Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 27
MESSUR 27á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Kristina K. Szklenár organisti leiðir ásamt félögum kirkju- kórs Árbæjarkirkju safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júlíloka vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks kirkjunnar. Ekkert helgihald verður í kirkjunni fyrr en eftir verslunarmannahelgi. BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matt- híasson. Hressing í safnaðarheimili eftir messu. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar. Félagar úr Dómkórn- um syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. EIÐAKIRKJA | Laugardaginn 30. júní: Messa kl. 14. Fermdur verður Máni Benediktsson, Eg- ilsstöðum. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasóknar í Garðakirkju kl. 11. Org- anisti er Jóhann Baldvinsson og prestur er Hans Guðberg Alfreðsson. GLERÁRKIRKJA | Helgistund kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti er Valmar Väljaots. Fyrirbænir og sakramenti. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ásta Haraldsdóttir organisti og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Heitt á könnunni. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Orgelleikur, íhugun, samfélagið um Guðs borð. Douglas A. Brotchie leikur á orgelið. Sr. Jón Helgi Þórarinsson leiðir stundina. Kaffi- sopi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyr- ir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Alþjóðlegt orgels- umar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Irena Chribková, organisti frá Tékklandi, leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson, prestur er Eiríkur Jó- hannsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Mintute í boði við innganginn! Litaborð fyrir börnin og kaffisopi á Torginu að messu lokinni. SELFOSSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Kirkjukórinn syngur, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur er Gubjörg Arnardóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Barn verður borið til skírnar í athöfninni. SELTJARNARNESKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Prestar íslenska safnaðarins í Ósló ferma íslensk börn sem eru búsett í Nor- egi. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu- dag 1. júlí kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjudagurinn með alt- arisgöngu kl. 14. Sr. Kristján Björnsson, verðandi vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Sr. Sveinn Alfreðsson og sr. Kristján þjóna fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Bænir Gunnlaugur Ingimundarson og María K. Jacobsen. Reynir Pétur Steinunn- arson leikur á munnhörpu. Meðhjálpari er Val- dís Ólöf Jónsdóttir. Kaffi í Grænu könnunni eft- ir messu ÞINGVALLAKIRKJA | Messa 1. júlí kl. 14. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Organisti er Guð- mundur Vilhjálmsson. Orð dagsins: Jesús kennir af skipi. (Lúk. 5) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kirkjur Skeggjastaðakirkja Kostnaður við rekst- ur virkjana felst í fjár- magnskostnaði, föstum kostnaði vegna rekstr- ar og viðhalds og svo breytilegum rekstr- arkostnaði. Fyrir kola- og jarðgasstöðvar er breytilegur rekstr- arkostnaður mikill, en fyrir vatnsafls- og jarðgufustöðvar er hann enginn, alla vega á meðan framboð orku er án auðlindagjalds eins og reyndin er í dag. Raforkumarkaður á Bretlandi Miklar framfarir hafa orðið í þró- un raforkumarkaða á undanförnum árum, þar sem tekið hefur verið til- lit til reynslu af mistökum fyrri ára, t.d. raforkukreppunni í Kaliforníu um síðustu aldamót. Í dag eru markaðirnir taldir nokkuð öruggir og víða er starfsemi þeirra sjáanleg fyrir almenning í rauntíma, t.d. á Bretlandi (http://www.grid- watch.templar.co.uk/). Þar er hægt að fylgjast með hvernig smám sam- an er verið að leysa kolarafstöðvar af hólmi með vind- og sólarraf- stöðvum. Einnig sést stöðug keyrsla á kjarnorkustöðvum, en fjölgun þeirra á Bretlandi er áform- uð og verður það aðalsamkeppnin við hugmyndir um sæstreng frá Ís- landi. Allt miðast þetta að því að minnka útblástur gróðurhúsa- lofttegunda til hagsbóta fyrir mannkyn. Áhugavert er að skoða markaðinn í beinni útsendingu og hvernig hann bregst við mismun- andi uppákomum. Raforkumarkaður á Íslandi Í grein Elíasar B. Elíassonar (EBE) í Morgunblaðinu 26.6. 2018 virðist hann halda því fram að ekki sé hægt að hanna raforkumarkað nema þar starfi í bland virkjanir sem noti jarðefnaeldsneyti, kol eða náttúrulegt gas og hafi þannig í för með sér umtalsverðan breytilegan rekstrarkostnað. Komi til sæ- strengur til Bretlands, segir Elías, væri það til að skapa möguleika á að íslenskar vatnsafls- og jarð- varmavirkjanir gætu nýtt sér varmaaflið á Bretlandi til sam- keyrslu. Þess vegna feli samþykkt Íslendinga á þriðja orkupakkanum í sér heimild fyrir Evrópusambandið að þröngva sæstreng til Bretlands upp á Íslendinga hvort sem þeir vilja hann eða ekki og hvort sem hann er arðbær fjárfesting eða ekki. Þetta er misskilningur eins og margoft hefur komið fram. Það hefur hingað til verið hand- hægt í reiknilíkönum, sem starf- rækt hafa verið á Íslandi á síðustu áratugum, að sleppa áhrifum frá fjármagns- og föstum rekstrar- kostnaði við mótun á markfalli rekstrar. Breytilegur kostnaður kemur þá frá vatnsgildum lóna, mati á orkuskerðingu og svo elds- neytiskostnaði þess litla dísilafls sem er starfrækt á landinu í dag. Þannig hefur fyrirkomulag mark- aða hingað til verið með hætti ein- okunar, samkvæmt gjaldskrár- og samningsmiðaðri sölu á raforku. Við skulum einnig hafa í huga að kaupendur og seljendur munu óbeint taka yfir stjórnun á sam- keppnismarkaðnum og smám sam- an læra á virkni hans út frá stað- bundnum aðstæðum, hvort sem sæ- strengur til Bretlands verður kominn eða ekki. Fyrirsjáanleiki Elíasar er vafasamur hvað þetta at- riði varðar. Landsnet er nú með í undirbúningi stofnun á uppboðsmarkaði sem taki til starfa fyrir ár- ið 2020. Með uppboðs- markaði kæmu ný vinnubrögð sem vissu- lega þarf að huga að fyrr en seinna. Þessi vinnubrögð er vel hægt að sérhanna fyr- ir íslenskar aðstæður. Þess vegna er nauð- synlegt að viðhalda þekkingu á þessu sviði í landinu þegar tekið verður við nýjum vinnubrögðum í samstarfi við ACER, samkvæmt þriðja orku- pakkanum. Staðhæfingar EBE Hér á eftir eru sýnd nokkur at- riði um þriðja orkupakkann, sem Elías heldur fram í grein sinni ásamt stuttorðum viðbrögðum mín- um: 1. Þriðji orkupakkinn er óheppi- legur rammi um raforkumarkað þar sem jarðgas og kol stýra mestu, en þá vantar nauðsynlegt aðhald og hvata fyrir íslenskar að- stæður. – Um þetta hefur verið rætt hér að framan. 2. Friður er úti um að haga mál- um á okkar veg. – Með nýjum starfsháttum í samráði við ACER ætti þeim tilvikum að fækka. 3. ESB hefur misheppnast að ná saman samleitum virkum raforku- markaði. – Þetta er beinlínis rangt, reynslan er mjög góð. 4. Önnur ríki munu skjóta sér á bak við undanþágur fyrir Ísland. – Einkennileg framsetning, en með því að taka upp þriðja orkupakkann ætti undanþágum að fækka. 5. Landsreglarinn verður óháður. – Þetta er einmitt það sem við þurfum. Raforkulögin frá 2003 höfðu það að markmiði að rjúfa tengslin milli stjórnmála og ákvarð- ana í orkumálum og láta uppboðs- markaðinn fá þar sjálfstæðara hlut- verk. Því miður eru yfirmenn orkufyrirtækja í opinberri eigu ennþá að jagast í að það þurfi að bíða eftir pólitískum ákvörðunum um hitt og þetta. 6. Landsreglarinn verður Tróju- hestur fyrir ESB inn í Ísland. – Hvaða ofsóknarhræðsla er þetta eiginlega? Upptalningar Elíasar og margra annarra sem hafa tjáð sig um ókosti þess að taka upp þriðja orkupakkann eru yfirfullar af nei- kvæðni, en hvergi ber á neinu já- kvæðu. Og að lokum Evrópubandalagið (EB) var upp- haflega bandalag stofnað með undirritun Rómarsamningsins 1957 og hét þá Efnahagsbandalag Evr- ópu (EBE). Nafninu var síðar breytt í Evrópusambandið (ESB) með Maastrichtsamningnum 1992. Það er óheppilegt hjá Elíasi að nota eldra nafnið EBE, sem getur valdið ruglingi, en það er einmitt skammstöfun á nafni hans sjálfs. Aftur um þriðja orkupakkann Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Með uppboðsmark- aði munu kaupendur og seljendur óbeint taka yfir stjórnun á honum og smám saman læra á virknina út frá stað- bundnum aðstæðum. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Þann 24. júlí 2018 kl. 16:00 er boðað til hluthafafundar í Eimskipafélagi Íslands hf., kt. 690409-0460, í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2. Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 14. júlí 2018. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæða- seðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthöfum sem ekki sækja fund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Eigi síðar en fimm dögum fyrir fund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir fundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en fundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors 1. Tillaga um lækkun hlutafjár 2. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum 3. Önnur mál, löglega upp borin HLUTHAFAFUNDUR EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF. drög að dagskrá reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Skjöl sem lögð verða fyrir fund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar einni viku fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar viku fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á fundardegi. Reykjavík, 28. júní 2018, Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. aðrar upplýsingar Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma569 1390 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.