Morgunblaðið - 30.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi var auglýst til sölu í byrjun júní og hafa áhugasamir kaupendur ekki látið á sér standa, segir Davíð Ólafsson hjá Borg fasteignasölu í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef fundað með áhugasömum kaupendum nánast í hverri viku en þetta er ekki verk- efni sem stokkið er á í fyrstu viku,“ segir Davíð og bætir við að fyrir- spurnum hafi fækkað þá daga sem Ísland átti leik á heimsmeistara- mótinu í Rússlandi. Áhugi einnig frá útlöndum Áhuginn fyrir kaupum á Vigur er bæði frá innlendum og erlendum að- ilum, en þó mestur hjá Íslendingum og nokkrum hópum að sögn Davíðs. „Það eru hópar sem vilja sameinast um verkefnið og þá þarf nokkuð langan tíma til að ná niðurstöðu um hvað og hvernig, verkaskiptingu o.s.frv. Svo eru líka stórir aðilar sem eru að skoða þetta með áfram- haldandi rekstur í huga,“ segir Davíð. Miklir möguleikar eru til að efla ferðaþjónustu í eyjunni en árlega heimsækja Vigur um 10 þúsund gestir. Er kaffihús á staðnum, sem er þó ekki í rekstri að svo stöddu, og þá eru tækifæri til að bæta við smáhýsum og gistiþjónustu, en eng- in slík þjónusta er í boði á eyjunni. Yfir sumarið eru daglegar báts- ferðir út í Vigur frá Ísafirði. Sprenging varð í fjölda fyrir- spurna frá útlendingum eftir að tímaritið Iceland Reivew birti grein um að Vigur væri til sölu. „Það urðu rosaleg viðbrögð eftir greinina í Ice- land Review frá fólki sem vill kaupa og flytja þangað; dálítið rómantískt en kannski ekki alveg raunhæft, en það eru ofboðslega margar fyrir- spurnir af því tagi,“ segir Davíð. Aðspurður um verðmiðann svarar Davíð að miðað við fyrstu viðbrögð verði hann ekki undir 300 milljónum króna. Selst eyjan í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Ljósmynd/Davíð Ólafsson Til sölu Vigur, stundum kölluð Perlan í Djúpinu, er næststærsta eyjan í Ísa- fjarðardjúpi. Núverandi eigendur ætla að selja eyjuna eftir 40 ára veru þar. Margir spurst fyrir um eyjuna Vigur Sögufræg eyja » Vigur dregur nafn sitt af langri og mjórri lögun sinni, en orðið vigur merkir spjót. » Í Vigur er vindmylla, var hún byggð um 1860 og er sú eina sem er enn uppistandandi hér á landi. » Elsti bátur landsins, áttær- ingurinn Vigur Breiður, er í Vig- ur. Er hann um 200 ára gamall og var notaður til fjárflutninga. Fjársýsla ríkisins hefur samið við tölvufyrirtækið Fjölnet á Sauðár- króki um hýsingu á fjárhagsáætl- unarkerfi ríkisins en samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjöl- net var valið. Alls munu 40 stofn- anir og ráðuneyti nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlana- gerð. „Tilgangurinn með innleiðingu á áætlanakerfi er að ná betri yfirsýn og markmiðum um breytt verklag við áætlanagerð, sem leiðir af ný- legum lögum um opinber fjármál. Í þeim er að finna ákvæði sem ætlað er að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur eru skýrar og gagnsæjar,“ er haft eftir Sigurði Pálssyni, framkvæmdastjóra Fjölnets, í fréttatilkynningu. Að auki sé markmið ríkisins að bæta áætlanagerð til lengri tíma, skilvirkara verklag muni einfalda vinnu og auka gæði við gerð áætl- ana. Ljósmynd/Fjölnet Tölvugögn Styrkár Hendriksson, fyrir hönd Fjársýslu ríkisins, og Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Fjölnets, til hægri, handsala samninginn. Fjölnet hýsir fyrir Fjársýslu ríkisins Allt um sjávarútveg Buxum Kjólum Bolum Toppum afsláttur af Opið kl. 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur Smíðum stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn. www.smidakot.is | s 660 3830 Stólar á pallinn Lokað í dag, laugardag. Útsalan hefst mánudaginn 2. júlí. Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.