Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 ✝ Ingibjörg Sig-urlaugsdóttir fæddist 9. febrúar 1947 á Ísafirði. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða 19. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kar- itas Ingibjörg Rós- inkarsdóttir f. 17. september 1909, d. 9. ágúst 1994 og Sigurlaugur Þorleifur Sig- urlaugsson f. 20. ágúst 1903, d. 28. júlí 1965. Systkini Ingibjarg- ar eru Baldur Breiðfjörð, f. 4. ágúst 1930, d. 6. október 1976, Sigurlaugur Jóhann, f. 8. sept- ember 1931, d. 18. maí 1991, Lydía Rósa, f. 13. febrúar 1933, Karl Trausti, f. 19. júlí 1934, d. 30. júní 1990, og Erling f. 4. apr- Hjört Leó Guðjónsson og Hörpu Hlíf Guðjónsdóttur. Ingibjörg ólst upp á Ísafirði og lauk gagnfræðaprófi frá Grunnskóla Ísafjarðar 1964. Hún lauk námi við Hjúkrunar- skóla Íslands í ágúst 1969. Ingi- björg vann sem hjúkrunar- fræðingur við Sjúkrahús Ísafjarðar frá 1970 til 1972 en þá flutti hún ásamt Sigurlaugi Birgi til Akraness og vann á Sjúkrahúsinu á Akranesi til árs- ins 1978, bæði á lyflæknadeild og sem deildarstjóri á hjúkrun- ar- og endurhæfingardeild. Árið 1978 fluttist Ingibjörg til Ísa- fjarðar og vann á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði, síðar Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, til ársins 2009. Eftir að Ingi- björg hætti að vinna við hjúkr- unarstörf starfaði hún mikið með Karitas-handverksmarkaði og stuðningshópi krabbameins- sjúkra og aðstandenda, Vinum í von, á Ísafirði. Útför Ingibjargar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 30. júní 2018, klukkan 14. íl 1936, d. 21. des- ember 2010. Sonur Ingibjarg- ar er Sigurlaugur Birgir Ólafsson f. 14. október 1968. Faðir hans var Ólafur Edward Sig- urðsson f. 20. júlí 1945, d. 30. júlí 1995. Bræður Sig- urlaugar Birgis samfeðra; Sigurð- ur, Hákon og Lárus. Sigurlaugur Birgir á tvær dætur með Þuríði Pétursdóttur (skilin); a) Karen, f. 18. janúar 1992 unnusti Eysteinn Eiríksson b) Birna f. 23. október 1996 unn- usti Jón Lárus Sigurðsson. Sam- býliskona Sigurlaugs Birgis er Þórdís Erla Þórðardóttir f. 15. október 1970, hún á tvö börn; Það má segja að skjótt skip- ast veður í lofti. Ekki átti ég von á að símtal um klukkan sex, hinn 19. júní, við mömmu yrði okkar síðasta samtal. Mamma labbaði yfir á sjúkrahúsið heima á Ísafirði stuttu seinna og eftir stutta dvöl á gamla vinnustaðnum lést hún og dán- armein var hjartaáfall. Þegar ég hugsa til baka til mömmu og þess tíma sem við áttum saman finnst mér hún hafa verið mikil hetja og töffari. Hún var einstætt foreldi og bjó svo ein þegar ég flutti að heim- an. Mamma var ekki alltaf með vindinn í bakið og þurfti oft að berjast í mótvindi í lífsins amstri. Margar góðar minning- ar um samverustundir með henni og dætrum mínum rifjast upp og það var alltaf gott að heimsækja hana heim á Ísa- fjörð. Sömuleiðis heimsóknir hennar til mín og Þórdísar á Selfoss, þá sérstaklega núna síðustu jól þegar hún táraðist úr hlátri við að rifja upp við- urnefni á fólki fyrir vestan og víðar. Ferðalög sem hún átti frumkvæði að eiga eftir að skilja eftir góðar minningar. Elsku mamma, takk fyrir allar góðar stundir. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. (Steinn Steinarr) Þinn sonur, Sigurlaugur Birgir. Ég kynntist Ingu 2012 þegar við Biggi fórum að skjóta okkur saman. Strax í byrjun tók hún mér og mínum krökkum, Hirti Leó og Hörpu Hlíf, ákaflega vel og hjá þeim bættist við ein amma í hópinn, þ.e. amma Inga. Inga kom mér fyrir sjónir sem mjög sjálfstæð kona, enda hafði hún alla tíð þurft að treysta einungis á sig sjálfa þar sem hún var einstæð móðir. Inga fór algjörlega sínar eigin leiðir alveg sama hvað öðrum fannst og í mínum huga er þetta mikill kostur. Árið sem Inga varð 67 ára stakk hún upp á því að við færum til Boston því það var eitthvað sem hana hafði dreymt um. Það varð úr að við Birgir fórum ásamt for- eldrum mínum. Þessi ferð var frábær í alla staði og algjörlega ógleymanleg og fer hún á góðan stað í minningabankann. Við Inga bárum gagnkvæma virð- ingu og mikla væntumþykju hvor fyrir annarri. Hún var svo ánægð með samband okkar Bigga og fannst hann hafa lent í góðum höndum en auðvitað var það ekki síður ég sem var heppin. Elsku Inga, ég er þakk- lát fyrir þennan tíma sem við áttum saman þó hann hafi verið alltof stuttur, ég lofa að passa vel upp á strákinn þinn. Þín tengdadóttir, Þórdís Erla. Það sem ég man helst er hvað hún var montin af okkur Birnu, sem vorum einu barna- börnin hennar. Hún elskaði líka stjúpömmubörnin, Hörpu og Hjört. Amma var alltaf ljúf og góð og átti alltaf til alls konar góðgæti sem okkur þótti ekki leiðinlegt. Amma vildi alltaf gefa manni eitthvað að borða. Það þýddi alls ekki að segja nei. Það var alltaf eitthvað sett á borðið, stundum bara smá- kökur, stundum brauð og fullt af kökum, stundum bara kók. En það var alltaf eitthvað sett á borðið. Amma var hinn mesti sælkeri og elskaði kökur og sætindi. Hún bauð okkur oft með sér að borða á hinum ýmsu stöðum og sagði iðulega „þá sjaldan maður leyfir sér eitt- hvað“. Við systurnar slógum ekki hendinni á móti því, enda báðar sælkerar líka og auðvelt að sjá hvar maður fékk þann eiginleika. Amma hélt upp á hluti sem öðrum hefðu kannski þótt ómerkilegir en okkur fannst gaman að skoða þegar við heimsóttum hana, gömul bréf og myndir þar á meðal. Amma sagði okkur oft skemmtilegar sögur úr lífi sínu, til dæmis úr hjúkrunarnámi hennar sem þótti spennandi. Skemmtileg minning um ömmu sem kemur alltaf upp í kollinn á manni er þegar við vorum sam- an fjölskyldan í Vallholtinu að spila Actionary. Amma lét það ekkert á sig fá að leika fyrir okkur skjaldböku og gerði það með glæsibrag og flottum til- þrifum með tilheyrandi hlátra- sköllum frá okkur og henni. Amma var með mjög skellinn hlátur og það var erfitt að hlæja ekki með henni þegar hún fékk hláturskast. Amma hló alltaf af svo mikilli innlifun, hún hristist öll til og hló og allt andlitið hennar geisl- aði og það var erfitt að hlæja ekki með henni þegar hún byrj- aði. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þess hversu hlý knúsin hennar ömmu voru. Í hverju einasta knúsi klappaði hún á bakið okkar, mjög rólega- .Og ég fann alltaf þessa hlýju frá henni og maður fann líka mjög mikið fyrir væntumþykju hennar til okkar þegar hún knúsaði okkur. Amma bauð okkur systrum til Mallorca árið 2004 í heila viku. Fyrsta sólarlandaferðin okkar systranna sem okkur þótti ekki leiðinlegt. Við busl- uðum í lauginni á meðan amma fylgdist með okkur á bakkan- um. Minnisstæðasta atvik ferð- arinnar var þegar amma ætlaði að panta sér kjúkling á ensku og bað þjóninn um eitt stykki eldhús, „one kitchen please“. Við áttum erfitt með að jafna okkur eftir það hláturskast. Amma var ævintýragjörn sérstaklega á seinni árum en hún ferðaðist ein til Frakklands og Rússlands með bændaferð- um. Þó að hún hafi ekki verið sú tæknivæddasta náði hún að skipuleggja þessar ferðir á eig- in spýtur. Næst á ferðaplönum hennar var Stokkhólmsferð til Karenar sem hún náði því mið- ur ekki að fara í. Hún fór líka í þyrluflug með pabba þegar hún varð 70 ára, þótt hún hafi alltaf verið ótrúlega flughrædd. Og tilkynnti okkur það að næst ætlaði hún að bjóða Karen þeg- ar hún yrði 80 ára og Birnu þegar hún yrði 90 ára í þyrlu- flug. Við minnumst hennar af mik- illi ást og munum hugsa til hennar ætíð af hlýhug. Birna Sigurlaugsdóttir og Karen Sigurlaugsdóttir. Hún Inga frænka kvaddi fyrr en nokkurn hafði órað fyrir. Enda fór hún Inga sínar eigin leiðir. Hún lét ekki hafa mikið fyrir sér. Það sannaðist best daginn sem hún lést. Hún fann að hún var ekki eins og hún átti að sér að vera svo hún labbaði yfir á sjúkrahús. Þrekið var minna og hún þáði aðstoð ná- grannakonu með töskuna. Ör- stuttu seinna var hún látin. Þarna er Ingu Sigurlaugs best lýst. Hún bjargaði sér sjálf, var vön því og við hin gátum þar engu breytt, reyndum það ekki einu sinni. Hún gekk alltaf á milli staða, hún var dugleg að vera úti og það var notalegt að hitta hana í bænum og spjalla. Inga var stórglæsileg kona svo athygli vakti. Hún var líka umönnunar- og hjúkrunarkona af lífi og sál. Hún bar mikla umhyggju fyrir öllum sínum skjólstæðingum og hafði ein- staklega mjúkar og hlýjar hendur. Það var gott að geta hlaupið yfir til Ingu og fengið aðstoð við smotterí, hún var sérlega flink að draga úr flísar, plástra og binda um sár. Mamma var svo harðhent, Inga var mjúkhent enda léku plástr- ar og umbúðir í höndum henn- ar. Og svo var svo stutt á milli, hún var í næsta húsi og því samgangur mikill þegar Sigur- laugur Birgir sonur hennar var lítill púki, hann var bara einn af bræðrum mínum. Ingu fannst einstaklega gam- an að ferðast. Hún fór bæði ein og með fjölskyldunni margar útlandaferðir. Við mamma, Lydía Rósa, áttum eina ógleym- anlega ferð með henni, Sigur- laugi Birgi og Þyrí til Amst- erdam þegar Inga varð sextug. Það sem við gátum hlegið og fíflast. Sigurlaugur Birgir fór alveg á kostum og ataðist í systrunum eins og honum ein- um er lagið. En í dag kveðjum við Ingu Sigurlaugsdóttur með þakklæti í huga fyrir fallegar minningar um góða konu. Sigurlaugi Birgi og Þórdísi, börnum þeirra beggja Karen og Birnu, Hirti Leó og Hörpu Hlíf sendum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Takk fyrir allt og allt Inga Sigurlaugs. Lydia Ósk. Á kvenréttindadeginum 19. júní fæ ég þær fréttir að Inga frænka eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni hafi kvatt þennan heim. Á lífsleiðinni hittum við fólk á hverjum tíma og hverjum stað og verðum því samferða í stuttan eða lengri tíma. Sumir marka spor sem fylgja manni alla tíð og svo er um Ingu frænku. Minningabrotin hrannast upp. Það er árið 1979 sem ég kynnist henni fyrst. Falleg kona með umhyggju gagnvart stórfjölskyldunni að leiðarljósi. Eftir erfiða fæðingu þegar mið- dóttir mín kom í heiminn á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem Inga frænka vann kom hún inn á stofu og sagði „Ég mun gæta stúlkunnar þinnar, Níní mín.“ Skilningur og um- hyggja fyrir barni og móður enda hjúkrunarfræðingur. Hún varð glöð þegar Kvennalistinn á Ísafirði var stofnaður og stolt af því að konur skyldu láta heyra í sér. Ekki sjálf í fremstu víglínu en sönn alþýðuhetja og fylgdist vel með þjóðmálunum. Fermingadagur hjá elstu dóttur minni og auðvitað mætir Inga frænka í peysufötum. Margar stundir við eldhúsborðið í Tún- götunni þar sem rætt var um pólitík, fjölskylduna og Ísafjörð, bæinn hennar. Við vorum ekki alltaf sammála en málin voru leyst og þessi dillandi mjúki hlátur þegar henni fannst ég fulláköf í skoðunum. Inga frænka var kvenréttindakona af lífi og sál. Gleðin og stoltið í málrómnum þegar hún hringdi í mig og sagði mér að stór hópur ísfirskra kvenna og karla hefðu mætt í þjóðbúningi og stillt sér upp í Bæjarbrekkunni á 150 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Það var hennar dagur enda unni hún landi og þjóð. Þó að við flyttum suður þá fylgdist hún alltaf með stelp- unum mínum og barnabörnun- um, vildi fá fréttir af þeim og var umhyggjan ávallt til staðar. Inga frænka var sjálfstæð í hugsun og fór sínar eigin leiðir. Hún var einlæg og hispurslaus og kom til dyranna eins og hún var klædd. Síðastliðið haust fór hún til Rússlands og sýndi mér stolt myndir og sagði sögur frá þeirri ferð. Nú er komið að leiðarlokum hjá Ingu frænku. Hringingarn- ar verða ekki fleiri né faðm- lögin. Efst í huga mér er þakk- læti, þakklæti fyrir sanna vináttu, virðingu og umhyggju sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Bigga, Þórdísi Erlu, Karen, Birnu og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning Ingi- bjargar Sigurlaugsdóttur. Jónína Ólöf Emilsdóttir. Ingibjörg Sigurlaugsdóttir✝ Erna Adolfs-dóttir fæddist á Önundarhorni und- ir Eyjafjöllum 11. september 1955. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 22. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Kristjana G. Einarsdóttir, f. 29.6. 1919, d. 2.2. 2002, og Adolf Andersen, f. 5.12. 1913, d. 20.9. 1987. Systkini Ernu eru Óli Einar, f. 7.3. 1941, Már, f. 19.5. 1942, d. 20.10. 2014, Svanlaug, f. 17.7. 1944, Marinó, f. 18.10. 1945, Guðmundur, f. 18.2. 1949, Guðni, f. 29.4. 1953, og Sigrún, f. 17.8. 1954. Erna giftist 16. september 1978 Þorbirni Helga Magnússyni, f. 11.1. 1958. Börn þeirra eru: 1) Þór- dís Helga, f. 31.12. 1976, gift Birki Halldórssyni, þau eiga Róbert Fjölni, Steinunni Ernu og Helga Má. 2) Ingv- ar Már, f. 26.9. 1979, kvæntur Guð- nýju Ingibergs- dóttur, þau eiga Júlíu og Daníel. Erna og Helgi byrjuðu bú- skap sinn í Gunnarsholti á Rangárvöllum en fluttust fljót- lega á Hellu og bjuggu þar alla tíð. Útför Ernu fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 30. júní 2018, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku Erna okkar, það er þyngra en tárum taki að við í prjónaklúbbnum Ömmu dreka skulum sitja hér og skrifa minningarorð um þig. Þú hélst okkur saman og alltaf tókstu upp bleiku bókina svona þegar 15 mínutur voru eftir af sam- verustund kvöldsins og sagðir: „hver heldur næsta prjónó“ og skráðir það samviskusamlega. Alltaf varst þú aðalpæjan í flottum kjól og yfirleitt búin að skipta út skarti og ekki klikk- aðir þú á varalitnum. Þú varst uppflettiritið okkar hvað prjónaskap varðar og alltaf gátum við leitað til þín og þökkum við alla þá aðstoð sem þú veittir okkur. Einnig varstu dugleg að hringja í útgefendur prjóna- blaða og leiðrétta uppskriftir ef þær voru ekki réttar. Svo var það fótboltinn mín kæra, Man- chester United skyldi það vera, og toppurinn á tilverunni var þegar þú fórst á leik með stráknum þínum. Þar keyptirðu nokkra gripi að ógleymdu barmmerkinu sem þú fékkst sent frá félaginu á Íslandi. Einni okkar varð það á í mess- unni að segja við þig hvað þú værir með flott blóm í barm- inum og þú hváðir hátt: „Hvað, sérðu ekki hvað þetta er, mann- eskja, þetta er Manchester United-nælan mín,“ og þá var hlegið. Alltaf hittumst við á mið- vikudagskvöldum og það var heilagt kvöld hjá þér. Ef ein- hverjum fjölskyldumeðlim varð það á að skipuleggja eitthvað á því kvöldi eða hringja í þig varstu ekki mjög glöð og sagð- ir: „Hvað er eiginlega að ykkur, vitið þið ekki að það er prjónó!“ Dugleg varstu að gefa allt sem þú prjónaðir og liggur eftir þig fjöldinn allur af fallegum prjó- naflíkum. Því miður veiktist þú fyrir tæplega þremur árum og þá hófst baráttan hjá þér en nán- ast aldrei misstirðu af prjóna- kvöldi, alveg sama hversu veik þú varst. Þú mættir alltaf í prjónó, nú síðast rúmri viku fyrir andlátið. Allra síðasta prjónakvöldið var haldið tveim- ur dögum fyrir andlát þitt á sjúkrahúsinu. Við vorum að spjalla og prjóna og spurðum þig hvort þú heyrðir glamrið í prjónun- um, og þá stóð ekki á svari hjá okkar konu: „Þó að ég sé hálf- dauð heyri ég í ykkur!“ Allar litum við hver á aðra og skellt- um svo upp úr. Þar varst þú söm við þig og misstir aldrei kímnigáfuna. Takk fyrir að vera þú og all- ar samverustundirnar í gegnum árin. Þínar prjónavinkonur, Björk, Sóley, Hulda, Jóhanna, Elínborg, Erna, Jófríður, Fríða Björg, Anna Guðlaug, Þóra Ósk og Inga Lára. Erna Adolfsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.