Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 31

Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag www.mbl.is/laushverfi Hressandi morgunganga Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Myndin, sem er búin að vera nokkur ár í vinnslu, varð til sökum þess að við gátum ekki annað en gert þessu efni skil með þessum hætti – enda ein- staklega spennandi efniviður,“ segir rithöfundurinn Vibeke Nørgaard Nielsen um heimildarmyndina Saga- færden sem fjallar um ferðir danska málarans Johannesar Larsen um íslenskar söguslóðir. Myndin verður frumsýnd í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20 þar sem höfundar segja frá tilurð hennar og er aðgangur ókeypis. Myndina vann Nørgaard Nielsen í samvinnu við kvikmynda- tökumanninn Erik Skibsted. „Okkur fannst viðeigandi að frum- sýna hana á Íslandi og færa hana Ís- lendingum að gjöf á aldarafmæli full- veldisins og 50 ára afmæli Norræna hússins. Þetta er okkar leið til að þakka fyrir allt sem Ísland hefur gef- ið okkur,“ segir Nørgaard Nielsen sem frá 1990 hefur alls lagt leið sína til Íslands 75 sinnum. Danmerk- urfrumsýningin verður í Árósum fljótlega og í framhaldinu verður myndin sýnd víðs vegar um landið. Markmiðið að varpa ljósi á afrek Johannesar Larsen Nørgaard Nielsen rifjar upp að Gunnar Gunnarsson rithöfundur og vinur hans, danski rithöfundurinn Johannes V. Jensen, hafi átt frum- kvæði að veglegri útgáfu Íslendinga- sagnanna í Danmörku í tilefni þúsund ára afmælishátíðar Alþingis árið 1930. „Til að gera veg sagnanna sem mestan fengu þeir hinn þekkta list- málara Johannes Larsen til að túlka sögusviðið í myndum,“ segir Nørga- ard Nielsen og rifjar upp að Larsen hafi farið í tvær erfiðar ferðir um Ís- land 1927 og 1930, en aðal- fylgdarmaður hans var Ólafur Tú- bals, bóndi og listmálari í Múlakoti. „Í tvö sumur fór Larsen um landið með Ólafi og lauk alls við rúmlega 300 svart/hvítar teikningar, en 188 þeirra rötuðu í útgáfuna á vegum Gylden- dal,“ segir Nørgaard Nielsen og bendir á að Larsen hafi haldið dag- bækur á ferðalögum sínum. Með eft- irrit þeirra í höndum kom Nørgaard Nielsen hingað og þræddi fótspor Larsen í alls fimm sumur. Að því loknu skrifaði hún bók um Íslandsferðir Larsen, Sagafærden, sem út kom í Danmörku 2004 og var endurútgefin í fyrra þegar 150 ár voru liðin frá fæðingu Larsen. Íslensk þýðing bókarinnar, Lista- maður á söguslóðum – Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930, kom út hérlendis 2015. Að sögn Nørgaard Nielsen sýna bréf milli þeirra Larsen-hjóna að Alhed Larsen, sem líka var málari, dreymdi um að ferðast með eigin- manni sínum um Ísland. „En þau höfðu ekki efni á því,“ segir Nørgaard Nielsen og bendir á að þegar Larsen var kominn til Stykkishólms sumarið 1927 hafi hann fengið símskeyti þess efnis að eiginkona hans lægi fyrir dauðanum. „Hann flýtti sér heim með næsta skipi, en á miðri leið hitti hann son sinn, sem kom með skipi frá Dan- mörku með þær fréttir að Alhed væri þegar látin,“ segir Nørgaard Nielsen og tekur fram að Larsen hafi ávallt verið sparsamur í dagbókarlýsingum sínum og því hafi það reynst henni ómetanlegt að komast yfir dagbækur Ólafs til að setja hlutina í samhengi. „Eftir andlát Alhed sneri Larsen sér að því að teikna blómamyndir,“ segir Nørgaard Nielsen og bendir á að Alhed Larsen hafi aðallega málað blómamyndir. „Markmið mitt bæði með bókinni og myndinni var að varpa ljósi á af- rekið sem Larsen vann fyrir útgáf- una. Sjálfur hreykti hann sér aldrei af því sem helgast sennilega af því að honum fannst hann hafa verið á röng- um stað, það er fjarri konu sinni þeg- ar hún lá fyrir dauðanum og and- aðist,“ segir Nørgaard Nielsen og tekur fram að sér þykir vænt um að sífellt fleiri öðlist vitneskju um afrek Larsen á sínum tíma. „Þakka fyrir allt sem Ísland hefur gefið“  Ný mynd um Johannes Larsen sýnd í Norræna húsinu Morgunblaðið/Einar Falur Fræðikona Vibeke Nørgaard Nielsen með teikningar Larsen í bakgrunni. Larsen Berserkjagata í Berserkja- hrauni og Bjarnarhafnarfjall. Myndin var teiknuð 20. ágúst 1927. Johannes Larsen/Birt með leyfi Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það verður eflaust mikið streymi af áhorfendum þar sem það er margt fólk sem sækir Þingvelli heim,“ seg- ir María Sól Ingólfsdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi tónlistar- hátíðarinnar Sælugauks sem haldin verður á morgun. Hátíðin var stofnuð af Maríu og Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara vorið 2017 og var haldin í Skálholts- kirkju í fyrra. Í ár verður hátíðin á Þingvöllum og þá aðallega í Þing- vallakirkju. „Skálholtskirkja var svona svolítið grand og þetta er því aðeins minna í sniðum þetta árið. Hljómburðurinn er auðvitað allt öðruvísi í þessari gömlu timbur- kirkju og umgjörðin öll. Við erum samt sem áður mjög spennt fyrir því að prófa Þingvallakirkju og heyra hvernig tónlistin muni hljóma þar,“ segir María. Í fyrra starfaði María sem kirkju- vörður í Skálholti og uppgötvaði þá hversu vel sú kirkja tæki við tónlist. „Þess vegna ákváðum við Erna að halda þar tónleika og síðan vatt það upp á sig og varð í raun að viku- langri tónlistarhátíð. Við tónlistar- mennirnir bjuggum í Skálholti þessa viku og unnum í okkar tónlist. Í raun var þetta mjög gott tækifæri fyrir okkur til að vera út af fyrir okkur og vinna að okkar sköpun í rólegu umhverfi. Svo héldum við tónleika í þrjá til fjóra daga í kirkj- unni.“ Tónleikar við Lögberg Eins og áður segir er hátíðin nú á Þingvöllum, það er vegna þess að verið er að gera við glugga Skál- holtskirkju þessa dagana. Frítt er á tónlistarhátíðina en í fyrra safnaði tónlistarfólkið frjálsum framlögum til viðgerða á gluggum Skálholts- kirkju. „Það var náttúrlega bara brotabrot af því sem þurfti til en við ákváðum að halda tónleikana í fyrra í samráði við kirkjuna og með þetta að leiðarljósi.“ Hátíðin verður ekki einungis haldin í Þingvallakirkju heldur flyt- ur Anna Jónsdóttir, sópransöng- kona og raddlistarkona, íslensk þjóðlög við Lögberg klukkan þrjú og Rakel Andrésdóttir flytur gjörn- ing kl. 19 fyrir utan Þingvallakirkju. Skólinn ríkur að tónskáldum Flytjendur á hátíðinni eru flestir nemendur við Listaháskóla Íslands eða nýútskrifaðir þaðan. „Það eru mörg tónskáld sem koma að hátíð- inni og mikið af nýju efni sem verð- ur frumflutt. Listaháskólinn er afar ríkur að tónskáldum,“ segir María. Það sé engin sérstök tónlistarstefna í forgrunni á Sælugauki en ungt fólk sé áberandi. „Það má heyra dúett tveggja stelpna, raftónlist, spuna, klassískan gítar, Bach og ýmislegt annað.“ Fjölbreytt og þétt dagskrá Dagskráin er nokkuð þétt og hefj- ast fyrstu tónleikar á morgun, fimmtudag, kl. 15. Þar á eftir eru tónleikar kl. 16, 18, 19, 20 og 21. „Tónleikarnir eru allir í styttri kantinum og svo koma atriði inn á milli. Hugmyndin er að fólk geti bara verið á staðnum og notið þess- arar fjölbreyttu dagskrár sem er einhverskonar grasrót í klassík ef svo má að orði komast.“ Ásamt þeim viðburðum sem áður hefur verið minnst á mun Óskar Magnússon gítarleikari spila á klassískan gítar kl. 16 ásamt Brynj- ari Friðriki Péturssyni, fjölbreyttur hópur flytjenda og tónskálda mun flytja tónlist sprottna úr einstökum hljóðheimi kl. 18, hlýða má á klass- íska tónlistarsamsetningu sem sam- anstendur af Bach og nýrri tónlist kl. 20 og lokatónleikarnir verða svo gjörningur og spuni í boði K.óla og S.hel. María leggur áherslu á að um- hverfi tónleikanna sé sérstakt og að Sælugaukur sé einstakt tækifæri til að upplifa grasrót Listaháskólans. Finna má frekari upplýsingar um hátíðina og alla viðburði hennar á Fésbókarsíðu Sælugauks: www.- facebook.com/saelugaukur. Grasrót í klassík á Þingvöllum  Tónlistarhátíðin Sælugaukur haldin á morgun  Flestir flytjendur frá LHÍ Ljósmynd/Þórgunnur Þórsdóttir Orgelleikur Birgit Djupedal spilaði á orgel á hátíðinni í fyrra. Hún stígur á svið Sælugauks á nýjan leik á morgun, fimmtudag, kl. 18 í Þingvallakirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.