Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 15FÓLK Við seljum umhverfisvænan pappír af öllum gerðum, þar á meðal ljósritunarpappír. Bjóðum sérskurð í þær stærðir sem henta. Þér er velkomið að líta við og finna þinn rétta pappír. PAPPÍR Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma SPROTAR Bílgreina- sambandið María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni. María hefur starfað í bílgreininni í tæpa tvo áratugi, nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskipta- tengsla og svo sölusviðs Heklu. María útskrifaðist með MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012 og áður með BS.c. í við- skiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. María hefur þegar hafið störf hjá sambandinu. María Jóna ráðin framkvæmdastjóri HB Grandi Inga Jóna Friðgeirsdóttir mun taka við fram- kvæmdastjórn botnfisksviðs hjá HB Granda 1. októ- ber næstkomandi. Breytingarnar eru tilkomnar vegna þess að Svavar Svavarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar, lætur af störfum vegna aldurs og Torfi Þ. Þorsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri botnfisksviðs, tekur við hans starfi. Inga Jóna hefur gegnt starfi for- stöðumanns fiskþurrkunar síðan 2013. Frá 2004 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Laugafisks og jafnframt sem framkvæmdastjóri hjá Brimi á árunum 2007-2013. Inga Jóna framkvæmda- stjóri botnfisksviðs VISTASKIPTI Hjálmar Árnason segir viðtökurnar undanfarna daga sýna að greinileg eftirspurn hafi verið eftir nýrri námsbraut í tölvuleikjagerð á há- skólastigi. Keilir greindi frá því fyrr í mánuðinum að frá og með næsta hausti myndi skólinn bjóða upp á eins árs diplómanám og þriggja ára BSc- nám í tölvu- leikjagerð (www.tolvu- leikjagerd.is) í samvinnu við norska skólann Noroff. „Þörfin eftir fólki með þessa menntun er svo mikil að atvinnulífið hreinlega æpir á það, og við höfum fengið afdrátt- arlausan stuðning og hvatningu frá Samtökum leikjaframleiðenda og Samtökum iðnaðarins svo ein- hverjir séu nefndir,“ segir Hjálmar, framkvæmdastjóri Keilis. Noroff er rúmlega tíu ára gamall skóli sem hefur verið í örum vexti. „Um er að ræða einkaskóla sem starfar ekki ósvipað og Keilir, en auk þess að bjóða upp á háskóla- nám er Noroff einnig með náms- brautir á framhaldsskólastigi,“ útskýrir Hjálmar. „Um er að ræða sveigjanlegt fjarnám á ensku með staðarlotum hjá Keili og er kennslan nær alfar- ið í höndum Noroff. Sérstakur ráð- gjafi hjá Keili verður nemendum til halds og trausts en að auki verða sérfræðingar Noroff til taks á net- inu til að svara fyrirspurnum af öll- um toga og aðstoða nemendur við að leysa þau verkefni sem þeim eru sett fyrir,“ segir Hjálmar og bætir við að LÍN veiti lán bæði fyrir skólagjöldum og framfærslu. „Við náðum hagstæðum samningi við Noroff og er námið um 100.000 kr. ódýrara á hverja önn fyrir nem- endur sem skrá sig í gegnum Keili en fyrir þá sem skrá sig beint hjá Noroff. Veturinn kostar rösklega 800.000 kr. en hefði annars kostað liðlega milljón, og aukinheldur spara nemendur sér að þurfa að ferðast alla leið til Noregs til að taka þátt í staðarlotunum.“ Vilja verða miðstöð fyrir leikjageirann Nýja námsbrautin hefur haft nokkuð langan aðdraganda. Hjálm- ar segir að fyrir fimm árum hafi Keilir hafið vinnu við að bjóða upp á nám í leikjagerð á framhalds- skólastigi með það fyrir augum að gera Keili að miðstöð fyrir tölvu- leikjageirann. „Við sækjum inn- blástur til Game Park Denmark, sem finna má skammt fyrir utan Árósa. Þar er m.a. starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku sem býður upp á leikjagerð sem sérhæf- ingu og einnig rekið frum- kvöðlasetur fyrir hópa og ein- staklinga sem eru að fást við að smíða tölvuleiki. Við höfum rekið okkur á að þrátt fyrir áhuga og velvild bæði ráðherra og atvinnulífs hefur kerfið verið mjög seinvirkt og ekki enn gert okkur fært að gera framhaldsskólanámið að veru- leika. Aftur á móti tók ekki nema hálft ár að ganga frá samstarfinu við Noroff um nám á háskólastigi,“ segir Hjálmar. „Núverandi mennta- málaráðherra og aðstoðarmaður hennar hafa tekið vel í hugmyndina um framhaldsskólanámið og von- andi fer að komast hreyfing á mál- in.“ Þurfa ekki að kunna að kóða Það kann að koma sumum les- endum á óvart að í nýja tölvuleikja- náminu þurfa nemendur ekki að læra forritun. Þess í stað læra þeir að nota hin ýmsu verkfæri sem tölvuleikjageirinn reiðir sig á í dag og hægt er að nota án mikillar þekkingar á tölvukóða eða stærð- fræði. „Við höfum rætt við máls- metandi fólk í íslenska tölvuleikja- geiranum og það tekur undir það að forritunarkunnátta er ekki leng- ur nauðsynleg til að gera leiki. Í dag reiðir tölvuleikjagerð sig á til- tekin forrit sem eru frekar að- gengileg en hægt að nota til að smíða flókna leikjaheima,“ segir Hjálmar. „Aftur á móti er rík áhersla lögð á námskeið sem þjálfa skapandi hugsun og ýta undir að nemendur hugsi út fyrir rammann, og teljum við að nýja námsbrautin sé að veita nemendum góða und- irbúning fyrir þær breytingar sem verða á vinnumarkaðinum með fjórðu iðnbyltingunni.“ AFP Leikjageirinn er risastór atvinnugrein og alls staðar virðist vanta fólk. Gestir á sýningu í Lille skoða sýndarveruleika. Menntun sem svarar brýnni þörf Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í nýju BSc-námi i tölvu- leikjagerð þurfa nemendur ekki að læra forritun, en eru aftur á móti þjálfaðir í skapandi hugsun. Hjálmar Árnason Vignir Örn Guð- mundsson, for- maður IGI – samtaka leikja- framleiðenda, segir nýja námið hjá Keili mikil- vægt skref í þá átt að auka framboð á menntun á sviði tölvuleikjagerðar. „Á háskólastigi hefur það einungis verið við tölv- unarfræðideild Háskólans í Reykjavík að boðið hefur verið upp á námsleið þar sem nem- endur geta sérhæft sig í þróun leikja og leikjavéla, en námið hjá Keili virðist það fyrsta sem leggur megináherslu á hönnunarþátt leikjagerðarinnar.“ Að sögn Vignis er mikil vöntun í íslenska leikjageiranum á fólki með rétta menntun og reynslu, rétt eins og í hugbúnaðargeir- anum almennt, og jafnt stórir sem smáir leikjaframleiðendur hafa þurft að grípa til þess ráðs að leita að nýju starfsfólki utan landstein- anna. Hann segir ekkert útlit fyrir að úr þessum skorti dragi í fyrir- sjáanlegri framtíð og brýnt að stuðla að því að sem flestir sæki sér menntun sem nýtist við gerð tölvuleikja. „Á heimsvísu hefur markaður tölvuleikja þegar tekið fram úr kvikmyndum og tónlist. Ef Ísland á að vera þátttakandi í þessari þróun þurfum við að stuðla að því að breiður hópur fólks geti sótt sér fjölbreytta þekk- ingu og menntun til að geta haslað sér völl á sviði tölvuleikjagerðar.“ Ein leið til að laga vanda ís- lenska tölvuleikjageirans væri að bjóða upp á tölvuleikjatengt nám á framhaldsskólastigi. „IGI og Keilir hafa um nokkuð langt skeið átt samtal við menntamálaráðuneytið um að greiða leiðina fyrir Keili að hefja kennslu á framhalds- skólastigi í leikjagerð og leikja- hönnun og yrði það sannarlega mikilvægt framfaraskref.“ Vilja sjá leikjanám á framhaldsskólastigi Vignir Örn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.