Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Mun Bill Murray giftast Eddu …
2. Voru beðnir um að eyða …
3. Typpavasabuxurnar það flottasta
4. Fer í taugarnar á okkur …
Florence Lam fremur splunkunýjan
gjörning í Kling & Bang í dag kl. 16
sem jafnframt er lokadagur sýning-
arinnar Peppermint. Gjörningurinn
fer fram í þetta eina sinn.
Florence Lam fremur
nýjan gjörning í dag
Sýnt verður
beint frá öllum
leikjum á HM í
Rússlandi í Bíó
Paradís næstu
vikurnar. Á sama
tíma og foreldrar
horfa á leikinn
býðst krökkum að
sjá fjölbreyttar
barnamyndir í öðrum sölum bíósins.
Aðgangur er ókeypis á jafnt fótbolta-
sýningar og barnamyndir.
Ókeypis krakkabíó
samhliða fótboltanum
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis
Íslands verður efnt til rapp- og
(h)ljóðlistarhátíðar á Vigdísartorgi
sunnan við Veröld – hús Vigdísar í
kvöld kl. 19.30. Þar koma m.a. fram
Herra Hnetusmjör, Góði Úlfurinn,
Úlfhildur Tómasdóttir, Anna Vigsø og
Úlfur Úlfur. Áður, eða milli kl. 18 og
19.30, verður boðið upp á samræður
um rapp og hipphopp
í fyrirlestrarsal
Veraldar þar
sem þátt taka
Harpa Rut
Hilmarsdóttir,
Peter Trier
Aagaard og
Króli.
Rapp- og (h)ljóðlistar-
hátíð á Vigdísartorgi
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 3-10 m/s og víða skúrir. Hlýnar heldur
norðan heiða.
Á sunnudag (lýðveldisdaginn) Suðaustan og austan 3-8 og skúrir, einkum síðdegis, en
rigning sunnantil undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.
Á mánudag og þriðjudag Norðlæg átt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið S-lands. Hiti
5 til 15 stig, hlýjast syðst.
Kylfingarnir Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir
komust báðar í gær í gegnum niður-
skurð á mótum þeim sem þær taka
þátt í um þessar mundir. Sú fyrr-
nefnda er á þremur höggum undir
pari á Meijer LPGA Classic for Simply
Give-mótinu í Grand Rapids í Michig-
an og Valdís á fjórum höggum undir
pari á móti í Tékklandi. »1
Ólafía og Valdís eru í
fremstu röð
Jorge Sampaoli, landsliðs-
þjálfari Argentínu í knatt-
spyrnu, var ófeiminn við að
upplýsa á blaðamannafundi
í gærkvöld nákvæmlega
hvernig byrjunarlið Argent-
ínu yrði gegn Íslandi á HM í
knattspyrnu í Rússlandi í
dag. Hann sagðist gera það
vegna þess að hann væri
löngu búinn að ákveða
hvað lið hans ætti að
gera. »2
Sampaoli virðist
hvergi banginn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Allt er með ró og spekt á heimili íslenska hafrétt-
ardómarans og argentínska diplómatsins í Buenos
Aires. Óneitanlega er þó mikil eftirvænting í loft-
inu fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í dag.
Þau Tómas H. Heiðar og eiginkona hans, Fern-
anda Millicay, hyggjast horfa á leikinn á risaskjá á
torgi í hjarta borgarinnar sem kennt er við San
Martin, frelsishetju Argentínu.
„Afstaða okkar til leiksins mótast auðvitað af
því að við erum bæði mjög stolt af okkar þjóðum
og hjörtu okkar munu slá með þeim,“ segir Tóm-
as. „Á hinn bóginn hef ég tekið ástfóstri við Arg-
entínu, bæði höfuðborgina og ekki síður hina fjöl-
breyttu hluta landsins. Fernanda elskar allt sem
íslenskt er; lopapeysur, flatkökur með hangikjöti,
malt og appelsín, þorskalifur, íslenska náttúru og
kaffihúsið Mokka, og hefur lært íslensku hér í
Buenos Aires. Það mun auðvelda okkur að takast
á við úrslit leiksins, hver sem þau verða.“
Kynntust á hafréttarfundum
Fernanda er diplómat í argentínska utanríkis-
ráðuneytinu en Tómas er dómari við Alþjóðlega
hafréttardóminn í Hamborg og ferðast reglulega
til Hamborgar og Íslands.
„Við Fernanda kynntumst á hafréttarfundum í
Sameinuðu þjóðunum í New York og þurftum oft
að takast á í samningaviðræðum á þeim vettvangi.
Hún var lögfræðingur fastanefndar Argentínu hjá
SÞ í New York í sjö ár en er nú yfirmaður skrif-
stofu utanríkisráðuneytisins í Buenos Aires sem
fer með málefni suðurskautsins, en Argentína er
meðal þeirra sjö ríkja sem gera tilkall til hluta
Suðurskautslandsins. Ég kom nokkuð að norður-
skautsmálum þegar ég var þjóðréttarfræðingur
utanríkisráðuneytisins og segja má að pólarnir
hafi sameinast,“ segir Tómas.
Fótbolti er lífið sjálft
Hann segir að í Argentínu sé fótbolti vinsælli en
nokkuð annað og allt sem viðkomi heimsmeistara-
mótinu veki athygli. Ísland hafi fengið mikla um-
fjöllun og jákvæða landkynningu:
„Í Argentínu er mikil ástríða fyrir fótbolta –
fótbolti er lífið sjálft. Ég fer oft á völlinn með
Fernöndu og systur hennar til að fylgjast með lið-
inu okkar, River Plate, og ég hef hvergi upplifað
aðra eins stemningu og hér. Riðladrátturinn fyrir
HM í Rússlandi var stórviðburður í Argentínu og
þegar niðurstaðan lá fyrir beindist kastljós fjöl-
miðlanna strax að fyrsta andstæðingnum, Íslandi.
Virtasta sjónvarpsstöðin, TN, var með ítarlega
umfjöllun um landið á besta áhorfstíma samdæg-
urs. Sýndar voru myndir af náttúru landsins og
rifjað upp að Jorge Luis Borges, stórskáld Arg-
entínu á 20. öld, hafði dálæti á Íslandi, Íslendinga-
sögunum og Snorra Sturlusyni. Hann orti ljóð til
Íslands, „A Islandia“, þar sem hann nefndi ís-
lenska tungu „latínu norðursins“.
Ótrúlegur áhugi á Íslandi
Áhugi argentínskra fjölmiðla á Íslandi undan-
farna mánuði hefur verið ótrúlegur og landið og
landsliðið eru ítrekað á forsíðum stærstu dag-
blaða hér. Landkynningin er einstök. Hvar sem
ég kem og segi til þjóðernis er það fyrsta sem fólk
segir: Copa Mundial! Það vita allir af heimsmeist-
arakeppninni og leiknum fram undan.
Argentínumenn eru mjög jákvæðir gagnvart
Íslandi og áhugasamir um það en þrátt fyrir
ákveðnar efasemdir um eigið lið eru þeir sigur-
vissir. Þeir eru búnir að reikna það út að þeir
muni mæta nágrönnum sínum og erkifjendum,
Brasilíu, í úrslitaleik keppninnar.“
Upplifa stemninguna
Tómas segir að þegar fyrir hafi legið að Ísland
og Argentína myndu mætast í fyrsta leik beggja
liða hafi þau Fernanda strax áttað sig á að um
meiriháttar viðburð í lífi þeirra yrði að ræða. Þau
hafi hugleitt að fara til Moskvu en komist að þeirri
niðurstöðu að ekki væri síður spennandi að upp-
lifa stemninguna í kringum leikinn í Buenos Aires
þar sem allt verður væntanlega á suðupunkti í
dag.
Að íslenskum tíma hefst leikurinn klukkan 13,
en þá er hún 10 að morgni í Buenos Aires. Þá
verða Fernanda og Tómas fyrir nokkru mætt með
mannfjöldanum á San Martin-torgið.
Þar sem pólarnir mættust
Horfa á leikinn á risa-
skjá í hjarta Buenos Aires
Krefjandi aðstæður Fernanda í treyju íslenska landsliðsins og Tómas í þeirri argentínsku. Gagn-
kvæm virðing er borin fyrir andstæðingnum og treyjuskiptin eru leið til að takast á við stöðuna.
„Aron er – ég ætla kannski ekki að
segja ómetanlegur en hann er
gríðarlega mikilvægur fyrir hópinn.
Við höfum þurft að spila án hans í
svolítinn tíma og mér
finnst það hafa sést á
liðinu. Á vellinum er
hann mikill stjórn-
andi, en ekki
síður fyrir hóp-
inn allan,“
sagði Heimir
Hallgrímsson,
landsliðs-
þjálfari í knatt-
spyrnu karla, í
gær um fyrirliða
íslenska lands-
liðsins, Aron Einar
Gunnarsson. Hann
er tilbúinn í slag-
inn við Argent-
ínumenn í fyrsta
leik Íslands á HM í
Rússlandi í dag. »1
Það sést vel þegar Aron
Einar er ekki með