Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
Secret Solstice 2018
AF MÁLMI
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Hafi einhvern tíma verið viðhæfi að himnarnir opnuðustvar það á laugardaginn þeg-
ar Slayer heiðraði okkur, auma þjóð á
útjaðri siðmenningarinnar, með nær-
veru sinni. Að vísu rigndi ekki blóði
að þessu sinni heldur beiskum tárum
enda harmar almættið brotthvarf
þessa þéttasta málmbands sögunnar
ugglaust af sama þunga og við dauð-
legir menn. Þetta er sem kunnugt er
kveðjutúrinn. Ekki svo að skilja að
bragur þeirra félaga sé einhverjar
biblíusögur. Öðru nær. Mest fjallar
hann um vígaferli, blóðsúthellingar
og almennan hrylling, svo sem af
völdum ómenna á borð við dr. Josef
Mengele og Ed Gein. En þeir eru líka
partur af sköpunarverkinu. Hvort
sem okkur líkar það betur eða verr.
Nema þetta hafi verið gleðitár hjá
himnaföðurnum en Slayer sendi sem
kunnugt er frá sér skífuna God Hates
Us All hinn örlagaríka dag 11. sept-
ember 2001.
Til að gæta fyllstu sanngirni þá
hafði stytt upp þegar Delusions of
Saviour, forleikurinn að nýjustu plötu
Slayer, tók að óma um Laugardalinn,
vettvang Secret Solstice-hátíð-
arinnar. Kapparnir birtust einn af
öðrum og hlaðið var beint í titillag
sömu plötu, „Repentless“. Tónninn
var gefinn og jarðsamband rofnaði
hjá gömlum málmhundi sem beðið
hafði þessarar stundar í meira en
þrjá áratugi. Næstu níutíu mín-
úturnar var ekki gott að átta sig á því
hvar mér sleppti og Slayer tók við.
Það á eflaust við um fleiri af minni
kynslóð.
Annars runnu kynslóðirnar
saman þetta kvöld; sjálfur stóð ég hjá
þremur mönnum sem allir eru fæddir
eftir að fyrsta plata Slayer, Show No
Mercy, kom út árið 1983. Og sá
yngsti kunni textana betur en ég – og
þá er talsvert sagt. Ég er ennþá rám-
ur eftir þá hörðu rimmu. Ánægjulegt
var að sjá svona margt ungt fólk á
svæðinu og enda þótt sumir hafi ef-
laust verið þangað komnir af forvitni
frekar en fylgispekt við goðin þá veit
maður aldrei hvenær neistinn kvikn-
Slayið í gegn!
ar. Og af honum verður oftar en ekki
mikið bál.
Talandi um bál þá hafði Tom
Araya, söngvari og bassaleikari, orð á
því að svalt væri hér í fásinninu.
Hefði sjálfsagt þegið myndarlegan
varðeld, kappinn, upp á yl í sigldan
kroppinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem
við komum til Íslands. Og því miður
það seinasta líka,“ mælti Araya og
Dalurinn gat ekki falið angist sína.
Menn náðu þó fljótt vopnum sínum
þegar Araya bætti við: „En nú skul-
um við skemmta okkur!“
Söngvarinn hafði raunar tak-
markaða trú á tungumálakunnáttu
gesta og þurfti að fá staðfestingu á
því hvort við botnuðum yfir höfuð
eitthvað í því sem hann var að segja.
Bandið var betur tengt á öðrum svið-
um og það hlýtur að fara á topp 10 yf-
ir óvæntustu uppákomur í mínu lífi
þegar Slayer hlóð í hina nýju þjóðar-
íþrótt okkar Íslendinga, búmm,
búmm, húh, á Valbjarnarvellinum.
Óborganlegt stöff!
Annars er Tom Araya ekkimikið fyrir „small talk“; kýsað láta verkin tala. Það kom
best í ljós þegar ég sóttist eftir viðtali
við sveitina í tilefni af heimsókn
hennar hingað. Kurteist svar barst
um hæl frá umboðsskrifstofunni. „Því
miður hefur Slayer ekki og mun ekki
veita nein viðtöl í ár.“ Þar höfum við
það.
Efnisskráin kom ekki á óvart;
var nákvæmlega sú sama og á
Ameríkutúr sveitarinnar, sem gert
var stutt hlé á til að fljúga hingað.
Forsvarsmenn Secret Solstice fá
sveran plús fyrir það afrek. Um er að
ræða óð til ferilsins frá upphafi og
fengu lög af öllum hljóðversplötum
Slayer með frumsömdu efni að
hljóma, fyrir utan Diabolus in Musica
sem almennt þykir ómstríðust platn-
anna ellefu.
Veglegastan sess fengu að von-
um Reign in Blood (1986), South of
Heaven (1988) og Seasons in the
Abyss (1990) enda er sú heilaga
þrenning almennt talin ramma inn
gullöld Slayer. Níu af nítján lögum
sem flutt voru í Dalnum eru af þess-
um plötum; titillögin (teljum „Rain-
ing Blood“ þar með), „Blood Red“,
„Dead Skin Mask“, „War Ensemble“,
„Mandatory Suicide“, „Postmortem“
og svo lauk veislunni á „Angel of
Death“ sem margir myndu segja að
væri besta þrasslag allra tíma. Og
Tom lét meira að segja vaða í málm-
öskrið fræga í upphafi, sem tók af öll
tvímæli um það að þessir tónleikar
væru spari. Hann sleppir öskrinu að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grjótharður Menn verða ekki mikið myndrænni en Kerry King enda er hann og verður holdgervingur þrassins. Hér brýnir hann vopn sitt af kostgæfni.
Ekki hoppa
með regnhlífar
mennilegur kraftur næðist í fram-
komuna.
Talsverður fjöldi fólks fylgdist
með leik Íslands og Nígeríu á hátíð-
arsvæðinu á föstudag. Úrslit leiksins
ollu talsverðum vonbrigðum en komu
þó ekki í veg fyrir að hátíðargestir
tækju gleði sína á ný á tónleikum
helstu rappara Íslands, Alviu Islandia,
Flóna, Arons Can og Gísla Pálma.
Á meðan fjöldi fólks fylgdist með
blóti og dólgslátum Gísla Pálma í Val-
höll færðu aðrir sig yfir á tónleika
Valdimars á sviðinu Gimli. Strákarnir
í Valdimar fluttu lög sín af snilld og
rödd söngvarans geðþekka var upp á
sitt allra besta, sem og básúnuleik-
urinn. Þeir tóku sín vinsælustu lög og
frumfluttu nýtt efni sem væntanlegt
er í spilun á næstu vikum. Aðdáendur
»Meðal þeirra varíslenski rapparinn
GKR, en skafa þurfti
vatnið af Gimli-sviðinu
áður en hann steig á það
og tryllti lýðinn ásamt
vel völdum félögum.
AF SOLSTICE
Þorgerður Anna Gunnarsd.
thorgerdur@mbl.is
Tónlistarhátíðin Secret Solsticevar haldin í fimmta sinn núum helgina, en hátíðarhald-
arar halda ótrauðir áfram ár hvert
þrátt fyrir gagnrýni íbúa Laugardals
og foreldra sem hafa áhyggjur af
ungviði sínu á hátíðinni.
Líkt og undanfarið var hátíðin
sett á fimmtudegi og stigu þá á svið
Sylvia, Reykjavíkurdætur, Steve
Aoki og Jet Black Joe. Aðalnúmer
kvöldsins var síðan goðsögnin Bonnie
Tyler. Flestir muna líklega eftir seið-
andi viskírödd velsku söngkonunnar
en fæstir gætu ímyndað sér ná-
kvæmlega hversu rám hún er orðin,
enda 67 ára gömul. Söngkonunni
tókst að ná upp ágætri stemningu
með helstu slögurunum sínum, svo
sem „Total Eclipse of the Heart“,
„It’s a Heartache“ og „Holding Out
for a Hero“. Hún var þó dugleg að
rétta míkrófóninn í átt að áhorf-
endaskaranum þegar kom að hæstu
nótunum. Tónleikarnir voru almennt
ánægjulegir þrátt fyrir að raddleysi
söngkonunnar kæmi í veg fyrir að al-
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
Lyklahús
Sláttuorf
3.495
5.495
rrulás
1.995
1.995
7.995
4.995
3.995
3.995
Kerrulás
Hjólastandur
á bíl
1.995
Tjaldstæðatengi
Tengi
12v í 230v
Hraðsuðuketill 12v
USB 12v tengi