Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 25. júní. Landsmót hestamanna Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is SÉRBLAÐ Hinn mikli bar- áttumaður margra góðra mála, Ásgeir Jóhannesson í Kópa- vogi, hringdi í mig á dögunum og bað fyrir skilaboð sem mér þóttu allrar athygli verð. Ásgeir hafði verið á ferð þá um daginn og hitt sölu- menn álfsins fyrir SÁÁ. Hann sagði aumt að svo þörf starfsemi sem þarna er verið að styrkja skyldi þurfa að ganga beiningaveginn, þar sem jafnvel börn væru á ferð með betlistaf. Hugmynd Ásgeirs, sem ég tek heils hugar undir, er sú að ofan á öll áfengiskaup yrði lagt eins kon- ar tryggingagjald sem rynni beint og óskorað til meðferðarmála, þ.e. til þeirra sem yrðu undir í barátt- unni við Bakkus, en þjónustu við þetta fólk sinnir SÁÁ með sannri prýði í dag. Þetta tryggingagjald væri svo sjálfsagt áhættugjald, því enginn sem færi að neyta áfengis fengi í upphafi vitað hver örlög hans yrðu, sérhver áfengiskaup gætu orð- ið skref til þeirra grimmu örlaga. Eitt er fullvíst að það er bæði rétt og skylt að huga vel að því sem Sunnuhlíð- arfrumherjinn, eins og ég vil kalla hann, hef- ur til mála að leggja. Sannleikurinn er sá að ef farið hefði verið hvarvetna eftir því sem Ásgeir lagði drög að svo myndarlega á sinni tíð þá væru öldrunarmál í öðrum farvegi í dag. Þess vegna m.a. legg ég eyru að orðum hans og bið aðra eins að gjöra. Og aftur að vímuefnunum og baráttunni við myrkraöflin, sem ég kalla svo. Það er í raun skelfilegt að heyra hversu vímuefnin fella sífellt fleiri, þar sem áfengið er oftast frum- rótin. Það er líka dapurlegra en orð fá að komið að heyra um fjárvöntun til að taka á málum, sem varða lífsafkomu og heill svo ótalmargra. Í ljósi þess hve mikils er neytt af áfengi er það, því miður reyndar, að myndarlegt áhættugjald sem hugmyndir Ásgeirs lúta að ætti miklu að skila og nýtast á margan veg í baráttunni til betra lífs. Það er svo önnur og enn ótrú- legri staðreynd að á Alþingi Ís- lendinga eru þingmenn við það iðnastir í þessum málaflokki að opna enn fleiri ógæfugáttir. Ný- lega var svo einnig bent á það hví- líkur ógnarfjöldi á okkar litla landi væri í framleiðslu á áfengi. Víst er að Bakkus og Mammon eiga víðast hvar samleið, það sannast þarna. En ég bið allt hugsandi fólk að hugleiða vel tillöguna hans Ásgeirs og veita henni svo brautargengi. Hún væri auðnuskref ef vel væri eftir fylgt. Skilaboð Ásgeirs Jóhannessonar Eftir Helga Seljan »… að ofan á öll áfengiskaup yrði lagt eins konar trygg- ingagjald sem rynni beint og óskorað til meðferðarmála. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. Kenninguna um „há- mark umfangs efna- skipta á ævilengd“ sem virðist sameiginleg svo til öllum lifverum er eftir dr. Roland Prinz- inger prófessor í líf- fræði og efnafræði en hann starfaði frá 1984 –2012 við Johann Wolf- gang Goethe háskólann í Frankfurt /Main. Hann er frægur fyrir kenningar sín- ar um lífslengd sem byggjast á orku- notkun lífveranna. Með því að rann- saka efnaskiptahraða og orkuumsetningu á massaeiningu (efnaskiptaorku á gramm massa) kom í ljós að því stærri sem lífveran er þeim mun hægari er efnaskipta- hraðinn og gildir þetta fyrir allt: plöntur, dýr og einfrumunga. En þetta verður öfugt varðandi nokkuð jafna hámarksævilengd lífveranna (lífeðlisfræðilegur tími) og lifa stærri lífverur lengur vegna hægari efna- skiptahraða. Fyrir fugla fannst að fuglar sem lifðu t.d. 4 ár notuðu jafn- mikla orku yfir ævina og 80 ára páfa- gaukur. Sé þetta skoðað lífeðlis- fræðilega verða allir jafn gamlir ef orkan er tímamælirinn. Ef sjúkdóm- um, slysum, drápum eða næring- arskorti o.fl. væri ekki til að dreifa myndi maðurinn lifa yfir 100 ár eins og hann hefur haft upplag til í þús- undir ára en meðalaldur haldist lágur og nokkuð stöðugur. Á síðustu rúm- lega 100 árum hafa æ fleiri náð hærri aldri vegna læknavísindanna og betri næringar. Roland heldur því fram að hámarks ævilengd sé gefin öllum líf- verum með æviorkunotkun reiknaðri á massaeiningu og sé sú sama hjá öll- um . Þá lifa konur lengur en karlar sem er skýrt með því að þær noti jafnmikla orku yfir æviskeiðið en bara hægar.Sama eigi sér stað hjá öðrum dýrum. Roland heldur því fram að heildaræviorka allra lífvera sé sú sama reiknuð á massa. Mest er orkunotkunin í byrjun en minnkar með tímanum og hjá manninum um 30% við sjötugt. Þetta er ekki ótrú- legt því hjá lífverum sem nota súrefni til að brenna fæðunni eru hvatar og efni efna- skiptanna yfirleitt þau sömu auk þess sem flestar frumur lífvera nota hina skjálfstæðu hvatbera til orku- vinnslu á ATP orku- miðlinum.Hvatberarnir deyja eftir að hafa framleitt visst magn orku og ráða þannig í raun ævilengd hýsils- ins. Lífslíkur eru því í raun háðar því hvort við brennum orkunni hratt eða hægt því heildar- orkukvótinn er fasti. Þeir sem sofa mikið, vinna létt störf og taka ekki þátt í keppnisíþróttum eigi því að geta náð hæstum aldri með því að vera lengur að nýta kvótann. Þá er góð heilsa ekki forsenda langlífis því að gamla frú Carrie í BNA var orðin 116 ára 1991 og hafði þá legið á sjúkrahúsi í 76 ár. Meira að segja dýr í búrum eins og páfagaukar lifa leng- ur en frjálsir. Þá verða munkar og nunnur háöldruð. Þá er það stressið sem örvar hormónana og þeir svo efnaskiptin sem eykur notkun orku- kvótans. Það er t.d. gott að jogga og ná niður stressi og um leið efna- skiptahraðanum og spara orkukvót- ann. Hugsanlega hjálpar „ræktin“ hér líka til en sé þá ekki hjarta og æðar látin verða fyrir of miklu álagi því það er alls ekki hollt fyrir lífs- lengdina vegna mikillar orku- brennslu. Bara hækkun hitastigs hjá einfrumungum tvöfaldar efnaskipta- hraðann og helmingar ævilengd til næstu frumuskiptingar. Orkulega séð gætum við öll orðið jafngömul Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Oxandi frumur flestra lífvera eru með líka hvata, hvarf- efni og orkuvinnslu og sömu orku / gramm massa en efnaskipta- hraðinn ræður hámarks ævilengd. Höfundur er efnaverkfræðingur. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.