Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 12
Unglistahópurinn Hermikrákurnar opnaði myndlistarsýningu síðast- liðinn fimmtudag í Borgarbókasafn- inu við Tryggvagötu í Reykjavík. Þar lét hópur kornungra myndlistar- kvenna ljós sitt skína ásamt þaul- reyndum listamönnum Artóteksins. Í tilkynningu kemur fram að í júní- hafi hópur ungra listaspíra, Auður Erna Ragnarsdóttir, Ása Melkorka Daðadóttir, Birna Dís Baldursdóttir, Bríet Mjöll Þorsteinsdóttir, Drauma Bachmann, Eik Emilsdóttir, Fía Jóns- dóttir, Kristín Guðrúnardóttir og Mirra Emilsdóttir, setið sumarsmiðju í Borgarbókasafninu og útbúið stór- fengleg myndlistarverk. „Verkin unnu stúlkurnar eftir verk- um listamanna Artóteksins, aðferðin var frjáls og skáldaleyfið algjört. Mik- ill sköpunarkraftur einkenndi hópinn og útkoman var glæsileg. Augljóst er að myndlistarlíf Reykjavíkurborgar á bjarta framtíð fyrir sér.“ Sýningin ber nafnið Hermikrákur í höfuðið á hópnum og stendur hún frá 21. júní til 15. ágúst á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni. Hermikrákur ásamt Artóteki með sýningu Mikill sköpunarkraftur ein- kenndi ungu listakonurnar Myndlist Fjölbreytt málverk Hermikrákanna eru til sýnis í Grófinni til 15. ágúst. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Veronika Steinunn Magnúsdóttir Hanna Friðriksdóttir Þetta er fyrir þetta landslagsem ég skapaði í Vallanesi.Þetta var náttúrulega auðjörð, engin tré, engir akrar og ekki neitt þegar ég kom 1979,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Um helgina vann hann til verðlauna á við- burði á Norður-Ítalíu fyrir störf sín við lífræna ræktun í Vallanesi. Þrenn verðlaun voru veitt á við- burðinum, sem ber nafnið „Bylting matjurtagarðsins“. Viðburðurinn var haldinn í Piemonte á Ítalíu dagana 22.-23. júní. Fyrir honum stóðu Matarvísindaháskólinn Pollenzo í Piemonte, Slow Food-samtökin og Ceretto-víngerðin í Alba á Ítalíu. Fyrirmynd á sviði landbúnaðar Eymundur hlaut verðlaun fyrir ræktun skógar og skjólbelta í land- búnaði auk þess að hafa skapað skil- yrði fyrir sjálfbæra matvælafram- leiðslu. „Það er nýtt að veita framleiðendum verðlaun og ég verð fyrir valinu sem þessi skrítni bóndi á Íslandi.“ Verðlaunin, sem heita „Pre- mio Langhe Ceretto“, hafa undan- farin ár verið veitt rithöfundum fyrir verk sem tengdust matarmenningu en hin nýju verðlaun beina sjónum sínum að þeim sem skara fram úr á sviði sjálfbærrar ræktunar og eru öðrum til fyrirmyndar á sviði land- búnaðar. Í samtali við Morgunblaðið segir Eymundur verðlaunin hafa komið sér á óvart. „Þetta gerðist þannig að Carlo Petrini, einn af stofnendum Slow Food, kom til Íslands og ferðað- ist um landið í fyrra og kom við hjá okkur,“ segir Eymundur. Eymundur er menntaður bú- fræðingur og hóf búskap í Vallanesi árið 1979. Í dag rekur hann þar fyrir- tækið Móður Jörð ásamt eiginkonu sinni, Eygló Björk Ólafsdóttur við- skiptafræðingi. „Ég byrjaði að planta skjólbeltum, nema land og búa til akrana 1983 og svo 1989 byrjaði skógræktin. Það sem er sérstakt á Ís- landi er þetta skjólbeltakerfi og skóg- urinn í kringum það. Svo er ég búinn að búa til þarna sérstakan heim með ökrum, skógbeltum og skógi í kring- um það.“ Athygli vekur að í Vallanesi var fyrsta húsið byggt sem er alfarið úr íslenskum viði, úr öspum sem Ey- mundur plantaði 1986, að hans sögn. Hann segir ræktunina alla snú- ast um líffræðilegan fjölbreytileika og að breyta ásýnd ábúnaðar öðrum til eftirbreytni. „Uppáhaldsfrasinn minn er að ég er búinn að flytja Vallanes sunnar á hnöttinn. Ég gerði Ítalina svolítið ánægða með mig þegar ég sagði að ég væri búinn að flytja Vallanes að- eins nær Ítalíu.“ Grænmetisfæðið vinsælt Spurður hvort margir hafi heim- sótt Vallanes í sumar svarar Ey- mundur játandi: „Það hafa margir verið að koma austur og svo margir útlendingar. Þeir segja að þetta sé besta grænmetisfæðið á hringnum. Hérna fær fólk eins íslenskan mat og það getur.“ Meðal þeirra matvæla sem þau Eymundur og Eygló í Vallanesi framleiða eru bygg og heilhveiti, ferskt grænmeti, sultur og ber, sýrt grænmeti og hrökkbrauð. Fleiri fengu verðlaun á viðburð- inum á Ítalíu um helgina. Mohamid Abdikadir hlaut verðlaun fyrir að samhæfa almenna matjurtagarða- ræktun í heimalandinu sínu, Sómalíu, og Nicola del Vecchio fyrir að leiða saman staðbundna framleiðendur og endurvekja fornar ræktunaraðferðir í Molise. Þá hlaut Alice Waters, eig- andi veitingastaðarins Chez Panisse í Berkeley, heiðursnafnbót sem pró- fessor við háskólann, en hún hefur um árabil unnið að verkefninu „Edible Schoolyards“. Þar hefur hún miðlað gildi holls mataræðis til kyn- slóða barna í skólum San Francisco í gegnum matjurtagarðrækt. Bóndi í Vallanesi heiðraður á Ítalíu Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi hlaut verðlaun á viðburðinum „Bylting matjurtagarðs- ins“ á vegum Matarvís- indaháskóla á N-Ítalíu, Slow Food-samtakanna og Ceretto-víngerðar- innar í Alba. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Vallanes Eygló og Eymundur á ökrunum í Vallanesi. Saman eiga þau fyrirtækið Móðir Jörð. Ljósmynd/Hanna Friðriksdóttir Verðlaunaafhending Bruno Ceretto, eigandi Ceretto-víngerðarinnar, Carlo Petrini, forseti Slow Food-samtakanna og stofnandi Matvísindahá- skólans, og Eymundur Magnússon ásamt Eygló Ólafsdóttur. Í Vallanesi í Fljótsdalshéraði reka hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir fyrirtækið Móður Jörð ehf. Á svæðinu fer fram lífræn ræktun á korni og grænmeti sem er síðan selt undir vörumerkinu Móðir Jörð. Fullvinnsla og framleiðsla matvælanna fer fram á staðnum auk ræktunarinnar. Markmið framleiðslunnar er að rækta og nýta hráefni úr nánasta umhverfi staðarins, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtæk- isins. Einnig er þar umfangsmikil skógrækt þar sem fjölda trjáa og skjól- belta hefur verið plantað. Eymundur hlaut landbúnaðarverðlaunin árið 2004 fyrir notkun á skjólbeltum og skógrækt í landbúnaði og árið 2011 hlaut hann fálkaorðuna fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og mat- vælamenningar. Eygló Björk er einn af stofnendum Slow Food-hreyfing- arinnar á Íslandi og formaður VOR – Verndun og ræktun, sem er félag líf- rænna framleiðenda. Hráefni úr nánasta umhverfi LÍFRÆN RÆKTUN Á KORNI OG GRÆNMETI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.