Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Það er ekki tálmunin sjálf sem mestum skaða veldur. Skað- valdurinn mesti er stöðug neikvæð um- ræða, stöðug illmælgin um föðurinn. Dögum, vikum, mánuðum og árum saman býr barnið við sama sönglanda móðurinnar í garð föð- urins: hvað hann sé mikið dusilmenni og ofbeldisseggur. Á þennan hátt sáir móðirin ekki bara frjókornum óvildar; hún sáir frjó- kornum haturs í hjarta barnsins. Það gefur því augaleið að við þess- ar aðstæður getur faðirinn aldrei tekið upp eðlileg samskipti við börn- in sín. Sérstaklega er hætt við að hlutirnir þróist illa ef móðirin hefur tálmað samskiptum við föðurinn á þeim viðkvæma mótunartíma þegar barnið er að læra að tala. Hér er sjálfsmynd barnsins að mótast og það tengist þeim manneskjum til- finningaböndum sem í návist þess eru. Svo líða árin – móðirin heldur tálmuninni stöðugt áfram – og börn- in komast á unglingsaldur. En því miður: þessum börnum líður ekki allt of vel; ekki alltaf. Börnin finna fyrir sársauka í hjart- anu vegna þess að þau búa við laskaðan tilvist- argrundvöll; sjálfs- mynd þeirra er sund- urtætt. Barnið, nefnilega, á ekki grund- völl lífs síns bara að sækja til móðurinnar, heldur líka til föðurins. Þetta skynjar og veit barnið og þess vegna er það svo að innst inni – í hjarta sínu – saknar barnið þess að eiga ekki föð- ur: raunverulegan föður og ekki bara stjúpföður. Barn tálmunarmóð- urinnar hins vegar getur aldrei eign- ast raunverulegan föður – móðirin kemur í veg fyrir það – og þess vegna, sem sagt, er tilvistargrund- völlur barnsins laskaður og því sam- fara er óbætanlegur skaði og stöð- ugur sársauki. Í helgarblaði Fréttablaðsins þann 19. maí er langt viðtal við eina svona tálmunarmóður – sem og börnin hennar. Börnin eru tvö: dóttirin er 17 ára – og því sennilega fædd 2001; sonurinn sennilega tveim árum yngri. Viðtalið er tekið til þess að greina frá málavöxtum frá sjónar- horni móður og barna. Í stuttu máli er tálmunarsagan sem hér um ræðir eftirfarandi. Árið 2006 neyddist umrædd tálm- unarmóðir – eftir úrskurð frá sýslu- manni – að leyfa föðurnum umgengni við börnin sín – sem voru á þessum tíma (sennilega) þriggja og fimm ára. Tálmunarmóðir þessi var hins vegar alltaf mjög ósátt við þessa framvindu mála – og nú vitna ég beint í ofan- greint viðtal í Fréttablaðinu þar sem segir að … ,,Allt til ársins 2010 tálm- aði hún umgengi föðurins við börnin, alls þrisvar sinnum. Að hennar mati í þeim tilgangi að vernda þau fyrir of- beldi.“ Við þetta er svo að bæta að faðir- inn hefur ekki fengið að sjá börnin sín síðan 2010 – og er þá tálmunar- sögu umræddrar tálmunarmóður lokið. Eða hvað? Það er kannski eitt atriði sem vert er – og skylt – að minnst á: Tálmunarmóðir þessi hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi bara verið að vernda börnin fyrir of- beldi föðurins. Spurningin er þess vegna: Hvað hefur tálmunarmóðirin fyrir sér í þeim efnum? Atvik mála eru í grófum dráttum eftirfarandi: Sunnudaginn 13. ágúst 2006 (stuttu eftir að faðirinn hafði loksins fengið aðgang að börnum sín- um) uppgötvar tálmunarmóðirin að dóttir hennar er – að hennar sögn – öll blá og marin eftir helgardvöl hjá föður sínum. Hún fer því strax með barnið á slysadeild til þess að fá áverkavottorð. Og nú vitna ég aftur orðrétt í greinina dæmalausu sem birtist í Fréttablaðinu: ,,Þetta atvik var tilkynnt til Barna- verndar Reykjavíkur og henni einnig tjáð að málið yrði kært til lögreglu. Níu dögum seinna barst bréf frá Barnavernd þar sem þeim var tjáð (þ.e. tálumunarmóður og börnunum) að þar sem vissa væri fyrir því að móðir tæki málinu á ábyrgan hátt yrði ekkert frekar aðhafst af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur og mál- um barnanna lokað hjá Barnavernd.“ Þetta er ótrúlegur texti. Hvað er hér á seyði? Hvað táknar þetta? Táknar þetta að yfirvöld Barna- verndar Reykjavíkur hafi ákveðið að leggjast á sveif með tálmunaraðgerð- um móðurinnar – ,,þar sem vissa væri fyrir því að móðir tæki málinu á ábyrgan hátt“ – jafnvel þótt ekki sé nokkur fótur fyrir ásökunum hennar um ofbeldi föðurins – og þess vegna sé rétt að fella málið niður? Eða hvað? Hvað á maður að halda? Eða þá á hinn bóginn: Hvað ef tálmunarmóðir þessi hefur raun- verulega lög að mæla? Hvað ef barn hennar var raunverulega blátt og marið eftir ofbeldi föðurins? Hvers vegna í ósköpunum var málið þá látið niður falla; hvers vegna var atvikið ekki kært til lögreglu? Hvers vegna kærði móðirin ekki sjálf – eins og hún hafði hótað? Og hvað með Barnavernd Reykjavíkur? Hvers vegna kærðu yfirvöld Barnaverndar Reykjavíkur ekki? Bar þeim ekki skylda til að kæra ef umrædd tálm- unarmóðir var að fara með rétt mál? Eða með öðrum orðum: Er ekki eðli- legt að álykta sem svo – í ljósi þeirrar staðeyndar að engin kæra barst – að tálmunarmóðir þessi sé að fara með fleipur; þ.e. álykta sem svo að ekkert áverkavottorð sé til sem sanni of- beldi föðurins? Á Íslandi er jafnréttismálum á þann veg háttað að við búum við mæðraveldi: Það er ekki nema fyrir náð og miskunn móðurinnar að börn fá að kynnast föður sínum. Feður (og börn) hafa engan rétt í reynd – bara að forminu til (og varla það.) Um tálmunarmæður Eftir Þór Rögnvaldsson » Á Íslandi er jafnrétt- ismálum á þann veg háttað að við búum við mæðraveldi. Þór Rögnvaldsson Höfundur er heimspekingur. Í dag er alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Á degi hverjum, um heim allan, tekur fólk erfiðustu ávörðun lífs síns; að yfirgefa land- ið sitt og heimili í leit að betra lífi. Ástæðan getur verið marg- vísleg og flókin. Sum- ir yfirgefa heimaland sitt af efnahagslegum ástæðum eða til að leita sér menntunar. Aðrir flýja heimili sitt til að komast hjá grófum mann- réttindabrotum eins og pynd- ingum, ofsóknum, stríðsástandi, örbirgð eða til að halda lífi. Árið 2017 höfðu a.m.k. 65,5 milljónir manns verið neyddar á flótta, með þá von að eiga framtíð án ofbeldis og ofsókna. Flóttamannavandinn sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir er slíkur að ríki verða að taka höndum saman og finna alþjóðlega lausn sem tryggir samábyrgð og raunverulega vernd fyrir flóttafólk. Áætlað er að um 22,5 milljónir flóttamanna, sem falla undir skil- greiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á flóttamönn- um, séu nú í heiminum. Aðeins lít- ill hluti þeirra hefur sest að í auð- ugri ríkjum heimsins en um 86% eru staðsett í þróunarríkjunum. Ríkari þjóðir heims hafa því brugðist þeirri skyldu sinni að taka sameig- inlega ábyrgð á flótta- mannavanda heims- ins. Sextíu milljónir eru á vergangi og rúmlega ein milljón flóttafólks er í brýnni þörf á endurbúsetu því það hlýtur ekki þá vernd sem nauðsynleg er í því landi sem það fyrst kom til og því er mikilvægt að flótta- fólkið fái landvist í öðru ríki. Að auki eru um 10 millj- ón einstaklingar ríkisfangslausir, sem þýðir að ekkert ríki við- urkennir þá sem ríkisborgara sína. Þeir tilheyra engu ríki. Ríkisfangsleysi leiðir til þess að þessir einstaklingar njóta ekki al- mennra réttinda sem við hér á landi teljum bæði sjálfsögð og meðfædd, svo sem rétturinn til menntunar, heilbrigðisþjónustu, vinnu, ferðafrelsis, að kaupa hús eða jafnvel giftast. Án þessara réttinda standa þeir frammi fyrir ævilöngum vonbrigðum og hindr- unum, eru eins og skuggar í því landi þar sem þeir búa. Stundum virðist gleymast að á bak við háar tölur um flóttafólk eru manneskjur sem eru að flýja óskiljanlegan hrylling og aðstæður sem enginn á að þurfa að búa við. Frásagnir þeirra sem hafa flúið stríðsástand og ofsóknir færa okk- ur nær þessum raunveruleika og ráðamenn hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til þess að að- stoða og tryggja að þessi hópur eigi von um mannsæmandi líf. Í samtali kúrdískrar konu frá Qam- ishli í Sýrlandi við Amnesty Int- ernational segir hún: „Við flýðum dauðann, ef þú hefur ekki séð hann með eigin augum þá getur þú ekki ímyndað þér hryllinginn. Dauði, ótti, sprengingar, slátrun, þess vegna þurftum við að fara. Ferðin hefur verið löng. Hvern dag deyjum við þúsund dauðum … Við óskum þess aðeins að eiga venjulegt líf fyrir börnin okkar, að þau geti sofið óttalaus.“ Auðugri ríki heims verða að bregðast við þessum vanda ef þau ætla ekki að láta óátalda þá þján- ingu sem hægt er að koma í veg fyrir hjá milljónum manna. Raun- hæft fyrirkomulag um samábyrgð ríkja getur bjargað milljónum frá eymd og dauða af völdum drukkn- unar eða sjúkdóma. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem geta boðið flóttafólki raunverulegar, öruggar flóttaleiðir undan stríði og átök- um. Alþjóðleg vernd er ekki gjöf til flóttafólks heldur sjálfsagður réttur þess, tryggður í alþjóða- lögum. Það er grundvallarréttur hvers manns að geta flúið heima- land sitt og fengið vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkisvalds í eigin ríki eða ef ríkisvaldið getur ekki veitt við- komandi vernd fyrir ofsóknum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda í dag eru prófsteinn á það hvort Ís- land axli sómasamlega þá ábyrgð sem hvílir á því að leysa stærsta neyðarástand mannréttinda á okk- ar tímum. Alþjóðlegi flóttamanna- dagurinn er í dag Eftir Önnu Lúðvíksdóttur » Flóttamannavandinn sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir er slíkur að ríki verða að taka höndum saman og tryggja raunverulega vernd flóttafólks. Anna Lúðvíksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. al@amnesty.is Þegar þú ómálga og ósjálfbjarga klæddur hvítum skrúða varst borinn af umhyggju og kærleika af þeim sem elska þig mest upp að brunni réttlæt- isins til að laugast í vatni og anda, þá varstu sítengdur við lífið. Sambandið er þráðlaust, upp- sprettan eilíf, þú ert sítengd/ur. Gjaldið hefur verið greitt í eitt skipti fyrir öll. Af honum sem er uppsprettan og við- heldur straumnum, sama hvað. Af honum sem er upprisan og líf- ið sjálft. Hann hefur krýnt þig náð og mis- kunn og gert þig að erfingja eilífðarinnar. Ekkert fær þig hrif- ið úr frelsarans fangi sem foreldrar þínir forðum af einskærri ást færðu þig í. Þú varst nefndur með nafni og nafnið þitt var skráð af frelsarans hendi með himnesku letri í lífsins bók. Letri sem fæst hvorki afmáð né eytt og ekkert strokleður megnar að þurrka út. Þér var heitin eilíf samfylgd í skjóli skaparans. Þeir sem þannig eiga himininn í hjarta sér og nafn sitt letrað í lífs- ins bók þurfa því ekki að óttast tannaför tilverunnar og þá taum- lausu ógn sem frá henni stafar. Einhliða samningur Höfundur lífsins hefur nefnilega gert samning við þig. Einhliða samning sem er óuppsegjanlegur af hans hálfu. Hann er gjöf Guðs til þín. Mótframlag þitt er ekkert. Þú þarft bara að taka við samningnum í einlægni, af auðmýkt og í þakk- læti. Höfundur og fullkomnari lífs- ins hefur fyrirgefið þér allar þínar syndir og öll þín mistök í eitt skipti fyrir öll. Hann þráir að fá að fylla hjarta þitt af heilögum friði og hefur heit- ið því að vera með þér alla þína ævidaga og gefa þér líf að eilífu þegar ævigöngunni lýkur. Því að ég er þess fullviss að ævinnar ljúf- ustu og bestu stundir, fegurstu draumar og ljúfustu þrár séu að- eins sem forsmekk- urinn að þeirri dýð- legu veislu sem koma skal og lífið á grænum grundum við strönd eilífðar raunverulega er. En það er á þínu valdi að rifta umrædd- um samningi ef þú ein- hverra hluta vegna vilt ekki þiggja hann eða halda honum í gildi. Það er auðvelt fyrir okkur að segja okkur frá honum, af- neita honum eða af- þakka hann. Hann er ekki og honum verður aldrei troðið upp á einn eða neinn. Handarfar skaparans Í lófa Guðs er nafn þitt ritað. Þú ert hand- arfar skaparans í þessum heimi og líf þitt hið fegursta ljóð. Heilagur andi hefur blásið þér líf, anda og kraft í brjóst til að vera sá sem þú ert. Þú ert leikflétta í undri kær- leikans. Njóttu því ávaxtanna og ávinn- ingsins og láttu endilega muna um þig. Stöndum saman í lífinu öllu, í leik og starfi. Í trú, von og kærleika, með fyrirgefandi hugarfari frels- arans, í auðmýkt, virðingu og þakk- læti fyrir lífið og fyrir hvert annað. Því við þurfum sannarlega hvert á öðru að halda. Beintenging Þú sem vilt þiggja það að vera beintengdur við himininn njóttu þess að fá að lifa meðvitað og ómeð- vitað í þakklæti undir náð og mis- kunn Guðs. Því miskunnin er óend- anleg, náðin svo nærandi og græðandi, fyrirgefningin svo frels- andi. Friðurinn fullkominn og and- inn sem fylgir svo uppörvandi, hvetjandi og lífgefandi. Með hjartans samstöðu-, kær- leiks- og friðarkveðju. Njótum stundarinnar! Lifi lífið! Sítengdur við lífið Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Þeir sem eiga him- ininn í hjartanu og nafn sitt letr- að í lífsins bók þurfa ekki að óttast tannaför tilverunnar og þá taumlausu ógn sem frá henni stafar. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.