Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 29

Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 29
Nú fer þeim ört fækkandi glókollunum hennar Áslaugar, bara tvö eftir og löngu orðin að biðukollum. Þannig týnist tíminn og það er víst ekki í boði að allt sé aft- ur eins og það var í gær. Og þá er ekkert annað að gera en þakka fyrir góðar minningar og samfylgdina gegnum lífið. Hallveig Thorlacius. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú fái ég ekki fleiri símtöl sem byrja á því að rödd- in á hinni línunni segir „Kári minn, þetta er hún amma þín“. Stuttu eftir að amma seldi hús- ið sitt í Borgarnesi gaf hún mér eitt málverk úr þriggja verka seríu sem á mátti sjá Esjuna. Við Kara hlógum gjarnan þegar við horfðum á málverkið því á þessum þriðjungi sem amma hafði gefið mér mátti sjá um það bil vestasta hluta Esjunnar og lítur sá partur út í raun eins og hvert annað fjall. Ég hugs- aði með mér að það myndu ef- laust líða að minnsta kosti tíu ár áður en ég fengi hina tvo partana því amma væri ekkert að fara í bráð. Amma var tiltölulega nýfarin að mæta í sjúkraþjálfun til mín á föstudagseftirmiðdögum þar sem við rifum saman í lóðin og spjölluðum saman og líkaði henni vel við puðið. Með ár- unum hafði hún orðið skemmti- lega hreinskilin en örfáum mín- útum eftir að ég náði að planta henni í fyrsta skiptið á þrek- hjólið sagði hún við mig „Er ég ekki búin að hjóla nóg? Það er nú takmörk fyrir því hvað ég nenni að sitja á þessu hjóli“. Amma gerði alltaf vel við okkur barnabörnin, burt séð frá því hvort það snérist um að baka kanillengjur, kaupa handa mér súkkulaðisnúð með hörðu súkkulaði, sjóða eggin og taka skurnina af ala amma eða gauka að okkur smá aur þegar veskið var þunnt á námsárun- um. Ég grínaðist oft með það við ömmu og aðrar fjölskyldu- meðlimi að lánin hjá ömmu bankanum væru þau allra hag- stæðustu. Vextirnir væru mjög lágir og oftar en ekki fékk mað- ur símtal frá bankastjóranum nokkrum dögum eftir lánið þar sem tilkynnt var að láninu hefði verið breytt í styrk. Þetta kom sér sérstaklega vel þegar ég var við nám í London og háði erfiða baráttu við Lánasjóðinn. Eina skilyrðið fyrir styrkveit- ingunni var að ég myndi sjá um að halda henni í formi þegar til þess kæmi. Amma var mögnuð kona, mikill viskubrunnur og verald- arvön enda hafði hún ferðast víða og séð eflaust meira af heiminum heldur en flestir. Eitt sinn hélt ég að það væri von á ömmu í bæinn og spurði mömmu hvenær hún myndi mæta á svæðið. Mamma svar- aði því þá að amma væri ekki að koma því hún væri í Teher- an. Ég var svo heppinn að fá að kynnast stuttlega frú Vigdísi Finnbogadóttur en hún og amma voru ágætis kunningjar. Í nokkrum af okkar samtölum óskaði frú Vigdís mér til ham- ingju með það af hversu vel gefnu fólki ég væri kominn. Ég skelli þeim heiðri á ættmóð- urina, frú Thorlacius sem ég er stoltur af að geta kallað ömmu mína. Kári Árnason. Það var á fögrum sunnudegi í Reykjavík, nánar tiltekið 29. nóvember 1987, sem ég hitti Kristínu fyrst. Séra Rögnvald- ur hafði flutt gagnmerkt út- varpserindi um Palestínumálið laust eftir hádegið og klukkan 15 hófst stofnfundur Félagsins Ísland-Palestína sem Rögnvald- ur veitti forystu fyrstu árin. Þarna tókust strax góð kynni og ég átti eftir að nota hvert tækifæri sem gafst til að heim- sækja þau á Staðastað og síðar í Borgarnes. Að koma á heimili Kristínar og Rögnvalds var æv- inlega sterk upplifun, menning- in geislaði úr hverju horni og veggirnir þaktir dýrlegum listaverkum. Aldrei kom gestur frá Palestínu án þess að hann eða hún væru leidd inn á þetta heimili sem var einstakt lista- safn. Kristín var alla tíð virk í félaginu og stýrði iðulega fund- um þess. Presthjónin þóttu góð heim að sækja, ekki síst af listafólki, sem dvaldi gjarnan um tíma og skildi svo eftir sig málverk. Fólk dróst að þeim fyrir skiln- ing þeirra og skemmtilegheit sem voru margrómuð. Ég þurfti ekkert að vera með Pal- estínumenn til að gera mér er- indi á Staðastað. Ég kom með foreldra mína, fjölskyldu og vini svo þau mættu líka upplifa dýrðina. Og svo beið alltaf góður kaffisopi, ef ekki meira. Fyrir mér var sú vinátta, hlýja og tryggð sem mér var sýnd einstök, því að það var sem ég yrði hluti af þessari stóru fjölskyldu. Það fæ ég seint fullþakkað. Kristín hafði verið kennari og skólastjóri og síðar bætti hún við sig bókasafnsfræði og vann við það í Borgarnesi. Hún var oddviti í Staðarsveit og þá eru ótaldar skriftirnar. Kristín lagði stund á þýðingar fram á síðasta dag og féll sjaldan verk úr hendi. Ég fylgdist með henni þegar hún skrásetti bók Rögn- valds um ferð okkar til Palest- ínu. Hann las fyrir, var með minnismiða en hún vélritaði og hélt utan um bókarsmíðina. Þannig var með ljóðabækurnar góðu og að sjálfsögðu þá sem út kom eftir dauða Rögnvalds 1995. Sjálf gaf hún út eftirminni- lega bók árið 1999, Sunna þýðir sól, sem fjallaði um erfiðleika ungrar stúlku sem varð fyrir einelti í skóla. Áfengi, fíkniefni og kynferðisleg misnotkun komu við sögu, feiknalega góð, tímabær og vel skrifuð bók sem hefði mátt eiga sér framhald. Kristín var róttæk í lífskoð- unum og var á sínum tíma virk í Samtökum hernámsandstæð- inga. Ég minnist skemmtilegrar myndar af henni og vinkonunni og félaganum, Vigdísi Finn- bogadóttur, við störf á skrif- stofu samtakanna. Þar starfaði líka mágurinn, Ragnar Arnalds, og Rögnvaldur var með í erind- rekstri gegn hersetunni ásamt vini þeirra Jónasi Árnasyni og mörgum fleirum. Kristínar er sárt saknað af ástvinum og stórum vinahópi. Ég votta þeim öllum innilega samúð um leið og ég þakka Kristínu fyrir allt sem hún var mér og mínu fólki. Sveinn Rúnar Hauksson Þegar frú Kristín Thorlacius er kvödd úr þessum heimi koma miklar þakkir upp í hug og hjarta. Margar minningar skjóta upp kollinum, allt frá þeim dög- um er hún fyrir hartnær 45 ár- um flutti á Staðastað með eig- inmanni sínum sr. Rögnvaldi Finnbogasyni og börnum þeirra. Var það mikil blessun fyrir Staðastaðarprestakall að þessi fjölskylda kæmi þangað. Frú Kristín átti eftir að vinna mikið og gott starf sem móðir, prestsfrú, bóndakona, kennari, skólastjóri, oddviti og þýðandi margra merkra bóka ásamt mörgum öðrum störfum í þágu byggðar sinnar bæði í Staðar- sveit og síðar í Borgarnesi. Mjög gott var að leita til frú Kristínar um ráð og stuðning enda var hún skýr í hugsun og bráðgáfuð. Hún var fordóma- laus kærleikans kona sem hafði mjög næman skilning á því hvað mannfólkið getur verið misjafnt og margbreytilegt. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til hennar og sr. Rögn- valdar þegar hans naut við og einnig eftir það á fallega heim- ilið hennar í Borgarnesi þar sem hún undi sér vel. Var það ekki síst vegna návistar hennar við Finnboga son sinn og Sæ- björgu konu hans og börn þeirra. Þá var líka mjög mikið og ástríkt samband milli henn- ar og annarra barna þeirra Rögnvaldar. Var það reyndar til fyrir- myndar og eftirbreytni hvað þau voru í góðu sambandi við móður sína alla tíð. Stundum er mig bar að garði sat hópur við bútasaum, laufabrauðskurð eða berjasultun svo fátt eitt sé tal- ið. Gleði, húmor og líf. Já, frú Kristín var þakklát fyrir börn sín, tengdabörn og afkomendur alla. Mikið reyndi á frú Kristínu og auðvitað fjölskylduna alla er þeir feðgar sr. Rögnvaldur og dr. Sigurður Thorlacius Rögn- valdsson létust með fárra ára millibili. Trúin var henni styrkur og samstaða fjölskyldunnar. Þann- ig komst hún áfram og missti ekki gleðina í lífinu sem öllum er nauðsynleg. Guð blessi minningu frú Kristínar og leiði fjölskyldu hennar á kærleiksvegum sín- um. Karl V. Matthíasson Kristín Thorlacius var stór persóna og það var þeirra gæfa sem fengu að njóta samvista hennar. Ég var einn þeirra, fyrst í gegnum Sigga, besta vin minn, en svo fleiri afkomendur henn- ar. Vinir og vinskapur er eitt það mikilvægasta í lífinu og þarna gekk gæfan með mér. Hennar rólega og yfirvegaða fas náði athygli allra kynslóða og þegar dóttir mín kynntist henni naut hún sömu um- hyggju, fróðleiks og skemmt- unar og ég hafði kynnst af henni. Við, sem minnumst hennar, erum ríkari, því við fengum að kynnast frábærri manneskju sem gott var að vera með og leita til. Orðsporið mun fylgja henni, hvert svo sem hún ákveður að halda eftir þessa jarðvist og þar verður henni örugglega vel tekið. Afkomendum hennar og vin- um votta ég mína dýpstu sam- úð. Sigvaldi Thordarson. hans í heimsókn. Maggi var góð- ur drengur glæsilegur og skemmtilegur. Maggi kom oft til okkar Júlla í Njörvasund, aðallega um helgar því þá var læri í matinn og hann elskaði það. Man þegar þeir bræður Þröst- ur og Maggi lágu inni í herbergi og hlógu og hlógu. Ég fór að athuga hvað væri að þessum ungu strákum en þá voru þeir bara að lesa Viggó viðutan- bækurnar, hlátur þeirra var mjög hár og smitandi. Ég tók meira að segja séns að fara á gamanmynd með þeim í bíó og þóttist ekki þekkja þá Maggi var alltaf tilbúinn að hjálpa ef maður bað hann. Maggi eignaðist tvo drengi, þá Óla og Gumma, og einn afastrák sem hann fylgdist með úr fjarska. Hann bjó hjá mömmu sinni þar til hún lést eftir stutt veikindi og það varð honum mjög erfitt. Ég átti skemmtilegar stundir með honum og ætla að minnast þeirra með gleði í hjarta. Blessuð sé minning hans. Kveðja, Ása Ásgrímsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 ✝ Klara Kristins-dóttir fæddist á Reyðarfirði 26. apríl 1936. Hún lést 6. júní 2018 á hjúkrunar- heimilinu Ísafold, Garðabæ. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Ásgeir Magnússon, kaupmaður á Reyð- arfirði, f. 20. júlí 1903, d. 20. september 1968, og Kristín María Þorsteinsdóttir, húsmóðir, f. 11. júní 1900, d. 16. desember 1943. Stjúpmóðir Klöru frá 1947 var Sesselja I. Magnúsdóttir, verslunarkona, f. 22. nóvember 1905, d. 21. mars 1977. Bræður Klöru voru Þor- steinn Kristinsson, f. 24. apríl 1932, d. 20. október 2009, og f. 1. janúar 1935, vélstjóra frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Börn þeirra 1) Lúðvík Þór, f. 31. janúar 1966, kvæntur Helgu Dröfn Hreinsdóttur, börn þeirra eru Hreinn Aldar, f. 1984, Vign- ir Daníel, f. 1992, og Aldís Kara, f. 1994. 2) Sesselja Ósk, f. 6. apríl 1972, maki hennar er Vilhjálm- ur Guðni Vilhjálmsson, börn þeirra eru Hafþór Ernir, f. 1998, Klara Rún, f. 2002, og Katla Dögg, f. 2007. Langömmubörnin eru fjögur, Elín, Fannar Breki, Klara og Egill. Klara stundaði nám við Grunnskólann á Reyðarfirði og Húsmæðraskólanum á Lauga- landi í Eyjafirði. Hún starfaði við ýmis verslunarstörf frá unga aldri í verslun föður síns, Fram- sókn á Reyðarfirði, Silla og Valda í Reykjavík og Kaupfélagi Héraðsbúa Reyðarfirði. Einnig starfaði hún hjá KK-matvælum um árabil, og síðast hjá Félagi eldri borgara á Reyðarfirði. Útför Klöru fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 15. júní 2018, klukkan 15. Magnús Hallur Kristinsson, f. 17. júní 1948, d. 23. jan- úar 1995. Fyrri maður Klöru var Ómar Gústafsson, f. 7. ágúst 1936, þau skildu. Börn þeirra 1) Kristín María, f. 2. júlí 1958, dóttir hennar og Jökuls Jörgensen er Tinna, f. 1983. 2) Drengur f. og d. 1960. 3) Gústaf Guðbjörn, f. 16. mars 1961, synir hans og Hildar Ástu Viggósdótt- ur eru Daníel Freyr, f. 1988, og Arnar Geir, f. 1993. Sambýlis- kona Gústafs er Jóhanna Sigríð- ur Esjarsdóttir, stjúpsonur Esj- ar, f. 1996. Þann 28.október 1967 giftist Klara Vigni Daníel Lúðvíkssyni, Elsku mamma okkar. Nú er komið að kveðjustund og á þeim tímamótum koma upp góðar og hlýjar minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur í framtíðinni. Þú kenndir okkur svo margt og varst góð fyrirmynd í einu og öllu, varst frábær mamma. Þú sendir okkur út í lífið með gott veganesti. Þú varst hjartahlý, dugleg og ósérhlífin. Þér féll aldrei verk úr hendi. Alltaf varstu tilbúin að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda, sama hvort við börnin þín áttum í hlut eða aðrir. Þú varst líka góð amma, börnin okkar elskuðu að koma til þín og alltaf tókstu á móti þeim opnum örmum. Það var þeim ómetanlegt að koma til þín á Hjallaveginn og síðar Strikið. Þá var oft tekið í spil, farið í fjallgöngu, fjöruferð og góða göngutúra þar sem rætt var um lífið og tilveruna. Oft höfum við systkinin rætt um köku- og matarsendingar frá þér sem bárust okkur hvar sem við vorum stödd, í fram- haldsskólum, í Reykjavík eða í Danmörku. Sáum við jafnvel á eftir pabba okkar með nesti á sjóinn sem við vitum að hann var öfundaður af. Eins máttum við alltaf búast við veisluborði þegar við komum til þín, sama hvort um var að ræða kaffi eða mat. Oftar en ekki var það þannig að þú settist stutt eða ekkert niður við matarborðið, varst endalaust að hugsa um þá sem voru nálægt þér. Veislurn- ar þínar voru líka einstaklega fallegar og vandaðar eins og allt annað sem þú tókst þér fyr- ir hendur. Ófáar ferðir varstu búin að fara í berjamó og ekki höfum við tölu á öllum þeim kílóum sem þú tíndir og sultaðir úr og sendir til okkar. Og erum við öll sammála um það að þetta sé besta bláberjasulta sem hægt er að fá. Þú varst mikið náttúrubarn og naust þess að fara í fjöruna og fjallið að tína steina. Alltaf komst þú auga á fallega steina og tókst þá með þér heim og ber garðurinn á Hjallaveginum þess merki. Þar má finna mikið af steinum sem þú varst búin að koma haganlega fyrir í fal- lega garðinum ykkar. En nú er komið að leiðarlok- um. Hvíl í friði, elsku mamma okkar, og takk fyrir allt. Þín börn, María, Gústaf, Lúðvík Þór og Sesselja Ósk. Elsku amma mín. Nú hefur þú kvatt okkur, elsku engill, og mikið hrikalega sakna ég þín. Þú varst alltaf svo fín enda fínasta frú Reyðarfjarðar, ekki nóg með það heldur varstu einnig svo yndisleg og góð og með allt á hreinu. Ef það væri ekki vegna ykkar afa þá væri ég ekki hér að skrifa þessa grein og ætti ekki þennan ynd- islega pabba sem þú ólst upp og fjölskyldu, en því verð ég þér ævinlega þakklát. Það var alltaf jafngaman að hlaupa upp Hjallaveginn til að kíkja í heimsókn til ykkar og ég tala nú ekki um þegar maður var svo heppinn að labba inn í nýbakaðan Mikka mús en alltaf var hægt að stóla á eitthvað gott á boðstólnum, þú hafðir líka svo mikla ánægju af því. Þú verður alltaf besti bakarinn, svo einfalt er það, elsku amma mín. Þetta er erfiður og sorglegur sjúkdómur sem þú hefur þurft að kljást við síðustu ár og hafa þau verið erfið fyrir okkur öll, en ég vona svo innilega að þér líði betur núna. Ég sakna þín og hugsa til þín alla daga og veit að þú vakir yfir okkur og passar okkur. Ég elska þig, amma mín, og takk fyrir allt. Þín, Aldís Kara Lúðvíksdóttir. Elsku amma mín. Ég hef aldrei upplifað verri og erfiðari daga en þegar þú fórst frá okkur. Ég elska þig svo mikið að orð geta ekki lýst því.Ég veit að þú ert á góðum stað núna en samt finnst mér alltaf best að hafa þig hér hjá mér. Þú varst svo góð fyrir- mynd og kenndir mér svo margt. Við eigum svo góðar minningar saman, elsku amma mín. Þegar ég var lítil fluttir þú í bæinn til að passa mig og myndböndin sem ég horfði á um daginn sýndu mér hvað við gerðum margt skemmtilegt og hlógum og nutum þess að vera saman. Það voru forréttindi að þú skyldir gera þetta fyrir mig, al- gjörlega ómetanlegt. Þú varst góð í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur og besti kokkur sem ég hef þekkt. Sem dæmi gerðir þú bestu pönnukökur í heimi og ég mun sakna þess að fá ömmupönnsur. En ég er farin að æfa mig í pönnukökubakstri og vona ég að einn daginn takist mér að gera eins góðar pönnsur og þú. Ég mun aldrei gleyma öllum stundunum sem fóru í það að spila saman á sumarkvöldum á Hjallaveginum, pakksödd og sæl eftir Mikka músarköku og fleiri kræsingar sem til voru í búrinu. Þú varst alltaf svo flott í tauinu og vel til fara og ég er svo stolt af því að vera nafna þín. Hvíl í friði, elsku amma mín, ég elska þig endalaust. Þín, Klara Rún. Mig langar að minnast Klöru í örfáum orðum, en henni kynntist ég fyrir um það bil fjórum áratugum þegar vin- skapur tókst með okkur Deddu og þá vorum við ekki háar í loftinu. Alltaf var manni tekið vel á því heimili og alltaf leið manni eins og heima enda voru þau Klara og Vignir sérlega gest- risin og notaleg heim að sækja. Klara var glæsileg kona, glaðlynd og myndarleg í alla staði og það bar heimilið vott um, og skiptir þá engu hvort um handverk var að ræða, trakteringar eða annan al- mennan dugnað. Oft óskaði ég þess að ég byggi yfir þó ekki væri nema broti af þessum myndarskap en svo er ekki og því enn betra að hafa fengið að þekkja fólk eins og Klöru. Ófáar stundir átti ég í eld- húsinu á Hjallaveginum þar sem ætíð var boðið upp á alls kyns kræsingar og gilti þá einu hvaða dagur var eða á hvaða tíma dagsins. Minnisstæð er ein af síðustu veislunum sem ég upplifði í þessu eldhúsi. Það var fyrir nokkrum árum að við vinkon- urnar fórum austur að hitta gamla bekkjarfélaga og auðvit- að fékk ég að gista hjá Klöru og Vigni. Og það var bara við manninn mælt; veisla í öll mál. Manni leið eins og höfðingja við þess- ar viðtökur. Eitt kvöldið í þessari helg- arferð vorum við stöllur seint á ferðinni. Klukkan var þrjú að nóttu og heimilisfólkið var farið að sofa. Af rælni stungum við höfðinu inn í eldhúsið enda gott að fá sér snarl fyrir svefninn. Þar blasti við dásamleg sjón. Klara var þá búin að leggja á borð fyrir okkur; hún hafði gert sér í hugarlund að við yrðum svang- ar um miðja nótt og skellt í smurbrauð, og það ekkert venjulegt smurbrauð heldur með glæsilegri snittum sem ég hef bæði séð og bragðað. Þarna er henni rétt lýst. Aldrei var komið að tómum kofanum í þessu eldhúsi – eða annars staðar ef því er að skipta, því hún var traust kona sem gott var að eiga að. Þess má einnig geta að á mínu heimili þykir okkur mæðgum jólin ekki koma fyrr en búið er að baka sírópslengj- urnar hennar Klöru. Þær verða bakaðar með sér- stakri natni og góðum minn- ingum næstu jól. Mér þykir vænt um að hafa kynnst Klöru og hennar verður sárt saknað. Ég votta fjölskyldunni sam- úð mína. Minningin um góða konu lifir. Björg. Klara Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.