Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 38

Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Hildur Loftsdóttir hilol@mbl.is Þjóðhátíðardaginn 17. júní kemur formlega út hátíðarútgáfa Íslend- ingasagnanna, sem Alþingi ákvað með þingsályktun, og var samþykkt samhljóða, að gefa út í tilefni af ald- arafmæli fullveldisins. Um daginn bárust úr prentun fyrstu eintök saganna, og þá komu saman útgefandi bókanna Jóhann Sigurðsson hjá Sögu forlagi, Örn- ólfur Thorsson, einn fimm ritstjóra, stjórnarmenn í undirbúningsnefnd Fullveldishátíðar; Einar K. Guð- finnsson, Kristján Möller og Þórunn Sigurðardóttir, auk Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Voru þau öll hin ánægðustu með útgáfuna. Færustu menn fengnir til verksins „Það var löngu orðið tímabært að gefa út nýja heildarútgáfu Íslend- ingasagnanna,“ segir Einar. „Hlut- verk nefndarinnar var að halda utan um verkefnið og ráða til þess rétta fólkið. Nafn Jóhanns Sigurðssonar kom auðvitað mjög fljótt upp, vegna aðkomu hans að heildarútgáfum sagnanna á erlendum tungumálum, og brennandi áhuga hans á þessu viðfangsefni. Fengnir voru til verks- ins okkar hæfustu menn á þessu sviði. Útgáfan er sígild og mun verða til á heimilum um ókomna áratugi.“ Jóhann segir að útgáfan sé sér- lega vönduð og glæsileg. Bækurnar saumaðar, vandaður pappír og frá- gangur allur framúrskarandi eins og bækurnar sannarlega bera með sér. „Bækurnar eru líka myndskreyttar með verkum eftir dönsku listakon- una Karen Birgitte Lund, sem myndskreytti dönsku heildarútgáf- una. Við notuðum sömu myndir þar sem þær voru til og eru bæði list- rænar og fallegar.“ Hver texti sjálfstæður vitnisburður Hvað varðar texta sagnanna segir Örnólfur þá að stofni til vera þá sem fyrst voru gefnir út á árunum 1985- 87 í heildarútgáfum sagna og þátta, en við endurskoðun á textunum hafi verið tekið tillit nýrra útgáfna ein- stakra sagna sem og rannsókna og niðurstaðna handritafræðinga und- anfarin 30 ár. „Það þarf að endur- skoða almenningsútgáfur sagnanna reglulega og miða þá við það sem best er. Við höfum sömu viðmið og forðum, reynum að fylgja texta eins handrits við frágang hverrar sögu, birtum fleiri en eina gerð nokkurra sagna og þátta og forðumst í lengstu lög að leiðrétta texta handrita. Við lítum á hvern texta sem sjálfstæðan vitnisburð,“ segir Örnólfur. „Margir þeirra sem tengjast þess- ari útgáfu hafa einnig unnið að sér- útgáfum einstakra sagna á umliðn- um árum og þess sér auðvitað merki í þessari útgáfu. Mikil vinna var lögð í skýringar þeirra tæplega 600 vísna sem fylgja sögum og þáttum og við að samræma þær. Þá fylgja þessari útgáfu nýir formálar auk endurskoð- aðs formála okkar Sverris Tómas- sonar, þar sem fjallað er um sög- urnar, einkenni þeirra, flokkun og persónur. Fjallað er um kveðskap- inn sérstaklega, Íslendingaþætti einnig og Vínlandssögurnar. Þá fylgir einnig orðabók í síðasta bindinu þar sem um 6000 orð eru skýrð, nafnaskrá þeirra einstaklinga sem koma við fleiri sögur en eina og sagnalykill þar sem reynt er að greiða götu lesenda um veröld sagn- anna með því að draga saman hlið- stæð efnisatriði sem koma fyrir í mörgum sögum og þáttum, t.d. bar- daga og víg, læknislist, útræði og hlunnindi, drauga og reimleika, fjöl- kynngi, níð og furður svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá er einnig sér- staklega fjallað um húsakost og hí- býli, skip og siglingar og helstu vopn í veröld sagnanna. Umfjöllun og skýringar eru hátt í 300 blaðsíður þannig að þessari nýju útgáfu fylgir talsvert mikið nýtt efni,“ segir rit- stjórinn. Þjóðararfurinn hefur skilaboð Jóhann segir að tilgangur útgáf- unnar sé að sögurnar nái til sem flestra Íslendinga. Áhugi sé fyrir því að útgáfan verði gefin inn á öll al- mennings- og skólabókasöfn og hvarvetna á stofnanir þar sem bóka- söfn sé að finna. „Ætlunin er að standa fyrir ritgerðasamkeppni á meðal ungmenna og stóra upp- lestrarkeppnin mun að öllum lík- indum tengjast henni. Einnig verða um 20 viðburðir um allt land þar sem við munum ræða við unga sem aldna um hlutverk Íslendingasagna og hvers vegna þær eru okkur svo mik- ilvægar, ekki síst núna á fullveldis- afmælinu.“ – Ef fólk á þegar Íslendingasög- urnar, hvers vegna ætti það þá að eignast þessa útgáfu? „Þessar bækur eru með nútíma stafsetningu og eldri útgáfur eru margar mjög torlesnar fyrir al- menna lesendur. Þegar þessir textar komu út 1987, seldust bækurnar óhemju vel. Nú þarf að að endur- vekja áhuga nýrra kynslóða því það er skylduverk að viðhalda þjóðararf- inum, hann hefur alltaf sín skilaboð,“ segir Jóhann. „Það má bæta því við til umhugs- unar,“ tekur Örnólfur undir, „að að því sem rannsóknir herma þá lesa ungmenni minna en áður og þá er brýnt að leggja ekki neina steina í götu þeirra um aðgengi að þessum textum með því að prenta þá á ein- hverri annarri stafsetningu en þeirri sem þeim er töm. Það er mjög mik- ilvægt, og hver tími og hver kynslóð þarf að gera þessar sögur að sínum.“ Ekki heilagir textar – Erum við ekki að eyðileggja neitt þótt við séum að breyta og upp- færa textana? „Ég veit ekki hvað er eyðilagt. Sú stafsetning sem er t.d. í hinum vönd- uðu og ágætu útgáfum Fornrita- félagsins er bara til í þeirri útgáfu, hún er ekki í neinum handritum. Það er mikill miskilningur,“ útskýrir Örnólfur. „Á handritum er ekki ein samræmd stafsetning. Það hefur tíðkast um aldur á Íslandi að hver tími hefur lagað þessa texta að því sem tíðkaðist á sinni samtíð og þann- ig hafa sögurnar lifað öld af öld. Því þurfum við að halda áfram. Þessi út- gáfa er eitt skref í því og svo eru fleiri sem þarf að taka.“ „Alkunna er að menn auki orða- forðann og bæti málvitund með því að lesa sögurnar og nú þegar ís- lenskan á undir högg að sækja, geta þessi textar spyrnt við fótum. Við höfum sannfæringu fyrir því að það sé svo,“ segir Jóhann. „Aðalmálið er það að þetta eru ekki heilagir textar, heldur fjöl- breyttar og skemmtilegar bók- menntir sem hver maður á að geta lesið sér til ánægju,“ segir Örnólfur. „Og þó að lesendur rekist á orð sem eru framandleg má oft ráða merk- ingu af samhengi líkt og við gerum þegar við lesum texta á erlendu máli – eða fletta upp í orðskýringunum.“ „Orðskýringar er svo að finna á einum stað í bókunum,“ bætir Einar við. „Vísnaskýringarnar fylgja jafn- óðum, eins og hefð hefur verið fyr- ir.“ „Já, vísurnar eru skýrðar eins ná- kvæmlega og okkur er unnt. Það var mikil vinna og alúð lögð í vísnaskýr- ingarnar til þess að reyna að opna þennan merkilega skáldskap fyrir fólki,“ segir Örnólfur. Einn af hápunktunum Að þessari útgáfu vann hópur manna sem var líka tengdur útgáf- unni fyrir 30 árum. Auk Örnólfs voru það Aðalsteinn Eyþórsson, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Sverr- ir Tómasson. „Við höfum notið liðsinnis ann- arra, t.d. Bergljótar Kristjánsdóttur prófessors við Háskóla Íslands, sem er geysiöflugur og reyndur vísna- skýrandi, og svo hefur Aðalsteinn Eyþórsson bæst í hóp ritstjóranna og reynst afar drjúgur liðsauki. Gísli Sigurðsson á Árnastofnun hafði svo yfirumsjón með útgáfunni, til að halda okkur hinum við efnið. Knútur Hafsteinsson og Gunnar Skarphéð- insson lásu alla textana yfir af mikilli vandvirkni, Svavar Sigmundsson og Gunnlaugur Ingólfsson fóru yfir orðabókina og Svanhildur María Gunnarsdóttir las formálana yfir. Allt þetta fólk færði margt til betri vegar,“ segir ritstjórinn. „Þessi bók verður formlega útgefin og afhent þann 17. júní, og við lítum svo á að það verði einn af hápunktunum á fullveldisafmælisárinu,“ segir Einar, og heldur áfram: „Þetta er bók sem er gefin út fyrir þjóðina og þar sem það var ákveðið með þingsályktun alþingis, munum við afhenda for- mönnum allra stjórnmálaflokka sem sitja á Alþingi eintak af þessari há- tíðarútgáfu, auk forseta Íslands og verndara útgáfunnar, frú Vigdísar Finnbogadóttur.“ Hver kynslóð þarf að gera sögurnar að sínum  Ný heildarútgáfa á Íslendingasögunum með nútíma stafsetningu og talsverðu nýju efni Morgunblaði/Arnþór Birkisson Stolt Ragnheiður Jóna, Kristján, Jóhann, Einar K., Þórunn og Örnólfur með fyrstu eintök Íslendingasagnanna. Sögurnar Glæsileg heildarútgáfa sagnanna í fimm bindum í öskju. fyrir heimilið Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Dökkgrátt tau Verð 39.900 kr. Ljósgrátt tau Verð 34.900 kr Nýjir glæsilegir orðstofustólar eð þægilegri fjöðrun Sendum um land allt b m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.