Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 9VIÐTAL
”
Alcoa Fjarðaál endur-
vinnur 99,6% af öllu í
starfseminni, eða allt
nema lífrænan úrgang úr
mötuneyti.
uðum þannig vinnustundum starfsfólks. Til að
mæta því þurftum við að ráða 50 nýja starfs-
menn. Þetta varð veruleg kjarabót fyrir fólk-
ið. Jafnréttismál eru okkur mikið hjartans
mál og við státum af því að vera með hæsta
hlutfall kvenna í Alcoa-samsteypunni, eða
24%. Fækkun vinustunda hafði meðal annars
þau áhrif að konur hafa skilað sér betur úr
fæðingarorlofi en ella.“
Magnús segir að mun fjölbreyttari hópur
fólks hafi nú áhuga á að vinna hjá fyrirtæk-
inu. „Hér sækja um vinnu konur og karlar,
ungir og gamlir. Þetta er mikilvægt, því þá
höfum við úr meira úrvali að spila. Jafnrétti
og fjölbreytileiki er góður bissness.“
Spurður um hlutfall erlends starfsfólks seg-
ir Magnús að undir 10% starfsmanna séu með
erlent ríkisfang, eða svipað hlutfall og er á ís-
lenskum vinnumarkaði. Þá segir hann að farið
sé að bera á því að önnur kynslóð fólks með
erlendan uppruna sem flutt hefur til landsins
til að vinna hjá Fjarðaáli sé komin til starfa.
„Tæplega helmingur af vinnuafli Fjarðaáls er
aðfluttur. Við getum því ekki sagt að svæðið
hafi séð okkur fyrir öllu því vinnuafli sem
þarf, en þetta hefur gefið fólki sem alist hefur
upp á svæðinu tækifæri til að koma heim eftir
nám og setjast hér að.“
Skortur á tæknimenntuðum
áhyggjuefni
Yfir 100 háskólamenntaðir starfsmenn
vinna hjá Fjarðaáli. „Hér hafa skapast vel
launuð störf og með jafnlaunavottun tryggjum
við að konur og karlar fái sömu laun fyrir
sömu vinnu. Þá tökum við árlega í vinnu um
100-120 sumarstarfsmenn og gætum þess að
þar sé jafnt hlutfall kvenna og karla.“
Magnús segir að skortur á verk- og tækni-
menntuðu fólki sé áhyggjuefni, en Alcoa hefur
lagt sitt af mörkum til að hvetja fólk til að
læra þær greinar. „50 manns sækja stóriðju-
skólann okkar á hverju ári, og svo erum við í
góðu samstarfi við Austurbrú og Verkmennta-
skóla Austurlands, sem og Háskólann í
Reykjavík. Menntamál eru okkur mikið hjart-
ans mál og hluti af okkar mannauðsstefnu.
Við fengum menntaverðlaun atvinnulífsins ár-
ið 2017 fyrir okkar framlag í þessum efnum.
Þá höfum við styrkt verkefnið Verklegt er
vitið í grunn- og leikskólum, en því er ætlað
að efla kennara til að vera með verklega
kennslu og raungreinakennslu á yngri skóla-
stigum. Það hefur gefist mjög vel.“
Þegar kynning á Alcoa Fjarðaáli fór fram í
upphafi var lögð áhersla á jákvæð áhrif verk-
smiðjunnar fyrir nærumhverfið. Hefur þessi
þróun orðið eins og lagt var upp með?
„Já, það hefur orðið. Við erum góð í að
framleiða ál og útvistum því annarri starf-
semi, eins og mötuneyti, verkfræðiþjónustu
o.s.frv. Orðið hafa til öflug fyrirtæki eins og
t.d. Launafl sem við kaupum mikla þjónustu
af, sérstaklega í viðhaldsmálum. Svo má nefna
Lostæti sem rekur mötuneytið okkar og
Fjarðaþrif með ræstingarnar. Slökkvilið
Fjarðabyggðar er síðan á Reyðarfirði. 20
manns eru þar í fullu starfi, auk fjölmenns
varaliðs. Ekki væri hægt að halda úti jafn öfl-
ugu slökkviliði nema vegna Alcoa. Áhrifin á
atvinnulífið og samfélagið eru því marg-
vísleg.“
Magnús bendir á vefinn sjalfbaerni.is en
þar hefur Fjarðaál í samstarfi við Lands-
virkjun skjalfest sjálfbærniáhrifin á svæðinu.
„Ég tel að þetta sé einstakt verkefni á heims-
vísu. Þarna er á einum stað hægt að skoða
áhrif stórframkvæmda, virkjunar og álvers, á
samfélag eins og hér er.“
Magnús bendir á hve stóra hlutdeild
Fjarðabyggð hefur í útflutningsverðmætum
þjóðarinnar, eða yfir 20%. Þegar uppsjávar-
fiskveiðar eru í gangi getur þessi hlutur orðið
allt að 40%.“
Alcoa Fjarðaál styrkir árlega samfélags-
verkefni fyrir um 130 milljónir króna og deilir
þannig fjármagni í vel valin verkefni á svæð-
inu. „Stærsti árlegi styrkur okkar fer til Vina
Vatnajökulsþjóðgarðs, eða um 60 milljónir.“
Varðandi endurvinnslu þá endurvinnur
félagið 99,6% af öllu í starfseminni. „Við end-
urvinnum allt nema lífrænan úrgang úr mötu-
neyti, sem er urðaður, en það stendur til bóta
og þá verðum við komin upp í 100%. Hér fer
til dæmis ekkert framleiðsluvatn til sjávar,
heldur hringsólar í kerfunum. Þá söfnum við
regnvatni í settjarnir með sérstökum gróðri.“
Félagið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að
greiða ekki tekjuskatt hér á Íslandi. „Upp-
hafleg fjárfesting var 230 milljarðar króna, og
því eru árlega afskriftir svo miklar að félagið
nær aldrei að skila hagnaði til að það fari að
borga tekjuskatta. Margir hafa viljað halda
því fram að félagið muni aldrei borga tekju-
skatt hér á landi, en ég tel líklegt að það
hefjist snemma á næsta áratug miðað við
sömu rekstrarforsendur.“
Magnús leggur áherslu á það sem eftir
verður í landinu. „Það verða mikil verðmæti
eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa,
kaupa á vörum og þjónustu og samfélags-
styrkja. Á síðasta ári nam þetta um 29 millj-
örðum króna eða um 36% af tekjum.“
Vaxtagreiðslur félagsins eru af mörgum
taldar óeðlilega miklar. „Fjárfestingin var
stór og því eru greiðslurnar háar en lánin
sem við höfum frá móðurfélaginu bera mjög
hagstæða vexti, mun lægri heldur en almennt
þekkist á íslenskum fjármálamarkaði.“
Þá hafa skuldir félagsins lækkað umtals-
vert frá 2009. Rekstrarfélagið Fjarðaál hefur
greitt upp sín lán við móðurfélagið, að sögn
Magnúsar, en eignarhaldsfélagið, Alcoa á Ís-
landi, skuldar enn töluvert, þó staðan skáni
ár frá ári, og eiginfjárstaðan batni.
Alcoa mun birta ársreikning sinn fyrir árið
2017 í ágúst nk. Mögulega verður þá í fyrsta
sinn birt uppgjör með hlutdeildaraðferð, en
með því fæst að sögn Magnúsar meira
gagnsæi þar sem reikningurinn verður líkari
samstæðureikningi.
ð ál sé framleitt hér á landi
Turninn er hluti af reykhreinsivirkinu.
Hann er hæsta bygging á Íslandi að
mastrinu á Gufuskálum undanskildu,
og hærri en Hallgrímskirkja. Rætt
hefur verið um að virkja hitaút-
streymið úr strompinum, en orkan
gæti dugað öllu byggðarlaginu.