Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á lambið
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Landlæknisembættið hefur nú birt
tilmæli á heimasíðu sinni þess efnis
að nú sé sá árstími þegar landsmenn
flykkjast út til að njóta útiveru og
sólar. Þá þyrfti fólk að hafa í huga að
gæta sín á sólinni. Athygli vekur að
tilmælin skuli birtast nú, þegar sól-
skinsdagarnir á höfuðborgarsvæðinu
hafa ekki verið margir það sem af er
sumri.
Sveinbjörn Kristjánsson, verk-
efnastjóri hjá Landlækni, segir að
þótt sólin hafi ekki skinið skært í
Reykjavík að undanförnu sé full
ástæða til að minna fólk á að fara var-
lega. „Við erum dálítið sjálfmiðuð. Í
Reykjavík er ekki gott veður en það
er búið að vera mjög fínt fyrir norðan
og austan, bara sól og blíða. Og í
heiminum öllum náttúrlega, – það
eru Íslendingar úti um allt, t.d. í
Rússlandi.“
Á vef landlæknis er skjalið Verum
klár í sólinni þar sem finna má ýmis
góð ráð um hvernig megi verjast
sterkum geislum sólarinnar. Í skjal-
inu kemur fram m.a. að ung börn
ættu aldrei að vera óvarin í sól, að
forðast beri sólina frá 11-15 því þá
séu geislar hennar sterkastir og
minnt á að nota alltaf sólaráburð. Þar
er einnig bent á að sitja í skugganum
og verjast þannig sólinni. Þá er einn-
ig varað við notkun ljósabekkja þar
sem geislunin getur skaðað húðina
og augun. Vert er að minna á þau
varnaðarorð, þar sem ljósabekkja-
notkun hefur aukist talsvert á Ís-
landi, sem má m.a. rekja til slæms
veðurfars á höfuðborgarsvæðinu í
sumar. Landlæknisembættið leggst
gegn því að fólk liggi á ljósabekkjum.
Um birtingu tilmælanna segir
Sveinbjörn: „Við birtum þetta yfir-
leitt fyrr á árinu en af því að veðrið
hefur verið leiðinlegt drógum við
það. En svo er auðvitað sól annars
staðar en í Reykjavík. Fólk er bara
minnt á að vera varkárt, passa börnin
fyrst og fremst og fá ekki of mikla
geislun á sig.“
Landlæknir varar við sólinni í vætutíð
Morgunblaðið/Ómar
Sólskin Íslendingar sækja á Austurvöll þegar veðrið er gott.
Tilmæli birt á vefsíðu Landlæknis Fólk hvatt til að nota sólarvörn og varast ljósabekki
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Enn virðist vera algengt að ferða-
menn gangi örna sinna á almanna-
færi. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á
Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-
Húnavatnssýslu,
kom að ferða-
manni, konu, að
ganga örna sinna
á túni skammt frá
bæ Dóru á dögun-
um.
„Þetta gekk
það mikið fram af
mér að ég keyrði
að henni og talaði
við hana. Ég sagði
henni að mér
þætti þetta ekki kurteisisleg fram-
koma við land mitt og fór svo.“ Dóra
benti einnig konunni á að það væri
salernisaðstaða 100 metrum frá, við
Ólafslund. Konan brást ekki vel við,
að sögn Dóru, og sagði henni að fara.
Hún segir þetta vera vandamál hjá
sér og um land allt. Þá fylgi klósett-
ferðum ferðamanna fjárhagslegt
tjón. „Ef þeir gera þetta inni á tún-
unum þá getum við ekki slegið túnin
vegna smithættu í fóður handa
skepnunum. Heyið verður bara
ónýtt.“ Dóra hefur áður orðið vitni að
slíkum athöfnum, þrátt fyrir að sal-
ernisaðstaðan í Ólafslundi sé skammt
frá hennar bæ.
Dóra segir svokallaða svefnbíla
eiga stóran þátt í vandanum en það
eru fólksbílar sem eru notaðir bæði
sem farartæki og svefnstaður. „Þetta
væri ekki svona mikið vandamál ef
það væri minna af þessum svefnbíl-
um. Ég myndi segja að þeir væru að-
alvandamálið.“
Keyrt yfir túnin
Í þau þrjú ár sem Dóra hefur búið
á Vatnsdalshólum hefur hún tekið
eftir því að ferðamenn hafa verið að
keyra inn á túnin. Síðasta sumar var
ágangur ferðamanna svo mikill að
stundum var ófært að slá túnin.
Ferðamenn keyra gjarnan yfir túnin
og valda skemmdum á þeim, að sögn
Dóru.
„Þeir hafa ekkert erindi þarna nið-
ur eftir. Þetta er svo mikið vandamál
á Íslandi, þeir fara bara á allskonar
vegi og allskonar slóðir og ég held að
þeir geri sér ekki grein fyrir því að
þetta er einkaland. Ef við værum
ekki með læst og lokuð hlið sums
staðar þá væri ástandið miklu verra.“
Dóra lendir einnig gjarnan í því að
fólk berji að dyrum og spyrji hvar
Vatnsdalshólarnir séu. „Ég vísa þeim
alltaf á stóra hólinn sem er hjá vatn-
inu. Þetta er nú oftast mjög indælt og
kurteist fólk.“
Ferðamaður
gekk örna sinna
rétt hjá salerni
Veldur bændum fjárhagstjóni, segir
Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdal
Dóra
Sigurðardóttir
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo
karlmenn fyrir að halda tveimur
konum í gíslingu í fjórar til sex klst.
á heimili annarrar konunnar og
annars mannsins í júnímánuði fyrir
tveimur árum. Málið var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.
RÚV greindi frá. Mun árásin að-
allega hafa beinst að annarri kon-
unni sem var þá sambýliskona ann-
ars árásarmannsins, en í ákæru
kemur fram að hinn maðurinn hafi
verið einn með konunum í fyrstu.
Er honum gefið að sök að hafa
ítrekað hótað þeim líkamsmeið-
ingum og svo ráðist á sambýliskonu
hins árásarmannsins með því slá
hana og halda henni á gólfinu.
Hann á að hafa slegið konuna tvisv-
ar í andlitið og margoft með
krepptum hnefa, skóhorni eða
kylfu víðsvegar um líkamann, tekið
hana kverkataki og þrengt að, klip-
ið með töng í fingur hennar og
skorið hár hennar með eggvopni.
Báðir mennirnir eru svo ákærðir
fyrir að hafa troðið peysu í og yfir
munn hennar. Samkvæmt ákær-
unni er sambýlismaður konunnar
sagður hafa hótað konunum ofbeldi
og kynferðisofbeldi í gegnum síma.
Hann kom svo á vettvang þar sem
hann mun ítrekað hafa hótað þeim
líkamsmeiðingum, gripið í hár
hinnar konunnar og borið hníf að
hálsi hennar og kinn. Hann mun
einnig hafa klipið með töng í stóru
tá hægri fótar sambýliskonu sinnar.
Þá er hann sagður hafa hótað að
vinna henni mein, m.a. með því að
standa yfir henni með hamar á lofti
og koma í veg fyrir að hin konan
gæti hringt eftir hjálp.
Sambýliskona mannsins krefst
þess að mennirnir tveir verði
dæmdir til að greiða henni 1,5
m.kr. en hin konan fer fram á 1
m.kr. í skaðabætur.
Tveir karlmenn ákærðir fyrir að halda
tveimur konum í gíslingu og beita ofbeldi