Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Buxur Verð 9.995 kr. Framleiðsla er hafin á íslensku kolla- geni á vegum lífræknifyrirtækisins Protis, sem er í eigu FISK Seafood á Sauðárkróki. Fyrirtækið er fyrst til að framleiða kollagen á Íslandi eftir tveggja og hálfs árs þróunarvinnu. Protis sérhæfir sig í framleiðslu fæðubótarefna sem innihalda íslensk þorskprótín sem unnin eru úr hrá- efni sem falla til við hefðbundna flakavinnslu á íslenskum þorski, að því er fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, nær- ingarfræðingur og framkvæmda- stjóri Protis, segir eftirspurnina eft- ir fæðubótarefninu vera mikla hér á landi. „Kollagen er mjög heitt efni í dag vegna áhrifa á húð, hár og negl- ur, líka á liði, vöðva og annað.“ Kollagenið sem er úr íslensku fisk- roði er unnið á Sauðárkróki. Fram- leiðslan er á sama stað og land- vinnsla FISK Seafood. Kollagenið er framleitt með vatnsrofstækni þar sem einangrað kollagen úr roði eru meðhöndlað með vatni og ensímum, síað og þurrkað. Hráefnið er með rekjanleikavottun og vottun um að veiðarnar séu sjálfbærar. Segir Hólmfríður vöruna vera nýjung en hingað til hefur kollagen úr íslensk- um fiski verið sent úr landi, unnið er- lendis og aftur sent til Íslands. „Það er umhverfisvænna að vinna það á Íslandi, t.d. minna kolefnis- spor.“ Segir Hólmfríður að mark- miðið með því að þróa vöruna sé að nýta fiskinn í sjónum til fulls og efla lýðheilsu. Framleiðslan er unnin í samstarfi við Iceprotein en nýlega hlaut fyrirtækið styrk í þágu rann- sókna á vatnsrofnu fiskprótíni upp á 9,5 milljónir frá AVS rannsóknar- sjóði í sjávarútvegi. veronika@mbl.is Kollagen úr íslensku fiskroði  Protis á Sauðár- króki fyrst á markað með slíka vöru Ljósmynd/Anton Brink Sproti Hólmfríður Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Protis. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Gleðin var allsráðandi á Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk, en blásið var til 5 daga hátíðar til að fagna 15 ára starfsafmæli Hróksins á Grænlandi. „Síðustu 15 ár hafa verið ævintýri líkust. Landnám Hróksins snerist ekki bara um skák, heldur að efla vináttu og samvinnu nágrannaþjóðanna í norðri,“ sagði Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, m.a. í ræðu sinni við hátíðahöldin. Í tengslum við hátíðina var efnt til margvíslegra viðburða en hún var formlega sett af Vivian Motzfeldt, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, sem þakkaði Hróknum gott og gjöfult starf í gegnum árin. Þá var velferðarsjóðurinn Vinátta í verki kynntur en hann fær til um- ráða þær 40 milljónir sem söfnuðust eftir hamfarirnar í Uummannaq- firði. Börnin fengu íslenskar gjafir Á meðal þess sem var á döfinni var Air Iceland Connect-meistaramót þar sem sextán skákmenn kepptu um Íslandsferð og fleiri vinninga. Þá heimsóttu Hróksliðar grunnskóla og færðu hátt í hundrað 1. bekkingum reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis- klúbbnum Heklu og Eimskip. Einn- ig var fangelsið í Nuuk heimsótt í tvígang og þar gripið í tafl á meðan tónlistin dundi. Hápunktur hátíð- arinnar að sögn Hróksliða var heim- sókn á barnaheimili í Nuuk, sem er fastur viðkomustaður skákfélagsins, segir í fréttatilkynningu. Þar hýsa grænlensk hjón börn sem ekki geta búið hjá foreldrum sínum, og veittu þau gjöfum viðtöku frá íslenskum stuðningsaðilum. Við lok hátíðar færði Skafti Jónsson, sendiherra Ís- lands í Nuuk, ráðherranum Vivian Motzfeldt taflsett úr postulíni eftir listamanninn Hauk Halldórsson, en hann sótti innblástur í listsköpun Grænlendinga. Ljósmynd/Hrókurinn Barnahópur Hrókurinn heimsótti grunnskóla í Nuuk og færði allt að hundr- að 1. bekkingum reiðhjólahjálma, í boði íslenskra bakhjarla. „Síðustu 15 ár ævintýri líkust“ Ljósmynd/Hrókurinn Nuuk Gleðin skín úr andliti þessa drengs sem fékk íslenskar gjafir. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þau skriðu inn og ég líka en ég sá engin naut,“ segir Ágúst Sigurðs- son, sveitarstjóri Rangárþings ytra og formaður Oddafélagsins, um manngerðan helli sem fannst í túninu í Odda við frumrannsókn á dögunum. Heimildir eru um hrunda hella á þessum slóðum, m.a. Naut- helli sem getið er um í Jarteinabók Þorláks helga Þórhallssonar bisk- ups frá því rétt fyrir aldamótin 1200. Sá hellir hrundi ofan á tólf naut sem drápust nema hvað einum uxa tókst að bjarga með því því að heita á hinn sæla biskup. Fornleifafræðingarnir voru ekki beinlínis að leita að Nauthelli eða Sæmundarfjósi en grafið var á svæði sem tengist þessum örnefn- um, en það er kallað Sæmundar- hellar og er tengt Sæmundi fróða í Odda sem lést á árinu 1133. Kom á óvart „Það kom öllum á óvart að þetta skyldi finnast svona fljótt. Við héld- um að það þyrfti lengri tíma. Krist- borg Þórsdóttir fornleifafræðingur hafði undirbúið sig vel og var ákveð- in í því hvað ætti að skoða fyrst. Það var því ekki alger tilviljun að hellis- muninn fannst en auðvitað þurfti líka heppni,“ segir Ágúst. Hægt er að ganga hálfboginn um tíu metra inn í hellinn. Ágúst segir að hleðslur séu í hellinum og við hellismunann. Fornleifafræðing- arnir sem gerðu könnunarskurðinn höfðu ekki tíma til að rannsaka hell- inn vel og hvort hann tengist öðrum hellum. Byggt var yfir skurðinn til að verja minjarnar. Málið rætt á Oddastefnu „Nauðsynlegt er að grafa meira svo betra sé að komast að minjunum og skoða hellinn betur. Hugmyndin er að Kristborg og samstarfsfólk hennar skoði þetta aðeins betur á næstu dögum. Svo ætlum við að ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Ágúst. Segir hann að það verði gert í tengslum við Oddastefnu sem áformuð er 1. júlí næstkomandi. Meðal annars þurfi að finna fjár- magn til að kosta frekari rannsóknir en ekki fékkst styrkur úr Forn- minjasjóði fyrir rannsóknir í ár. Oddafélagið vinnur að endurreisn þessa forna höfðingjaseturs sem menningarstaðar. Ágúst segir mik- ilvægast að tryggja vel grunninn. Það þurfi að gera með fornleifa- rannsóknum. Ýmis önnur verkefni eru í undir- búningi. Nefnir Ágúst að í haust verði farið af stað með fornleifa- skóla barnanna í samvinnu við grunnskólana í héraðinu. Byggt verði upp nám þar sem börnin geti lesið sér til um sögu staðarins og kynnst því hvernig fornleifafræð- ingar vinna. „Það kemur sér vel fyr- ir það verkefni að við skulum finna strax eitthvað til að sýna þeim,“ segir Ágúst. Engin naut sáust í Sæmundarhellum  Hellirinn í Odda skoðaður  Hugað að frekari rannsóknum Áhugavert Fornleifafræðingarnir Kristbjörg Þórsdóttir og Lilja Björk Pálsdóttir við rannsóknir við hellismunann undir túninu í Odda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.