Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir þurft að annast einhvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu sjálfum þér eitthvað til góða í dag því það er fyrir öllu að þú sért ánægð/ ur með sjálfa/n þig. Hentu leiðanum út um gluggann og verkið klárast á hálftíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sum verkefni eru þess eðlis að þau þarf að leysa í samráði við aðra. Haltu áfram að fylgja hugmyndum þínum eftir, sama hvort þær heppnast að þínu mati eða ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Orka sem leyst var úr læðingi í gær gæti farið úr böndunum í dag. Þú ert með nýja vinnu í sigtinu. Taktu stökkið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samband við gömlu félagana. Láttu einkamálin hafa for- gang. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kring- um þig eru. Tæmdu vasana áður en þú stingur fötum í þvottavélina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Yfirmenn verða einstaklega ráðríkir í dag og þetta er ekki dagurinn til þess að biðja um launahækkun. Þér vefst tunga um tönn þegar þú hittir fyrrverandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Varastu að dæma hlutina við fyrstu sýn því það er oft ómögulegt að sjá það á yfirborðinu hvað undir býr. Þú stend- ur á krossgötum í lífinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er í mörgu að snúast þessa dagana og væri óvitlaust að skrifa tossalista svo ekkert verði nú útundan. Peningar streyma til þín. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst þú geta sigrað allan heiminn og það er sjálfsagt að nota þá til- finningu til hins ýtrasta. Þú stóðst próf sem þú fórst í og ættir að halda upp á það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki láta það verða til þess að þú missir sjónar á markmiðum þínum. Treystu innsæi þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft ekki að gera allt sem ætl- ast er til af þér. Næstu vikurnar er tilvalið að sækja um lán eða styrki. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp. Eftir leikinn við Nígeríu, sem Ís-land tapaði 2-0, orti Friðrik Steingrímsson: Að úrslitunum lengist leið landann þetta amar nú fer ekki nokkur skreið til Nígeríu framar En á Boðnarmiði kvað Guð- mundur Arnfinnsson: Í Volgógrað feyskinn og fúinn hver fótur var lúinn og snúinn, drengjunum á og depurð á brá, en draumurinn er ekki búinn. Og enn kvað hann: Tap við þoldum þetta sinn – en því skal bráðum linna – drengjum hleypur kapp í kinn – og Króatana vinna! Allt getur gerst: Ýmsu hef um ævi kynnst ótta milli og vonar, leikur tapast, leikur vinnst, líf manns er þess konar. Halldór Kristján Ragnarsson segir: „Hmmm … veislan er ekki búin!“: Með trúnni skulum flytja fjöll fyrir liðs oss anga. Svo langflest muni lukkutröll í lið með þeim nú ganga. Ef upp úr riðli snörumst snjöll með sniði hrauns og dranga, þá mun nótt hér ekki öll úti „drykkjarfanga“ Magnús Geir Guðmundsson stappar í sig stálinu: Það gengur lítt að gráta það sem glat- ast hefur. Opnast dyr þá aðrar lokast, Undan ljósi myrkrið þokast. Og segir næsta dag „ótrúlegt en satt!“: Nú Sunnlendingum segja ber, svolítið af standinu. Rétt sem snöggvast rignir hér, röngum megin á landinu! Og bætir síðan við: „Jamm, sólin skrapp aðeins frá á Akureyri!“ Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson er frá Hauganesi við Eyjafjörð og varð hugsað norður á laugardag og þótti það „traust“: Nú er sól um Norðurland, sem nær frá strönd til fjalla. Gott að tryggja tryggðaband, því traustið styrkir alla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Nígeríuskreið, fótbolta og veðri „EF ÉG ER FULLKOMINN LANGAR ENGAN TIL AÐ LAGFÆRA MIG.“ „HAFÐU AUGUN OPIN. TVEIR FANGAR ERU HORFNIR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú veist svarið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GELTÁ ÉG AÐ BYRJA AFTUR? GEFÐU MÉR BARA ÚTDRÁTT FARÐU ÚT MEÐ RUSLIÐ! SÉRÐU EKKI AÐ ÉG ER MEÐ BÁÐAR HENDUR UPPTEKNAR? FYRIRGEFÐU HVAÐ ÉG ER SEINN Heimsmeistaramótið í knatt-spyrnu (HM) er skemmtilegra en Evrópumeistaramótið (EM) að því leyti að breiddin er meiri; liðin fleiri og leikstílar fjölbreyttari. Fólk sem fylgist sæmilega vel með keppni í helstu deildum Evrópu þekkir flesta leikmenn á EM en á HM er meira um óþekktar stærðir enda þótt margir af fremstu sparkendum Suður-Ameríku, Asíu og Afríku leiki vissulega í Evrópu. HM í Rússlandi hefur farið vel af stað og það er ekki síst að þakka lið- um sem koma úr öðrum heimsálfum en við. Nægir þar að nefna Japan, Kólumbíu, Senegal, Íran, Mexíkó, að ekki sé talað um kæra vini okkar Ís- lendinga, Nígeríumenn. x x x Mexíkó hefur heillað marga ámótinu og enda þótt Víkverji þekki og þyki vænt um marga Svía vonar hann, knattspyrnunnar vegna, að sænska liðið sitji fremur eftir í lokaumferðinni. Útherjinn Hirving Lozano er klárlega einn af mönnum mótsins til þessa, 22 ára strákur. Nágrannar Mexíkó, Panama, hafa líka vakið óskipta athygli en á allt öðrum forsendum. Svo virðist sem leikmenn liðsins séu upp til hópa í rangri íþrótt; ættu frekar heima í fjölbragðaglímu eða ruðningi. Eigi að síður var ekki annað hægt en gleðjast með þeim þegar þeir settu sitt fyrsta mark í lokakeppni HM, í stöðunni 0:6 gegn Englendingum. Og fögnuðu eins og þeir hefðu unnið mótið. Ófáir olnbogar höfðu þá flog- ið. x x x Í þeim leik sannaði Harry Kane,miðherji Englands, enn og aftur markheppni sína. Hann skaut aldrei að marki í opnum leik en gerði eigi að síður þrennu. Tvö markanna komu úr vítum og það þriðja þegar skotið var í kappann – og inn. Ótrú- legur maður, Harry Kane. x x x Kane er kominn með fimm mörk ífyrstu tveimur leikjunum og hvíla vonir enskra að miklu leyti á hans herðum. Fróðlegt verður að sjá glímuna við Belga. vikverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm: 86.11) Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.