Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ORIGO -1,90% 20,6 ICEAIR +8,83% 13,19 S&P 500 NASDAQ +0,49% 7.784,229 -0,37% 2.769,29 -0,09% 7.627,4 FTSE 100 NIKKEI 225 21.12.‘17 21.12.‘1720.6.‘18 20.6.‘18 1.900 802.500 2.148,0 2170,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 75,43-1,30% 22.555,43 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 60 64,9 Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Kviku banka á hlutafé Gamma Capital Managment. Sam- kvæmt tilkynningu nemur kaupvirðið 3.750 milljónum króna og er það greitt í formi reiðufjár og hlutabréfa í Kviku. Þannig er miðað við að við frágang viðskiptanna greiðist annars vegar 1.057 milljónir króna í reiðufé og hins vegar 56,1 milljón hluta í Kviku. Þá komi til árangurstengd greiðsla sem metin er á 1.443 milljónir í reiðufé og allt að 108,9 milljón hlutum í Kviku. Eigið fé Gamma um síðustu áramót nam 2.054 milljónum króna. Í þeirri tölu er ekki tekið tillit til tekjufærðrar 600 milljóna færslu sem er krafa á sjóði í rekstri félagsins vegna árang- urstenginga. Miðað við þetta gæti sal- an á félaginu gengið í gegn á marg- faldaranum 1,4 af eigin fé Gamma. Hagnaður Gamma í fyrra nam 626 milljónum króna. Árið áður nam hagnaðurinn 846 milljónum. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að fyrirhuguð kaup, sem háð eru fyrirvörum um áreiðanleika- kannanir, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku, séu til þess að efla bankann, sem hafi verið í sókn á íslenskum fjármálamarkaði. Styr milli stærstu hluthafa Valdimar Ármann, forstjóri Gamma, segir að viðskiptin treysti fé- lagið enn frekar í sessi, en fram kem- ur í tilkynningu að Kvika hyggist áfram reka félagið undir sama nafni sem sjálfstætt dótturfélag. Nokkur styr hefur staðið um stjórnun Gamma á undanförnum mánuðum og leiddu þau átök til þess að Gísli Hauksson hvarf frá dag- legum rekstri fyrirtækisins fyrr á þessu ári. Snerist ágreiningurinn um ólíka sýn á stefnu félagsins, ekki síst þeim þáttum sem lutu að uppbygg- ingu erlendrar starfsemi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ekki liggur fyrir hvort salan nú sé afleið- ing þeirra átaka. Gísli bendir á að með innri vexti hafi félaginu tekist að byggja upp starfsemi sem hverfist í kringum sjóðastýringu sem nú er 138 millj- arðar að stærð. Stærsta stýringarfyrirtækið Gangi kaup Kviku á Gamma eftir verður sjóðastýring á hendi fyrirtæk- isins sú umfangsmesta hér á landi. Þannig verða samanlagðar eignir í stýringu um 400 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að á heima- síðu Stefnis, sem er í eigu Arion banka og hefur um langt árabil verið stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, kemur fram að félagið hafi um 350 milljarða króna í stýringu. Hlutdeild seljenda Hluthafar Gamma eru átta talsins. Stærstur í þeim hópi er Gísli Hauks- son, fyrrverandi forstjóri fyrirtæk- isins, í gegnum félag sitt Ægi Invest. Hann á 33,1% hlut og verður hlutur hans í söluandvirðinu, gangi salan eft- ir, 1.242 milljónir króna. Næststærsti eigandinn er Agnar Tómas Möller, sem stofnaði Gamma ásamt Gísla fyrir áratug. Hann á 31,8%. Hlutdeild hans í söluverði verður 1.192 millj- ónir. Þriðji stærsti eigandinn er félagið Straumnes, með 10,7% hlut. Að baki því félagi standa systkinin Ari og Björg Fenger ásamt móður þeirra, Kristínu. Hlutur þeirra í söl- unni nemur tæpri 401 milljón króna. Félagið Volga á jafn stóran hlut og Straumnes. Eigandi þess er Guð- mundur Björnsson, framkvæmda- stjóri hjá Gamma. Valdimar Ármann, forstjóri félagsins, á 6,7% og sölu- andvirði þess hlutar er tæpar 249 milljónir. Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, á 3,85% hlut og söluandvirði þess hlut- ar er rúmar 144 milljónir. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri hjá Gamma, á félagið Polygon sem held- ur á 2,1% hlut. Hann fær í sinn hlut 80,2 milljónir. Félagið LL34 er svo í eigu Ragnars Jónassonar, yfir- lögfræðings Gamma. Það á tæpt 1,1% í Gamma og í þess hlut koma 40 millj- ónir, gangi viðskiptin eftir. Kvika hækkar í kjöl- far kaupa á Gamma Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hlutabréf Kviku hækkuðu á First North-markaði Kauphallarinnar í kjölfar þess að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup bankans á öllu hlutafé fjármálafyrir- tækisins Gamma. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Gamma verður samkvæmt tilkynningu áfram til húsa í Garðastræti 37 eins og verið hefur. Félagið verður áfram rekið sem sjálfstætt dótturfélag Kviku. FJÁRMÁLAMARKAÐUR Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í stýringu hjá Arion banka, fékk út- hlutað 8 milljónum bréfa í bank- anum, sem jafngildir 0,4% í heildar- hlutafé bankans, í frumútboði sem lauk í síðustu viku. Virði hlutarins, miðað við gengi á bréfum bankans við lok markaða í gær, nam 685 milljónum króna. Það jafngildir ríf- lega 0,3% af heildareignum sjóðs- ins, sem um síðustu áramót reynd- ust rúmir 210 milljarðar króna. Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem einnig er í stýringu hjá Arion banka, tryggði sér 450 þúsund hluti í bankaútboð- inu. Virði hlutarins nemur 38,5 milljónum króna. Svarar það til 0,1% af eignum sjóðsins, sem um síðustu áramót voru 34,4 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Brú lífeyrissjóði, sem er áttundi stærsti lífeyrissjóður landsins, með heildar- eignir upp á ríflega 190 milljarða, á sjóðurinn engin hlutabréf í Arion banka. ViðskiptaMogginn hefur ítrekað óskað eftir aðgangi að uppfærðum hluthafalista Arion banka á síðustu dögum. Bankinn hefur ekki getað orðið við þeirri beiðni og bent á að nýr listi sé ekki tilbúinn. Sam- kvæmt svörum frá bankanum verð- ur listinn tilbúinn í dag, fimmtudag, og þá verður gerður aðgengilegur listi yfir þá hluthafa sem eiga 1% eða meira í bankanum. ses@mbl.is Sjóðir í stýringu Arion fjárfestu í bankanum Morgunblaðið/Eggert Margir lífeyrissjóðir eru í hópi nýrra hluthafa Arion banka eftir útboðið. TÓNLIST Hreinar tekjur STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, jukust um rétt tæplega 15,3% milli áranna 2016 og 2017, en þetta kemur fram í ársreikningi sambandsins. Hreinar tekjur í fyrra voru rétt rúm- lega 610 milljónir króna en voru 530 milljónir árið áður. Bætt hljómritunarumhverfi Jakob Frímann Magnússon, frá- farandi formaður STEFs, segir að rekja megi þessa miklu aukningu í tekjum STEFs til þess að umhverfið í kringum hljómritun og höfundarrétt hafi breyst mikið til hins betra á síð- astliðnum árum. „Það eru gleðitíðindi að við erum fyrsta landið í heiminum til þess að bjóða 25% endurgreiðslu af kostnaði vegna framleiðslu hljómrita, líkt og gert er í kvikmyndaiðnaðinum. Það er auðvitað gífurlegur hvati til aukningar á hljómritum.“ Jakob talar einnig um að STEF hafi barist fyrir því að höfundarréttur verði jafngildur eignarrétti og að skattlagning stefgjalda verði færð í fjármagnstekjuskatt. Í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnt sé að breytingu á þessu. Uppfærð gjaldskrá IHM Annar orsakavaldur þess að tekjur STEFs jukust svona mikið er að IHM, Innheimtumiðstöð gjalda, upp- færði gjaldskrá sína. IHM fær tekjur sínar við innheimtu gjalda af ýmsum varningi sem notaður er til upptöku á hljóði eða mynd. Upphaflega var þetta gjald sett á kassettur, plötur og geisladiska, en með tilkomu nýrrar tækni til þess að taka upp og fjölfalda hljómrit hefur gjaldskrá IHM verið uppfærð til þess að bregðast við því. Tekjur vegna úthlutunar frá IHM, vegna eintakagerðar til einkanota, fóru úr 324 þúsund krónum árið 2016 í 38 milljónir króna í fyrra, sem er í kringum 116-földun. Jakob segir þetta mesta tekjuvöxt á milli ára í sögu STEFs. Hann lætur nú af stjórnarformennsku eftir 12 ára vist og segist afar sáttur við frábæran afrakstur á þessu 70. afmælisári sam- takanna. steingrimur@mbl.is Mesti tekjuvöxtur í sögu STEFs í fyrra Kompany fyrirtækjaráðgjöf í samstarfi við Fasteignasöluna Bæ auglýsir í einkasölu Hópferðabíla Jónatans Þórissonar ehf. Fyrirtækið er skuldlaust og rekið í eigið húsnæði að Flugumýri 22 í Mosfellsbæ. Grunnflötur er 218 fm auk millilofts. Gólfflötur er 296 fm. Lóðarstærð er 2362,5 fm. Nýtingarhlutfall 0,13. Bílastæði eru 19. Gert er ráð fyrir álíka húsnæði til viðbótar á lóðinni. Fyrirtækið er með eldri fyrirtækjum á þessum markaði og er nú með 10 rútur í fullum rekstri í sumar. Mikil sala og pantanir eru þegar fyrirliggjandi í sumar. Hægt er að kaupa fyrirtækið eða einstaka rútur með þeim tekjum sem kunna að fylgja rútunum. Til greina kemur að selja einnig hlut í Hópferðamiðstöðinni. Allar frekari upplýsingar veita: Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Jónatans Þórissonar ehf. s 892-3102. Óskar Thorberg Traustason, MBA rekstrarhagfræðingur og löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali á Fasteignasölunni Bæ, s 659-2555, netfang: oskar@fasteignasalan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.