Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Svikin um miða á leikinn
2. Messi búinn að eiga það erfitt
3. Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð
4. Rúrik vekur athygli …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fyrstu kórtónleikar
orgelsumarsins í dag
Kammerkór Hallgrímskirkju,
Schola cantorum, syngur á fyrstu
kórtónleikum orgelsumarsins undir
stjórn Harðar Áskelssonar í dag kl.
12. Á efnisskránni eru kórperlur eftir
Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd,
Mendelssohn, Bruckner og Händel í
bland við íslensk þjóðlög.
Tónleikaröðin
Reykjavík Class-
ics hefur göngu
sína þriðja sum-
arið í röð í Eld-
borg Hörpu á
morgun og stend-
ur til 6. ágúst. Á
þeim tíma verður
daglega boðið upp á hádegistónleika
kl. 12.30. Flutt verða verk eftir m.a.
Mozart, Beethoven, Schumann og
Mendelssohn.
Listrænn stjórnandi er Nína Mar-
grét Grímsdóttir píanóleikari.
Reykjavík Classics
hefst í þriðja sinn
Fólk, staðir og hlutir eftir Duncan
Macmillan í leikstjórn Gísla Arnar
Garðarssonar sem sýnt var á Litla
sviði Borgarleikhússins í vor fyrir
fullu húsi snýr aftur á svið í febrúar
2019. Nína Dögg Filippusdóttir hlaut
nýverið Grímuna sem
leikkona ársins í aðal-
hlutverki fyrir frammi-
stöðu sína í sýning-
unni og Sigrún Edda
Björnsdóttir Grímuna
fyrir leik sinn í
aukahlutverki.
Fólk, staðir og hlutir
sýnd aftur á næsta ári
Á fimmtudag Gengur í sunnan 8-15 m/s með rigningu vestantil á
landinu. Hægari og léttskýjað um landið austanvert, en þykknar
upp síðdegis. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða verður léttskýjað á landinu í dag. Hiti 8
til 16 stig, hlýjast syðra.
VEÐUR
Breiðablik er í toppsæti
Pepsí-deildar kvenna í
knattspyrnu eftir sex um-
ferðir en fjórir leikir fóru
fram í gær. Blikar eru með
fullt hús eftir frábæra byrj-
un en núverandi meistarar í
Þór/KA eru tveimur stigum
á eftir. Akureyringarnir töp-
uðu sínum fyrstu stigum í
gær þegar liðið gerði
markalaust jafntefli á Sel-
fossi. Valur er ekki langt
undan í 3. sætinu. »2-3
Blikar með fullt
hús stiga
Hægt að gera betur
í föstum leikatriðum
Stjarnan lyfti sér upp í toppsæti
Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í
gærkvöldi með sigri á lánlausu liði
ÍBV, 2:1. Eyjamenn, sem sitja í næst-
neðsta sæti, vörðust vel býsna lengi
og hefðu getað siglt heim með gott
stig í farteskinu en þeir möguleikar
voru að lokum eyðilagðir þegar
heimamenn skoruðu sigurmarkið
undir lok leiks úr hornspyrnu. »3
Stjarnan fór á toppinn
með sigri á ÍBV
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Þýsku hjónin Christin Irma Schröder
og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust
í matvælasamkeppni þar sem kepptu
hugmyndir er varða nýtingu jarð-
varma til framleiðslu matvæla. Verk-
efni þeirra snýr að nýtingu jarðhita
til ræktunar á skordýrum og hlutu
þau m.a. tvær milljónir króna í verð-
laun. Að sögn Christin varð hug-
myndin að verkefninu til á ferðalagi
um Ísland. „Við vorum að keyra um
landið og spjalla um allar þessar auð-
lindir sem finnast á Íslandi og okkur
fannst vera hægt að nýta t.d. jarð-
varma betur. Ég hef alltaf verið
áhugamanneskja um skordýr og hef
oft pælt í því hvernig væri hægt að
nýta þau í framtíðinni.“
Sjálflærð í skordýraræktun
Christin segir að eftir að sam-
keppnin var auglýst hafi tekið við
mikil rannsóknar- og undirbúnings-
vinna en þau eru ekki menntuð í auð-
lindagreinum: „Við erum sjálflærð í
þessu, við lásum mikið af faglegum
greinum og vísindatímaritum til að
kynna okkur þetta nánar.“ Christin
segist jafnframt bjartsýn á fram-
haldið, þótt verkefnið sé á byrjunar-
stigi: „Við erum mjög spennt núna
þar sem við fáum ekki bara pen-
ingastyrk heldur einnig aðstoð við að
koma fyrirtækinu af stað.“ Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands mun útvega
þeim faglega aðstoð og munu þau
m.a. sitja námskeið í viðskiptaþróun á
vegum NÍ.
Ýmsir möguleikar í stöðunni
Að sögn Christin þarf fyrst og
fremst að kanna markaðinn áður en
farið er af stað. „Við vitum nú þegar
að hægt er að gera ýmislegt með
skordýrin. Núna þurfum við að skoða
hvort einhver hafi áhuga, hvort þörf-
in sé fyrir hendi og svo framvegis. Við
erum t.d. að spá í möguleika á skor-
Tvær milljónir í skordýr
Nýta jarðhita
til ræktunar á
skordýrum
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Skordýraáhugafólk Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich ætla að nýta jarðhita til ræktunar á
skordýrum. Þau eru spenntust fyrir því að þróa prótínpillur úr hráefninu eða nota skordýrin til fiskeldis.
dýrum fyrir fiskeldi. Við gætum ein-
beitt okkur að því að framleiða lifandi
dýr, en einnig unnið úr þeim, t.d. þró-
að lyf, nú eða prótín. Vonandi þróast
þetta út í eitthvað meira, út í vöruþró-
un á skordýrum,“ segir Christin og
bætir við að þau séu spenntust fyrir
því að þróa prótínpillur úr hráefninu.
Christin og Thorsten hafa verið
búsett á landinu í rúm tvö ár, en
Christin kom fyrst til Íslands fyrir 13
árum sem skiptinemi. Draumurinn er
að þróa fyrirtækið á Húsavík. „Við
erum mjög ánægð hér. Okkur finnst
mikilvægt að samhliða því að
náttúruauðlindir séu nýttar sé líka
verið að styðja við samfélagið. Hér á
Húsavík eru aðallega störf í ferða-
þjónustu í boði og þau eru mjög árs-
tíðabundin.“
Úrslit matvælasamkeppni Eims og
samstarfsaðila undir yfirskriftinni
„Gerum okkur mat úr jarðhitanum“
voru kynnt á dögunum. 20 tillögur
bárust í samkeppnina, en leitað var
að hugmyndum er snúa að nýtingu
jarðhita við framleiðslu á mat-
vælum og næringarefnum. Dóm-
nefnd valdi fjórar tillögur sem
kynntar voru við athöfn í menning-
arhúsinu Hofi á Akureyri, þar sem
keppendur komu fram og kynntu
verkefni sín. Urðu þýsku hjónin um-
ræddu hlutskörpust og í öðru sæti
varð hugmynd Magnúsar Þ. Bjarna-
sonar og Þorgerðar Þorleifsdóttur
um ræktun heitsjávarrækju á Hjalt-
eyri. Eimur er samstarfsverkefni
sem snýr að bættri nýtingu orku-
auðlinda og aukinni nýsköpun í
orkumálum á Norðurlandi eystra.
Aðrir samstarfsaðilar voru Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, Matarauður
Íslands og Íslensk verðbréf.
20 tillögur bárust um nýtingu
NÝSKÖPUNARSAMKEPPNI EIMS UM MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
„Ég er hins vegar ekki alveg nógu
ánægður með föstu leikatriðin gegn
Argentínu. Mér finnst eins og við
hefðum getað notað þau betur,“
sagði miðvörðurinn Kári Árnason
þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann í Kabardinka í gær. Löng inn-
köst Arons Einars Gunnarssonar
gætu nýst vel gegn Nígeríu en Kára
þótti úrvinnslan ekki hafa heppnast
nægilega vel eftir löngu innköstin
gegn Argentínu. »1