Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 14
Raflínuframkvæmdir Framkvæmdirnar á Leirubakka hófust sl. þriðjudag.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@gmail.com
Ný tækni var tekin í notkun ný-
verið þegar leiðslur voru lagðar
fyrir rafmagn og kalt vatn á frí-
stundasvæðinu Fjallalandi á
Leirubakka í Landsveit.
Skurðgrafan, sem er nýtekin í
notkun, sagar þunna rák í bergið
þar sem koma má fyrir raf-
magns-, vatns- og ljósleiðara-
línum. Áður hefur þurft að fleyga
hraun og klappir og hefur sú að-
ferð reynst fyrirhafnarmeiri.
„Með þessari nýju aðferð má
lækka kostnað, auka fram-
kvæmdahraða og koma í veg fyrir
mikið jarðrask,“ segir Ólafur Ein-
arsson, eigandi verktakafyrir-
tækisins Þjótanda, sem sá um
verkið fyrir Rarik og eigendur
Leirubakka. „Fram að þessu höf-
um við annaðhvort verið að
sprengja klappir eða fleyga þær,“
segir Ólafur. Hann segir þá að-
ferð tímafreka og kostnaðarsama
og að nýja leiðin skili fimmfalt
meiri afköstum. „Þetta er þekkt í
Þýskalandi og búið að prófa þetta
þar í nokkur ár en lítið hefur ver-
ið gert af þessu hérna.“
Anders Hansen, eigandi Leiru-
bakka, segir verkefnið vera afar
spennandi. „Hér er verið að
leggja vatn og rafmagn um mjög
viðkvæmt og fallegt svæði, þetta
er ósnortið hraun og hér eru að
vaxa upp milljónir birkiplantna.
Það skiptir gríðarlega miklu máli
ef unnt verður að vinna svona
verk með sem allra minnstu jarð-
raski,“ segir Anders. Hann spáir
því að aðferðin verði notuð á
miklu fleiri stöðum á næstu árum
í ljósi sífellt aukinnar kröfu um
að vel sé gengið um náttúruna á
sama tíma og framkvæmdaþörf
eykst.
Lárus Einarsson, svæðisstjóri
Rarik, segir umgengnina vera allt
öðruvísi með tilkomu nýju tækn-
innar: „Þetta er margfalt hrein-
legra allt, það kemur bara rauf í
jörðu í staðinn fyrir svokallaða
fleygun. Þetta er fljótlegra og
umgengnin er margfalt betri.“
Ný og umhverfisvænni
tækni við strenglagnir
Byltingarkennd tækni frumreynd á Leirubakka
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Upptalning á því hvaða óskráðar
reglur og hefðir gilda um störf
þingmanna getur eðli málsins sam-
kvæmt aldrei
orðið tæmandi.
Auk þess væri
það afar óhefð-
bundið að gera
óskráðar hefðir
og venjur skráð-
ar með svari við
fyrirspurn á
þingskjali.
Þetta segir
Steingrímur J.
Sigfússon, forseti
Alþingis, í skriflegu svari við fyr-
irspurn frá Birni Leví Gunnarssyni,
þingmanni Pírata, um það hvaða
óskráðar reglur og hefðir gilda um
störf Alþingis. Svarið var birt í
þingskjali á vef Alþingis í fyrra-
kvöld.
Komið út í „tóma þvælu“
Fyrirspurnir Björn Levís á Al-
þingi, jafnt fjöldi þeirra sem inni-
hald, hafa vakið talsverða athygli
og deilur. Lét m.a. Bjarni Bene-
ditksson fjármálaráðherra þau orð
falla í þingræðu í lok maí að fyrir-
spurnirnar væru komnar út „í tóma
þvælu“.
Í svari Steingríms segir að sam-
kvæmt 3. mgr. 8. gr. laga um þing-
sköp Alþingis megi beina til forseta
Alþingis fyrirspurnum á þingskjali
og óska skriflegs svars um „stjórn-
sýslu á vegum þingsins“. Í fyrir-
spurn Björns Levís sé óskað upp-
lýsinga frá forseta Alþingis um
hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi
um störf þingmanna. Það efni, sem
fyrirspurnin taki til, varði ekki
stjórnsýslu á vegum Alþingis eða
stjórnsýslu sem þinginu hafi verið
sérstaklega falin samkvæmt lögum.
Svör forseta við fyrirspurninni taki
óhjákvæmilega mið af þessu.
Ávarpsorð meðal hefða
Orðrétt segir síðan í svarinu:
„Engar sjálfstæðar hefðir eða venj-
ur gilda um stjórnsýslu Alþingis,
t.d. um fjármálaumsýslu þingsins,
fyrir utan almennar reglur í sam-
skiptum manna. Þær reglur sem
lúta að stjórnsýslunni eru bundnar í
lögum eða reglum sem forsætis-
nefnd hefur sett. Þar má nefna lög
nr. 88/1995, um þingfararkaup al-
þingismanna og þingfararkostnað,
reglur forsætisnefndar um þingfar-
arkostnað og vinnureglur skrifstof-
unnar um þingfararkostnað sem
staðfestar eru af forsætisnefnd.
Ýmsar hefðir og óskráðar reglur
gilda þó um fjölmargt annað í starf-
semi Alþingis og er vikið að mörg-
um þeirra í ritinu Háttvirtur þing-
maður. Sem dæmi má nefna að föst
hefð er að forseti minnist látins al-
þingismanns eða fyrrverandi al-
þingismanns á þingfundi. Þá er
venja að alþingismenn klæðist
formlegum og snyrtilegum klæðn-
aði á þingfundum, að stjórnarmál
hafi forgang fram yfir þingmanna-
mál, að þingflokksformenn tilnefni
fulltrúa til þátttöku í sérstökum
umræðum og að alþingismenn séu
ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur
þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir
„hæstvirtur ráðherra“. Margt ann-
að mætti nefna en hér verða áður-
greind dæmi látin nægja. Frekari
upptalning gæti eðli málsins sam-
kvæmt aldrei orðið tæmandi auk
þess sem það væri afar óhefðbundið
að gera óskráðar hefðir og venjur
skráðar með svari við fyrirspurn á
þingskjali.“
Hefðir og venjur breytast
„Þá er að lokum rétt að benda á
að hefðir og venjur breytast í tím-
ans rás. Sumt leggst af en annað
kemur í staðinn. Má sem dæmi
taka að á degi Norðurlanda 23.
mars sl. var fánum allra Norður-
landaþjóðanna flaggað framan við
Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að
slíkt verði gert eftirleiðis og þar
með skapist venja, hefð, sem verði í
heiðri höfð.“
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir mikinn fjölda fyrirspurna á Alþingi.
Óhugsandi að nefna
allar óskráðar reglur
Væri óhefðbundið að skrá hefðir með svari á þingskjali
Steingrímur J.
Sigfússon
Skötumessan er
styrktarvið-
burður sem hald-
inn er ár hvert í
tengslum við Þor-
láksmessu að
sumri. Í ár er við-
burðurinn hald-
inn 11. júlí í
Gerðaskóla í
Garði en viðburð-
urinn hefur verið
vel sóttur undanfarin ár, að sögn Ás-
mundar Friðrikssonar, eins af að-
standendum veislunnar. „Við erum
farin að þekkja andlitin í gegnum ár-
in en hingað flykkist fólk alls staðar
að af landinu.“ Með viðburðinum
vilja aðstandendur skötumessunnar
styrkja samfélag fatlaðra og ann-
arra sem hugsanlega gætu þurft á
því að halda. „Þeir sem styrkina fá
mæta á Skötumessuna og veita þeim
móttöku svo það fólk sem leggur til
Skötumessunnar upplifi sína þátt-
töku í því sem við styrkjum.“
Á kvöldinu er, eins og nafnið gefur
til kynna, boðið upp á skötu ásamt
fleiru og skemmtiatriðin eru ekki af
verri endanum. Tekið er á móti gest-
um með harmoníkuleik, Geir Ólafs
syngur ásamt fleirum og kvöldinu
lýkur með stuttum tónleikum með
hljómsveitinni Gullkistan.
Nýlega gaf sjóður Skötumess-
unnar sjónvarp til húsnæðis Rauða
krossins á Ásbrú. „Það var haft sam-
band við okkur þegar hælisleitendur
gátu ekki horft á heimsmeistara-
mótið í fótbolta í húsnæðinu. Við
færðum þeim sjónvarp samdægurs,“
segir Ásmundur.
Styrkja samfélag fatl-
aðra með skötuveislu
Ásmundur
Friðriksson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Afhellir uppgötvaðist í maí sl. innan í
Hlöðuhelli við Ægissíðu. Rannsókn á
hellinum stendur yfir og hefur
Minjastofnun sent sýni úr honum til
greiningar, líkt og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær. Afhellirinn fannst
við viðgerðir á hellinum. Innri hluti
Hlöðuhellis hrundi um aldamótin
1900.
„Nýlega var ákveðið að hreinsa úr
hellinum og gera við hrunið. Við þær
framkvæmdir fannst afhellirinn.
Hann hefur verið þarna líka um 1900
en það er hvergi minnst á hann í
heimildum, sem er sérstakt,“ segir
Uggi Ævarsson, minjavörður Suður-
lands, við Morgunblaðið.
Lítið sem ekkert er vitað um
hverjir hafi byggt hellana og hve-
nær. Uggi Ævarsson segir: „Það er
ráðgáta með þessa hella. Þess vegna
er maður mjög spenntur fyrir ein-
hverju svona, þegar það opnast hellir
sem er búinn að vera lokaður. Þá er
hugsanlega hægt að finna gripi eða
eitthvert lífrænt efni í hellinum sem
hægt er að aldursgreina.“
Ægissíðuhellarnir eru 12 talsins
og viðgerðir standa yfir á tveimur
þeirra. „Hellarnir hafa verið lokaðir
fyrir almenningi síðustu ár en til
stendur að breyta því núna, jafnvel í
sumar,“ segir Uggi.
Manngerðu hellarnir á Suðurlandi
rekja sögu sína langt aftur í tímann
og hefur verið talið írskir munkar,
Papar, hafi hreiðrað um sig í þeim.
Einn þeirra sem trúðu þeirri kenn-
ingu var Einar Benediktsson og fékk
hann Kjarval til að teikna upp rissur
af veggjakroti í veggjum Ægissíðu-
hellanna.
Framkvæmdir
á ævafornum
Ægissíðuhellum
Afhellir uppgötv-
aður fyrir tilviljun í
Hlöðuhelli
Afhellir Við framkvæmdirnar í
Hlöðuhelli fannst annar hellir