Morgunblaðið - 26.06.2018, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
úrslit heimsmeistaramótsins. „Við
gerum okkar allra besta til að hjálpa
þeim með stuðningi svo við komumst
upp úr riðlinum. Við höfum fulla trú
á að það takist,“ segir Hilmar.
Trúir því að liðið komist áfram
Upphitun Tólfunnar hefst klukk-
an 15 að staðartíma eða um sex
klukkustundum fyrir leik. Að því er
fram kemur á heimasíðu Tólfunnar
er ráðgert að gengið verði ásamt
öðrum stuðningsmönnum Íslands á
völlinn um þremur klukkustundum
fyrir leik. „Við ætlum að hittast við
gosbrunninn á stuðningsmanna-
svæðinu þar sem við verðum með
trommur og tólfutrall. Við vonum
að sem flestir láti sjá sig þar og
gangi svo með okkur syngjandi og
trallandi á völlinn,“ segir Hilmar
sem kveðst feginn að hafa fengið
hvíld eftir langt flug í gær. „Það er
mikilvægt að fá góðan nætursvefn
áður en átökin hefjast í dag, enda
ferðalagið langt. Þetta verður erf-
iður leikur og strákarnir þurfa á
miklum stuðningi að halda gegn
sterku liði Króata,“ segir Hilmar.
Takist íslenska liðinu að sigra
Króatíu og komast áfram í 16-liða
úrslitin eru líkur á að fjölmargir
meðlimir Tólfunnar verði sendir út
að nýju. Hilmar segir þó að enn sé of
snemmt að hugsa um slíka hluti
enda óvíst hvort liðið komist áfram.
„Þetta verður allt skoðað í framhald-
inu ef við komumst áfram. Það sem
við erum að hugsa um núna er bara
að reyna að búa til eins góða stemn-
ingu á vellinum og mögulegt er,“
segir Hilmar sem er bjartsýnn á að
leikur liðsins í dag fari í sögubæk-
urnar sem enn eitt afrek landsliðs-
ins. „Við höfum mikla trú á því að
ótrúlegir hlutir geti gerst. Vonandi
getum við litið til baka og hugsað að
þetta hafi verið leikurinn sem kom
okkur áfram. Við höfum allavega
mikla trú á því að liðið muni halda
áfram að koma á óvart og þátttöku
þess sé hvergi nærri lokið,“ segir
Hilmar.
við að hlutverk Tólfunnar sé fyrst og
fremst að reyna að auka líkur lands-
liðsins á að komast áfram í 16-liða
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta er ekki búið fyrr en dómarinn
hefur flautað leikinn af,“ segir Hilm-
ar Jökull Stefánsson, meðlimur
stuðningsmannasveitarinnar Tólf-
unnar. Hann flaug til Rostov í Rúss-
landi í gær og verður viðstaddur
leikinn mikilvæga gegn Króatíu í
kvöld. Auk hans voru níu aðrir
Tólfumeðlimir með í för en sveitin
hefur skipt leikjum í mótinu á milli
sín. „Við erum tíu núna sem förum
út í boði KSÍ. Ég fór einnig á fyrsta
leikinn gegn Argentínu en flaug síð-
an beint heim eftir hann og aðrir
komu út í staðinn. Við skiptum þessu
á milli okkar,“ segir Hilmar og bætir
Þátttöku landsliðsins er hvergi nærri lokið
Meðlimir Tólf-
unnar bjartsýnir fyr-
ir leik liðsins í dag
Morgunblaðið/Eggert
Stuðningsmenn Hilmar Jökull telur að möguleikar íslenska landsliðsins á
að komast upp úr riðli sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi séu góðir.
stoppuð þrisvar á leiðinni því lög-
reglan vildi skoða alla stuðnings-
mannapassa gaumgæfilega.
„Þetta er þrátt fyrir allt auðveld-
ara ferðalag en þegar ég fór á EM í
Frakklandi; þá flaug ég beint frá
Vancouver til Parísar og keyrði
þaðan í níu klukkutíma til Mars-
eille!“
Eftir viðureignina við Ungverja í
Marseille hélt Árni Þór heim á leið á
ný og fannst það ekki mikið mál að
skreppa þetta!
„Það kom aldrei annað til greina
en að fara á HM. Við Jói gengum frá
því fyrir mörgum mánuðum,“ segir
Árni aðspurður. „Það var löngu áð-
ur en vissum við hverja Ísland
myndi spila, og við keyptum meira
að segja líka miða í 16-liða úrslitin.“
Jóhann tekur boltann á lofti: „Ég
talaði um það við Árna í september
að fara til Rússlands. Við vorum
sannir Íslendingar síðast og fórum
með tveggja daga fyrirvara á EM!
Það er betra að undirbúa sig aðeins
betur.“
Þeir frændur eru yfir sig ánægðir
með dvölina í Rússlandi. „Þetta er
alveg frábært; stemningin er æð-
isleg, Moskva er frábær borg, Vol-
gograd var mjög fín, þar sem við
skoðuðum okkur talsvert um, og Ro-
stov virðist þrælfín líka, það litla
sem við höfum getað skoðað. Þetta
hefur verið rosalega fín ferð og okk-
ur mun líða enn betur eftir að við
verðum búnir að vinna Króata og
förum til Kazan!“ segir Árni.
Þeir eru sem sagt enn jafn bjart-
sýnir og fyrir leikinn við Argentínu,
þar sem þeir spáðu Íslendingum
sigri.
„Já, að sjálfsögðu. Við erum ekk-
ert að gefast upp. Ég hef trú á að Ís-
land vinni Króatíu 1:0 og Argentína
vinni Nígeríu líka 1:0 þannig að við
förum áfram. Við verðum að nota
þessa miða í 16 liða úrslitunum fyrst
við eigum þá!“
Hópurinn á að fljúga heim til Ís-
lands eftir leikinn við Króatíu, en
þeir félagar segjast velta því fyrir
sér að sleppa þeirri flugferð en
fljúga þess í stað upp til Kazan „og
taka okkur smá sólarfrí fram að 16
liða úrslitunum“.
Árni segist hafa verið mjög sáttur
við frammistöðu íslenska liðsins í
fyrsta leiknum, gegn Argentínu. „Í
Nígeríuleiknum aftur á móti reikn-
aði ég með meiru, okkar menn
spiluðu reyndar ágætlega í fyrri
hálfleik en mér fannst þeir ekki
mæta til leiks á ný í seinni hálfleik.
Kannski var búið á batteríunum, en
mér fannst að þeir hefðu átt að
halda sig við sama kerfi og á móti
Argentínu. Mér finnst liðið vera
opnara varnarlega þegar tveir
menn eru í sóknarlínunni. En ég er
svo sem bara stuðningsmaður,
Heimir fær borgað fyrir að ráða
þessu!“
Frábær ferð og stemn-
ingin alls staðar æðisleg
Ákváðu sig snemma en með tveggja daga fyrirvara 2016
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ánægðir Frændurnir Jóhann Rúnarsson, t.v., og Árni Þór Árnason ásamt stuðningsmanni Argentínu í Moskvu.
Í ROSTOV
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Árni Þór Árnason hefur verið á ferð
og flugi síðustu daga. Hann býr í
grennd við Vancouver á vestur-
strönd Kanada, en dreif sig á HM í
Rússlandi. Hefur raunar komið
tvisvar hingað austur því eftir fyrsta
leikinn í Moskvu skrapp hann til Ís-
lands til að fagna þjóðhátíðardeg-
inum, 17. júní, í faðmi fjölskyld-
unnar.
Blaðamaður gekk fyrst í flasið á
Árna Þór í miðborg Moskvu 15. júní,
daginn fyrir leik Íslands og Argent-
ínu. Skemmtileg tilviljun þar sem
þúsundir manna voru saman komn-
ar á svæðinu, en síðast hittumst við í
Marseille við svipaðar aðstæður fyr-
ir leik Íslands og Ungverjalands á
EM fyrir tveimur árum.
Árni var í Moskvu ásamt föður
sínum, Árna Gunnarssyni, Rúnari
föðurbróður sínum og Jóhanni syni
Rúnars. Allir fóru þeir heim á Frón
daginn eftir Argentínuleikinn en
komu aftur fyrir leikinn við Nígeríu-
menn, flugu frá Íslandi til Volgo-
grad og óku þaðan hingað til Rost-
ov. Keyptu ferðapakkann hjá
Tripical og eru þar í stórum hópi
fólks.
„Við vorum 10 tíma á leiðinni frá
Volgograd til Rostov og rútan var
Margir safnast daglega saman á sérstökum stuðningsmannasvæðum í
keppnisborgunum á HM í Rússlandi. Svæðið í Rostov við ána Don, þar sem
Ísland og Króatía mætast í kvöld, er engin undantekning; þar skemmti fólk
sér yfir miðjan daginn, horfði á leikina, sem þá fóru fram, á risaskjá, og
þar var aftur margt um manninn í gærkvöldi og mikið líf og fjör.
Líf og fjör á stuðningsmannasvæðinu
Morgunblaðið/Eggert