Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Hjörtur sendur heim frá Rússlandi
2. Sofnaði væntanlega undir stýri
3. Læknar gerðu mistök í Rússlandi
4. Sagður ábyrgur fyrir vísindalegu …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Píanóleikarinn Árni Heiðar Karls-
son treður upp í menningarhúsinu
Mengi í kvöld með kvartetti sínum
sem hann skipar ásamt finnska saxó-
fónleikaranum Joakim Berghall,
bandaríska trymblinum Scott McLe-
more og kontrabassaleikaranum
Valdimar K. Sigurjónssyni. Tónleik-
arnir hefjast kl. 21 og verður húsið
opnað hálftíma fyrr.
Kvartett Árna Karls-
sonar leikur í Mengi
Hljómsveitin
Move heldur tón-
leika í Edinborgar-
húsinu á Ísafirði
annað kvöld kl. 20
og flytur bestu
lög gullaldarára
djassins, auk
frumsamins efnis.
Move skipa Eyþór
Gunnarsson píanóleikari, Matthías
Hemstock trommari, Valdimar K. Sig-
urjónsson kontrabassaleikari og Ósk-
ar Guðjónsson saxófónleikari.
Move leikur í
Edinborgarhúsinu
Sumardagskrá djassklúbbsins
Múlans heldur áfram og næstu tón-
leikar fara fram annað kvöld kl. 21 á
Björtuloftum í Hörpu. Þá
leikur kvartett saxó-
fónleikarans Ólafs
Jónssonar tónlist af
diski Ólafs, Tími til
kominn, sem kom
út í fyrra, lög eftir
aðra meðlimi
sveitarinnar
og djassstand-
arda.
Tími til kominn með
Ólafi og félögum
Á miðvikudag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri
austantil, en dálítil rigning vestanlands. Hiti 8 til 16 stig að deg-
inum, hlýjast um landið austanvert.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari og stöku skúrir um landið
vestanvert, en víða bjart fyrir austan. Hiti 8 til 16 stig að deginum,
hlýjast norðaustanlands.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Vals eru
úr leik í Mjólkurbikarnum í
knattspyrnu karla eftir tap
fyrir Breiðabliki á heima-
velli í gærkvöldi. Arnór
Gauti Ragnarsson tryggði
Blikum sigurinn. Stjarnan
lenti í kröppum dansi gegn
Þór á Akureyri en tókst að
knýja fram sigur í framleng-
ingu með tveimur mörkum.
FH-ingar mörðu Skagamenn
með marki snemma leiks á
Akranesvelli. »3
Blikar, Stjarnan
og FH fara áfram
Spánn mætir Rússlandi og Portúgal
og Úrúgvæ eigast við í 16-liða úrslit-
um heimsmeistaramótsins knatt-
spyrnu í Rússlandi. Þetta varð ljóst
eftir að úrslitin í A- og B-riðli réðust í
gær. Spennan var mikil í B-riðli þar
sem Spánn, Íran og Portúgal börðust
um tvö laus sæti allt fram í uppbót-
artíma. Íranar voru hársbreidd frá að
senda Evrópumeistarana heim. »4
Íranar velgdu Portúgöl-
um undir uggum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Stutisheel Oleg Lebedev er einn af
40 einstaklingum í heiminum sem
hefur tekist að ljúka við Sri
Chinmoy, 4.989 km hlaupakeppnina.
Keppnin fer fram í New York-borg í
Bandaríkjunum og þurfa hlauparar
að ljúka við langhlaupið sitt á 52
dögum sem þýðir að hlaupari þarf að
hlaupa að meðaltali 95,95 km á dag.
Til samanburðar við 4.989 má nefna
að hringvegurinn á Íslandi er 1.332
km. Lebedev, sem 48 ára gamall og
fæddur í Úkraínu, hefur lokið við
hlaupið 9 sinnum en afar fáir hafa
leikið það afrek eftir.
Lebedev var á Íslandi á dögunum
og segir í samtali við Morgunblaðið
að hlaupið snúist langmest um and-
legu hliðina en þetta lengsta viður-
kennda hlaup í heiminum ber ein-
mitt enska heitið Self-Transc-
endence 3.100 mílna hlaupið sem
þýða mætti lauslega sem Sjálfs-
traustshlaupið.
Fyrstu dagarnir erfiðastir
Spurður um hvaða áhrif svona
langhlaup hefur á líkamann segir
hann að fyrstu tíu dagarnir séu erf-
iðastir. „Þrátt fyrir stífar æfingar
fram að hlaupi þá eru fyrstu tíu dag-
arnir afar erfiðir. Þreyttir og stífir
vöðvar en eftir að þú kemst yfir
þann þröskuld verður þetta allt frek-
ar eðlilegt. Þú vaknar á morgnana
og ferð út að hlaupa. Það eina óeðli-
lega er kannski að þetta er breyting
frá daglega lífinu en þegar maður
byrjar að hlaupa líður manni vel.
Það er eitt af kraftaverkunum við
þetta hlaup hversu fljótur líkaminn
er að jafna sig og maður finnur fal-
inn innri styrk til að halda áfram,“
segir Lebedev. Ekki fá allir að taka
þátt í hlaupinu en einungis þeir sem
hafa sýnt fram á árangur í lang-
hlaupi fá boð um að taka þátt frá
mótshöldurunum. „Ég hljóp mitt
fyrsta maraþon árið 1994 í Moskvu
þegar ég var þar í námi. Ég kláraði
maraþonið á 2 klukkutímum og 46
mínútum sem er ágætis tími fyrir
fyrsta maraþon.“
Í kjölfarið fór Lebedev að hafa
áhuga á lengri hlaupum og hljóp
hann og vann 76 km hlaup í New
York árið 2002. Það var síðan tveim-
ur árum seinna sem skipuleggj-
endur Sri Chimnoy höfðu samband
við hann og spurðu hvort hann hefði
áhuga á að taka þátt. „Ég sagði já án
þess að hika. Ég vissi ekkert hvað ég
þyrfti til að geta tekið þátt, t.d.
hversu marga skó ég þyrfti að eiga.
Það var líka mjög erfitt að fá upplýs-
ingar þar sem einungis örfáir höfðu
lokið við hlaupið á þessum tíma. Ég
setti mig í samband við nokkra
þeirra en fékk bara almennar upp-
lýsingar, engin sértæk ráð,“ segir
Lebedev sem lét vaða og hefur síð-
an tekið þátt 12 sinnum til viðbótar
og lokið því 9 sinnum.
Hljóp um 5.000 km á 52 dögum
Lebedev hljóp
lengsta hlaup í
heimi 9 sinnum
Ljósmynd/Úr einkasafni
Í mark Oleg Lebedev sést hér koma í mark í Sri Chimnoy-hlaupinu árið 2015. Hann hefur klárað hlaupið 9 sinnum.
Sri Chimnoy-hlaupið er lengsta viðurkennda keppnis-
hlaup í heiminum. Hlaupið fer fram í Jamaica Queens
í New York-borg og eru farnir 5.649 hringir á fyrir-
fram ákveðinni hlaupaleið um hverfið. Vegalengdin er
4.989 km og hafa hlauparar 52 daga til að ljúka við
hlaupið. Keppni fór fyrst fram árið 1996 og var
þá 4.345 km en hlaupið var lengt strax árið
eftir í 4.989 km. Sri Chinmoy, stofnandi
hlaupsins, segist hafa gert það til að skapa
tækifæri fyrir hlaupara til að uppgötva
takmarkanir á getu sinni og síðan reyna
að yfirstíga þær. Madhupran Wolfang
Schwerk er sá fljótasti sem klárað hef-
ur hlaupið en hann lauk því á 40 dög-
um, níu klukkutímum og sex mín-
útum, í júlí árið 2015.
HLAUPA SAMA HRINGINN 5.649 SINNUM
Stutisheel
Oleg Lebedev
Lengsta keppnishlaup í heimi
Kalt mat á möguleikum íslenska
landsliðsins í handknattleik karla er
það að Guðmundur Þórður Guð-
mundsson og lærisveinar hans verði
væntanlega í baráttu við Makedóníu-
menn um þriðja sæti riðilsins og það
síðasta sem veitir keppnisrétt í milli-
riðlakeppni HM í Þýskalandi og Dan-
mörku í janúar. Evrópumeistarar
Spánverja og Króatar
munu væntanlega
berjast um efsta
sætið. Barein og
Japan eru sýnd
veiði en ekki gefin.
»4
Baráttan verður við
Makedóníumenn á HM