Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 13

Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Alla jafna fjallar ViðskiptaMogginn bara um glænýjar bækur en síðustu vikuna hefur ein gömul og góð verið að fikra sig upp metsölulistana er- lendis og vert að gera henni skil. Bókin heitir Kitchen Confidenti- al: Adventures in the Culinary Underbelly og höf- undurinn er meist- arakokkurinn og sjónvarpsstjarnan Anthony Bourdain sem féll fyrir eigin hendi fyrr í mán- uðinum. Kitchen Confi- dential kom fyrst út árið 2000 og sló strax í gegn. Þar segir Bourdain á hrífandi hátt frá litríku lífinu inni í eldhúsum fínustu veitingastaða New York, þar sem allt getur skeð og kröfuharðir kokkar sýna enga mis- kunn. Þykir bókin vera nokkurs konar sjálfsævisaga ungs fagmanns í borg þar sem samkeppnin gæti ekki verið harðari og frægð og frami bíða þeirra sem ná að klöngrast upp á toppinn. Bourdain kafar líka ofan í rekstr- arhlið veitingabransans og varar les- endur við ýmsum brellum sem eig- endur veitingastaða eiga til að beita til að losna við gam- alt hráefni eða spara sér peninga á kostn- að viðskiptavinarins. Þannig hafa margir sem lásu bókina haft það fyrir reglu alla tíð síðan að panta ekki fisk á mánudög- um, því sennilega er hann orðinn a.m.k. þriggja daga gamall. Kitchen Confi- dential skaut Bo- urdain upp á stjörnu- himininn og fylgdu fleiri metsölubækur í kjölfarið. Árið 2002 kom Bourdain fyrst fram í sínum eigin sjónvarps- þætti, þar sem hann heillaði áhorf- endur upp úr skónum, ferðaðist um heiminn, smakkaði ýmsa rétti og sýndi hvernig góður matur getur tengt fólk saman óháð staðsetningu, tungumáli, trúarbrögðum og pólitík. ai@mbl.is Ómótstæðilegar eld- hússögur Bourdain Þann 16. maí sl. féll dómur í máli Samkeppnis-eftirlitsins gegn Byko ehf. og Norvik hf.Niðurstaðan og sú meðferð sem málið hefur fengið hjá stjórnvöldum og dómstólum er athygli verð. Málið varðar ólögmætt samráð milli Byko annars vegar og Húsasmiðjunnar hins vegar varðandi ýmsar byggingavörur. Málið rekur upphaf sitt til ársins 2010 þegar Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn sína. Samhliða voru nokkrir starfs- menn fyrirtækjanna kærðir til lögreglu og síðar ákærðir fyrir refsiverða aðild að samkeppn- isbrotum. Í sakamálinu varð niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sú, með dómi frá 9. apríl 2015, að sýkna alla ákærðu nema einn. Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 360/2015, sem upp var kveð- inn 1. desember 2016, voru hins vegar allir ákærðu sakfelldir nema tveir. Lagði Hæstiréttur til grundvallar mun rýmri túlkun á refsiákvæði samkeppnislaga en héraðsdómur og eru forsendur dómsins um margt umhugsunar- verðar. Er þetta eina sakamálið vegna samkeppnisbrota sem undirrituðum er kunn- ugt um að dæmt hafi verið í á Norðurlöndum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í máli Byko og Norvik þann 15. maí 2015. Komist var að niðurstöðu um margvísleg brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og lögð var á stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 650 millj- ónir. Málinu var skotið til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem kvað upp úrskurð í því þann 28. september 2015. Niðurstöður Samkeppniseftirlitsins um brot voru að mestu leyti staðfestar en álögð stjórnvaldssekt var lækkuð í kr. 65 milljónir, m.a. með þeim rökum að umrædd brot væru hvorki jafn umfangsmikil né alvarleg og Samkeppniseftirlitið hafði talið og að álögð sekt væri úr hófi há. 10. febrúar 2016 höfðaði Samkeppniseftirlitið mál gegn Byko og Norvik og krafðist hækkunar álagðrar stjórnvaldssektar að nýju í kr. 650 milljónir. Byggði Samkeppniseftirlitið þar á sérstakri heimild sinni í 41. gr. samkeppnislaga til að geta höfðað mál um ógildingu eða breytingu á niðurstöðu áfrýjunar- nefndar samkeppnismála, sem er hið æðra stjórn- vald á því sviði. Eru heimildir stjórnvalda til slíkra málshöfðana sjaldséðar í íslenskum rétti. Byko og Norvik höfðuðu gagnsök og kröfðust ógildingar úrskurð- ar áfrýjunarnefndar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur voru nið- urstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um brot Byko og Norvik staðfestar. Hin álagða stjórnvaldssekt var hins vegar hækkuð úr kr. 65 milljónum í kr. 400 millj- ónir með hliðsjón af niður- stöðu dómsins um brot, brotatímabil (sem að mestu var samhljóða niðurstöðu áfrýjunarnefndar) og alvarleika brota (sem að mati héraðsdóms var augljóslega allt annars konar en áfrýj- unarnefnd samkeppnismála hafði talið). Síðan segir í dóminum: „Hér hefur helst þýðingu að um alvarlegt brot var að ræða á markaði milli markaðsráðandi fyrirtækja …“ Þessi síðastnefnda forsenda héraðsdóms kemur mjög á óvart þar sem þetta mál snýst ekki um ætl- aða háttsemi markaðsráðandi fyrirtækja og mark- aðsráðandi stöðu Byko og/eða Húsasmiðjunnar er hvergi slegið fastri í úrlausnum samkeppnisyf- irvalda. Stóra lexían af öllu framangreindu er hins vegar kannski sú að samkeppnisreglur eru mjög matskenndar, niðurstöður samkeppnismála og þær forsendur sem þær byggjast á er of erfitt að sjá fyr- ir og rekstur samkeppnismála tekur of langan tíma. Samkeppnismál fer fram og til baka LÖGFRÆÐI Heimir Örn Herbertsson lögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR ” Stóra lexían af öllu fram- angreindu er hins vegar kannski sú að sam- keppnisreglur eru mjög matskenndar, niður- stöður samkeppnismála og þær forsendur sem þær byggjast á er of erf- itt að sjá fyrir og rekstur samkeppnismála tekur of langan tíma Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.