Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 14

Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér fannst kominn tími til að færa mig nær ferðamönnunum,“ segir Gylfi Þór Valdimarsson, ann- ar eigenda ísbúðarinnar Valdísar. Gylfi og Anna Svava Knútsdóttir eru nú að leggja lokahönd á nýja Valdísarverslun sem opnuð verður á næstu dögum. Nýja verslunin er að Laugavegi 42b, við Frakkastíg, þar sem áður var hárgreiðslustofan Hár Expo. Furðu lítið hefur verið af ísbúð- um í miðborginni hin síðustu ár og víst er að margir munu fagna komu Valdísar, en Valdís hefur notið mik- illa vinsælda síðan hún var opnuð árið 2013 við Grandagarð. Gylfi viðurkennir þó fúslega að sú rign- ingartíð sem höfuðborgarbúar hafa mátt þola sé ekki gott veganesti fyrir ísbúð. „Og þó, þetta er í raun svipað sumar og fyrsta sumarið okkar úti á Granda. En það er alveg stað- reynd að salan er veðurtengd. Við erum eins og bændur þar sem rigningin ræður því hvenær er hægt að fara út að slá grasið. Svo kemur sól og þurrkur á milli, það eru sveiflur í þessu. Sólin kemur í júlí, ég hef trú á því,“ segir Gylfi bjartsýnn. Hann segir að Íslendingar setji veðrið ekki eins mikið fyrir sig og erlendu ferðamennirnir. „Útlend- ingurinn kaupir sér bara ís þegar það er sól. Ég þekki það sjálfur frá Danmörku þar sem ég bjó í tólf ár. Ísbúðunum þar er lokað í lok september og þær opnaðar aftur í mars. Ég vona bara að útlending- unum finnist við hafa nógu spenn- andi vörur, lakkrísísinn og fleira sem vakið hefur athygli í sjón- varpsþáttum og á netinu.“ Gylfi segir aðspurður að nýja ís- búðin sé svipuð þeirri fyrri. „Þetta er skemmtileg búð í skemmtilegu húsnæði. Þetta er í raun sama konsept og úti á Granda, hér er allt gert frá grunni og fólk getur fylgst með framleiðslunni. Hérna bjóðum við auk þess upp á nýbakaðar belg- ískar vöfflur og kaffi.“ Þau Gylfi og Anna Svava hafa oft velt því fyrir sér að opna aðra verslun en um leið gert sér grein fyrir því að það væri erfitt. „En svo datt ég á hausinn í jan- úar. Krakkarnir okkar litlu, þriggja og eins árs, eru komnir í dagvistun og allt er byrjað að virka. Nú erum við með sjö klukkutíma á dag sem foreldrar fá án þess að vera með krakkana í fanginu. Mér bauðst þetta hús og ætlaði í fyrstu ekkert að gera þetta. En því meira sem ég fór að horfa á húsið, þeim mun bet- ur sá ég möguleikana. Mig langaði líka að opna svona flaggskipsbúð niðri í bæ. Rétt eins og vinir mínir í Brauð & co. sem eru hérna aðeins ofar.“ Morgunblaðið/Valli Ný ísbúð í bænum Gylfi Þór Valdimarsson opnar nýja Valdísi við Frakka- stíg. Valdís hefur notið mikilla vinsælda úti á Granda síðustu fimm árin. Opnar nýja ísbúð í miðri rigningartíð  Valdís kemur með sumarið á Frakkastíginn  Salan veðurtengd Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Í dag og á morgun leggja hjólreiða- kappar út í stærstu götuhjólreiða- keppni á Íslandi, WOW Cyclothon, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2012, og verður ræst klukkan þrjú í dag og sex og sjö á morgun. Um er að ræða ræsingar fjögurra flokka sem taka þátt í hjólreiða- keppninni og munu hjóla hringinn um landið. „Í ræsingunni í dag leggja kepp- endur í einstaklingsflokki af stað og Hjólakraftsflokkurinn, sem er félag fyrir börn og unglinga,“ segir Sverr- ir Falur Björnsson, upplýsinga- fulltrúi WOW Air, sem stendur fyrir keppninni. „Síðan á morgun verða A-flokkur og B-flokkur, sem eru fjögurra og tíu manna lið, ræstir.“ Sverrir segir skráningu fyrir keppnina góða í ár en slakari en í fyrra. „Það eru alls konar þættir sem spila inn. Bæði HM og svo er veðrið ekki búið að vera eins gott og maður býst við á íslensku sumri. En engu að síður er skráningin góð. Núna í ár erum við með sjö erlend lið, öll frá Bandaríkjunum. Málefnið er Slysavarnafélagið Landsbjörg eins og í fyrra. Öll áheit sem kepp- endur safna fara þangað. Í fyrra söfnuðum við rúmum 20 milljónum. Mætt til að sigra Það eru þónokkur lið sem mæta til að sigra; lengra komnir hjólreiða- menn með hugann allan við að skila sér sem hraðast í mark. Þau lið eru ekkert að fíflast. Svo er líka mikið af vinahópum og æfingahópum úr lík- amsrækt. Þeir eru bara þarna til þess að hafa gaman af því. Tíminn er kannski aukaatriði fyrir þá þótt allir líti á keppnina sem áskorun.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólað Keppendur hjóla í mark í WOW Cyclothoninu árið 2017. Margir þeirra etja eflaust kappi á nýjan leik í ár. Ræst út í WOW Cyclo- thon í dag og á morgun  Allir líta á keppnina sem áskorun, segir talsmaður WOW WOW Cyclothon » Keppnin varð til að undirlagi Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, og Magnúsar Ragn- arssonar, forseta sölu- og markaðssviðs hjá Símanum. » Áætlað er að fyrstu kepp- endur komi í mark klukkan átta að föstudagsmorgni og önnur lið komi í mark út daginn. Bjart er fram undan fyrir verslun og viðskipti í mið- borg Reykjavíkur, að mati Guðrúnar Jóhannesdóttur, kaupmanns í Kokku og stjórnarmanns í Miðborginni okkar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag er Jakob Frímann Magnússon, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, að hætta þar störfum. „Jakob er að hætta eftir níu farsæl ár með okkur. Við erum í kjölfarið búin að vera að horfa á skipuritið og munum á næstu dögum auglýsa eftir verkefna- stjóra sem fær meðal annars það verkefni að horfa meira á stafræna markaðssetningu en verið hefur. Það er fínt að nota þetta tækifæri til að endurskoða markaðssetningu á miðborginni, í þessu síbreytilega samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir að góður andi sé í bænum um þessar mundir. „Það er margt skemmtilegt að gerast hér. Miðborgin hefur stækkað eftir að Hverfisgatan var endurnýjuð og Grandinn varð eins öflugur og hann er orðinn. Það er mikil gróska og gaman að taka saman höndum.“ Hefur veðurfarið í sumar ekkert skemmt stemninguna? „Júní hefur verið merkilega fínn, alla vega hjá mér í Kokku. Og stemningin sömuleiðis merkilega góð miðað við veðrið. En við erum búin að panta góða veðrið, það varð bara smá seinkun á afhendingu.“ Endurskoða markaðssetningu miðborgar Reykjavíkur MIÐBORGIN OKKAR AUGLÝSIR EFTIR VERKEFNASTJÓRA Guðrún Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.