Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 45

Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 ICQC 2018-20 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Dúettinn RuGL vakti verðskuldaða athygli á Músíktilraunum fyrir tveimur árum. Tónleikahald hefur verið með nokkuð reglubundnum hætti á þessum árum og fjögurra laga plata er og komin út og var það ferli með nokkuð nýstárlegum og skemmtilegum hætti. Vinnsla við plötuna fór fram á síðasta ári, í hljóðveri Orra Jónssonar, Gufunes- radíó (Orri er m.a. þekktur fyrir þátt sinn í öndvegissveitunum Rosebud og Slowblow). Stofnað var til söfnunar á Karolinafund til að standa undir kostnaði en mikill metnaður var lagður í gripinn og alla umlykjandi þætti. Í gegnum söfnunina (sem tókst farsællega) var hægt að forpanta eintak af plöt- unni (sem var pressuð á vínyl) auk silkiþrykktra taupoka og fleira. Upptökuferlið var afskaplega hlið- rænt (analogue), þ.e. ekki stafrænt og tölvubundið, og tekið var upp á spólur. Útgáfan sjálf var svo látin endurspegla þetta, umslög plöt- unnar voru þannig handgerð, þ.e. silkiþrykkt og prýddu þau filmu- ljósmyndir eftir Sunnu Axels. Ferl- ið er ágætt dæmi um hvað hægt er að gera í heimi þar sem plötur fara oftast beint inn í streymisveitu, svo gott sem huldar sjónum manna. Þannig sáu RuGl-limir líka til þess að hægt var að fylgjast með stagl- inu í kringum framleiðslu plötunnar í gegnum Instagram og Facebook. Platan kom svo formlega út stuttu fyrir jól og var því fagnað í Mengi en tónlistina má einnig nálgast í gegnum Spotify. Platan er fjögurra laga eins og áður segir og fangar hún þá tónlist sem stúlkurnar hafa verið að leika fyrir okkur undan- farin misseri. Lágstemmd og höfug Ekkert rugl þjóðlaganýbylgja, með fallegum samsöng, gítarslætti og píanóleik. Pistilritari sló á þráðinn til Guðlaugar Fríðu og nýtti sér nýj- ustu tækni, hringdi í gegnum Messenger-appið og var það eins gott, enda Guðlaug stödd í Dan- mörku. Auk þess er eins og síma- númer séu af skornum skammti og a.m.k illfinnanleg hjá þúsaldar- börnunum. Guðlaug sagði blaðamanni að hún og Ragnheiður ætli að taka stöðuna á bandinu í sumar. „Pælingin er að reyna að blanda saman þessu gamla sem við vorum að gera við nýjar hug- myndir sem eru að fæð- ast hjá okkur og hafa verið að gerjast í sitt hvoru horninu í raun. Ég er t.d. farin að læra á saxafón og Ragnheiður er að læra djass í FÍH. Það er því næsta öruggt að næsta efni frá RuGl verð- ur ansi ólíkt því sem er að finna á plötunni“. Hún bætir því við að þær séu líka það ungar að hug- myndir komi ört og fari sömuleiðis og í raun ómögulegt að segja á þessu stigi málsins hver þróunin verður nákvæmlega. „Í öllu falli verðum við með tónleika í ágúst, sem verða á vegum Norræna húss- ins,“ segir hún glaðlynd að lokum. „Svo sjáum við bara til með fram- haldið.“ » Þannig sáu RuGl-limir líka til þess að hægt var að fylgjast með staglinu í kringum fram- leiðslu plötunnar í gegn- um Instagram og Facebook. Stöllurnar í RuGl, þær Ragnheiður María og Guðlaug Fríða, gáfu út sína fyrstu stuttskífu með óvenjubundnum hætti. Næstu tónleikar þeirra verða svo í ágúst í Norræna húsinu. Gleði Stöllurnar Ragnheiður María og Guðlaug Fríða skipa dúettinn RuGl. Sköpun RuGl hefur sent frá sér fjög- urra laga plötu. Mikill metnaður var lagður í gripinn, en sem dæmi má nefna að umslög plötunnar voru handgerð. Á þjóðhátíðardag, sunnudaginn 17. júní næstkomandi, koma djassleik- ararnir Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason saman á stofu- tónleikum á Gljúfrasteini. Eyþór er píanóleikari og hefur verið með- limur hljómsveitarinnar Mezzo- forte í rúm þrjátíu ár, sem er rúmur aldur meðleikara hans. Ari er trompetleikari sem er nýsnúinn heim eftir langa dvöl í New York. Félagarnir munu flytja stofu- tónleika á Gljúfrasteini hvern sunnudag kl. 16:00 til 26. ágúst. Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri. Þjóðhátíðardjass á Gljúfrasteini Djass Ari Bragi Kárason trompetleikari. Nígeríski rithöf- undurinn Chi- mamanda Ngozi Adichie hlaut PEN Pinter- verðlaunin í ár. Að sögn val- nefndar hlýtur hún verðlaunin, sem kennd eru við leikskáldið og Nóbelsverð- launahafann Harold Pinter, ekki síst fyrir að láta ekki hræða sig eða hrekja af sinni braut í skáld- skapnum og forðast að láta draga sig í dilk. Hún er fædd árið 1970 og hefur sent frá sér rómaðar skáld- og smásögur og greinasöfn. Adichieh hlaut PEN Pinter-verðlaunin Chimamanda Ngozi Adichie Sýning listamannanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson, Feral Attraction: The Museum of Ghost Guminants, verður opnuð í Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn í dag, laugar- dag, klukkan 16. Sýningin fjallar um Tálknaféð, villtan fjárstofn sem lifði í fjallinu Tálkna um áratuga skeið, en var smalað og slátrað á árunum 2009 og 2010. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir að 27. október 2009 hafi fjárhóp á fjallinu Tálkna verið smal- að saman og féð flutt til slátrunar. Það sem gerði þennan atburð frétt- næman var að útigöngufé hafði verið á Tálkna í áratugi. Ýmislegt var gert til að reyna að ná fénu. Meðal annars var Víkingasveitin fengin til að skjóta á það úr þyrlu. Þetta reyndist ekki góð aðferð, erfitt var að koma auga á féð í fjallshlíðunum þar sem litur þess féll vel inn í landslagið en það var að lokum fangað. Bryndís og Mark fóru vestur og tóku viðtöl við heimamenn, svo og við sérfræðinga í Reykjavík um þetta fé. Þau vinna að bók um féð og verður hún kynnt á sýningunni. Tálknaféð Listamennirnir vinna að bók um fjárstofninn í Tálkna. Sýning um Tálknafé  Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson sýna í Minjasafninu á Hnjóti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.