Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
Sundahöfn Það var stillt á sundunum þegar grænlenski frystitogarinn Svend C kom til hafnar í Reykjavík á sunnudag. Togarinn var smíðaður í Tyrklandi og afhentur í desember 2016.
Hafþór Hreiðarsson
Fyrir frjálsan raf-
orkumarkað er afar
mikilvægt að laga-
ramminn sé rétt hann-
aður eftir aðstæðum,
einkum þar sem vatns-
orka er ráðandi. Nokk-
ur dæmi eru um að
óheppilegur laga-
rammi valdi slæmum
verðsveiflum á slíkum
mörkuðum og jafnvel
hruni. Þetta er alþekkt.
Leiður misskilningur er í grein
Skúla Jóhannssonar í Morgun-
blaðinu 23.6., en þar eru eftirfarandi
gagnrýnisorð í minn garð: „Helstu
rök hans eru að verðlagning raforku
í Evrópu, sem mótist af „steinrunnu
eldsneyti“, mundi ráða of miklu í
verðlagningu raforku á Íslandi.“
Skoðun mín er hins vegar sú, að
hönnun þriðja orkupakka ESB, sem
er rammi um markað fyrir raforku
úr gasi og kolum, sé óheppileg fyrir
okkar vatnsorkukerfi og veiti hvorki
raforkumarkaði hér rétt aðhald né
tryggi nauðsynlega hvata. Þetta get-
ur bæði valdið hærra orkuverði en
ella og kallað á óhagkvæmar fjár-
festingar og annan kostnað hjá not-
endum.
Ekki er tímabært að skoða málin
eftir komu sæstrengs.
Staðan nú
Síðan 2003 höfum við
tekið þátt í innri mark-
aði ESB án þess þó að
hafa komið upp
skammtíma uppboðs-
markaði í formi kaup-
hallar eins og stefnt
var að með setningu
þeirra laga. Við höfum
fengið frið til að haga
málum okkar á þann
veg, en lög ESB hafa
ekki verið okkar raf-
orkugeira sá rammi sem heppileg-
astur er og því höfum við þurft og
fengið ýmsar undanþágur. Nú lítur
út fyrir að sá friður sé úti.
Forsendur þriðja orkupakkans
Tilskipun ESB nr. 72/2009 leggur
grunninn að reglugerð um stofnun
ACER og öðrum reglugerðum um
markaðinn. Í forsendukafla tilskip-
unarinnar kemur eftirfarandi fram
(lauslega þýtt): „Enn eru þó í sam-
félaginu hindranir í vegi fyrir sölu
rafmagns á jafnstöðugrunni og án
mismununar eða erfiðleika. Sér-
staklega vantar jafnan aðgang að
netinu og samstillt reglugefandi eft-
irlit í ríkjum sambandsins.“
Þetta og fleira í forsendukaflanum
gefur til kynna að ESB hafi ekki
gengið sem skyldi að ná saman eins-
leitum virkum samkeppnismarkaði
með rafmagn í löndum Evrópu að
því marki að nægileg hagkvæmni
hafi náðst. Helst hafi staðið í veg-
inum tilhneiging einstakra ríkja til
að hygla sér og sínum. Umrædd til-
skipun og stofnun ACER er í og með
svar við þessari tregðu sumra ríkja í
sambandinu og fremur sennilegt að
þau ríki mundu reyna að skjóta sér
bak við undanþágur fyrir Ísland.
Landsreglarinn
Samkvæmt tilskipuninni skal
skipa reglugefandi eftirlitsaðila sem
sé fulltrúi landsins í ACER (hvað Ís-
land varðar án atkvæðisréttar) og
hafa ýmis verkefni sem talin eru í til-
skipuninni. Þessi aðili er hér eftir
nefndur landsreglari.
Ríkið skal tryggja að landsregl-
arinn sé óháður og í reglugerðar-
störfum þeim sem tilskipunin felur
honum sé bæði hann sjálfstæður
gagnvart öllum og starfsfólk hans
leiti ekki eftir eða taki við beinum
fyrirmælum frá neinum, hvort sem
er opinberum stofnunum eða einka-
aðilum.
Markmið landsreglarans skulu
fyrst vera þau, að stuðla að sam-
keppni, öryggi og umhverfislegri
sjálfbærni á innri markaði ESB í
nánu samstarfi við ACER og for-
sætisnefnd EBE. Þá skal hann þróa
virkan heimamarkað, ryðja úr vegi
hindrunum fyrir hæfilegum teng-
ingum yfir landamæri og aðstoða við
þróun ýmissa reglna og kerfa sem
bæta hag notenda, eða virkni hins
frjálsa markaðar.
Skyldur landsreglarans eru tald-
ar upp í 21 staflið, þar á meðal að
setja eða samþykkja gjaldskrár fyr-
ir flutning og dreifingu ásamt því að
tryggja að rafmagnsfyrirtæki fari
að ákvæðum tilskipunarinnar. Hann
skal fylgjast náið með raforkugeir-
anum og gefa árlega skýrslu um at-
hafnir innan allra stafliðanna (a til
u) til ríkisins, ACER og forsæt-
isnefndarinnar. Landsreglarinn skal
hafa vald til að kveða upp bindandi
úrskurði yfir raforkufyrirtækjum.
Einnig vald til að rannsaka virkni
raforkumarkaða ásamt því að
ákvarða viðurlög til að efla frjálsa
samkeppni og tryggja eðlilega
markaðsstarfsemi.
Hið opinbera, væntanlega
Alþingi, skal tryggja landsreglar-
anum nægar fjárveitingar til
mannahalds og vinnu verkefna sam-
kvæmt tilskipuninni. Landsregl-
arinn er sjálfráður um meðferð fjár-
munanna.
Niðurstaða
Í raun verður ACER eina stofn-
unin sem landsreglaranum er bæði
heimilt og skylt að ræða við um beit-
ingu valds síns vegna lögbundinna
verkefna. Hann verður því eins kon-
ar trójuhestur með reglusetning-
arvald ásamt rannsóknar- og úr-
skurðarvaldi til að fylgja eftir
lagaramma ESB með aðferðum
ACER.
Við Skúli Jóhannsson virðumst
sammála um að hér á landi þurfi að
byggja frjálsan markað á því sem ég
hef nefnt vatnafærni. Þá getur þurft
að krefjast samræmds áhættumats
allra vatnsorkuvera og það mundi
seint falla undir frjálsa samkeppni
og eðlilega markaðsstarfsemi. Taka
þarf á mögulegri yfirburðastöðu
vatnsorku gagnvart jarðvarma, auk
þess sem tryggja þarf að nýfjárfest-
ingar eigi sér stað með öruggum
hætti þrátt fyrir hækkandi kostnað á
nýjum virkjunum. Hér dugar hvorki
sjónarmið né lagarammi raforku-
kerfis sem byggist á brennslu elds-
neytis og landsreglarinn sækir til
ACER. Nauðsynleg þekking er að-
eins hér innanlands.
Því ber að hafna 3. orkupakk-
anum.
Eftir Elías
Elíasson »Umrædd tilskipun
og stofnun ACER er
í og með svar við þessari
tregðu sumra ríkja í
sambandinu.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Lög og raforkumarkaður