til að gefa. Hún elskaði dreng- ina sína alla þrjá og vildi allt fyrir þá gera. Það sama gilti um Sól- eyju. Minningin um elsku nöfnu mína, frænku og vinkonu lifir. Lára Kristjánsdóttir. Í miðri jólagleðinni, milli jóla og nýárs, veiktist elsku Lára María og var flutt með sjúkraflugi frá Höfn til Reykjavíkur. Þetta reyndist vera upphafið að enda- lokunum hjá þessari elsku. Við biðum milli vonar og ótta hvernig henni myndi reiða af. Veikindin voru miklu alvarlegri heldur en maður átti von á og að morgni 5. júní kvaddi hún þetta líf umvafin sínum nánustu. Við Lára María vorum systra- dætur, hún fædd ári á eftir Láru systur og ég ári á eftir henni. Hún ólst upp í Reykjavík, einkabarn og augasteinn foreldra sinna. Það var alltaf eftirvænting hjá okkur systrum þegar litla fjölskyldan kom í heimsókn til Ólafsvíkur. Lára María var alltaf vel til höfð og fannst okkur hún stundum of fín þegar við vorum að þvælast með hana upp á fjall og niður í fjöru, þá þýddi ekkert pjatt. Lára átti ekki auðvelda ævi framan af, móðurlaus 15 ára og var 22 ára þegar faðir hennar lést, en hún var svo ótrúlega dugleg að standa sig. Ég fékk að búa hjá Theódóri og Láru eitt haust þegar ég var í skóla í Reykjavík, þá bjuggu þau á Njálsgötunni. Þá sá ég hvað hún 16 ára gömul var góð við pabba sinn og ég var alveg undrandi hvað hún var dugleg að elda „gamaldags“ mat, kjötsúpu, saltkjöt og fleira sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að matbúa. Lára var frábær kokkur og enginn fór svangur frá henni. Hennar gæfa í lífinu var að kynnast honum Óla og aldrei hefði manni dottið í hug áður fyrr að Lára myndi enda sem bónda- kona í sveit austur á landi en sú varð raunin og aldrei heyrði mað- ur annað á henni en að hún væri alsæl í sveitinni. Hún var stolt af strákunum sínum, þeim Halldóri og Agnari, og mátti hún alveg vera það því þeir eru dugnaðar- drengir. Lára María var einnig ánægð með Sóley tilvonandi tengdadóttur sína og var svo glöð þegar Sóley útskrifaðist sem stúdent í upphlut Höllu móður hennar. Ég veit ekki um neina mann- eskju sem átti eins marga og góða vini og Lára María. Öllum líkaði vel við hana enda sást það vel í veikindum hennar hvað margir heimsóttu hana og fylgdust vel með henni. Eftir að við Torfi fluttum á Sel- foss og síðan á Hellu þá vorum við þeirrar gæfu aðnjótandi að Lára og Óli og strákarnir komu stund- um við hjá okkur eftir Reykja- víkurferð og þá var glatt á hjalla og þurfti Óli oft að bíða meðan við kláruðum einhverja söguna. Lára hafði sko gaman af að segja sögur og voru þær sagðar með innlifun og hlátrasköllum. Ég á eftir að sakna þín, elsku frænka. Góða ferð í Sumarlandið, elsku Lára María mín. Olga Kristjánsdóttir. Lára María, frænka mín, lést að morgni 5. júní. Hún dó í faðmi fjölskyldu sinnar og fékk hægt andlát, svo er Guði fyrir að þakka. Lára fæddist í Reykjavík, en kynntist ung eiginmanni sínum, Ólafi Halldórssyni, og flutti til hans að bænum Tjörn I í Mýr- arhreppi við Hornafjörð, en af þeim slóðum er Ólafur ættaður. Þau Lára eignuðust synina Hall- dór og Agnar. Halldór hefur átt við mikla heyrnarskerðingu að stríða frá fæðingu. Hefur hann sýnt fádæma dugnað og æðru- leysi, þrátt fyrir skert lífsgæði. Hann hefur verið föður sínum mikil hjálparhella við bústörfin á Tjörn, auk þess að vinna á kúa- búinu Flatey þar í sveit. Agnar og unnusta hans, Sóley Þrastardótt- ir, hafa undanfarna vetur stundað nám á Akureyri, hann að læra vél- stjórn, en hún til lögreglustarfa, og hefur þeim gengið námið vel, en eru nú komin aftur austur að Tjörn, þar sem þau hafa starfað undanfarin sumur við búskapinn og fleiri störf. Ég heyri frá þeim, sem til þekkja, að samstaða þeirra allra á Tjörn og umhyggja hvers fyrir öðru veki aðdáun margra, sem er vissulega gleðiefni. Einhvern veginn hefur það orðið svo, að samskipti okkur Láru hafa verið fremur stopul í lífinu, en þó hvað mest á æsku- og ungdómsárum hennar. Móðir mín og faðir Láru voru systkini. Lára var einkabarn foreldra sinna, og voru þau talsvert fullorðin, er þau áttu hana. Á æskuárum Láru var tíður samgangur á milli heimila okkar, því að mikill vinskapur var milli foreldra okkar. Það er því ekki að undra, að við Lára yrðum vinkonur, þótt ald- ursmunurinn væri mikill, eða nítján ár. Í mínum huga hefur hún því alltaf verið eins konar litla systir, svo full af æskufjöri og gleði. Og þannig hefur það alltaf verið í samskiptum okkar. Það var hún sem gaf, en ég sem þáði og naut. Lára María var aðeins á ung- lingsaldri, þegar hún missti for- eldra sína, og þannig háttaði til, að í bæði þau skipti var ég bundin við nám og störf erlendis og gat því lítinn stuðning veitt henni á þeim erfiðu stundum. Hins vegar er mér ógleymanlegur sá stuðn- ingur og umhyggja, sem hún veitti okkur systkinum við andlát móður okkar, Kristínar Daníels- dóttur. Um hana skrifaði Lára undur fallega minningargrein, sem sýnir svo vel ritfærni hennar og tryggð. Lára María var alla tíð vin- mörg og skýrðist það af persónu- gerð hennar. Hún var hreinskipt- in og hugdjörf og oftast hress og gamansöm í fari. Vinkvennahópur Láru var stór, og mörgum sínum vinkonum hafði hún kynnst á barnsaldri og haldið tengslum við þær alla tíð, enda kom það glöggt í ljós í veikindum Láru. Þær skiptust á að heimsækja hana í hverri viku, sátu meðferðar- og stuðningsfundi með aðstandend- um hennar og reyndu á allan hátt að sýna henni væntumþykju og umhyggju. Þær stofnuðu líka lok- aðan upplýsingahóp á facebook, sem gerði öðrum henni nánum kleift að fylgjast með líðan hennar og meðferðaráætlun á Borgar- spítalanum. Fyrir það erum við öll þakklát. Guð blessi minningu minnar kæru frænku. Þóra Ásdís Arnfinnsdóttir. Frá liðnu sumri muna má ég meiri háttar ferðalag, um Snæfellsnesið leiðin lá með Láru frænku þennan dag. Hve bjart var yfir byggðum þá og blámi loftsins undur tær, á hvítan jökul bliki brá, sem blasti þar við, himni nær. Er birtist öll sú undra dýrð, sem aðeins verður fundin þar og aldrei verður orðum skýrð, í essi sínu Lára var. Í huga margar myndir sá, af minningunum var hún rík, á hús og mannlíf birtu brá frá bernskutíð í Ólafsvík. Og eftir stuttan stans og sveim hún staðinn góða kvaddi teit, með eiginmanni hélt svo heim í Hornafjarðar kæra sveit. En nú er endað æviskeið og ástvini það hugga má, að upp til Guðs hún lagði leið og ljóssins englum dvelur hjá. Guðmundur Arnfinnsson. Ég man fyrst eftir Láru frænku minni í Heiðargerði, þá snáði kominn með móður minni til eftirlits hjá augnlækni. Þá var sið- ur að gista hjá vinum og ættingj- um og heimsækja þá sem flesta, þá sjaldan komið var í höfuðstað- inn. Að sjálfsögðu heimsóttum við Höllu, Theódór og Láru Maríu. Hún var alltaf prúð og góð við litla frænda. Það eltist ekki af henni og alltaf var ég og allir sem ég þekki meira en velkomnir í hennar hús og öllu var tjaldað til. Áður en maður vissi var annað hvort kom- ið kaffi og með því á borð eða boð- ið í dýrindis matarveislu, jafnvel þó maður hafi bara komið eftir skrúfjárni að láni. Ég leigði eitt sinn herbergi hjá Láru í Furugrund og gekk vel. En Lára notaði samt tækifærið og kenndi mér ýmislegt varðandi hefðbundin húsverk og þess hátt- ar. Ég bjó að því síðan þegar ég kynntist konu minni þó svo ég verði seint talinn fullnuma í þeim efnum. Stoltur af kærustunni arkaði ég til Láru frænku einn laugar- daginn. Var hún þá ekki í slátur- gerð en tók sér nú samt góðan tíma til að virða snótina fyrir sér, gefa kaffi og ræða málin. Fljót- lega sást það í augnkrókum henn- ar að henni leist vel á og rúmlega það. Það staðfestist um leið og hún úthlutaði okkur hlutverkum í sláturgerðinni góðu – að Lára hafði gefið þegjandi samþykki sitt fyrir ráðahagnum. Að verki loknu var smakkað á framleiðslunni og slegið upp veislu sem entist fram á nótt. Eftir þetta kallaði hún okk- ur gjarnan sláturgaur og stöpp- ustúf á jólakortum og þegar þess- arar stundar var minnst síðar. Lára kynntist Óla sínum litlu síðar og flutti með honum austur á Mýrar, hans heimahérað, og gekk inn í sveitasamfélagið og naut þess að búa þar og kynnast góðu fólki. Hún naut þess að eign- ast drengina sína tvo, Halldór og Agnar, sem eru miklum kostum gæddir báðir tveir – enda var hún stolt af þeim og gat ekki stillt sig um að deila fréttum ótt og títt af þeim þegar við heyrðumst. En fjarlægðina lætur maður tefja sig og samverustundir hefðu gjarnan mátt vera fleiri í seinni tíð. Það var því gaman að hitta hana sl. haust þegar ég fór á tveggja daga ráðstefnu á Höfn og Lára kom og sat bæði erindin sem ég flutti þar og reyndar önnur er- indi á ráðstefnunni líka, tók sér tíma og hafði gaman af. Hún var skörp, fróðleiksfús og það var allt- af gaman að tala við hana um flestar hliðar mannlífsins. Á heim- leið kom ég við heima hjá henni og þáði sérstaklega glæsilegan og bragðgóðan steiktan lambahrygg, eitthvað sem hún sagði með miklu stolti að Agnar sinn hefði ræktað. Við rifjuðum upp liðna daga og sögðum hvort öðru af högum okk- ar. Það er mér sérstaklega dýr- mætt að hafa hitt hana þarna í haust úr því hún kvaddi nú svo skyndilega eftir veikindi sem hittu hana fyrir sl. jóladag. Ég kveð Láru með miklum söknuði. Hún var mér alltaf góð frænka og einstaklega kærleiks- rík og blíð, lík móður sinni Höllu. Það er minning sem geymist og yljar manni ávallt um hjartaræt- ur. Ég þakka fyrir að hafa átt hana að. Guð blessi hana. Hugur okkar Jónínu er hjá henni, Óla og strákunum. Vífill frændi. Í dag kveð ég góða vinkonu og yndislega manneskju. Líkt og Lára sagði gjarnan höfðum við þekkst síðan ég var tveggja ára og hún eins árs. Eitthvað sá hún við mig því ein af fyrstu minningum mínum af okkur saman er um það þegar ég var í heimsókn hjá henni í Heiða- gerðinu þar sem við bjuggum báð- ar. Þegar kom að heimför þá tók Lára, þá 6 ára, það ekki í mál og hlammaði sér niður fyrir framan útidyrahurðina svo ég kæmist ekki heim. Tók hún þessi mót- mæli svo langt að Theódór faðir hennar þurfti að fjarlæga hana með valdi en við Lára fylgdumst að allar götur síðan. Minnisstæð eru ótalmörg kvöld þar sem við töluðum saman fram á nótt, fór- um út að borða, bíóferðirnar og utanlandsferðir í gegnum tíðina. Sama hvað á móti blés var Lára alltaf létt í lund og stutt í hlát- urinn, það gilti ekki síst þegar kíkt var í heimsókn á Tjörn þar sem Lára bauð til mikilla veislna. Sömuleiðis var alltaf stutt í kærleikann en hafði hún alltaf mikinn áhuga á mínu fólki, ég eignaðist loksins barnabarn stuttu áður en hún veiktist og var það mjög gaman að geta kíkt með hann í heimsókn til hennar ófá skipti þar sem hún fylgdist vel með honum, tók ekki augun af honum og brosti mikið til hans. Hvíl í friði, elsku vinkona, ég mun sakna þín mikið. Guðrún Einarsdóttir. Lára María, kær æskuvinkona, er fallin frá í blóma lífsins, aðeins 55 ára gömul, ótímabært andlát hennar skilur eftir sig djúpan söknuð og sorg. Við slitum barns- skónum saman í Heiðargerðinu, báðar áttum við eldri foreldra og bjuggum við mikið ástríki og svip- aðar áherslur í uppeldinu. Þegar Lára María var 15 ára gömul missti hún Hallveigu móð- ur sína og af því að hún var ein- birni reyndi mjög á hana í sorg hennar að hugsa um og aðstoða föður sinn, sem var 12 árum eldri en mamma hennar. Mér er minnisstætt þegar hún hringdi í mig á aðfangadagskvöld, eftir andlát Hallveigar, og bað mig og mömmu að aðstoða sig við að gera sósuna með jólasteikinni fyrir þau feðginin. Þegar ég lét í ljós samúð og vorkunnsemi sagði hún að núna yrði hún bara að standa sig, það væri bara ekkert annað í boði og það hefur alltaf verið viðkvæðið hjá henni í gegn- um árin. Þegar pabbi hennar féll frá þegar hún var 22 ára var hún sterk og þroskuð enda höfðu árin Lára María Theódórsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.