Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Seldar gistinætur á hótelum á höfuð-
borgarsvæðinu til þýskra ferða-
manna eru 26,3% færri en í fyrra. Þá
hefur eftirspurn frá Svíum og Norð-
mönnum dregist saman.
Þetta má ráða af nýjum tölum
Hagstofunnar yfir seldar gistinætur
á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þær
ná til hótela sem eru opin allt árið.
Samanlagt fjölgaði seldum gisti-
nóttum um rúmt prósentustig á
landinu öllu. Þeim fækkaði í þremur
landshlutum. Samdrátturinn var
0,7% á höfuðborgarsvæðinu, 2,5% á
Suðurnesjum og 3,3% á Austurlandi.
Rímar þetta við upplýsingar um að
bókanir á Austurlandi hafi verið
undir væntingum. Seldum nóttum
fjölgaði hins vegar um 12,9% á Vest-
urlandi og Vestfjörðum og um 6,3%
á Norðurlandi og 5,6% á Suðurlandi.
Tölur Hagstofunnar eru sem áður
segir sundurgreindar eftir þjóðerni.
Benda þær til að eftirspurn frá
einstökum þjóðum sé að breytast.
Til dæmis voru seldar 27,9% fleiri
gistinætur til Ítala á landinu öllu
fyrstu fimm mánuði ársins en í
fyrra. Á hinn bóginn dróst salan
saman um 28,7% til Japana á sama
tímabili.
Bretar og Bandaríkjamenn
keyptu langflestar gistinætur á
fyrstu fimm mánuðum ársins (sjá
graf hér til hliðar). Breytingar á
eftirspurn frá þessum þjóðum vega
því þungt í stóra samhenginu. Eftir-
spurnin frá Bretlandi minnkaði um
5,6% milli ára en jókst um 6,3% frá
Bandaríkjunum. Löndin voru nær
jöfn 2017. Á þessu ári eru Banda-
ríkjamennirnir hins vegar 50 þúsund
fleiri en Bretarnir í janúar til maí.
Stóraukin eftirspurn frá Kína
Athygli vekur að eftirspurn Kín-
verja eftir gistinóttum jókst um
33,7% fyrstu fimm mánuði ársins.
Kínverjar keyptu 81.345 gistinætur,
sem skipar þeim í fjórða sætið á eftir
Þjóðverjum, Bretum og Bandaríkja-
mönnum, sem kaupa flestar nætur.
Eftirspurn frá Kína á því þátt í að
heildareftirspurnin eykst milli ára.
Samkvæmt Hagstofunni seldust
4,29 milljónir gistinátta á hótelum
frá júní 2017 til maí 2018, eða 3%
fleiri en sama tímabil árið áður. Þá
var herbergjanýting í maí 2018
58,4%, sem er lækkun um 3,8% frá
maí 2017. Alls hafi verið seldar
725.000 gistinætur á öllum gististöð-
um í maí. Þar af 430.300 nætur á hót-
elum og gistiheimilum, 120.800 næt-
ur í gegnum vefsíður eins og Airbnb
og 173.900 nætur á öðrum tegundum
gististaða, svo sem farfuglaheimil-
um, hostelum og íbúðahótelum.
Hrun í gistinóttum Þjóðverja
Keyptu um fjórðungi færri gistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra
Stærsti hópurinn, Bandaríkjamenn, kaupir hins vegar fleiri nætur Stóraukin sala til Kínverja
Fjórar stærstu þjóðirnar
Breyting jan.-maí 2017-2018 (%)
Bandaríkin Kína
Bretland
Þýskaland
Bandaríkin
Bretland
Þýskaland
Kína
Frakkland
Holland
Kanada
Svíþjóð
Danmörk
Spánn
Noregur
Japan
Ítalía
Sviss**
Ástralía
Írland
Finnland
Belgía
402.255
352.504
98.096
81.345
55.783
32.426
30.568
28.464
27.654
27.573
25.467
23.552
18.440
18.401
17.256
14.452
12.707
10.097
6,3%
-5,6%
-16,5%
33,7%
7,5%
-16,6%
13,4%
-9,9%
9,8%
7,7%
-3,7%
-28,7%
27,9%
12,6%
29,3%
3,6%
3,9%
13,9%
Seldar gistinætur á hótelum í janúar til maí*
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
300
250
200
150
100
50
0
+80%
+60%
+40%
+20%
0%
-20%
Allt landið Höfuð-
borgar-
svæði
Lands-
byggð
Suðurnes Vesturl. og
Vestfirðir
Norður-
land
Austur-
land
Suður-
land
Þúsundir gistinátta í janúar-maí 2014-2018
Fjöldi gistinátta í jan.-maí 2018, landið allt Breyting 2017-2018
Breyting milli ára eftir landshlutum (%)
2014 2015 2016 2017 2018
2014 2015 2016 2017 2018
202
605
278
694
391
902
550
1.030
575
1.023
Höfuðborgarsvæði
Landsbyggð
Höfuðborgarsvæði Landsbyggð
Jan.-maí 2016-2018
Jan.-maí 2017-2018
Suðurnes
Vesturland og Vestfirðir
Norðurland
Austurland
Suðurland
807
972
1.294
1.580 1.598
111
62
89
22
291
53,7
4,1
18,612,9
36,2
82.6
46,8
13,4
23,5
5,1
9,0
-4,5
-9,8
3,1
-26,3
1,1 -0,7 4,4 -2,5
6,3
-3,3
5,6
*Eingöngu hótel sem opin eru allt árið. Tölur fyrir árið 2018 eru bráðabirgðatölur. **Ásamt Liechtenstein Heimild: Hagstofa Íslands
Alls
1.597.525
gistinætur
Íslendingar
Annað þjóðerni
Janúar-maí 2018
88%
12%
31,6
35,1
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir aukin umsvif
erlendra bókunarvefja í ferðaþjón-
ustu á Íslandi vera áhyggjuefni. Al-
gengt sé að vefsíðurnar taki 15-35%
þóknun af söluverðinu. Sú sneið af
kökunni fari beint til erlendra eig-
enda umræddra bókunarvefja.
Tilefnið er umfjöllun um ferða-
þjónustuna í Morgunblaðinu í gær.
Þar var m.a. rætt við fulltrúa bók-
unarsíðunnar Expedia sem sagði
bókunum hafa fjölgað um rúman
fimmtung milli ára.
„Vöxtur sölusíðna hefur mikil
áhrif á afkomu gististaða og í afþrey-
ingu. Þetta er hlutur sem ferðaþjón-
ustan verður að
huga að. Sum
fyrirtækin hafa
reyndar gert það
með góðum ár-
angri,“ segir
Skarphéðinn
Berg sem telur
vert að hafa
þessa þóknun í
huga þegar arð-
semi ferðaþjón-
ustu er annars vegar. Samtímis því
sem slíkir vefir taki meira til sín sé
innlendur kostnaður ferðaþjónustu-
fyrirtækja að aukast mikið. Þá fyrst
og fremst laun. Þau séu jafnvel orðin
helmingur tekna sem sé alltof hátt
hlutfall. Þessi þróun eigi þátt í að af-
koma ferðaþjónustufyrirtækja hafi
versnað mikið milli ára 2016 og 2017.
Árið 2016 hafi verið eitt það besta í
ferðaþjónustu en árið 2017 mun lak-
ara. Nýja nálgun þurfi til að endur-
heimta arðsemi bestu áranna.
Meðalverðið að lækka
Þá bendir Skarphéðinn Berg á að
fjölgun seldra gistinátta á milli ára
segi ekki alla söguna. Vísbendingar
séu um að meðalverð hafi lækkað.
Með teknu tilliti til kostnaðarhækk-
ana hafi framlegð margra gististaða
því að líkindum minnkað.
Skarphéðinn Berg segir jafnframt
þurfa að taka til umræðu hversu
hátt hlutfall sæta hjá flugfélögunum
er vegna flugs til og frá landinu.
„Hvað ræður því á hverjum tíma
hversu stóran hluta af sætunum
flugfélögin setja í Atlantshafsflugið
og hversu stóran hluta í flug til og
frá landinu? Tekjustýringin ræður
miklu um það. Hún ræður miklu um
hversu margir ferðamenn koma til
landsins,“ segir Skarphéðinn Berg.
Hann segir Ferðamálastofu lítið
vita um hlutfall flugfarþega sem
koma inn í landið á leið yfir hafið.
Flugfélögin hafi verið treg að upp-
lýsa hvað hlutfallið hefur verið.
Stóri hluti teknanna fer úr landi
Ferðamálastjóri segir aukin umsvif netfyrirtækja í bókunum hafa mikil áhrif
Telur þörf á nýrri nálgun til að ferðaþjónustufyrirtækin geti bætt arðsemina
Skarphéðinn
Steinarsson
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma