Morgunblaðið - 26.06.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 26.06.2018, Síða 27
í sagnfræði frá Queen Mary, Univers- ity of London. Árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor. Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London. Jafnframt vann hann um ára- bil við afleysingar á fréttastofu Ríkis- útvarpsins. Guðni hefur skrifað fjölda sagn- fræðirita, meðal annars um sögu þorskastríðanna, um forsetaembættið, um embættistíð Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands, ævisögu Gunnars Thoroddsens og bókina Óvinir ríkisins en tvær þær síðastnefndu voru til- nefndar til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Að auki hefur Guðni skrifað fjölda fræðigreina um sögu Íslands og samtíð og hefur hann hlotið ýmsar við- urkenningar fyrir fræðistörf sín. Árið 2017 var hann sæmdur nafnbót heið- ursdoktors við Queen Mary, Univers- ity of London. Guðni var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 25.6. 2016 með 39% atkvæða og tók við embættinu 1.8. 2016. „Þetta er ábyrgðarmikið embætti og einstakur heiður að fá að gegna því. Starfið er annasamt og fjöl- breytt og einna skemmtilegast að hitta fjölda fólks hvaðanæva af landinu og fólk að utan líka.“ Guðni hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu og spilar fót- bolta einu sinni í viku með vinum sín- um. „Ég fagnaði því að tvö ár eru liðin frá því að ég var kjörinn forseti með því að hlaupa frá Bessastöðum að Víf- ilsstaðavatni og til baka, reyni að fara þá fallegu leið öðru hvoru. Afmælinu verður fagnað með göngu upp á Helgafell. Ég reyni líka að vera eins mikið og ég get með börnunum okkar og svo veit ég fátt skemmtilegra en að lesa hnausþykkar ævisögur. Lestur góðra bóka er líf mitt og yndi. Á nátt- borðinu er ég með bók eftir Timothy Snyder sem heitir Bloodlands og einn- ig Jón forseti allur? eftir Pál Björnsson sagnfræðing. Svo var ég að ljúka við Eins og ég er, endurminningar Önnu Kristjánsdóttur.“ Í dag verður stórleikur hjá íslenska karlalandsliðinu á HM. „Ég er hóflega bjartsýnn en veit að liðið mun leggja sig allt fram. Maður biður ekki um meira en það og svo sjáum við til hversu langt það dugar okkur. Hvern- ig sem fer megum við vera stolt af strákunum sem hafa vakið athygli víða um heim og fólk hefur orðið vitni að þeim krafti og seiglu sem getur búið í Íslendingum.“ Fjölskylda Eiginkona Guðna er Eliza Reid, f. 5.5. 1976, annar framkvæmdastjóra Iceland Writers Retreat, ritlistarbúða á Íslandi. Hún sinnir auk þess marg- víslegum verkefnum og skyldum sem fylgja því að vera maki forseta Íslands. Foreldrar hennar: Allison Jean Reid (f. Brown), f. 20.4. 1947, dagmóðir og húsmóðir, og James Hugh Campbell Reid, f. 14.2. 1948, kennari í enskum bókmenntum við framhaldsskóla og Carleton University í Ottawa. Bæði sest í helgan stein. Fyrri maki er Elín Haraldsdóttir, f. 3.8. 1969, listakona og viðskiptafræðingur. Börn: Rut Guðnadóttir, með Elínu, f. 12.8. 1994, meistaranemi í ritlist við Háskóla Íslands; með Elizu: Duncan Tindur Guðnason, f. 2.10. 2007; Donald Gunnar Guðnason, f. 18.9. 2009; Sæþór Peter Guðnason, f. 9.7. 2011, og Edda Margrét Reid, f. 20.8. 2013. Bræður Guðna eru Patrekur Jó- hannesson, f. 7.7. 1972, íþróttafræð- ingur og handboltaþjálfari, og Jóhann- es Jóhannesson, f. 19.12. 1979, þjónustu- og rekstarsviðsstjóri hjá WuXi NextCODE Genomics. Foreldrar Guðna: Hjónin Margrét Thorlacius, f. 28.5. 1940, fyrrverandi kennari og ritstjóri, bús. í Garðabæ, og Jóhannes Sæmundsson, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþróttakennari og þjálfari. Guðni Th. Jóhannesson Þórdís Bogadóttir húsfr., f. á Brennistöðum Ólafur S. Guðmundsson bóndi í Hjörsey á Mýrum og smið- ur í Rvík, f. á Hítardalsvöllum Margrét Ó. Thorlacius húsfreyja í Garðabæ Guðni Thorlacius skipstjóri í Reykjavík Margrét Thorlacius kennari og fv. ritstjóri Guðfinna Guðnadóttir húsfr., f. í Reykjavík Sigmundur Þorleifsson sjómaður á Bíldudal og í Rvík, f. í Trostansfirði Patrekur óhannesson handbolta- kempa og þjálfari Guðmundur Kjærnested skipherra MargrétAðalgeirs- dóttir kennari á Akureyri J JóiPé rappari, var með lagið B.O.B.A Margrét Halldóra Guðmunds- dóttir húsfr. í Reykjavík GuðfinnaAðalgeirs­ dóttir prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Kristjana Aðalgeirsdóttir arkitekt í Finnlandi Ólafur Þór Thorlacius sjóteiknari og handbolta- og körfuboltakempa Guðfinna Thorlacius hjúkrunarfr. og kennari áAkureyri Álfheiður Katrín Jónsdóttir kennari hjá Símenntun á Suðurnesjum Jóhannes Ó. Jóhannesson rekstrarsviðsstjóri Guðrún Sæmundsdóttir skrifstofukona í Hafnarfirði Gullveig Sæmundsdóttir kennari í Hafnarfirði Hólmfríður Margrét Björnsdóttir húsfr., f. á Siglufirði Guðmundur Hjaltason kennari og lýðháskólafrömuður, f. á Ásbjarnarstöðum í Borgarfirði Sigurveig Guðmundsdóttir kennari og félagsmálafrömuður í Hafnarfirði Sæmundur Jóhannesson stýrimaður og verkamaður í Hafnarfirði Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. á Hamri í Múlasveit Jóhannes Sæmundsson b. á Vaðli á Barðaströnd, frá Krossi Úr frændgarði Guðna Th. Jóhannessonar Jóhannes Sæmundsson íþróttakennari í MR og þjálfari ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Þorsteinn Björn Gíslason fædd-ist í Forsæludal í Vatnsdal,A-Hún., 26. júní 1897. For- eldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja. Þorsteinn varð stúdent í Reykja- vík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922. Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kall- ið. Gegndi hann embættinu til nóv- emberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklausturs- prestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatns- dal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglinga- skóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavík- ur og bjó þar til æviloka. Þorsteinn gegndi mörgum trún- aðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Hún- vetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Hún- vetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Ís- lands, í stjórn Prestafélags Hóla- stiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið. Kona Þorsteins var Ólína Bene- diktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti. Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Þorsteinn lést 8. júní 1980. Merkir Íslendingar Þorsteinn B. Gíslason 95 ára Helga Júlíusdóttir Sigríður Elíasdóttir 90 ára Anna Jóhannesdóttir Beinteinn Sigurðsson Elsa Heiðdal 85 ára Birna Baldursdóttir Erling Jóhannsson 80 ára Jens Karlsson Jón Hjartarson María Magdalena Helgad. Sólveig B. Halldórsdóttir 75 ára Guðmundur Tómasson Gunndís Sigurðardóttir Halldór Gunnarsson Hekla Smith Inga Guðjónsdóttir Kristín Jónsdóttir Lilja Bóthildur Alfreðsdóttir Ragna Brynjarsdóttir 70 ára Andrés Sigvaldason Böðvar Halldórsson Einar Árnason Eiríkur Einarsson Erlingur Sigurðarson Jóhann Hákonarson Sigrún F. Jónsdóttir Sigurður Örn Jónsson Þorleifur Kr. Guðmundsson Þórey Ásmundsdóttir 60 ára Áslaug Jóhanna Jensdóttir Benjamín B. Valgarðsson Bryndís Sif Guðbrandsd. Erla Guðmundsdóttir Eyð Dam Guðmundur Kr. Þórðarson Guðrún Gunnarsdóttir Henryk Adam Chmal Irena Dapké Kolbrún Garðarsdóttir Sigríður Svavarsdóttir Þorleifur Ingvarsson 50 ára Anna Janyalert Ása Hrund Sigurjónsdóttir Guðni Th. Jóhannesson Guðrún Margrét Baldursd. Ingólfur Arnar Stangeland Jón Atli Portal Gabon Óli Þór Jónsson Snorri Páll Einarsson Svala Guðbjörg Lúðvíksd. Sveinn Kristján Ingimarss. 40 ára Anita Karin Guttesen Anna Dagbjört Gunnarsd. Auður Inga Þorsteinsdóttir Baiba Megre Gunnar Jökull Karlsson Hafdís Ólafsdóttir Haukur Már Helgason Lárus Kjartansson María Guðrún Gunnarsd. Piotr Lukasz Klosek Saul Isac Gutierrez Tapia Sigursteinn Már Jónsson Sindri Sigurfinnsson Þórunn Gyða Hafsteinsd. Þórunn Pálína Jónsdóttir 30 ára Arnrún Sæby Þórarinsd. Edda Ýr Georgsd. Aspelund Einar Þór Stefánsson Ellert Sigurþórsson Guðbjartur Þór Stefánsson Guðmundur Kr. Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Katrín Þorvaldsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Anna Lára ólst upp í Grindavík en býr í Reykjavík. Hún er verk- efnastjóri hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands. Maki: Baldvin Orri Þor- kelsson, f. 1977, deild- arstjóri hjá Poulsen. Börn: Ingibjörg Eva, f. 2006, Birgitta Ýr, f. 2010, og Þorkell Guðni, f. 2012. Foreldrar: Guðni Gústafs- son, f. 1939, bús. í Grinda- vík, og Guðbjörg R. Torfa- dóttir, f. 1944, bús. í Rvík. Anna Lára Guðnadóttir 40 ára Ragga Sveina er frá Borgarfirði eystra en býr á Egilsstöðum. Hún er klinka á tannlæknastofu og er förðunarfr. að mennt. Börn: Jón Aðalsteinn, f. 2004, og Árný Birna, f. 2009. Foreldrar: Árni Björgvin Sveinsson, f. 1934, d. 2012, gröfustjóri á Borgar- firði, og Birna Þórunn Aðalsteinsdóttir, f. 1940, d. 2007, húsmóðir á Borgar- firði. Ragnhildur Sveina Árnadóttir 40 ára Hafdís er Hnífs- dælingur en býr í Hafnar- firði. Hún vinnur í farþega- afgreiðslu hjá Air Iceland Connect. Maki: Beka Danelia, f. 1996, boxari og þjálfari í Mjölni. Börn: Sverrir Úlfur, f. 1997, Dalía Mist, f. 2008, og Alexía Mirjam, f. 2010. Foreldrar: Emil Jóhanns- son, f. 1958, og Halldóra Karlsdóttir, f. 1961. Stjúpf.: Páll Guðjónsson, f. 1956. Hafdís Vera Emilsdóttir 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.