Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. samfélaginu. Málsmeðferðartillaga meirihluta borgarstjórnar um að vísa tillögunni til borgarráðs var sam- þykkt með tólf atkvæðum gegn ellefu eftir um 50 mínútna langa umræðu. Var það jafnan niðurstaðan með tillögur frá flokkum í minnihluta borgarstjórnar að þær voru sendar í borgar- eða velferðarráð. Undanskilin er tillaga borgarfull- trúa Miðflokksins, Vigdísar Hauks- dóttur, um niðurfellingu byggingar- réttargjalds, en Vigdís dró tillöguna til baka áður en kom til atkvæða- greiðslu. fulltrúi minnihlutans yrði í nýju um- hverfis- og heilbrigðisráði. Afnám þóknunar rædd í þaula Tillaga borgarfulltrúa Sósíalista- flokks Íslands um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borg- arinnar fyrir fundi á vinnutíma gat af sér langa umræðu. Sanna Magda- lena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagði þókn- unina m.a. vera óþarfa sóun á al- mannafé og ýta undir sjálftöku stjórnenda hjá hinu opinberu, sem væri orðin að vaxandi vandamáli í Axel Helgi Ívarsson Gunnlaugur Snær Ólafsson Sú kátína sem var meðal borgarfull- trúa í borgarstjórn Reykjavíkur við upphaf fyrsta fundar borgar- stjórnar varaði ekki lengi, en tals- verður hiti og nokkuð harðar um- ræður sköpuðust á fundinum í gær, sem hófst klukkan 14. Alls voru 54 mál á dagskrá fundarins, þ.m.t. 17 tillögur ef talin er með tillaga um sumarleyfi borgarstjórnar, og lauk dagskrá sjö mínútur í ellefu í gær- kvöldi. Yngsti forseti frá upphafi Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Pírata, var kosin forseti borgarstjórnar. Er Dóra sú yngsta til að gegna því hlutverki frá upphafi, en hún varð 30 ára í gær. Hlaut Dóra 12 atkvæði, en 11 skil- uðu auðu. Pawel Bartoszek, borg- arfulltrúi Viðreisnar, var kosinn fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Dagur B. Eggertsson var endur- kjörinn í embætti borgarstjóra með 12 atkvæðum á móti 11 auðum. Þegar um klukkustund var liðin af fundinum var meirihluti borgar- stjórnar sakaður um trúnaðarbrest. Í ljós kom í máli Lífar Magneu- dóttur, borgarfulltrúa vinstri grænna, í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda að hún vissi hver Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umræða Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Helga Björk Laxdal og Marta Guðjónsdóttir ræða saman. Hart deilt á maraþon- fundi borgarstjórnar  Yfir 50 mál rædd í borgarstjórn í yfir átta klukkustundir Oddvitar Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds heilsast fyrir fundinn. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á mark- aðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Títtnefnd staða RÚV á auglýsingamarkaði hefur verið gagnrýnd af öðrum fjölmiðlum að undanförnu, sér í lagi í aðdrag- anda HM þar sem aðrir miðlar segja að RÚV hafi í valdi stöðu sinnar sópað til sín auglýsingamarkaðnum. Að sögn Páls Gunnars hefur Sam- keppniseftirlitinu borist formleg kvörtun frá Símanum á markaðnum ásamt óformlegum ábendingum frá öðrum aðilum. „Við leitum nú upp- lýsinga og sjónarmiða frá RÚV, og á þessu stigi er verið að skoða hvort forsendur séu til staðar til að hefja formlega rannsókn vegna málsins á grundvelli samkeppnislaga. Það liggur ekki fyrir sem stendur.“ Hann segir eftirlitið einnig hafa verið í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, en það er hlutverk nefndarinnar að fylgja eftir þeim lögum og reglum sem RÚV ber að fylgja á auglýs- ingamarkaði. Páll Gunnar segir að Samkeppniseftirlitið hafi „ítrekað vakið athygli á þeirri mismunun sem leiðir af núgildandi lögum, og felst í þátttöku RÚV á auglýsinga- markaði, samhliða tekjum þess af skattfé. Við höfum bent á þessa samkeppnislegu mismunun sem leiðir af gildandi lögum, en það ligg- ur hins vegar ekki fyrir hvort það séu forsendur til að taka þetta mál upp sérstaklega enn sem komið er,“ segir Páll Gunnar. Hann segir að sérstöku áliti um málið hafi verið skilað til mennta- málaráðuneytis fyrir 10 árum, þar sem eftirlitið leggur til að þátttaka RÚV verði endurskoðuð. „Svo höf- um við ítrekað fjallað um þetta í um- sögnum um frumvörp á þessu sviði, og í ljósi athugasemda samkeppn- isyfirvalda og fleiri stofnana þá voru settar ákveðnar skorður við hátt- semi RÚV á auglýsingamarkaði, m.a. með lögum árið 2013,“ en það eru lögin sem Fjölmiðlanefnd fer eftir í dag, að sögn Páls Gunnars. Elfa Ýr Gylfadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, staðfesti við Morgunblaðið að form- leg kvörtun hefði komið inn á þeirra borð og væri nú í skoðun. Leita upplýs- inga og sjónar- miða frá RÚV  Síminn hefur kvartað formlega til Samkeppniseftirlitsins vegna RÚV Forsætisráð- herra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttis- málaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja und- irbúning að breyttri skipan velferð- arráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Tveir ráðherrar eru yfir velferðarráðuneytinu, félags- og jafnréttismálaráðherra og heil- brigðisráðherra en í tilkynningunni kemur fram að færa megi rök fyrir að skipting ráðuneytisins í tvö í samræmi við verkaskiptingu ráð- herranna geti stuðlað að styrkari stjórnun og markvissari forystu. Velferðarráðuneyt- inu skipt í tvennt Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Kemur það fram í skýrslu Jafnréttisstofu sem kom út í gær, en þetta er í sjötta sinn sem Jafnrétt- isstofa gefur út skýrslu um stöðu kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytanna. Samtals störfuðu 3.270 manns í nefndum ráðuneytanna árið 2017, 1.558 konur og 1.712 karlar. Er hlut- ur kvenna því 48% á móti 52% hlut karla. Öll ná viðmiðunarmarki Nokkur munur er á hlutföllum milli ráðuneyta en öll ná þó 40% við- miðunarmarkinu. Mestur er munur- inn hjá samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneyti, eða 59% hlutfall karla á móti 41% kvenna. Á hinn bóginn er hlutfallið jafnast hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 51% konur og 49% karlar. Er það ráðuneyti jafn- framt eitt af þremur sem hafa hærra hlutfall kvenna en karla. Eru hin tvö ráðuneytin annars vegar utanríkis- ráðuneytið (52% konur) og hins veg- ar velferðarráðuneytið (56% konur). Sérstaklega er litið til nýskipana í nefndir á hverju starfsári fyrir sig þar sem í ýmsum öðrum nefndum hefur nefndarseta verið óbreytt í mörg ár. Fleiri konur voru skipaðar en karlar í nefndir sem tóku til starfa árið 2017, 483 á móti 473, og er hlut- ur kvenna því 51% á móti 49% hlut karla. Er þetta í fyrsta skipti sem skipaðar voru fleiri konur en karlar. Jafnasta hlutfallið var hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti, 50% hlutur karla og kvenna. Ný jafnréttislög voru sett árið 2008 þar sem kynjakvóti var í fyrsta sinn leiddur í lög. Skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og fari ekki undir 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnrétt- isstofa hefur eftirlit með fram- kvæmd jafnréttislaga. Staða kynjanna að jafnast  Sjötta skýrsla Jafnréttisstofu um kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum ráðuneytanna  Í fyrsta sinn voru fleiri konur en karlar skipaðar í nýjar nefndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.