Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 31

Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 jafnaði í seinni tíð. Það höfuð sem ekki bærði á sér á því augnabliki hef- ur ekki verið með lífsmarki; Laug- ardalurinn varð ein flasa.    Vanþakklæti væri að saknaeinhvers en fyrir utan lögeins og „Spill the Blood“, „Ghosts of War“ og „World Painted Blood“, sem gaman hefði verið að heyra, má velta fyrir sér hvort Slayer hefði ekki átt að flytja Reign in Blood í heild sinni á þessum kveðjutúr; það tekur jú ekki nema 28 mínútur og 58 sekúndur. Tom Araya og Kerry King eru einu upprunalegu meðlimirnir í þess- um lokaslag og geggjað hefði verið að fá sveitina hingað upp eftir meðan Daves Lombardos og Jeffs Hann- emans naut ennþá við. Hafandi sagt það þá stendur Paul Bostaph Lomb- ardo alveg á sporði við settið og Gary Holt, Garðar í Holti, er verðugur arf- taki Hannemans heitins á gítarnum enda hertur í brennandi eldi málms- ins. Holt er líflegur á sviði, öfugt við Hanneman sem var jafnan sem bolt- aður niður. Yfir honum var þó ótrú- lega sterk ára. Ekki nóg með það, af lögunum nítján, sem leikin voru á Secret Sol- stice, eru fjórtán eftir Hanneman. Þar með talin öll þau ástsælustu. Enda þótt þeir hafi alla tíð skipt laga- smíðunum með sér hafa lögin hans Kerrys Kings ekki náð sömu hæðum. Svei mér ef kappinn er þó ekki að sækja í sig veðrið ef marka má lögin tvö af nýjustu plötunni sem flutt voru á laugardaginn, „Repentless“ og þá sérstaklega „When the Stillness Co- mes“. Truflað lag. Hvað sem því líður er Kerry allt- af jafnmyndrænn og svalur og þrass- ið holdgervist ekki eins innilega í nokkrum manni – nema ef vera skyldi James Hetfield. Að leiðarlokum verður Slayer aldrei fullþakkað; ekki bara fyrir þessa stórbrotnu tónleika heldur öll þessi ár, hvorki fleiri né færri en 37, sem sveitin hefur þrassað af ódrep- andi eldmóði og veitt óteljandi mörg- um innblástur, leikum sem lærðum. Arfleifðin er tryggð. Slayer mun hér eftir sem hingað til ríkja í blóði! » Þetta er í fyrstasinn sem við komum til Íslands. Og því miður það seinasta líka. Verkin tala Tom Araya eyddi ekki miklum tíma í spjall við lýðinn enda ekki sannfærður um að Íslendingar skildu yfir höfuð hvað hann væri að segja. Hann kom hins vegar hressilega á óvart þegar hann taldi í eitt stykki „húh!“ Hirðin Málmhausar þessa lands létu sig ekki vanta enda Slayer með áhrifamestu málmböndum sögunnar. Og ófá djöflahorn fóru á loft. Morgunblaðið/Valli Vinsæll Rapparinn Aron Can nýtur gríðarlegra vinsælda og flutti meðal annars lög af nýjustu plötu sinni, Trúpíter, á Valhallarsviðinu á föstudagskvöld. Gísli Pálmi tók við hljóðnemanum að atriði Arons loknu. hljómsveitarinnar geta því farið að láta sig hlakka til að heyra nýja slag- ara Valdimars á útvarpsstöðvum landsins. Slayer tryllti lýðinn á laugar- dagskvöldinu en hægt er að lesa allt um það í pistli Orra hér að ofan. Á sunnudegi og síðasta degi hátíðar- innar rigndi eldi og brennisteini og dró það úr þeim fjölda sem gerði sér ferð á svæðið. Þeir sem mættu voru misvel klæddir, en raunar dugði ekk- ert minna en pollagalli og stígvél til að vinna bug á rigningunni. Því má jafnvel ætla að atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára snar- minnki í vikunni vegna veikinda. Það tónlistarfólk sem fram kom hrósaði áhorfendum sínum í hástert fyrir að mæta þrátt fyrir rigningu og var þakklátt fyrir dyggan aðdáendahóp- inn. Meðal þeirra var íslenski rapp- arinn GKR, en skafa þurfti vatnið af Gimli-sviðinu áður en hann steig á það og tryllti lýðinn ásamt vel völdum félögum. Það voru svo undrabörnin í hljómsveitinni Clean Bandit sem lok- uðu kvöldinu hjá undirritaðri sem flúði heim úr úrhellinu að tónleikum þeirra loknum. Himnunum tókst ekki að rigna niður stemninguna sem myndaðist þegar þeirra vinsælustu lög voru tekin og fólk hoppaði og dansaði. Regnhlífar skyggðu talsvert á útsýni margra og sköpuðu jafnvel hættu. Áttu margir fullt í fangi með að láta ekki pota úr sér augun. Þeir taki það til sín sem eiga: Ekki hoppa með regnhlífar. Morgunblaðið/Valli Blautt Regnkápur voru staðalbúnaður á hátíðinni í ár sem og undanfarin ár. Þær dugðu þó skammt í úrhellinu á sunnudagskvöld. ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.