Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
30-40%
AFSLÁTTUR
SUMARÚTSALA
SUMARFRAKKAR OG
JAKKAR FRÁ 13.230,-
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Milljón króna dagsektir
Réttindalausir á vinnuvélum verða kærðir til lögreglu
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Heimild til dagsekta, ákvarðaðra af
Vinnueftirliti ríkisins, hefur hækkað
úr 100 þúsund krónum í allt að eina
milljón króna með gildistöku laga
um breytingu á lögum um réttindi og
skyldur erlendra fyrirtækja, sem
senda starfsmenn tímabundið til Ís-
lands, og starfskjör starfsmanna
þeirra og fleiri lögum (vernd rétt-
inda á vinnumarkaði, EES-mál), en
þau hafa nú þegar tekið gildi. Hafa
dagsektir Vinnueftirlitsins nú þegar
hækkað sem því nemur.
Í þessum nýju lögum er m.a. að
finna breytingar á lögum um aðbún-
að, hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum.
Að auki kveða lögin á um að refsi-
vert sé að stjórna skráningarskyldri
vinnuvél án gildra réttinda frá
Vinnueftirlitinu. Hafi Vinnueftirlitið
byrjað að framfylgja réttindaskyld-
unni og muni stofnunin kæra til lög-
reglu öll mál þar sem stjórnandi
skráningarskyldrar vinnuvélar er án
gildra vinnuvélaréttinda.
Ábyrgð verkkaupa lögfest
Með lögunum sé lögfest ábyrgð
verkkaupa, m.a. á samræmingu ör-
yggis- og heilbrigðismála starfs-
manna við mannvirkjagerð. Þau setji
einnig starfsmönnum Vinnueftirlits-
ins nútímalegt þagnarskylduákvæði
og kveði á um heimild Vinnueftirlits-
ins til að miðla upplýsingum til ann-
arra stjórnvalda og að kalla eftir
upplýsingum til annarra stjórnvalda
og atvinnurekenda sem nauðsynlegt
sé stofnuninni í lögbundnu eftirliti
hennar.
Lögin eru nr. 75/2018, birt 26. júní
sl. á vef A-deildar Stjórnartíðinda,
en þau innihalda fleiri breytingar á
lögum er varða réttindi og skyldur
sem tengjast vinnumarkaðnum. Sum
ákvæði þeirra taka þó ekki gildi fyrr
en 1. ágúst nk.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir
okkar störf. Bæði hvað varðar stöðu
mannréttindamála á Íslandi en ekki
síður fyrir störf okkar í ráðinu,“ seg-
ir Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isáðherra.
Útlit er fyrir að Ísland taki það
sæti sem losnaði í mannréttindaráði
Sameinuðu þjóðanna við úrsögn
Bandaríkjanna úr ráðinu á dögun-
um. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi
Vesturlanda hjá SÞ um að Ísland
gefi kost á sér og gert er ráð fyrir að
Ísland verði eitt í kjöri í aukakosn-
ingum til ráðsins sem haldnar verða í
allsherjarþinginu í næsta mánuði.
Nái Ísland kjöri á það sæti í ráðinu til
ársloka 2019. Guðlaugur Þór veit
ekki dæmi þess að Ísland hafi tekið
sæti í sambærilegum ráðum á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
Guðlaugur segir í samtali við
Morgunblaðið að aðrar þjóðir hafi
farið þess á leit að Ísland gæfi kost á
sér. Hann segir að þetta sé afrakstur
starfs fastanefndar Íslands og þess
að Íslandi hafi látið til sín taka á
þessum vettvangi. „Ég er fyrsti ut-
anríkisráðherra Íslands sem ávarp-
aði ráðið og eftir því hefur verið tek-
ið. Sú gagnrýni sem við höfum sett
fram á stjórnvöld á Filippseyjum
hefur til að mynda vakið athygli,“
segir hann.
„Ísland hefur getið sér gott orð
fyrir framgöngu sína í mannrétt-
indamálum, meðal annars höfum við
beitt okkur fyrir jafnrétti kynjanna
og réttindum hinsegin fólks svo eftir
hefur verið tekið á alþjóðavísu,“ seg-
ir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra og Guðlaugur Þór segir að
áfram verði unnið að þessum
áherslum. „Jafnframt munum við
fylgja eftir kerfisbreytingum í
ráðinu ef við náum kjöri,“ segir hann.
Mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna var sett á fót árið 2006 og
byggir á grunni mannréttindanefnd-
ar SÞ sem starfaði frá 1946. Hlut-
verk þess er að efla og vernda mann-
réttindi í aðildarríkjum SÞ, fjalla um
mannréttindabrot og beinir ráðið
með ályktunum sínum tilmælum til
einstakra ríkja um úrbætur í mann-
réttindamálum. 47 ríki sitja í ráðinu.
Staða okkar í mannrétt-
indamálum vakið athygli
Útlit fyrir að Ísland taki sæti í mannréttindaráði SÞ
AFP
Stórt skref Guðlaugur Þór hefur
ávarpað mannréttindaráð SÞ.
Úrkoma hefur að-
eins nokkrum
sinnum verið
meiri í Reykjavík
í júní heldur en
nú, síðast árið
2014, sýnist rit-
stjóra bloggsins
Hungurdiska,
sem er veð-
urfræðingurinn
Trausti Jónsson.
Rigningunum hafi fylgt sérstök
deyfðartíð til loftsins um landið sunn-
an- og vestanvert. Alveg þurrir dagar
í mánuðinum séu ekki nema fimm til
þessa og verði varla fleiri úr þessu.
Úrkomudagafjöldi í júní hafi ekki
verið slíkur í Reykjavík nema tvisvar
áður, árin 1960 og 1983. Ólíkt hafi far-
ið um þau tvö sumur, það fyrra státi
einnig af einum lengsta samfellda
þurrkakafla nokkurs sumars í ágúst
og sé enn í minnum haft fyrir gæði,
en hið síðara hafi verið allt á versta
veg, kalt, hvasst og blautt. Hámarks-
hiti ársins í Reykjavík fram að þessu
sé ekki nema 14,3 stig og hæsta hita-
tala í júní sé 13,2 stig.
Það sé sárasjaldan að hámarkshiti
júnímánaðar sé lægri en 14 stig í
Reykjavík. Frá því að samfelldar há-
marksmælingar hófust árið 1920 hafi
það sjö sinnum gerst að hámarkshiti
júnímánaðar hafi verið undir 14 stig-
um, þrisvar undir 13,5 stigum og að-
eins einu sinni jafnlágur og nú, en það
hafi verið árið 1978.
Sumareinkunn júnímánaðar á
kvarða ritstjóra Hungurdiskabloggs-
ins verði því mjög lág í Reykjavík, lík-
lega núll og enginn sumardagur hafi
enn skilað sér í júnímánuði að hans
mati. ernayr@mbl.is
Rigning, kuldi og „sér-
stök deyfðartíð“ í lofti
Trausti
Jónsson
Júní í Reykjavík fær nálægt núll í einkunn
minn hringdi á lögregluna, en hann
var skíthræddur. Þá kom hérna lög-
reglan og sérsveitin,“ sagði íbúinn.
„Það er stutt síðan það gerðist síðast
að sérsveitin var hérna í götunni,“
sagði íbúinn og vísaði þar til atviks
sem átti sér stað fyrir rúmri viku
þegar maður var handtekinn með
stórt eggvopn.
Íbúi í búsetuúrræðinu sagði í sam-
tali við blaðamann mbl.is á vettvangi
að maðurinn hefði verið blóðugur og
með áverka á síðunni. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu staðfesti við
mbl.is að lögregla hefði verið send í
Stigahlíð en vildi ekki gefa nánari
upplýsingar. solrun@mbl.is
Lögregla var
kölluð að Stiga-
hlíð í gærkvöldi
eftir að karlmað-
ur, sem dvelur í
búsetuúrræði fyr-
ir umsækjendur
um alþjóðlega
vernd, leitaði að-
stoðar í nærliggj-
andi húsi vegna
áverka. Að sögn
íbúa í götunni barði maðurinn blóð-
ugur að dyrum og kallaði eftir hjálp.
Hann hefði ekki verið alvarlega slas-
aður, en hefði þó verið fluttur á brott
í sjúkrabíl. „Fimmtán ára sonur
Barði blóðugur að
dyrum í Stigahlíð
Lögregla var
kölluð í Stigahlíð.
Hálendisvaktin gerði sig ferðbúna
og lagði af stað frá Olísplaninu á
Norðlingaholti í gær. Hún er starf-
rækt að sumarlagi af björgunar-
sveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Í lok júní ár hvert halda fyrstu
hópar af stað til starfa á hálendinu
og eru til taks og í viðbragðsstöðu
fyrir leit og björgunaraðgerðir.
Tugþúsundir ferðamanna hafa nýtt
sér hálendisvaktina.
Hálendisvaktin lagði af stað í gær
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Slysavarnafélagið Landsbjörg í viðbragðsstöðu á hálendinu í sumar