Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
✝ Jóhanna Magn-úsína Guðjóns-
dóttir, Magga,
fæddist í Vest-
mannaeyjum 6.
september 1923.
Hún andaðist á
hjúkrunar-
heimilinu Ísafold 9.
júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Jónsson, f. 1899, d.
1966, útgerðarmaður á Skuld-
inni í Vestmannaeyjum, einnig
kallaður Gaui í Hlíðardal, og
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f.
1892, d. 1927, húsmóðir í Hlíð-
ardal, við Vestmannabraut.
Systkini Möggu eru Guðrún
Þórðardóttir, f. 1918, d. 2013,
ætíð kölluð Gunna systir, Berg-
þór, f. 1929, d. 2007), hann
Beggi bróðir, Ásta, f. 1929, ætíð
kölluð Ásta systir og Dóra
Steindórsdóttir, f. 1934, alltaf
Maki hennar var Jón Steinar
Guðmundsson verkfræðingur, f.
1947, d. 2017. Þau eignuðust
tvo syni, þá Guðmund Steinar
verkfræðing, f. 1975, og Magn-
ús Ara verkfræðing, f. 1978.
Kona Magnúsar er Ina-Terese
Lundring. Synir Sigrúnar búa
og starfa í Þrándheimi. 2) Elsa,
f. 1956, hagfræðingur og þróun-
arfræðingur, maki hennar er
Björgólfur Thorsteinsson hag-
fræðingur.
Magga giftist Guðmundi Ingi-
mundarsyni verslunarmanni
1963. Hann lést 2008. Hún eign-
aðist með honum einn son, Guð-
jón Inga, verslunarmann (f.
1966), maki hans er Ruth Guð-
mundsdóttir, BA í umhverfis-
og skipulagsfræðum (f. 1967) og
eiga þau Daníel, f. 1993, Rakel
Hönnu, f. 1997, og Rebekku Líf,
f. 2012. Kona Daníels er Hulda
Margrét Birkisdóttir, f. 1991,
og eiga þau langömmubarnið
hana Freyju Sóleyju, f. 2017.
Magga hafði yndi af bók-
menntum og náttúrunni og naut
þess að skoða náttúru Íslands.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 15. júní
2018, klukkan 15.
kölluð hún Dóra
litla.
Rannveig Eyj-
ólfsdóttir, f. 1896,
d. 1982, hún Veiga,
giftist Gauja í Hlíð-
ardal og gekk
Möggu og Begga í
móðurstað eftir að
móðir þeirra lést
og saman eign-
uðust Veiga og
Gaui hana Ástu.
Svo bættist Dóra við systk-
inahópinn í Hlíðardal en Gunna
systir ólst upp í góðu yfirlæti
hjá móðursystur sinni Karólínu
Guðmundsdóttur við Ásvalla-
götu í Reykjavík.
Magga giftist Guðmundi Pét-
urssyni vélstjóra 1946, en Guð-
mundur lést árið 1960. Þau
eignuðust tvær dætur. 1) Sig-
rún, f. 1947, d. 2003, há-
skólaprófessor í uppeldisfræð-
um við háskólann í Þrándheimi.
Þegar ég minnist mömmu er
mér efst í huga að hún var alltaf til
staðar. Hún var hlý, glaðleg en
ákveðin. Henni var annt um þá
sem minna máttu sín og alltaf til í
að leggja þeim lið sem það þurftu,
hvort sem var í formi verka eða
fjármagns. Pólitísk afstaða hennar
tók mið af þessu og var hún mikill
jafnaðarmaður. Hún var alltaf glöð
að greiða skattana sína og lagði
áherslu á að það væri skylda okkar
að leggja til samfélagsins.
Mamma hélt alltaf með fjár-
málaráðherranum þar sem hann
hafði það erfiða verkefni að deila
sameign okkar rétt og skynsam-
lega. Mömmu þótti vænt um land-
ið og íslenska tungu, fyrir henni
voru hæ og bæ ekki orð.
Fólk var mömmu hugleikið og
hafði hún áhuga á að vita hvaðan
það kom, hún sýndi því alltaf fulla
athygli og sagði að ef maður vildi
eignast vini yrði maður að hlusta.
Þessi viðhorf hennar skiluðu henni
mörgum góðu vinum og var heimili
hennar alltaf opið.
Mamma var sönn í því sem hún
gerði og trú því sem hún taldi
skipta máli, hjá henni fóru saman
orð og verk og eigum við í henni
góða fyrirmynd.
Guðjón Ingi.
Vestmannaeyjar voru líf hennar
og yndi. Þar ólst hún upp í Hlíð-
ardal sem var henni alltaf hjart-
kær og leitaði hún mikið þangað til
að styrkja og efla sálina og sjálfið.
Frá Vestmannaeyjum lá leiðin á
Vallartröðina. Þar leið okkur vel.
Þar var mikið af fólki og börnin
völsuðu um heimili, garða og götur
undir umsjón fjölskyldu og ná-
granna. Þar misstum við systurnar
föður okkar, Guðmund Pétursson,
vélstjóra, en stuðningur stórfjöl-
skyldunnar var okkur ómetanleg-
ur.
Guðmundur Ingimundarson,
verslunarmaður, sá góði maður,
kom inn í líf okkar litlu fjölskyldu
og bjuggu þau Mummi og mamma
okkur stúlkunum fallegt, gott, og
menningarlegt heimili, fyrst í Sól-
heimunum og síðar í Bogahlíðinni.
Það leið ekki á löngu þar til við
eignuðumst nýjan og fallegan
bróður, sem var okkur kærkomin
gjöf, enda er hann vænn og góður
drengur eins og pabbi hans.
Mamma var lífsglöð og fróð-
leiksfús alla tíð, lestrarhestur með
stálminni, og var náttúra Íslands
hennar helsta áhugamál. Og það
var einfaldlega fegurðin sjálf sem
var hennar helsti drifkraftur, feg-
urðin í náttúrunni fyrir okkur
mannsálirnar að njóta. Hún ferð-
aðist um fjöll og firnindi, um hæðir
og hóla og líka bara yfir lækjar-
sprænur, til að njóta.
Mamma var líka mikil hann-
yrðakona og fannst gaman að
sýsla með höndunum, hvort sem
það var að sauma á börnin sín, eða
skreyta borð eða veggi með fal-
legum hannyrðum. Þegar hún var
ólétt að mér sótti hún námskeið
hjá nágrannakonu sinni, móður
hennar Gerðar Helgadóttur
myndlistarkonu. Gerður teiknaði
mótív og málaði himin á striga, og
móðir mín og aðrar hannyrðakon-
ur „máluðu“ myndirnar með
kúnstbróderítækni og þráðum.
Eitt þessara verka er undurfag-
urt kúnstbróderí-málverk sem enn
hangir á sparivegg í stofunni
minni, enda mótívið ekki minna en
Þingvellir.
Það vill svo til að nú stendur yfir
sýning á kúnstbróderíi á Safna-
safninu fyrir norðan og er
kúnstbróderíverk móður minnar
þar. Ég er stolt yfir þessu framlagi
móður minnar til myndlistarsögu
kvenna á Íslandi. Mamma sagði
mér að ég væri montnari en hún
yfir þessu og já það er rétt. Þetta
framtak móður minnar sýnir
hvernig hún samþætti fram-
kvæmdagleði sína og ástríðu fyrir
náttúrunni og fegurðinni: að skapa
eitthvað fallegt og njóta þess.
Þannig lifði hún, af lífsgleði og
fróðleiksfýsn. Þar var alltaf til
kaffi á könnunni, kleinur og randa-
línur og nóg að spjalla um nýjan
jóladúk eða háspennulínur sem
skera fagurt hálendið eða listrænt
kúnstbróderí af Þingvöllum, sem
hún sjálf af listrænni natni hafði
saumað.
Elsa.
Fyrsta minning mín um ömmu
er úr stofunni í Bogahlíðinni þegar
ég var átta ára. Fjölskyldan var
flutt heim til Íslands aftur eftir
fimm ára dvöl erlendis. Ég man að
ég kom inn á heimili sem fyrir mig
var óþekkt og fullt af ókunnuglegu
fólki. En samstundis var mamma
eins og heima hjá sér og amma og
afi strax eins og þau hefðu þekkt
og elskað mig alla mína ævi.
Við Gummi bróðir vorum oft og
mikið í Bogahlíðinni. Þetta var
heimili sem alltaf var opið og oft
voru þar gestir. Amma þekkti
marga og sá alltaf um að halda
sambandi við fjölskyldu, vini og
vandamenn. Ef það var eitt sem
amma var best í, þá var það að
halda ekki bara utan um fjölskyld-
una, heldur líka alla sem hún hafði
kynnst um ævina.
Við fórum í mat á sunnudögum,
og alltaf var nóg af mat og nægur
tími og möguleiki fyrir krakkana
til að hamast í kringum fullorðna
fólkið. Þegar ég hugsa til baka, þá
eru flestar minningar um ættingja
mína á móðurhlið frá Bogahlíðinni.
Sama hvar fólk var í heiminum eða
lífinu, þá kom það við í Bogahlíð-
inni.
Þegar skammtímaminni hennar
fór að bregðast á gamals aldri var
mikilvægt að skrifa í dagbókina
hjá henni hver hefði komið í heim-
sókn þannig að hún gæti fylgst
betur með.
Amma elskaði landið sitt og fór
oft í ferðalög. Hún fór oft ein með
Ferðafélagi Íslands í ferðir, en
kom heim með rútu fulla af nýjum
vinum. Og þetta er kannski mest
lýsandi fyrir ömmu. Að kynnast
fólki, fá að vita hvaðan það kom, og
dreifa gleði. Eitthvað sem hún
gerði fram á sína hinstu daga á
Hjúkrunarheimilinu Ísafold.
Fyrir mér var hún elskuleg
amma sem kenndi mér að sjá um
fjölskylduna, að skapa rými fyrir
hana og að hlúa að henni. Hún
kenndi mér líka að spila rommí, að
kaffi er best með einhverju aðeins
sætu út í, og hvernig á að gera
mikið úr litlu.
Magnús Ari.
Við höfðum ekki tekið eftir feg-
urðinni í úfnu hrauninu á leiðinni
til Keflavíkur fyrr en við fengum
litríkar og ákafar lýsingar Möggu
frænku á þessu einstaka landslagi.
Fram að því höfðum við vorkennt
ferðalöngum sem kynntust þessu
hrjóstruga landi á þessari fyrstu
vegferð allra sem komu fljúgandi
til landsins. Við fórum að sjá hluti
sem við tókum ekki eftir áður,
meta landslag sem við höfðum flýtt
okkur gegnum og finna ilminn af
náttúru eftir vænan regnskúr.
Magga hafði einstakt lag á lýsa
þessu á þann hátt að mann langaði
að upplifa það sem hún hafði séð
og skynjað.
Það var þetta smitandi og já-
kvæða hugarfar sem við af yngri
kynslóðinni fengum að kynnast.
Þegar maður heyrði svo sögu
hennar þá óx virðingin til muna á
því hversu jákvæð hún var gagn-
vart lífinu og landinu. Á fyrstu ára-
tugum lífs hennar hafði sagan ein-
kennst af missi, hún missti móður
sína barnung og fyrri manninn
sinn á fyrstu búskaparárum
þeirra.
Hún ólst upp í einu minnsta
húsinu í Vestmannaeyjum, Hlíðar-
dal. Að heyra hana lýsa þessu litla
húsi var eins og að heyra ævin-
týrasögur. Þarna bjuggu menn
þröngt og stöðugt virtist vera
meira pláss þegar Færeyingar
komu á vertíð, eða þegar skjóta
þurfti skjólshúsi yfir vini og vanda-
menn.
Ein af þeim sem kom til lang-
dvalar var móðir mín Dóra Stein-
dórs, eða Dóra litla eins og Magga
kallaði hana oftast. Ég hef alla tíð
verið mjög hreykin af því að hafa
fæðst í litlu stofunni í Hlíðardal, en
þar fæddist Sigrún, elsta dóttir
Möggu, líka.
Með Möggu fór Dóra í fyrsta
stóra ferðalagið sitt með olíuskip-
inu Kyndli til Akureyrar. Hún var
15 ára gömul og fannst þetta mikið
ævintýri. Þau stoppuðu víða til að
fylla á tóma olíutanka og til að taka
þátt í sveitaböllum á leiðinni. Þar
dansaði Magga af hjartans lyst.
Síðasta dansinn tók hún með okk-
ur í áttræðisafmæli Dóru. Þegar
hún kom inn í veislusalinn var ver-
ið að syngja ljúfa sálma í léttum
takti. Magga kom dansandi inn
salinn og hreif alla með sér í
gleðinni.
Eftir Vestmannaeyjagosið voru
Dóra og Ásta Guðjóns báðar
komnar í bæinn og nú fengu þær
Hlíðardalssystur tækifæri til að
endurnýja kynnin enn frekar. Þær
tóku með sér Jóhönnu á Reykjum
og Mundu frænku þeirra og mynd-
uðu spilaklúbb. Þessar frænkur
hittust hálfsmánaðarlega í nokkra
áratugi og spiluðu vist og nutu
samvista og góðra veitinga. Þau
héldu vel böndin frá Hlíðardal.
Á haustin kom Magga í slátur-
gerð í Skipholtið. Þá var unnið
hratt og vel, sögur sagðar og hleg-
ið hátt. Hún átti ekki orð yfir
heppni Skipholtshjóna að hafa
fengið þessa framúrskarandi íbúð.
Þarna myndi hún vilja verða göm-
ul.
Nú er Hlíðardalur ekkert smá-
hýsi lengur og nú er Skipholtið
selt. Nú hverfa frænkurnar ein af
annarri af sviðinu, en eftir lifa
minningar um merkilega tíma og
magnaða frásagnargáfu Möggu
frá Hlíðardal.
Við erum óendanlega þakklát
fyrir góð kynni af einstaklega vel
gerðri og jákvæðri konu sem litaði
umhverfi sitt glaðlegum og fersk-
um litum. Blessuð sé minning
hennar og Guð blessi afkomendur
hennar og fjölskyldu.
Steinunn Þorvaldsdóttir og
Hafliði Kristinsson.
Ár hvert þegar Magga frænka
og Guðmundur mættu í Hlíðardal í
Eyjum vissi ég að komið var sum-
ar. Þá beið ég spennt á hverjum
morgni heima hjá mömmu og
pabba eftir að Magga frænka
myndi sækja mig og fara með mig í
sund. Hún kenndi mér að synda
löngu áður en ég fór að læra sund í
skólanum. Eftir sundið lá leiðin oft
í Hlíðardal þar sem ég sat við eld-
húsborðið og fékk mjólk og kex á
meðan hellt var upp á kaffi fyrir
gestina sem litu inn yfir daginn.
Magga frænka var einstaklega op-
in og skemmtileg kona sem hafði
frá mörgu að segja og leiddist mér
aldrei að heyra hana segja sögur
frá því í gamla daga.
Elsku frænka, takk fyrir allt
sem þú kenndir mér og þann tíma
sem við áttum saman.
Þín frænka,
Ásta Sigríður.
Jóhanna M.
Guðjónsdóttir
✝ Gyða Sigurð-ardóttir fæddist
í Reykjavík 20. júní
1944. Hún lést á
heimili sínu á Sel-
fossi 31. maí 2018.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Jóns-
son, yfirtollvörður,
f. 20. desember
1922, og Kristjana
Jakobsdóttir, hús-
freyja, f. 20. febrúar
1928, d. 17. maí 1958.
Systkini Gyðu voru a) Lilja, f.
22. desember 1948, d. 2016, og
átti hún einn son, b) Sigurður, f.
24. september 1951. Maki
Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 1.
október 1956, og eiga þau tvö
börn, c) Þorsteinn, f. 10. mars
1960, og á hann tvo syni.
Fyrri eiginmaður Gyðu var
Barði Ólafsson frá Ísafirði, f. 16.
desember 1944, þau skildu.
Börn Gyðu og Barða eru 1)
Kristjana Sigríður, f. 22. júní
1962. Sonur hennar er Stefán
son, Frosta Thor, f. 2013.
Gyða ólst upp í Reykjavík en
dvaldist löngum á sumrin á Ísa-
firði. Hún gekk í Miðbæjarskól-
ann þar sem hún tók landspróf.
Fljótlega eftir andlát móður
sinnar fluttist hún til Ísafjarðar
þar sem hún dvaldist hjá móð-
urfjölskyldu sinni og lauk þar
gagnfræðaprófi. Seinna tók hún
próf sem aðstoðarmanneskja
dýralæknis frá Bandaríkjunum.
Á Ísafirði kynntist hún fyrri
manni sínum og bjuggu þau í
húsinu Sóltúni flest búskaparár
sín. Síðar flutti hún með fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur, þar
starfaði hún á telexi Loftleiða. Á
áttunda áratugnum fluttist hún
til Lúxemborgar með seinni
manni sínum. Þaðan flutti þau
til Kólóradó í Bandaríkjunum
og síðar til borgarinnar Chapala
í Mexíkó. Um aldamótin flutti
Gyða heim og bjó fyrst í Reykja-
vík og síðar á Eyrabakka með
systur sinni Lilju. Eftir andlát
Lilju 2016 flutti hún til Selfoss
þar sem hún bjó til æviloka.
Útför Gyðu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 15. júní 2018,
klukkan 15.
Barði, f. 23. júlí
1986, kvæntur
Marisa Almeida
Gomes, f. 21. júní
1983. Synir þeirra
eru Valter Björn, f.
2010, og Máni Hel-
der, f. 2014. Maki
Kristjönu er Björn
Óli Östrup Hauks-
son, f. 11. maí
1961. Dóttir þeirra
er Gunnhildur
Gyða Östrup, f. 1999. 2) Ragn-
hildur Jóhanna, f. 24. júní 1965.
Börn hennar eru Kristjana
Björk, f. 1988, gift Atla Viðari
Þorsteinssyni, f. 1983, Arnar
Þór, f. 1993, Steinþór Bjarni, f.
1995, og Eyþór Smári, f. 2002.
Maki Ragnhildar er Sigurður
Baldvinsson Ringsted, f. 11.
október 1948.
Seinni eiginmaður Gyðu var
Patrick J. Healy, f. 29. mars
1952, þau skildu. Sonur þeirra
er Thor Axel Patriksson Healy,
f. 7. janúar 1982. Thor á einn
Í dag kveðjum við Gyðu
tengdamóður mína. Við hittumst
fyrir nær 20 árum síðan á Tálkna-
firði þegar ég var að kynnast kon-
unni minni henni Kristjönu.
Fyrstu kynni okkar voru stutt,
því brátt var hún horfin á braut
til Mexíkó þar sem hún bjó á
þeim tíma. Það átti eftir að breyt-
ast.
Ég komst fljótlega að því að
Gyða var sérstakur karakter,
heimsborgari en þó svo rótgróin
Íslendingur.
Áhugamálin voru fjölbreytt og
fannst mér alltaf gaman að því að
heyra sögur hennar og skoðanir.
Menning og siðir í öðrum lönd-
um heilluðu hana og hún var
mjög opin fyrir nýjum hlutum og
hugmyndum.
Mér fannst áberandi hvað
Gyða hafði hugleitt margvísleg
málefni löngu áður en að þau
urðu öðrum að umhugsunarefni.
Gilti þá einu hvort um var að
ræða andleg eða veraldleg efni.
Hún var ekki ein þeirra sem
létu sér nægja að hugsa um hlut-
ina, heldur kom þeim hratt og
örugglega í verk, hvort sem var
sjálfsþurftarbúskapur í Kólóradó
eða að kynnast nýrri matargerð í
Mexíkó.
Þrátt fyrir langa dvöl erlendis
voru ræturnar á Íslandi, sérstak-
lega á Vesturgötunni í Reykjavík
og á Ísafirði. Á þá staði leitaði
hugur hennar oft. Þar voru minn-
ingarnar ekki síðri heldur en á
erlendri grundu.
Minningar um marga góða
ættingja og vini sem hún bjó að
alla tíð. Fyrsta heimili hennar á
Ísafirði, Sóltún, hafði greinilega
sérstakan stað í hjarta hennar.
Var hún stolt af því að hún og
Barði skyldu eignast slíkt hús,
vart orðin tvítug. Gyða var
smekkmanneskja og lagði ríka
áherslu á að búa skemmtileg
heimili. Hver hlutur átti sinn til-
gang, sinn stað og sögu.
Gyða fór oftast sínar eigin leið-
ir í lífinu. Það þýddi auðvitað að
menn gátu ekki alltaf farið sömu
leið og hún. Hins vegar var hún
alltaf reiðubúin að bjóða öðrum
með í för.
Á heimilum sínum með seinni
manni sínum, Patrick, í Banda-
ríkjunum og Mexíkó var gest-
kvæmt og komu gestir úr öllum
áttum.
Ættingjar, vinir, vinir ættingja
og barna. Allir voru hjartanlega
velkomnir í húsi sem var fullt af
lífi, ef ekki af gestum þá af dýr-
unum sem hún hafði alltaf hjá sér
og elskaði mikið.
Þegar ég hugsa til baka er það
þó ekki allt þetta sem stendur
upp úr, heldur Gyða sem alltaf
var tilbúin til að hjálpa hvenær og
hvar sem hún gat.
Það segir mikið um hana sem
persónu þegar hún birtist á
Tálknafirði tilbúin til að hjálpa
þegar Gunnhildur fæddist, þegar
hún birtist í Grikklandi að hjálpa
okkur að flytja þaðan og ekki síst
að hún var alltaf tilbúin að birtast
og passa Gunnhildi og Stefán
Barða ef við vorum í vandræðum.
Við höfum svo margt til að
vera Gyðu þakklát fyrir og fjöl-
skyldan mun sakna hennar mik-
ið.
Björn Óli Hauksson.
Gyða Sigurðardóttir
Kveðja frá
Bridgefélagi
Sauðárkróks
„Sá sem eftir lifir deyr þeim
sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta
og minni manna er hans sakna,“
segir skáldið. Þannig er það nú
þegar Silló félagi okkar í Bridge-
félagi Sauðárkróks hefur tekið
sinn síðasta slag og sagt sína síð-
ustu slemmu. Hún var góður og
traustur vinur okkar allra.
Það var ætíð gott að spila við
Silló, bæði sem makker eða mót-
herji. Henni fylgdi einstök hlýja,
einlæg gleði og gamansemi við
spilaborðið. Hún var alltaf í góðu
Sigrún
Angantýsdóttir
✝ Sigrún Stef-anía Ingibjörg
Angantýsdóttir
fæddist 18. júlí
1943. Hún lést 27.
maí 2018.
Útför Sigrúnar
fór fram 9. júní
2018.
skapi og oftar en
ekki leið manni vel
eftir að hafa spilað
við hana. Hlátur
hennar var einstak-
lega smitandi og gat
maður ekki annað en
tekið undir og hlegið
með henni, hvort
sem um var að ræða
hnyttna athugasemd
eða góða sögu. Það
var einkennandi fyr-
ir Silló hversu bóngóð hún var.
Það stóð aldrei á Silló, hún mætti
hvort sem það var til að vera fjórði
maður eða fara í aðra landshluta
til að leggja félögum sínum lið ef
þess þurfti. Sillóar verður sárt
saknað við spilaborðið.
Við spilafélagar Sillóar sendum
aðstandendum hennar hugheilar
samúðarkveðjur. Hvíl í friði, félagi
og vinur.
Fyrir hönd Bridgefélags Sauð-
árkróks,
Ásgrímur Sigurbjörnsson
og Guðni Kristjánsson.