Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Listvinafélag Stykkishólmskirkju
bryddar nú í þriðja sinn upp á mynd-
listarsýningu í Listasal kirkjunnar yf-
ir sumartímann. Á sunnudaginn, 17.
júní kl. 17, hefst sýning Einars Fals
Ingólfssonar Fótspor. Á sýningunni
getur að líta úrval ljósmyndaverka
eftir Einar Fal úr tveimur viðamikl-
um myndröðum sem hann vann að á
undanförnum áratug, Sögustaðir – Í
fótspor W.G. Collingwood (2007-
2010) og Landsýn – Í fótspor Johann-
esar Larsen (2014-2016).
Á sýningunni eru ljósmyndir sem
Einar Falur tók á Snæfellsnesi, ann-
ars vegar út frá vatnslitamyndum
sem breski myndlistarmaðurinn, rit-
höfundurinn og fagurfræðingurinn
Collingwood málaði sumarið 1897 –
nokkrar þeirra má sjá á sýningunni –
og hins vegar teikningum sem danski
myndlistarmaðurinn Johannes Lar-
sen gerði á nesinu sumrin 1927 og
1930.
Báðir unnu þeir Collingwood og
Larsen að myndskreytingum við Ís-
lendingasögurnar með myndum sem
þeir gerðu á söguslóðum hér á landi.
Vatnslita- og túskmyndir Colling-
woods komu upphaflega út í bók hans
A Pilgrimage to the Saga-Steads of
Iceland (1899). Þjóðminjasafn Íslands
varðveitir rúmlega tvöhundruð af
frummyndum listamannsins og hefur
úrval þeirra verið sett upp á ýmsum
sýningum og birt í ýmsum bókum.
Larsen kom hins vegar hingað til
lands sérstaklega til að gera penna-
teikningar fyrir þá væntanlega út-
gáfu Gyldendal-forlagsins á Íslend-
ingasögunum í þremur bindum. Í
verkefnum sínum notaði Einar Falur
verk þeirra Collingwoods og Larsens
sem sinn fararstjóra og hefur af-
raksturinn verið settur upp á mörg-
um sýningum hér á landi og erlendis,
ljósmyndir hans og vatnslitamyndir
og teikningar hinna látnu erlendu
listamanna.
Á sýningunni Fótspor í Stykk-
ishólmskirkju má auk ljósmynda Ein-
ars Fals og vatnslitamynda eftir Coll-
ingwood á veggjum, sjá í skjásýningu
samspil verka allra þriggja lista-
mannanna um sögustaði á Snæfells-
nesi.
Á opnuninni á sunnudag mun Ein-
ar Falur verða með sýningarleiðsögn
og segja frá verkefnunum.
Allir eru velkomnir og enginn að-
gangseyrir á sýninguna sem opin
verður daglega frá kl. 17-19 fram í
september.
Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
Kolgrafafjörður Ljósmynd eftir
Einar Fal frá sumrinu 2009.
Birt með leyfi Þjóðminjasafns Íslands
Kolgrafafjörður Vatnslitamynd
W.G. Collingwoods frá 1897.
Í fótspor Colling-
woods og Larsens
Snæfellsnesmyndir í Stykkishólmi
Grunnskólabörn landsins lásu samtals 2.500 bækur í
lestrarátaki á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við
skólasöfnin í grunnskólum landsins sem lauk fyrir
skemmstu. „Með það að markmiði að allir nemendur
gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau
væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins
þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og
skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir
hvern hluta,“ segir í tilkynningu, en veitt voru verð-
laun í þeim rúmlega 40 skólum sem tóku þátt. „Alls
lásu þátttakendur um 2500 bækur, annan eins fjölda
lituðu þeir af myndum og um helmingur skólanna
sendi inn framlög. IÐNÚ hefur aldrei staðið fyrir svo viðamiklu lestrarátaki
áður en mikil ánægja ríkir með viðtökur. Meginmarkmið átaksins var að
hvetja krakka til lesturs og vekja hjá þeim áhuga á ævintýrabókum.“
2.500 bækur lesnar í lestrarátaki IÐNÚ
Ævintýri Lykilpersónur
úr Óvættaför.
Þýska hljómsveitin Welten mun leika hlýja og mel-
ankólíska tónlist sína á Mengi ásamt saxófónleik-
aranum Óskari Guðjónssyni laugardaginn 16. júní.
Hljómsveitina Welten skipa Valentin Mühlberger á
hljómborði og hljóðgervli, Lukas Backs á alt-flautu,
Jonas Petry á slagverki og trommu og Laurenz
Welten á alt-saxófón og bassaklarínetti.Viðburð-
urinn hefst klukkan hálfellefu og er miðaverð 2000
krónur. Welten er ung hljómsveit frá Leipzig og
sver sig í ætt við mínímalískar, sjálfstæðar djass-
hljómsveitir. Náinn vinskapur meðlimanna þykir
skila sér í nánd þeirra á sviði við áhorfendurna.
Welten og Óskar Guðjónsson á Mengi
Mengi Óskar Guðjóns-
son með saxófóninn.
Sýning á absktraktverkum listmál-
aranna Kristjáns Eldjárns og Ragn-
ars Hólms verður opnuð í Deiglunni
á Akureyri föstudaginn 15. júní kl.
17. Sýningin verður opnuð við frjáls-
an undirleik þeirra Pálma Gunn-
arssonar og Kristjáns Edelsteins.
Auk óhlutbundinna abstraktverka
sem Kristján og Ragnar fást að
mestu við mun Ragnar sýna nokkrar nýjar vatnslitamyndir. Hann segir
verk sín sækja innblástur í amerískan abstrakt-expressjónisma og lista-
menn á borð við Perle Fine, Richerd Diebencorn, Carolyn Weir og Willem
de Kooning. Sýningin verður opin kl. 14-17 í dag og á morgun.
Abstraktsýning í Deiglunni
Abstrakt Kristján Eldjárn og Ragnar Hólm.
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 20.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 18.00
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
Síðasta
áminningin Mynd þar sem sjálfsmynd
og hugarfar Íslendinga er
skoðað út frá sögu íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta
og rætt er við þrjá leikmenn
liðsins og aðra þjóðþekkta
einstaklinga.
Bíó Paradís 18.00
Call Me By Your
Name 12
Metacritic 93/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 17.30
The Big Sick Bíó Paradís 22.15
Jumanji: Welcome
to the Jungle 12
Bíó Paradís 20.00
Krummi Klóki Bíó Paradís 16.00
Doktor Proktor og
prumpuduftið
Bíó Paradís 13.00
Doktor Proktor og
tímabaðkarið
Bíó Paradís 16.00
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
14.15, 16.45, 19.30, 21.30,
22.15
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.00, 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 17.00,
19.40
Smárabíó 13.20, 16.10,
16.50, 19.40, 22.30
Háskólabíó 17.50, 20.50
Borgarbíó Akureyri 15.00,
19.30, 22.00
Ocean’s 8
Debbie Ocean safnar saman
liði til að fremja rán á Met
Gala-samkomunni í New
York.
Metacritic 60/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 16.50,
17.40, 19.10, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.30, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.40, 21.10, 22.20
Sambíóin Akureyri 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.40,
20.00, 22.20
Terminal 16
Myndin fjallar um tvo leigu-
morðingja, forvitna þjón-
ustustúlku, kennara og hús-
vörð sem býr yfir hættulegu
leyndarmáli.
Metacritic 26/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi. Erik skipulegg-
ur verkefnið og allt virðist
ætla að ganga upp, en
óvænt atvik setur strik í
reikninginn.
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 22.30
Bíó Paradís 22.00
Deadpool 2 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 19.50, 22.10
Háskólabíó 20.40
Avengers:
Infinity War 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 16.50,
22.30
Sambíóin Egilshöll 14.00
I Feel Pretty 12
Höfuðmeiðsl valda því að
kona fær ótrúlega mikið
sjálfstraust og telur að hún
sé ótrúlega glæsileg.
Metacritic 47/100
IMDb 4,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Metacritic 64/100
IMDb 7,1/10
Háskólabíó 18.10
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Sambíóin Álfabakka 15.10,
20.00
Sambíóin Egilshöll 16.30
Sambíóin Kringlunni 14.30,
22.00
Sambíóin Akureyri 15.00
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Laugarásbíó 13.50
Smárabíó 12.50, 15.40,
17.50
Háskólabíó 15.30
Borgarbíó 15.00
Pétur Kanína Smárabíó 13.00, 14.20
Lói – þú flýgur
aldrei einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 15.20
Víti í
Vestmannaeyjum Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 17.40
Midnight Sun
Metacritic 38/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.40
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30
Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.10, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30
Sambíóin Akureyri 17.40, 20.30
Solo: A Star Wars Story 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá Úkraínu
stígur inn í líf hennar.
Morgunblaðið bbbbb
Smárabíó 17.30, 19.50
Háskólabíó 15.50, 18.00,
21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30
Bíó Paradís 20.00
Adrift 12
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 15.50,
17.40, 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík
22.20
Smárabíó 15.00, 17.20,
19.10, 20.00, 21.30,
22.20
Háskólabíó 15.40, 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 21.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio