Morgunblaðið - 26.06.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 148. tölublað 106. árgangur
Alltaf til staðar
ÍSLENSKUR
BÓNDI HEIÐR-
AÐUR Á ÍTALÍU
FORSETINN
ER FIMM-
TUGUR Í DAG
ÞRASSAÐ MEÐ
ÞRUMANDI GNÝ
Í RIGNINGUNNI
GUÐNI TH. JÓHANNESSON 26 SLAYER 30EYMUNDUR MAGNÚSSON 12
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hituðu upp fyrir leikinn í
gær í miklu stuði á hóteli í Rostov þar sem Jón Jónsson og
Friðrik Dór létu ekki sitt eftir liggja. Í dag kl. 18.00 tekur al-
varan við og stuðningsmenn íslenska landsliðsins gefa allt
sem þeir eiga og meira til í baráttuna eins og strákarnir okk-
ar munu gera í leiknum við Króata. Ísland á möguleika á að
komast í 16 liða úrslit á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Móti
sem hefur verið ævintýri heillar þjóðar þar sem þjóðin sam-
einast og upplifir HM-drauminn. »4,6 og íþróttir
Þjóðin stendur saman sem einn maður í baráttunni í dag
Morgunblaðið/Eggert
„Þarna sjáum
við dæmi þess
að það er verið
að þrengja
möguleika
einstaklings til
áframhaldandi
náms vegna
þess að hann er
ekki með hefð-
bundið stúdents-
próf en hann er
ekki með síðri
menntun.“ Þetta segir Guðrún
Hafsteinsdóttir, formaður Sam-
taka iðnaðarins, í ljósi frétta þess
efnis að maður með sveinspróf í
húsasmíði og nokkurra ára
reynslu af störfum fyrir lögregl-
una fékk ekki inni í lögreglunámi
við Háskólann á Akureyri þar
sem hann hafði ekki lokið stúd-
entsprófi. » 18
Segir litið á iðnnám
sem síðri menntun
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Róbert Aron Róbertsson, fram-
kvæmdatjóri Festis, segir félagið
íhuga að hætta við 160 herbergja hót-
el á Suðurlandsbraut 18.
Félagið hefur m.a. rætt við erlend-
ar hótelkeðjur um rekstur hótels.
Aðaleigendur Festis eru hjónin
Ólafur Ólafsson, gjarnan kenndur við
Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdótt-
ir. Félagið er að ljúka við byggingu
hótels á Tryggvagötu sem Keahótelin
taka yfir í lok júlí.
Festir hefur jafnframt fallið frá
hugmyndum um hótel á Héðinsreit.
Róbert Aron segir rekstrar-
umhverfið hafa breyst að undanförnu.
„Ég met stöðuna þannig að á
undanförnum sex mánuðum hafi allt
þyngst. Ég er þó ekki dómbær á
hvort eitthvað hafi breyst í rekstrar-
umhverfinu. Við erum ekki að reka
hótel. Maður heyrir að menn eru
áhyggjufyllri en áður og það smitast
hratt út í allt sem tengist þessu.“
Ester Björnsdóttir, sölustjóri Kea-
hótela, segir töluvert minna um bók-
anir frá hópum en í fyrrasumar. Hins
vegar sé bókunum frá einstaklingum
alltaf að fjölga, en þær komi með
styttri fyrirvara. Keahótelin verða 11
í sumar.
Endurmeta áform
um borgarhótel
Festir íhugar að hætta við hótel Aðstæður séu breyttar
MTelja sig geta … »10
Dæmi eru um að útsendir starfs-
menn séu á allt að 50% lægri laun-
um í gistiríkjum á Evrópska efna-
hagssvæðinu en staðbundnir
starfsmenn. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn. „[…] útsendir
starfsmenn fá oftast greitt eftir lág-
markslaunum í þeim löndum sem
þeir fara til, en staðbundnir starfs-
menn fá töluvert hærri laun fyrir
sömu vinnu,“ segir Alexandra K.
Arnarsdóttir sem ritað hefur loka-
ritgerð við HR um efnið en þar er
sjónum m.a. beint að regluverki
Evrópusambandsins sem gerir
þessa mismunun mögulega. »16
Helmingi
lægri laun
Útsendir starfs-
menn mun verr settir