Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 20

Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 20
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tilboð Frestur til að ganga að yfirtökutilboði Brims í HB Granda rann út í gær kl. 17. Afstaða stærstu hluthafa til sölu breyttist ekki á tímabilinu. Væringar komu Gildi á óvart Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Gildis, fjórða stærsta eiganda sjávarútvegsfyrir- tækisins HB Granda með 8,62% hlut, segir aðspurður að sjóðurinn hafi ekki fengið að vita af því fyrirfram að Rannveig Rist, fyrrverandi stjórnar- maður í HB Granda, ætlaði að hætta í stjórninni. Rannveig sagði sig úr stjórn félagsins á miðvikudaginn vegna þess að hún var ósátt við þá ákvörðun meirihluta stjórnarinnar að ráða Guðmund Kristjánsson, þá- verandi stjórnarformann félagsins, í stól forstjóra í stað Vilhjálms Vil- hjálmssonar, sem sagt var upp störf- um. Rannveig Rist sat, eins og aðrir stjórnarmenn, í stjórninni með stuðningi Gildis. Spurður hvort forstjóraskiptin sjálf hefðu orðið með vitund Gildis segir Árni svo ekki vera. „Þetta var ekkert borið undir okkur.“ Árni segir aðspurður að væring- arnar sem lýst er hér á undan breyti þó í engu þeirri fyrirætlan sjóðsins að halda óbreyttum hlut í félaginu og taka þannig ekki yfirtökutilboði sem Brim gerði öllum hluthöfum HB Granda eftir að félagið keypti 34% hlut í félaginu í apríl sl. „Við ætlum að standa við þann samning sem við gerðum.“ Vill hluthafafund fljótlega Varðandi þann möguleika að Guð- mundur Kristjánsson sitji áfram í stjórn HB Granda, eins og fullyrt er í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni, seg- ist Árni ekki telja það eðlilegt. „Það yrði þá enda eina félagið í Kauphöll- inni með þá skipan mála, sem mér finnst ekki rétt.“ Varðandi skipan stjórnarinnar nú í framhaldinu segist Árni binda vonir við að HB Grandi muni boða til hlut- hafafundar mjög fljótlega, eins og hann orðar það. „Mér finnst lang- eðlilegasti gangur mála að félagið sjálft hafi frumkvæði að því að boða til hluthafafundar. Ég held að allir sjái að fjögurra manna stjórn í svona skipan gengur ekki. Ef stjórnin gerir það ekki þá held ég að það liggi fyrir að einhver hluthafanna muni óska eftir fundi.“ Fresti til að taka yfirtökutilboðinu lauk kl. 17 í gær, en ekki lá fyrir end- anleg niðurstaða um hve margir tóku tilboðinu þegar blaðið fór í prentun. tobj@mbl.is  Ekki rétt að forstjóri sitji í stjórn 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 30. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.15 106.65 106.4 Sterlingspund 139.44 140.12 139.78 Kanadadalur 80.07 80.53 80.3 Dönsk króna 16.563 16.659 16.611 Norsk króna 13.001 13.077 13.039 Sænsk króna 11.825 11.895 11.86 Svissn. franki 106.8 107.4 107.1 Japanskt jen 0.9595 0.9651 0.9623 SDR 149.23 150.11 149.67 Evra 123.45 124.15 123.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.6639 Hrávöruverð Gull 1250.5 ($/únsa) Ál 2172.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.5 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Sjóvá sendi frá sér afkomuvið- vörun í gær um að samsett hlutfall félagsins verði hærra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og að tap verði af fjárfestingum. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að bruni í fiskeldisstöð á Núpum í Ölfusi fyrr í vik- unni og bruni í Miðhrauni í byrjun apríl geri það að verkum að samsett hlutfall annars ársfjórðungs stefnir í að verða um 106%. Áður hafði verið áætlað að samsett hlutfall á öðrum ársfjórðungi yrði 97%. Áhrif tjónanna tveggja eru því talin um 9 prósentustig til hækkunar á samsettu hlutfalli fjórðungsins. Í upphafi árs kynnti Sjóvá horfur um 96% samsett hlutfall fyrir árið 2018. Í ljósi ofangreinds eru horfur fyrir sam- sett hlutfall ársins nú um 98%. Þá er ljóst að afkoma Sjóvár af skráð- um hlutabréfum verður neikvæð á öðr- um ársfjórðungi og afkoma af fjárfest- ingastarfseminni í heild jafnframt neikvæð og því undir væntingum. Sjóvá varar við verri af- komu á öðrum fjórðungi Tryggingar Slakur annar fjórðungur. STUTT BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is „Salan er meiri en á sama tíma í fyrra, alveg greinilega,“ segir Tóm- as J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, þegar hann er spurður hvernig sala á sólarlandaferðum gengur í veðrinu sem hefur hrjáð borgarbúa undanfarið. „Það eru mjög fá sæti eftir í júlí, til dæmis,“ heldur Tómas áfram. „Við erum með níu ferðir á viku, sem er töluvert mikið framboð. Það eru til sæti hér og þar en ef fólk ætlar að koma sér út með okkur þarf það að fara að drífa sig í að bóka ferðir.“ Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, segir að það sé töluverð fylgni á milli bókana hjá þeim og hvernig veðrið er hérlend- is. „Við sjáum mun í sumar miðað við önnur sumur þar sem veður hefur verið betra hér á höfuðborg- arsvæðinu. Veðrið hefur að sjálf- sögðu áhrif; fólk sem hafði ekki ætlað sér að fara út í sumar er að taka ákvarðanir með stuttum fyr- irvara um að skella sér út í sól. Það sýnir sig að það eru tengsl milli veðurs og bókana hjá okkur.“ Bjuggust við HM-áhrifum Þórunn segir HM ekki hafa sett neitt strik í reikninginn hjá Úrvali- Útsýn því salan síðustu vikur hefur verið mjög góð og þau sjá töluverð- an mun á sölu sólarlandaferða síð- ustu daga og vikur. Tómas hefur svipaða sögu að segja. „Tvö síðustu sumur hafa náttúrlega ekki verið neitt sérstök, að minnsta kosti hér á höfuðborg- arsvæðinu. Salan hefur engu að síð- ur verið töluvert betri í maí og júní í ár en í fyrra. Við héldum að HM myndi setja strik í reikninginn en það virðist ekki vera. Veðrið virðist hafa meiri áhrif.“ Minna markaðsstarf Sólarstundir á höfuðborgarsvæð- inu hafa verið með minnsta móti og þegar Tómas var spurður hvort það þyrfti eitthvert markaðsstarf til þess að selja sólarlandaferðir, eða hvort ferðirnar seldu sig sjálfar, stóð ekki á svörum. „Þessi hefð- bundna markaðssetning hefur að- allega verið í að selja síðustu sætin í einstökum ferðum. Undanfarið höfum við kannski dregið aðeins úr auglýsingastarfinu því viðskiptavin- irnir leita meira til okkar að eigin frumkvæði, sérstaklega síðustu tvær til þrjár vikurnar. Borgarbúar eru orðnir það leiðir á veðrinu.“ Alltaf hægt að koma fólki í sól Þórunn segir Íslendinga mjög viðkvæma fyrir veðrinu. „Svona vont veður hefur áhrif á sálarlíf landsmanna. Góðu fréttirnar eru þær að það er aldrei uppselt hjá okkur og alltaf hægt að leita til okkar. Það eru alltaf leiðir til þess að koma landanum í sól. Við erum svo heppin í dag að það eru um þrjátíu flugfélög sem fljúga til og frá landinu, sem er allt annað en var fyrir nokkrum árum.“ Höfuðborgarbúar leita sólarinnar Morgunblaðið/Eggert Sól Vinsælt er að fljúga í betra veður, þótt sumir ákveði að róa á önnur mið. Sól og sumar » Landsmenn fara oftar á ári til útlanda og meiri ferða- hugur er í landanum, segir forstjóri Úrvals-Útsýnar. » Munur er á bókunum í sumar og síðasta sumar, að sögn forsvarsmanna ferða- skrifstofa. » Meiri tilhneiging er til þess hjá landsmönnum að fara í styttri sólarlandafrí en áður. » Þeir sem taka sér lengra frí hafa yfirleitt bókað með meiri fyrirvara.  Aukin sala á sólarlandaferðum í byrjun sumars  HM setti ekki strik í reikninginn varðandi söluna Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.