Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
✝ RagnheiðurKristrún
Stephensen fæddist
í Reykjavík 11.
febrúar 1939. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 1. júní
2018.
Foreldrar: Krist-
rún Arnórsdóttir
Stephensen, hús-
móðir, f. 13.12.
1896 á Felli í
Strandasýslu, d. 6.9. 1940, og
Pétur Ólafsson Stephensen,
múrarameistari, f. 24.3. 1899 á
Mosfelli í Grímsnesi, d. 2.5.
1944.
Fósturforeldrar: Sigfríður
Arnórsdóttir, húsmóðir, f. 2.7.
1902, d. 15.9. 1984, og Stefán
Ólafsson Stephensen, bifreið-
arstjóri, f. 17.5. 1900, d. 13.9.
1959.
Systkini: Ólafur P. Steph-
ensen, tannlæknir, f. 21.4. 1927,
d. 9.3. 2001, og Ragnar Steph-
ensen (uppeldisbróðir), f. 31.7.
1931, d. 25.8. 1947.
Maki: Jóhann Hjálmarsson,
rithöfundur, f. 2.7. 1939. For-
eldrar maka: Jensína Ágústa Jó-
hannsdóttir húsmóðir, f. 8.6.
Starfsferill: Hjúkrunarfræð-
ingur á Borgarspítalanum 1961-
1962, við Vårdhemmet í Sture-
by, Svíþjóð, 1962-1963. Hjúkr-
unarfræðingur og kennari
sjúkraliða á Kleppsspítala 1965-
1967 og 1979-1982. Hjúkr-
unarfræðingur á Landakotsspít-
ala 1970-1971 og 1975-1979, á
Hrafnistu í Reykjavík 1982-
1983.
Hjúkrunardeildarstjóri á
Hrafnistu í Hafnarfirði 1983-
1986 og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri 1987-1998. Hjúkr-
unarforstjóri Hrafnistu í
Reykjavík og Hafnarfirði 1999-
2004.
Önnur störf: Í stjórn Hjúkr-
unarfélags Íslands 1966-1969. Í
gæðaráði hjúkrunar hjá Land-
læknisembættinu. Í stjórn fag-
deildar öldrunarhjúkrunarfræð-
inga.
Hún gegndi mörgum trúnað-
arstörfum fyrir Landssamband
eldri borgara, sat nokkur ár í
þjónustunefnd, síðar velferðar-
nefnd og var þar formaður. Hún
var í stjórn LEB 2011-2014. Hún
var fulltrúi LEB á fundum Nor-
rænna samtaka eldri borgara
frá 2011-2014.
Í stjórn Félags aldraðra í
Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos
2004-2014, þar af sem formaður
í fjögur ár.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 15.
júní 2018, kl. 13.
1918, d. 26.3. 1998,
og Hjálmar Bjart-
mar Elíesersson
skipstjóri, f. 3.13.
1913, d. 3.10. 1972.
Börn: Þorri,
rithöfundur og
kvikmyndaleik-
stjóri, f. 25.1. 1963,
Dalla, dagskrár-
gerðarmaður og
hjúkrunarfræði-
nemi, f. 10.8. 1968,
og Jóra ljósmyndari, f. 27.10.
1971.
Sonur Þorra og Hlínar
Sveinbjörnsdóttur, f. 26.8. 1964,
er Hrólfur Þeyr, f. 13.8. 1989.
Sonur Hrólfs Þeys og Elísu Ósk-
ar Ómarsdóttur, f. 29.9. 1991, er
Ómar Þeyr, f. 10.4. 2016.
Börn Döllu og Kjartans
Pierre Emilssonar, f. 23.3. 1966,
eru Hugi, f. 25.10. 1999, Stirnir,
f. 27.3. 2002, og Eyja, f. 14.2.
2008. Dóttir Jóru og Kristjóns
Freys Sveinssonar, f. 10.11.
1970, er Kría, f. 23.2. 2012.
Ragnheiður var hjúkrunar-
fræðingur frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1961. Hún lauk stúdents-
prófi frá MH 1982. Hún sótti
fjölda námskeiða og ráðstefna.
Nú er hún elsku besta mamma
dáin. Það er erfitt að skrifa um
mömmu í stuttri minningargrein.
Mamma var svo margt. Hún var
kát, félagslynd, ævintýragjörn,
ákveðin, sterk og hugrökk. Hún
var hjúkrunarfræðingur, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, hjúkr-
unarforstjóri o.s.frv. Mikilvæg-
asta hlutverkið fyrir mig var
samt að hún var mamma mín.
Mamma gerði allt sem hún gat
fyrir okkur börnin sín og fjöl-
skyldu sína. Mamma var klettur-
inn okkar allra. Við gátum alltaf
treyst á hana ef eitthvað bjátaði
á. Hún stóð alltaf með okkur og
aðstoðaði eftir bestu getu. Hún
kenndi okkur mikilvæg gildi og
var með sterka réttlætiskennd.
Hún naut lífsins og var alltaf á
fullu og settist helst ekki niður.
Það var helst að hún settist niður
fyrir framan glæpaþætti í sjón-
varpinu en þá sofnaði hún oft.
Mamma elskaði að ferðast.
Hún var fordómalaus og fram-
sýn. Hún var á undan sinni sam-
tíð bæði í matargerð og ýmsum
uppátækjum. Hún hjólaði t.d. í
vinnuna úr Mosfellsbæ í Hafnar-
fjörð á eldgömlu svörtu gíralausu
hjóli. Það var ekki algeng sjón á
þeim tíma og fólki fannst hún ef-
laust biluð.
Þegar mamma veiktist skyndi-
lega fyrir rúmum fjórum árum
tók lífið u-beygju. Mamma, þessi
sjálfstæða og kraftmikla kona,
þurfti allt í einu að þiggja aðstoð
við nær allt. En hún hélt áfram að
sýna styrk sinn og kraft. Hún
lagði sig alla fram í endurhæfingu
og sýndi mikinn lífsvilja og gafst
aldrei upp. Ef þú hefðir spurt
mömmu fyrir veikindin hvort hún
vildi lifa eftir svona stórt áfall þá
hefði hún líklegast svarað neit-
andi. En þegar mamma var kom-
in á þennan stað þá vildi hún svo
sannarlega lifa. Tveimur dögum
fyrir áfallið þá sagði hún við mig
þegar við ræddum lífið að hún
vildi að hún fengi „að tóra aðeins
lengur“. Þá datt mér ekki hug
hvað beið okkar. En það var alltaf
skýrt að hún vildi lifa áfram.
Veikindi mömmu hafa breytt
lífssýn minni. Ég hef lært að það
er hægt að njóta lífsins og hversu
dýrmætt lífið er þrátt fyrir erfið
veikindi og erfiðleika. Lífsviljinn
hverfur ekki. Mamma þráði alltaf
að lifa. Alveg fram á síðustu
stund barðist hún fyrir lífinu. Við
fáum bara eitt líf og mamma vildi
ekki sleppa því. Ég er þakklát
þeim sem sáu það og mátu líf og
lífsgæði mömmu og sýndu henni
þá virðingu sem hún átti skilið.
Við sem erum heilbrigð getum
þakkað fyrir hvern dag en þurf-
um einnig að skilja að lífið er líka
mikilvægt þeim sem eru ekki jafn
heppnir og við. Það sem þér
finnst hræðilegt líf í dag verður
oft dýrmætt þegar þú ert kominn
á þann stað. Allir geta lent í því að
missa heilsuna. Það veit enginn
hver er næstur. Sem betur fer
veit enginn hvað bíður hans.
Þó þessi síðustu ár hafi verið
erfið þá hafa þau líka verið dýr-
mæt. Síðustu árin reyndi ég að
endurgjalda mömmu allt sem hún
gerði fyrir mig. Hún sýndi ótrú-
legan styrk og kraft. Ég hélt
áfram að dást að henni og mun
ávallt gera.
Maður er aldrei tilbúinn að
missa mömmu sína.
Ég á margar góðar minningar
um mömmu og þær eru mér dýr-
mætar. Ég er þakklát fyrir allar
góðu stundirnar.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Ég mun ávallt sakna þín. Ljúfan
þín,
Jóra.
Mömmur eru dýrmætar. Þær
eru með því dýrmætasta sem
maður á. Maður á bara eina.
Ömmur eru dýrmætar. Þær eru
með því dýrmætasta sem maður
á.
Í okkar litlu fjölskyldu er kom-
ið stórt skarð. Ragga var hörku-
tól í góðri merkingu. Hún var
dugleg, ósérhlífin, þrautseig og
viljasterk. Fyrir sína hönd og
annarra. Margir nutu góðs af
þessum kostum hennar í gegnum
tíðina, skjólstæðingar, félaga-
samtök og ekki síst fjölskyldan.
En Ragga var ekki gallalaus
frekar en aðrir. Hún gat verið
óvægin og lá ekki á skoðunum
sínum. Stundum kastaðist í
kekki. En þegar eitthvað bjátaði
á þá stóð hún eins og klettur með
sínum. Ragga var ekki mikið fyr-
ir kjass og knús en sýndi um-
hyggju með eldamennsku,
bakstri og ýmiskonar dekri.
Ragga var mjög hress og spræk-
ur eldri borgari. Hún lagði mikla
vinnu í að sinna ýmsum fé-
lagsstörfum og góðgerðarsam-
tökum. Það var því mikið áfall
þegar veikindin dundu yfir eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Hún
sýndi ótrúlegan dugnað og vilja-
styrk í veikindunum og ætlaði
ekki að gefast upp. Alveg fram á
síðustu stundu ætlaði hún ekki að
gefast upp. En að lokum er það
ekki nóg. Líkaminn tekur af
manni völdin og ákveður hvenær
hann getur ekki meir. Þú veiktist
allt of ung og þú kvaddir allt of
fljótt. Því miður gastu ekki notið
eftirlaunaáranna eins lengi og þú
hefðir óskað. Takk fyrir stuðn-
inginn í gegnum árin.
Kristjón.
Ragnheiður föðursystir mín er
látin. Hún var búin að eiga við
mikil veikindi að stríða, þannig að
kallið var í raun kærkomið. Hún
skilur eftir sig margar minning-
ar, sem ekki er hægt að tíunda í
stuttri grein. En fyrir hönd fjöl-
skyldu föður míns langar mig að
færa fram þakklæti til hennar og
biðja ástvinum hennar huggunar
og styrks.
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi orti mjög fallegt ljóð til
móður sinnar sjötugrar. Orð hans
þar lýsa vel ýmsu því er prýddi
frænku mína hvað mest, sérstak-
lega þó eitt erindið, sem ég læt
fylgja hér sem kveðju okkar.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Góður Guð geymi minningu
sterkrar, góðrar konu og leiði sál
hennar inn í birtu eilífðarinnar.
Pétur Ó. Stephensen.
Það er komið að leiðarlokum
hjá kærri samstarfs- og vinkonu,
sem í rúm fjögur ár hefur barist
við erfið veikindi. Ég kynntist
Ragnheiði fyrst árið 2009 þegar
ég kom inn í stjórn Landssam-
bands eldri borgara (LEB). Þá
var hún formaður Þjónustu-
nefndar LEB, og ég tók sæti í
þeirri nefnd ásamt Bryndísi
Steinþórsdóttur hússtjórnar-
kennara. Við áttum sérstaklega
gott samstarf allar þrjár og nut-
um þar forgöngu Ragnheiðar
sem gjörþekkti málin, enda lengi
unnið að málefnum aldraðra. Hún
vann yfir 20 ár hjá Hrafnistu-
heimilunum sem hjúkrunarfræð-
ingur, síðar hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri og svo hjúkrunar-
forstjóri. Árið 2011 var ég kosin
formaður landssambandsins og
Ragnheiður einnig kosin þar í
stjórn. Það var ómetanlegur
styrkur að því að hafa hana með
sér í stjórn og áfram héldum við
saman þessar þrjár að vera í vel-
ferðarnefnd LEB sem tók við af
þjónustunefndinni. Eitt af þeim
málum sem okkur tókst að koma í
gegn var að breyta ákvæði í lög-
um um málefni aldraðra þar sem
talað var um vistunarmat fólks
sem þyrfti að flytjast inn á hjúkr-
unar- eða dvalarheimili . Við lögð-
um til að því yrði breytt í færni-
og heilsumat og talað væri um
heimilisfólk en ekki vistfólk, sem
væri liður í að breyta hugsunar-
hætti gagnvart öldruðum. Við
gerðum ýmsar kannanir á stöðu
aldraðra, m.a. um kostnað við
heimsendingu matar og þjónustu
í heimahúsum. Landssamband
eldri borgara er aðili að Samtök-
um aldraða á Norðurlöndum en
þar á LEB tvo fulltrúa. Ég fékk
því Ragnheiði til að vera með mér
á flestum fundunum, því danskan
mín dugði ekki alltaf, en hún var
afar vel að sér í sænskri tungu. Á
þessum fundum tala allir sitt
tungumál nema Íslendingar og
Færeyingar. Við Ragnheiður
unnum saman að lausn margvís-
legra mála í stjórn LEB. Alltaf
var hún tilbúin til aðstoðar. Þá
lagði hún gjörva hönd á margt
fleira í sjálfboðastarfi. Hún var
formaður FAMOS í Mosfellsbæ,
hún vann hjá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, hún vann við af-
greiðslustörf í búðum Rauða
krossins og fleira mætti tína til.
Ég gleymi aldrei 15. mars
2014, en þá höfðum við mælt okk-
ur mót í Háskóla Íslands kl 10.30
til að sitja ráðstefnu um velferð
aldraðra. Ég beið hennar í forsal
háskólans og undraðist seinkun
hennar sem var óvanalegt. Helst
hélt ég að hún hefði þurft snögg-
lega að sinna eiginmanni sínum,
sem lá þá veikur á sjúkrahúsi. Ég
beið því um klst., hringdi öðru
hverju til hennar, en fékk ekki
svar. Frétti svo að hún hefði feng-
ið áfall um nóttina og væri komin
á sjúkrahús. Í nokkur skipti
heimsótti ég hana bæði á sjúkra-
hús og hjúkrunarheimili Hrafn-
istu þar sem hún var síðustu árin.
En bati var ekki fyrirsjáanlegur.
Það er mikill missir að konu eins
og Ragnheiði, sem hafði svo mik-
ið að gefa samfélaginu og fjöl-
skyldu sinni. Því miður get ég
ekki vegna veikinda fylgt henni
þessi síðustu spor. Ég vil að leið-
arlokum þakka henni fyrir vin-
áttu og samstarf okkar sem aldr-
ei bar skugga á. Ég votta
ástvinum hennar innilega samúð.
Guð blessi minningu hennar.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
Góð kona er nú gengin á vit áa
sinna, kona sem alltaf var erfitt
að vera án, og er heimurinn minn
ekki samur við andlát besta vin-
ar. Seinustu ár Ragnheiðar voru
erfið eftir mikið heilablóðfall fyrir
fjórum árum. 60 ára vinátta er
ótrúlega fjarstæður tími, í fyrstu,
en þegar 60 ár hafa liðið er þetta í
raun alltof stutt.
Sýn mín í dag er, að ekki hafi
þau ár verið nógu vel nýtt, þegar
um langa ævi er að ræða, sem
okkur finnst í dag bara vera tölu-
vert stutt.
Við vorum samferða í Kvennó.
Við vorum samferða í Hjúkrunar-
skólanum. Við vorum saman í
námi á Ísafirði. Við fórum allt
saman á Ísafirði. Við fórum oft
saman með börnin okkar, og allt-
af 1. maí og 17. júní. Hún hélt allt-
af upp á 1. maí.
Hún var ótrúleg, hún Ragga
mín, ein af þeim konum, sem bók-
staflega geta allt, handlagin með
afbrigðum, og góður smiður ef
því var að skipta, fyrir utan öll
störf sem hún vann bæði heima
og að heiman, hún var mikil fyr-
irmynd og hvati, hvað þetta
snertir.
Hún var gífurlega félagslynd
og átti auðvelt með að vera í hóp-
um, og myndaði hópa sem hún
naut sín vel í, flestir áttu hana að
félaga, hún hélt þessum hópum
saman.
Hún var sérstaklega góður
verkmaður, og tókst á við stór
störf í faginu sínu, sem hún var
búin að taka að sér þá 14 ára.
Komst í hvelli í Hjúkrunarskól-
ann, 18 ára. Og hefur starfað við
hjúkrun síðan og bætt við sig
námi.
Við vorum ótrúlega ólíkar mið-
að við hvað við vorum samrýndar,
skoðanir okkar samofnar, en við
fórum ekki sömu leiðina að hlut-
unum, og ræddum ekki um þau
málefni sem við vorum ósammála
um.
Við höfðum báðar þurft að
ganga yfir erfiðan þröskuld, og sú
reynsla sameinaði okkur í kær-
leika, vináttu, virðingu og skiln-
ingi, sem líklegast hefur mótað
okkur báðar, sem herti okkur.
Við öll fjögur, Ragnheiður, Jó-
hann, Friðbjörn og ég, vorum
gott teymi saman. Mikill kærleik-
ur var á milli Ragnheiðar og Frið-
björns og elskuðum við öll hvert
annað.
Ragnheiður hafði einn kraft-
mikinn eiginleika, það var að gef-
ast aldrei upp á neinu sem hún
tók sér fyrir hendur, og hún gafst
aldrei upp. Ef eitthvað var henni
ofviða lærði hún það. Hún gafst
aldrei upp, og það kom fyrir að
hún sagði: „Solla, ekki gefast
upp.“ Auðvitað fór ég ekkert eftir
því og var það ekki rætt meir.
Ragnheiður var alveg dásam-
legur persónuleiki. Í veikindum
sínum seinustu fjögur ár sýndi
hún aldrei uppgjöf, þessi veikindi
slógu hana hart, lömuðu hana og
ollu málstoli. Þessi kona sem gat
tileinkað sér allt, og var búin að
taka til fötin sín fyrir næsta
morgunn þar sem hún ætlaði á
ráðstefnu. Allt hvarf á einni
nóttu.
Þessi félagslynda kona, sem
var bæði í stjórn samtaka, góð-
gerðarstofnana, stjórnun sjúkra-
stofnana og uppeldi og húsmóðir,
hún gaf ekkert eftir í neinu, það
var ekki verið að gera hlutina
með vinstri hendinni.
Gafst aldrei upp fyrr en viku
fyrir andlát, þá gafst hún Ragn-
heiður vinkona mín upp.
Dásamlegur lífskúnstner, kát
og óhemju skemmtileg, og bjó yf-
ir krafti sem var afar sérstakur.
Við Friðbjörn kveðjum nú
þessa vinkonu okkar og minn-
umst allra okkar sameiginlegu
stunda. Við samhryggjumst Jó-
hanni, eiginmanni hennar, og
börnum.
Farvel, kæra vina, og við
sjáumst.
Sólveig (Solla) og Friðbjörn.
Það var 1. september 1998 að
ég hitti Ragnheiði í fyrsta sinn.
Þá hóf ég störf hjá Hrafnistu-
heimilunum. Ég neita því ekki að
ákveðinn kvíði var innra með
mér. Nýtt tímabil í lífi mínu var
að hefjast, nýr vinnustaður og
nýtt umhverfi beið, mér algjör-
lega ókunnugt. Hvernig yrði mér
tekið. Ekki bætti úr að við blasti
verkfall hjúkrunarfræðinga hjá
Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrsta
verkefnið sem ég tók þátt í var
fundur með hjúkrunarfræðingum
á mínum fyrsta degi í nýrri vinnu.
Þá hitti ég Ragnheiði með sitt
bjarta bros og hvella hlátur. Á
þessum fundi leystum við málin.
Þarna hófst hið farsæla samstarf
með tvíeykinu Ragnheiði og
Ölmu og öllu því frábæra fólki
sem á Hrafnistu starfaði og starf-
ar.
Ég segi ekki að alltaf hafi verið
logn eða gott leiði, stundum var
tekist á. Öll mál tókst að leysa
þannig að aldrei varð rof á vin-
áttu, þótt fólk gengi missátt frá
borði. Alltaf stóð Ragnheiður föst
við hlið mér, gagnrýnin á stund-
um, sagði alltaf sína meiningu á
sinn hreina og beina hátt. Alltaf
stóð hugurinn og metnaðurinn til
þessa að styrkja Hrafnistu og
auka hróður heimilanna. Á tíma
Ragnheiðar sem hjúkrunarfor-
stjóra voru mörg framfarasporin
stigin. Í Ragnheiði eignaðist ég
góðan vin, eins og vinir eiga að
vera, hreinskiptin, ráðagóð og
alltaf fullkomlega traust.
Ragnheiður var á vissan hátt
„hippi“, í afstöðu til hluta, með
sinni frjálsu hugsun, alltaf tilbúin
til breytinga og einnig var hún
skemmtileg í klæðnaði og litavali.
Hún hafði mikinn metnað hvað ís-
lenskt mál og hugtök varðaði.
Sem dæmi má nefna að orðið
„dagvist“ var sem eitur í hennar
beinum. Dagdvöl aldraðra skyldi
það heita. Hún bókstaflega
hvæsti ef maður missti út úr sér
orðið „dagvist“. Í dag held ég að
fólk sem vinnur að öldrunarmál-
um láti sér ekki detta í hug að
segja „dagvist“, dagdvöl skal það
heita. Mörg dæmi um málvöndun
og ríka tilfinningu fyrir góðu ís-
lensku máli mætti nefna.
Ragnheiður var einn besti
vinnufélagi sem ég hef átt á
starfsævi minni, hún hafði þann
eiginleika að styrkja þá sem með
henni unnu. Því náði hún þrátt
fyrir eða jafnvel vegna þess að
hún var alltaf mjög hreinskiptin.
Í samskiptum skynjuðu allir
hennar góða hjartalag.
Ég sendi samúðarkveðjur til
Jóhanns og fjölskyldunnar allrar.
Sveinn H. Skúlason.
Ragnheiður
Stephensen
✝ Jón ÖrnGissurarson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 29.
september 1939.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 6. júní
2018.
Foreldrar hans
voru Gissur Ó. Erl-
ingsson og Mjall-
hvít Margrét Linn-
et. Fósturmóðir Arnar var
Soffía Bogadóttir. Systkini Arn-
ar eru Jóhanna, Kristján, Er-
lingur, látinn, Pétur og Kristín.
Auk þess á Örn fjögur hálfsystk-
ini sammæðra. Þau eru Hanna
Mallý, látin, Már, Elísabet og
Margrét.
Eftirlifandi eiginkona Arnar
er Brynhildur
Nanna Guðmunds-
dóttir, fædd 29. júní
1944. Börn þeirra
eru Friðlaugur
Helgi, f. 1967,
Soffía Margrét, f.
1969, d.2009, og
Hörður Viðar, f.
1972. Fyrir átti Örn
börnin Pálínu,
Kristmund og Þor-
stein.
Örn ólst upp á Brúarfossi á
Mýrum frá þriggja ára aldri, á
unglingsárunum fluttist hann til
Reykjavíkur. Hann stundaði ým-
iss konar verkamannavinnu
framan af.
Útför hans fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 15. júní
2018, klukkan 13.
Jón Örn Gissurarson, faðir
minn, lést klukkan 01.00 að
nóttu þann 6. júní síðastliðinn,
og hér skrifa ég minningarorð
um hann.
Pabbi minn var mér góður en
samt eins og pabbar flestir. Þín
er sárt saknað. Guð geymi þig
alla daga.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Þinn sonur,
Hörður Viðar Arnarson.
Jón Örn
Gissurarson