Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 24

Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 ✝ Kristján Stein-þórsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 28. jan- úar 1992. Hann lést 9. júní 2018. Hann var sonur Steinþórs Kristjánssonar, f. 7.7. 1961, d. 23.5. 2015, og Dagbjart- ar Þórunnar Þrá- insdóttur, f. 8.1. 1968. Systkini sam- feðra: Aðalheiður Rósa, f. 17.11. 1978, gift Þóroddi Ingvarssyni, f. 28.1. 1978, þeirra börn Ingvar, f. 25.6. 1998, Ester Helga, f. 24.10. 2004, Magnús Gauti, f. 10.10. 2010, og Fríða Bryndís, f. 28.4. 2013, alsystir Guðrún Tinna, f. 19.12. 1987. Hennar börn Krist- ján Bergmann, f. 30.10. 2011, Steinþór Máni, f. 26.6. 2015, og Guðný Helga, f. 6.1. 2017. Sammæðra Sandra Muijatin, f. 23.11. 1998, og Viktor Abdullah, f. 1.2. 2000. Kristján var al- inn upp í Hlíða- hverfi í Reykjavík og gekk í Hlíða- skóla til 11 ára ald- urs, þá flutti fjöl- skyldan í Voga á Vatnsleysuströnd og gekk hann í Stóru-Vogaskóla og útskrifaðist þaðan úr 10. bekk vorið 2007. Þaðan flutti fjölskyldan til Kefla- víkur og bjó þar til 2014. Eftir það bjó Kristján í Reykjavík með fjölskyldunni. Útför Kristjáns fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 20. júní 2018, klukkan 14. Elsku Kristján minn. Fréttin sem barst mér að kvöldi 9. júní var mikið reiðarslag. Sá bitri raun- veruleiki að þú hafir verið hrifinn burt án nokkurs fyrirvara er óbærilegur. Aðeins 26 ára gamall, allt lífið framundan og allir vegir hefðu átt að vera þér færir, skarp- greindur og vel gerður ungur maður. Minningarnar þjóta gegn- um hugann. Ég sá þig fyrst nokk- urra daga gamlan á Barnaspítal- anum. Þið veiktust bæði mæðginin, en gátuð ekki legið saman. Ég gat rétt ímyndað mér hvað það var erfitt fyrir mömmu þína að geta ekki haft þig hjá sér þessa daga. Ég sagði henni að ég skyldi fara til þín og sitja hjá þér. Þú varst svo undurfallegur, ynd- islegur lítill drengur. Ég hélt í litlu höndina þína og þar með varst þú búinn að eignast stað í hjarta mínu. Mikill var léttir mömmu þinnar, þegar ég gat sagt henni að þú hefðir sofið vært meðan ég sat hjá þér og liði greinilega betur. Samband ykkar var svo fallegt og einstakt alla tíð. Það eru aðeins þrjú ár síðan við kvöddum pabba þinn og nú þarf elsku mamma þín, systkin, frændsystkinin litlu, amma og afar að horfa á eftir þér líka, elsku drengurinn. Ég trúi því að þið feðgar horfið nú saman á HM og hafið fengið bestu sætin, best gæti ég trúað að langafi í Hvammi sé þar með ykkur. Elsku nafna mín, börn og fjölskyldur, amma og afar, Guð vaki yfir ykkur og gefi styrk. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég kveð þig með miklum trega, kveð þig eins og ég kýs að kveðja á svona stundu og segi, bless í bili, elsku Kristján minn, sjáumst. Dagbjört Þuríður. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur, elsku Kristján frændi. Mér finnst svo stutt síðan þú varst aðeins fjög- urra ára og ég að því komin að eiga Þráin og í hvert sinn sem þú heyrðir sírenuvæl varst þú viss um að sjúkrabíllinn væri að koma að sækja Nínu frænku eins og þú kallaðir mig. Þú varst einstaklega greindur og skemmtilegur strákur. Þú varst aðeins þriggja ára þegar þú varst farinn að lesa og áttir mjög auðvelt með nám. Þú hafðir góða nærveru og fólk laðaðist að þér alla tíð. Þegar ég fór í nám árið 2010 varst þú alltaf tilbúinn að að- stoða mig með námið. Þú virtist hafa endalausa þolinmæði við að hjálpa frænku gömlu þó svo að þú þyrftir að útskýra sama dæmið, sömu reglurnar fyrir mér aftur og aftur enda fannst mér að þú ættir að verða kennari. Fyrir fjórum árum bjóst þú hjá mér um tíma og þótti mér einstak- lega vænt um það. Við áttum góð- an tíma sama þegar við horfðum á hvern einasta leik á HM það árið og þú bjóst til örbylgjubollakökur handa okkur sem við boðuðum yf- ir leikjunum. Við héldum upp á 17. júní þetta árið heima í stofu í jogg- ing-buxum, horfðum á fótboltann, borðuðum bollakökur og nutum þess að vera inni meðan regnið buldi á rúðunum. Þarna kom þol- inmæði þín einnig vel í ljós því þú svaraðir öllum mínum heimsku- legu spurningum um það sem fram fór í leikjunum. Þetta er mér dýrmætur tími sem við áttum saman og sakna ég þess sárlega að þú sért ekki að horfa með okk- ur á þessa HM-keppni sem þú varst svo spenntur fyrir. Þín stutta ævi var þér mjög erf- ið og ég trúi því að þú sért kominn á betri stað þar sem ótti, sársauki, kvíði og vanlíðan er ekki til. Ég á svo margar og góðar minningar um þig, elsku Kristján minn, sem ég varðveiti í hjarta mínu og svo búum við til nýjar þegar þar að kemur. Elska þig endalaust. Andrea Oddný Þráinsdóttir. Kristján Steinþórsson Magnús fæddist 2. desember 1929 á Nesjavöllum í Grafningi. Nesja- vellir voru á þess- um tíma afskekktur staður og samgöngur slæmar. Á þessum degi var vonskuveður og að- stæður þannig að pabbi tók á móti honum og ljósmóðirin kom ekki fyrr en á þriðja degi til að skoða mömmu. Vorið 1930 fluttu foreldrar okkar niður í Flóa, fyrst að Mið-Meðalholtum en síðan á Dalbæ í Gaulverja- bæjarhreppi og bjuggu þar í 14 ár. Dalbær er í miðri sveit með sambyggt tún við Gaulverjabæ ásamt nokkrum bæjum og mið- stöð sveitarinnar og kirkjustað- ur. Þarna var fjölbreytt mann- líf, barnaskóli, farskóli, símstöð og samkomuhús í nágrenninu. 12 ára gamall byrjaði Magnús að sendast fyrir símstöðina með kvaðningar fyrir fólk sem þurfti að mæta í síma. Einnig fór hann fljótlega að fara með fólk á hestum sem þurfti að komast eitthvað frá eða um Magnús Hjartarson ✝ Magnús Hjart-arson fæddist 2. desember 1929. Hann lést 27. apríl 2018. Útför hans fór fram í kyrrþey 4. maí 2018. sveitina á vegum Gaulverjabæjar. Eftir fermingu var hann í vinnu sem handlangari við byggingu á Gaul- verjabæjarskóla og 16 ára gamall fer hann á Laugarvatn og er þar tvo vet- ur. 1947 flytjum við með foreldrum okkar til Reykja- víkur og höfðu foreldrar okkar fest kaup á húsi í Sörlaskjóli í Reykjavík. Fyrsta vinnan hans í Reykjavík var hjá Vífilfelli. Þegar hann var 21 árs tók hann meirapróf og eftir það fór hann í aukavinnu við að keyra leigu- bíl á kvöldin og um helgar. 1955 hættir hann hjá Vífilfelli og fer í fullt starf við akstur á BSR og starfar þar eingöngu við leiguakstur fyrstu árin. Fljótlega fer hann þó að huga að því að sörla um sig í túr- istabransanum. Á milli 1965- 1970 fer hann að útbúa rússa- jeppa sem hann byrjaði fyrst með til þess að fara í hálend- isferðir. Árið 1970 gýs Hekla Skjólkvíagosi og það sumar og fram á haust var hann í dag- legum ferðum, mest með blaða- menn og túrista þangað að. Smátt og smátt stækkaði bíla- flotinn hjá honum í túrista- flutningi. Magnús kvæntist Gunný Gunnarsdóttur og átti með henni tvær dætur. Gunný reyndist Magnúsi frábær eig- inkona og tók þátt í öllum hans störfum af lífi og sál. Oft á haustin tóku þau sér góð frí eftir sumartarnirnar og voru þá oft um mánuð erlendis. Það má nefna það að Magnús var með nýjungar í ferðalögum, hann var t.d. fyrstur til þess að fara með rútuferðir í Reynisfjöru og var með ferðir þar í nokkur ár. Einnig var hann fyrstur að fara að Eyjafjallajökli með túrista. Í minningunni er gaman að minnast á það að fyrsti bíllinn sem við áttum saman var Ford-herblæjujeppi 1942-módel sem var nú ekki betri en það að oft á rúntinum drap hann á sér og við þurftum að snúa honum í gang. Síðar áttum við saman Dodge 40, Ford 47 og síðar Chasher 42-módelið. Einnig er gaman að minnast gæsatúr- anna sem við fórum austur í sveitir og ýmis ævintýri sem voru í kringum það. Það var alltaf gott samkomulag á milli fjölskyldna okkar, við áttum heima sitthvorum megin við Miklubrautina. Magnús var mikill vinnuþjarkur og kannski misbauð sér oft hvað varðaði svefn. Ég vil þakka Magnúsi sam- veruna öll 86 árin sem við vor- um saman, Gunný og fjölskyldu sendum við innilegar samúðar- kveðju frá okkur Höllu og fjöl- skyldu. Narfi Hjartarson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Magnúsdóttir Guðjón Magnússon Stefán Magnússon Sólveig Magnúsdóttir Elsku systir okkar, BIRNA KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík, sem lést föstudaginn 15. júní, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 23. júní klukkan 11. Systkinin frá Sultum Okkar ástkæri, PÁLL ÞÓRIR BECK kennari, verður jarðsunginn frá Lindakirkju, Kópavogi, 22. júní klukkan 13. Fyrir hönd tengdabarna, afa- og langafabarna og annarra ættingja, Eiríkur, Margrét, Páll Emil og Hermann Beck ✝ Rósbjörg Sig-ríður Þorfinns- dóttir fæddist á Raufarhöfn 30. júlí 1928. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 13. júní 2018. Foreldrar hennar voru Þorfinnur Jónsson, f. 1884, d. 1967, og Sumarlín Gestsdóttir, f. 1901, d. 1986. Rósbjörg var næstelst fimm systkina: Björn Ólafur, f. 1926, d. 2004. Pétur, f.1931, d. 1962. Bergljót Ragn- heiður Lára, f. 1933, d. 2014. Eggert, f. 1936, d. 2017. Rósbjörgu varð sjö barna auðið og þau eru: Gunnar, f. 1948, Jóna Ástríður, f. 1951, Þorfinnur, f. 1963, Sumarlín, f. 1956, d. 1957, Heiðar Bergur, f. 1958, Margrét Ragna, f. 1963, Birna Sjöfn, f. 1968. Alls eru afkomendur henn- ar 70, þar af 66 á lífi. Rósbjörg ólst upp á Rauf- arhöfn, fór svo ung til Kópa- skers í vist. Hún vann svo við síldarsöltun, síldarradíó og fleira. Hún fór ung til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Árið 1961 settist hún svo að í Hafnarfirði og bjó þar upp frá því. Hún byrjaði að vinna á Hrafnistu í Hafn- arfirði frá opnun, þar til hún fór á eftirlaun. Síðustu fimm árin dvaldi hún á Hrafnistu. Útför Rósbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. júní 2018, kl. 13. Elsku mamma mín, mikið var ég heppin að eiga þig sem mömmu. Ég fékk svo mikinn kærleik frá þér og það hef ég gefið áfram til minna barna. Þeg- ar ég minnist þín þá hugsa ég um hlátur og grín, við gátum alltaf hlegið að einhverju skemmtilegu. Eins og mér fannst gaman þegar þú sagðir mér sögur um þig þegar þú varst minni, eins og þegar Lín amma bjó til græn- sápu og þú plataðir eina vinkonu þína til að bragða á þessu góða nammi, þú skammaðist þín þó eftir á þegar þú sást hvað henni þótti þetta vont. Það var svolítill prakkari í þér þegar þú fékkst tækifæri til þess. Ég man vel þegar við fórum með bænirnar á kvöldin, við fór- um með versið „Ó Jesús bróðir besti“ og ég sagði að ég ætti eng- an bróður með því nafni, en „Ó Heiðar bróðir besti“ átti ég, þá hlóstu dátt. Þegar við dvöldum í Noregi 1985 byrjuðum við á námskeiði til að læra norsku, þar var margt ungt fólk frá ýmsum löndum. Þú varst kölluð mamma því að þú varst elst. Til dæmis þegar við vorum að labba í bænum og rákumst á krakka úr námskeið- inu, þá kölluðu þau alltaf: „Mamma!“ af mikilli innlifun. Þá hlóstu og sagðir, hvað heldurðu að fólk haldi, að ég eigi alla þessa unglinga frá öllum heimsálfum. Þetta ár sem þú dvaldir í Nor- egi vannstu á elliheimili og varst alltaf kölluð hvíti engillinn af vistmönnum heimilisins. Það fannst mér ekkert skrítið, því að þú hugsaðir alltaf svo vel um alla. Þú varst yndisleg amma, og það var alltaf mikill fögnuður hjá ömmubörnunum þegar þú komst í heimsókn. Þú varst alltaf kölluð amma Rós af öllum sem kynnt- ust þér í Noregi og öllum þótti mjög vænt um þig. Við höfum margar góðar minningar um þig og þökkum þér fyrir þær. Við eigum eftir að sakna þín mikið, elsku mamma. Birna Sjöfn Lýðsdóttir og fjölskylda. Fallega ljúfa tengdamóðir mín er látin, tæplega níræð að aldri. Okkar kynni ná yfir helming hennar ævi og meirihluta minnar ævi. Svo margs er að minnast, þá var hún ung kona sem átti lítil börn, stór börn og ömmubörn, og alltaf pláss fyrir alla. Rósbjörg var félagslynd og dugleg, barngóð, skemmtileg og listræn. Eftir hana eru til margir fal- legir munir merktir hennar fal- legu rithönd. Alltaf var gaman þegar hún kom í heimsókn, spjalla, segja sögur, leika við börnin, spila, segja vísur, hlusta á falleg lög og syngja, söngurinn var hennar að- aláhugamál. Þegar Hrafnista var opnuð í Hafnarfirði fór hún að vinna þar, henni líkaði það vel og vann þar til sjötugs. Þar var hún í sönghóp með góðum vinnufélögum, hún naut sín vel í þeim félagsskap við söng, ferðalög og margs konar heimatilbúin skemmtiatriði. Í Noregi átti hún dætur og barnabörn, þangað leitaði hugur- inn. Fór hún þangað árlega á með- an hún mögulega gat. Þegar aldurinn færðist yfir og heilsan ekki upp á það besta kom sér vel hvað hún var ólseig, hún keyrði aldrei bíl, en ferðaðist mest fótgangandi, alveg sama þótt fæturnir væru ekki í góðu lagi. Þá fékk hún sér göngugrind til að nota utandyra, þannig komst hún í kirkju, félagsstarf og að heimsækja börnin sem næst bjuggu. Rósbjörg þurfti að fara yfir marga þröskulda í sínu lífi, þá kom seiglan og geðprýðin sér vel. Svo blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Kveðja, Bára Gísladóttir. Rósbjörg Sigríður Þorfinnsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.