Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kínverski sjóherinn æfði varnir við loftárásum á Suður-Kínahafi og not- aði til þess dróna og herskip. Málefni Suður-Kínahafs hafa mjög verið til umræðu að undanförnu vegna vax- andi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en hún er tilkomin vegna kröfu Kínverja um yfirráð yfir stórum hluta hafsvæðisins. Fréttaveita Reuters greinir frá því að þremur drónum hafi verið flogið yfir herskipaflota og áttu skip- in að verjast ímyndaðri loftárás frá flygildunum. Er æfingin sögð vera liður í því að þjálfa hermenn fyrir raunveruleg átök og í vörnum við lofthernaði frá óvinveittu ríki. Ögrun eða sjálfsagður réttur? Ráðamenn í Beijing hafa deilt mjög við Bandaríkin sem margsinnis hafa boðið þeim birginn með því að senda tundurspilli inn á Suður-Kína- haf. Þannig sigldi tundurspillirinn USS Larsen í eitt sinn innan tólf sjó- mílna frá manngerðri eyju Kínverja. Siglingu herskipsins var mótmælt harðlega og hún sögð vera „svívirði- leg og tilefnislaus ögrun“. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu að sigling herskipsins væri „þáttur í venju- bundnum aðgerðum í Suður-Kína- hafi í samræmi við alþjóðalög“. Kínverjar leggja nú mikla áherslu á að efla sjó- og flugher landsins, meðal annars með smíði nýs flug- móðurskips, hins fyrsta sem smíðað er frá grunni í Kína. Verður skipið að óbreyttu tekið í notkun árið 2020. Í gær birtu kínverskir miðlar myndir af Xi Jinping, forseta Kína, þar sem hann var í heimsókn á kaf- bátastöð í borginni Qingdao í norður- hluta landsins. Fékk forsetinn kynn- ingu á fjölbreyttu vopnakerfi kafbáta og þeirri þjálfun sem kaf- bátahermenn ganga í gegnum. Þá er hann einnig sagður hafa spjallað við nokkra hermenn á stöðinni. Æfðu loftvarnir á hafi úti  Sjóher Kína æfði viðbrögð við loftárásum á Suður-Kínahafi  Drónar nýttir til að líkja eftir árásum á herskipaflota  Forseti landsins sótti kafbátaherstöð heim Yfirmaður sveita talibana í Paki- stan, Múllah Fazlullah, féll í loftárás Bandaríkjahers í héraðinu Kúnar í austurhluta landsins. Er hann sagð- ur bera ábyrgð á árás á skóla- byggingu árið 2014 sem varð 132 börnum að bana og tilræðinu gegn Malala Yousafzai 2012. Malala hef- ur vakið mikla athygli um allan heim fyrir hugrakka baráttu sína fyrir rétti stúlkna og kvenna og hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína. Talsmaður Bandaríkjahers segir Fazlullah hafa fallið í drónaárás. Talibanar höfðu í gær enn ekki sent frá sér nein viðbrögð vegna fráfalls foringja síns. Leiðtogi talibana í Pakistan drepinn í drónaárás hersins Múllah Fazlullah Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að settur yrði 25% tollur á vörur frá Kína. Þær vörur sem tollarnir ná til eru að verðmæti um 50 milljarðar Bandaríkjadala. Er það breska ríkisútvarpið, BBC, sem greinir frá þessu. Skömmu eftir að Trump tilkynnti þetta sendi Beijing frá sér yfir- lýsingu þar sem fram kemur að Kínverjar hyggjast svara í sömu mynt. Munu verndartollar Kína á vörur frá Bandaríkjunum vera af „sömu stærð og sama krafti“ og bandarísku tollarnir. Áður hafði Trump varað Kín- verja við að setja á sambærilega verndartolla. Gerist það munu „auknar álögur“ fylgja í kjölfarið. Verndartollar Trump ná m.a. yf- ir búnað fyrir flugvélar auk annars konar tæknibúnaðar. Bandaríkin og Kína setja verndartolla Donald J. Trump Abderrahman Bouanane, 23 ára hælisleitandi frá Marokkó, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Finnlandi. Réðst mað- urinn á hóp fólks með eggvopni í borginni Turku í ágúst í fyrra með þeim afleiðingum að tveir létust. Átta til viðbótar særðust í ódæðinu, þrír þeirra lífshættulega, en árásinni mun sérstaklega hafa verið beint gegn konum. Fyrir rétti sagðist Bouanane líta á sig sem „hermann íslams“ og vísaði með orðum sínum til vígasamtaka Ríkis íslams sem lengi hafa staðið fy- ir ódæðisverkum víða um heim. Samtökin hafa þó til þessa ekki lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni í Turku. Að sögn Reuters jafngildir lífstíðar- fangelsi í Finnlandi minnst 12 ára fangelsisvist. Var skotinn í fótinn Skelfingarástand skapaðist í mið- borg Turku þegar Bouanane lét til skarar skríða gegn varnarlausu fólki. Vopnuð lögregla var snögg á vettvang eftir að tilkynnt var um árásina og skutu lögreglumenn ódæðismanninn í annan fótinn, handsamaði og flutti á brott í járn- um. Er þetta í fyrsta skipti sem árás er flokkuð sem hryðjuverk í Finn- landi. khj@mbl.is AFP Íslamisti Abderrahman Bouanane hefur verið fundinn sekur um hryðju- verk í Finnlandi, en hann kom þangað sem hælisleitandi frá Marokkó. Lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Finnlandi Þessi hópur Sómala var í hópi þeirra milljóna manna sem horfðu á upphafsleik heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu (HM) sem nú fer fram í Rússlandi. Í leiknum burstuðu heimamenn lands- lið Sádi-Arabíu 5:0 og bættu þannig 68 ára gam- alt met varðandi stærsta sigur í upphafsleik HM. Á skjá túbusjónvarps sómalska hópsins má lauslega greina leikmann Sáda á tali við dómara, en af ljósmynd AFP að dæma virðast þessir knattspyrnuunnendur spenntir fyrir niðurstöðu leiksins enda markar hann upphafið á mikilli fót- boltaveislu. AFP Knattspyrnuveisla í túbustjónvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.