Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 31

Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 of sjaldan í verki hvers virði það var. Maggamma var ein af þess- um ótrúlegu konum sem halda heiminum gangandi án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Hún studdi skilyrðislaust við bakið á þeim sem hún elskaði, hún krafðist einskis og hún tók öllu sem að hendi bar af æðruleysi sem ég á bæði erfitt með að skilja og vildi að ég gæti til- einkað mér. „Svona er þetta bara“ gæti hafa verið hennar lífsmottó. Ekki það að hún sætti sig endi- lega við orðinn hlut, heldur tókst henni á undraverðan hátt að skilja að það sem hún hafði stjórn á og það sem ekkert var hægt að tjónka við. Ég held að við værum öll betur sett ef við tækjum okkur viðhorf hennar til fyrirmyndar. Amma og afi gerðu allt sam- an og gengu í gegnum allt sam- an. Þau fóru á skíði saman. Þau ráku búð saman. Þau fóru með barnabörnin í sund (og ísbíltúr) saman. Þau fóru á sjó saman. Þegar systurdóttir ömmu þurfti að fela henni dóttur sína til um- sjár tóku þau hana saman að sér sem sína eigin. Og, af sinni einstöku ósér- hlífni, gáfu hana skilyrðislaust frá sér aftur þegar að því kom að móðirin gat séð um hana á ný. Þegar lagerinn hennar og afa brann og búðin á Laugaveg- inum hafði það varla af var amma sem klettur í hafinu og átti stóran þátt í að halda heim- ilinu og búðinni gangandi. Þegar afi veiktist og var rúm- fastur mánuðum og árum sam- an tók amma því af sama æðruleysi og öllu öðru sem fyr- ir hana var lagt, þó að það hafi augljóslega tekið meira á hana en orð fá lýst að sjá hann svona veikan. Hún stóð við bakið á honum, vakti yfir honum daga og næt- ur og sá til þess að hann fengi ávallt bestu umönnun og að brandararnir hans fengju að hljóma eins lengi og hægt var. Davíð Stefánsson hitti sann- arlega naglann á höfuðið þegar hann lýsti konunni í lífi okkar allra, þessari sem við tökum oft varla eftir að sér um að lífið gangi sinn vanagang, sem til- einkar sér ósérhlífni, stuðning og ást framar öllu. Maggamma var sannarlega konan sem kynti ofninn okkar allra í fjölskyldunni, og sú sem skrifaði í öskuna öll sín bestu ljóð. Það er undir okkur komið, sem eftir lifum, að halda minn- ingunni um stórkostlega konu á lofti. Svanhildur Þorvaldsdóttir. Amma mín var með punga- próf. Ég held að þessi setning lýsi ömmu vel. Hún var kjarnakona og sá kraftur og sú lífsgleði sem fylgdi henni mun lifa áfram með okkur, því það virt- ist ekki vera neitt sem hún gat ekki gert, sem hún var ekki til- búin að gera. Hún og afi æddu yfir landið endilangt eða sigldu gegnum firði og yfir flóa. Mér eru þó ferskastir í minnum þeir dagar sem maður eyddi hjá afa og ömmu með frændsystkinum sínum, þar sem maður grúfði sig undir sængina þegar risinn í Jóa og baunagrasinu þrumaði með óg- urlegri röddu í kvöldsögunni sem malaði af snældunni. Ég man eftir bragðinu af tannkreminu hjá afa og ömmu og hvað mér fannst það sterkt, því það var ekki Colgate. Ég man eftir dótabílunum sem æddu niður stigann á Langholtsveginum. Ég man eftir Sodastream- tækinu sem var svo töff í minn- ingunni. Ég man eftir rabarbaranum í garðinum. Ég man eftir harðfiskinum hangandi í bílskúrnum. Ég man eftir speglunum sem voru á móti hvor öðrum og kynntu mér óendanleikann. Ég man eftir ömmu. Ég man eftir bröndurunum frá ömmu og hve stutt var í brosið. Ég man eftir örygginu og gleðinni sem var á heimilinu. Ég man hvað mér leið vel þarna. Fyrir nokkrum árum kom amma með tvær tréstyttur sem hún átti og gaf mér þær. Þetta voru kínverskar styttur af mönnum, sívalningar sem stóðu með risastórum hausum. Þessar styttur hafa alltaf verið mér sérstaklega kærar, ekki af því að þær voru flottar eða neitt svoleiðis, heldur var hægt að fjarlægja hausinn af þeim og það notaði ég óspart í leik sem handsprengjur. Þetta mundi amma. Amma sem var alltaf með á nótunum. Og alltaf þegar ég horfi á þessar styttur þar sem þær standa núna í stofunni hugsa ég til ömmu og afa og fyllist aftur af gleði og öryggi barnsins sem ég eitt sinn var. Ég mun sakna ömmu en hún hefur gefið mér minningar sem munu fylgja mér alla mína tíð. Nói Kristinsson. Ég man... ...þegar appelsínan var of súr þá setti amma alltaf sykurmola í hana. ...þegar amma hjálpaði mér að rifja upp hvar í sögunni um Jóa og baunagrasið ég sofnaði. ...þegar amma plataði alltaf afa til að stoppa í ísbúðinni í Laugalæk eftir sund. ...hvað amma hló mikið þegar hún frétti að afi hefði stíflað rennibrautina í Laugardals- laug. ...þegar ég festi höfuðið í handriðinu á Langholtsveginum og amma var sú eina sem hélt ró sinni og losaði mig. ...eftir að kúra á milli í tjald- vagninum. ...hvað ég hrósaði ömmu mik- ið fyrir það hvað hún væri mjúk. ...þegar amma setti óvart kók út á ísinn og öll barnabörn- in vildu (og fengu) að herma eftir. ...þegar amma og afi komu að sækja mig eftir skóla og biðu í bílnum í hálftíma því þau vildu ekki trufla leikinn sem var ég í. ...eftir óteljandi brúðusýn- ingum þar sem amma sat þol- inmóð fyrir neðan tröppurnar og líklega þóttist hlæja. ...eftir bleikum og hvítum ís með tyggjókúlu í botninum og dýfu. Maggamma var líklega ein klárasta kona sem ég hef kynnst. Hún tók öllum jafnt og tók tillit til allra. Hún hafði alltaf eitthvað um málin að segja og oftast hafði hún svolít- ið rétt fyrir sér. Á sama tíma var hún yndislega kaldhæðin og með húmorinn í hámarki. Maggamma var einstök. Hún hafði eitthvað ólýsanlegt. Ein- hverja orku, hugarfar og nær- veru sem ég dáist meira og meira að eftir því sem ég verð eldri. Minningarnar eru endalaus- ar og mun ég ávallt geyma þær. Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir. Það er skrýtið þegar fastur punktur í tilverunni hverfur. Sætið hennar ömmu stóð tómt, líkt og enginn vildi setjast í sætið hennar. Sum fótspor er ekki hægt að fylla. Amma var ótrúleg mann- eskja, hún var alltaf með á nót- unum og bar fréttir á milli í stórfjölskyldunni. Hlýjan sem barst frá henni fannst af öllum og hvar sem hún fór var hún vel liðin og hluti af hópnum. Stelpurnar okkar fengu sem betur fer að njóta samvera með henni. Njóta þess að hafa hana á staðnum, til að spjalla, til að fylgjast með þeim og vera til staðar. Alltaf var amma jafn bros- mild og ánægð með að fá að sjá stelpurnar leika sér og njóta dagsins. Það er missir að henni en á sama tíma gleður það okkur að hún sé komin í faðm afa á nýj- an leik, faðm þeirra sem elska hana þarna uppi. Við eigum eftir að sakna þín. Ívar og Fany ✝ Hilmar Andr-ésson fæddist á Eyrarbakka 1. september 1937. Hann lést á Dval- arheimilinu Sól- völlum á Eyrar- bakka 29. maí 2018. Foreldrar Hilmars voru Andrés Jónsson f. 18. október 1896, d. 21. nóvember 1978 og Úlfhildur Sigurbjörg Hannesdóttir f. 3. desember 1897, d. 4. mars 1982. Albróðir Hilmars er Kristján f. 25. ágúst 1935. Systkini Hilmars sam- feðra voru Jón Pétur f. 10. októ- ber 1920, d. 15. júní 2007, Sig- júní 1933, d. 2. mars 2004. Börn þeirra eru (1) Björn H. Hilm- arsson f. 26. júlí 1965, maki hans er R. Brynja Sverrisdóttir, börn þeirra eru Hilmar Freyr, Sverrir Leó, og Hannes Breki. (2) Úlfhildur J. Hilmarsdóttir f. 2. mars 1967, maki hennar er Ásgeir V. Ásgeirsson, börn hennar eru Andrea og Eyþór. (3) Kolbrún Hilmarsdóttir f. 1. apríl 1968, börn hennar eru Guðrún Heiða, Ragnheiður Sif, Gísli, Andrea Karen og Kolbrún María. Fyrir átti Ragnheiður börnin Guðnýju Sólveigu f. 27. mars 1952, d. 6. apríl 2007 og Gísla Heiðberg f. 2. mars 1958. Hilmar var lengi til sjós og var með útgerð um tíma. Hann vann einnig við ýmis störf í landi. Hilmar Andrésson verður jarð- sunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag, 15. júní 2018, klukkan 13. mundur f. 20. ágúst 1922, d. 16. nóv- ember 2016 og Þur- íður f. 8. mars 1924, d. 6. ágúst 2002. Systkini Hilmars sammæðra voru Ingi Lífgjarn f. 31. október 1920, d. 21. janúar 1975, Hrafn- hildur f. 22. sept- ember 1922, d. 3. janúar 1938, Þor- gerður Hanna f. 21. apríl 1926, d. 12. ágúst 1985 og Sigurður Bjarni f. 9. maí 1930, d. 13. apríl 2002. Hilmar kvæntist 26. desem- ber 1965 Ragnheiði Björns- dóttur frá Vötnum í Ölfusi f. 25. Elsku pabbi. Við munum seint gleyma öllum þeim yndislegum stundum sem við áttum í Smiðshúsum með þér og mömmu. Það hafa verið for- réttindi að fá að búa með þér í öll þessi ár. Hin síðustu ár dvaldir þú í góðu yfirlæti á Sólvöllum og langar okkur að þakka starfsfólkinu þar fyrir góða umönnun og kærleik í þinn garð. Aldrei tölduð þið mamma það eftir ykkur að gæta strákanna fyr- ir okkur eða aðstoða okkur. Ynd- islegar minningar ylja okkur og ekki síst þegar fjölskyldan öll sinnti áhugamálinu í fjár- og hest- húsinu. Nú er hvíldin komin og þú far- inn til fundar við mömmu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfan var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minning þín er ljós sem lifir í hjarta okkar. Björn og Brynja. Elsku besti pabbi minn, nú hef- ur þú kvatt þennan heim og ert kominn til hennar mömmu. Ég mun sakna þess að koma í vinnuna og þú ert ekki þar. Í öll þessi 5 ár sem þú varst á Sólvöllum var góð- ur tími og við skemmtum okkur vel saman. Heima, í bíltúrum og ferðalögum okkar líka. Takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér móti öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Minningar munum við geyma í hjörtum okkar alla tíð. Kolbrún Hilmarsdóttir. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þín verður sárt saknað en það er gott að vita að þú og amma eru sam- einuð á ný og getið hvílst saman í friði. Guð geymi þig. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Andrea Karen og Kolbrún María. Alltaf varst þú vinur minn, elsku afi minn. Minningarnar mun ég geyma og aldrei gleyma. Til ömmu ertu kominn, kominn þar sem sólin skín og þið saman á ný. Um litfagran dal hönd í hönd haldið í. Ég bið að heilsa, þá kveð ég þig um sinn og kyssi þína kinn. Elsku afi minn. Takk fyrir að vera vinur minn. Takk fyrir að kenna mér að hella upp á kaffi. Takk fyrir að koma fimm sinnum í heimsókn á dag bara til að segja hæ. Takk fyrir að leika úti í garði þegar veðrið var gott . Takk fyrir að vera þú. Sakna þín, afi minn. Ragnheiður Sif og Gísli. Ég átti því láni að fagna að alast upp með ömmu og afa í sama húsi, engu smá húsi Smiðshúsum. Afi var harðduglegur maður sem elskaði fólkið sitt, dýrin sín og staðinn sinn, Eyrarbakka. Nú langar mig að kveðja afa, sem átti sérstakan stað í hjarta mínu og hafði trúlega meiri áhrif á mig en flestir aðrir. Elsku afi, samband okkar var einstakt, og vorum við alla tíð gríðarlegir vinir. Vinskapur okkar og tryggð hvors við annan lýsir sér mjög þegar ég sagði þér frá prakkarastrikum mínum sem barn og unglingur og aldrei sagðir þú foreldrum mínum, en vissulega skammaðir mig. Það átti ekki við þig, afi minn, að gera óþarfa vesen úr hlutunum. Bílferðirnar okkar voru ófáar. Alltaf varstu boðinn og búinn að snúast í kringum í mig, skutla mér hingað og þangað með- an heilsan leyfði. Ég vona að ég hafi staðið mig þokkalega þegar það snérist við. Mér þótti ofsalega vænt um hvað það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér, t.d. gamla hrepparíginn, al- veg fram til þess síðasta þótt margt væri farið. Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar að sjá þig veslast upp og að lokum fara. Söknuðurinn er mikill að vita ekki af þér í næsta húsi. Ég hlýja mér við minningarnar sem eru marg- ar. Nú loks hittist þið amma. Vil ég þakka afa einlæga vin- áttu gegnum árin og veit að hann fær góða heimkomu. Starfsfólkið á Sólvöllum á sérstaka þökk fyrir það hve hugsað var vel um hann síðustu ár. Finnst mér við hæfi að enda þetta á sömu nótum og í minningargrein frá mér til ömmu Ragnheiðar Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, afi minn Þinn, Sverrir Leó Björnsson. Hilmar Andrésson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég sakna þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hannes Breki. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HILDAR EÐVARÐSDÓTTUR frá Brautartungu, Skagabraut 48, Akranesi. Eiríkur Sveinsson Margrét Kristjánsdóttir Helgi Hannesson Sveinn Gunnar Eðvarðsson Anna E. Rafnsdóttir Guðni Eðvarðsson Halldóra Ingimundardóttir og systkinabörn Bróðir minn, ARNÞÓR BJÖRGVINSSON, Leirubakka 28, Reykjavík, lést mánudaginn 28. maí á Skjóli í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skjóli fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Stella Sigurbjörg Björgvinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Smárahlíð 5e, Akureyri, lést á sjúkrahúsi Akureyrar miðviku- daginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júní klukkan 13.30. Sigríður A. Whitt Jónas Valgeir Torfason Birna H. Laufdal Þórir Steindórsson Hreinn H. Laufdal Cristiane N. de Andrade Hrönn H. Laufdal Kristján Knútsson barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTBJÖRG ÖGMUNDSDÓTTIR, Ásta, Lækjargötu 4, Hvammstanga, lést á dvalardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Hvammstanga, laugardaginn 9. júní. Jarðarförin fer fram frá Hvammstangakirkju mánudaginn 18. júní klukkan 14. Birgir Jónsson Jónína Ögn Jóhannesdóttir Anna Kristín Jónsdóttir Ósk Jónsdóttir Magnús Smári Kristinsson ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.