Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 11

Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 11FRÉTTIR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN R R Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is Af síðum Til að ná langt í póker þarf bæði kænsku, heppni og talnafimi. Það sama gildir um stjórnendur evrópsku flugfélaganna ef þeir ætla að njóta góðs af þeirri samþjöppun sem er að eiga sér stað í greininni. Lufthansa hefur lagt spilin á borðið og lýst yfir áhuga á að kaupa Norwegian Air Shuttle. Það leiddi til þess að gengi hlutabréfa í lággjaldaflugfélaginu hækkaði um 12%. Marga grunar að Lufthansa leiki tveim skjöldum. Með því að ýta upp verði Norwegian má gera IAG, sem líklegt er til að reyna yfirtöku, erfiðara fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slíkar ásakanir eru á sveimi. Þegar fréttir hermdu að Ryanair væri með kaup í undirbúningi þá sagði Michael O’Leary, forstjóri flugfélagsins, að Norwegian væri að „reyna að búa til ímyndaðan áhuga“. En Lufthansa gæti líka verið full alvara. Flugfélagið hefur gefið það skýrt til kynna að það vilji taka þátt í þeirri samrunabylgju sem gengur yfir sundurskiptan flugmarkaðinn í Evrópu. Hugsanlega gæti Lufthansa haft áhuga á Alitalia, sem er í basli, þó svo að pólitískar flækjur hafi sett það söluferli á ís. Með nýlegan flota og batnandi framlegð er Lufthansa með þá fjárhagslegu burði sem þarf til að takast á við kaup á Norwegian. Lággjaldaflugfélagið hefur vaxið hratt undir stjórn Björn Kjos, sem fengið hefur viðurnefnið „Freddie Laker úr fjörðunum“, og það hefur leitt til mik- ils taps og hárra skulda. Samt sem áður hefði slíkur samruni takmarkaða kosti í för með sér. Starfsemi flugfélaganna tveggja passar ekki vel saman. Og Lufthansa myndi ekki heldur hafa mikil not fyrir allar þær viðbótarflugvélar sem myndu fylgja með í kaupunum. IAG myndi passa betur við Norwegian. Kostirnir væru ekki einungis fólgnir í því að halda aftur af samkeppninni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Sem þó myndi muna um, þar sem stærsta langferðamiðstöð Norwegian er á Gatwick-flugfelli í London, í túnfætinum hjá British Airways. Ef Nor- wegian er metið á fimmfalt EBITDAR (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármgnsliði og leigukostnað) þýðir það 1,6 milljarða evra virði, að mati markaðsgreinenda, eftir að nettóskuldir að fjárhæð 5,2 milljarðar evra hafa verið dregnar frá. En þetta verðmat er háð því að það takist að draga úr kostnaði og, það sem er öllu loðnara, að það náist „markaðshagræðing“ (e. market synergies) að fjárhæð 3,3 milljarðar evra að teknu tilliti til skatta og fjármögnunar. Miðað við þetta ætti hlutabréfaverðið að vera 30% hærra en það er nú. Það virðist fullríflegt. Umtalsverð áhætta fylgir kaupum á Norwegian. Engin trygging er fyrir því að módel fyrir lággjaldaflugfélag henti í lengri flugleiðir, þar sem hefðbundnum flugfélögum hefur þegar tekist að ná kostnaði töluvert niður. Eftir að hafa í tvígang reynt án árangurs að kaupa Norwegian segir IAG að það kæri sig ekki um að taka þátt í kapphlaupi við annan kaupanda. Gengi hlutabréfanna er nú þegar um 40% hærra en það var áður en IAG sagðist fyrst hafa áhuga. Fjárfestar sem vonast eftir frekari hækkun kunna að leggja fullmikið undir miðað við spilin á hendi. LEX Lufthansa og Norwegian: Ókyrrð í lofti Innan skamms mun Alexa innrita sig í hótelherbergið þitt. Þessi stafræni aðstoðarmaður frá Amazon er að skjótast fram úr Siri, snjallforriti Apple, í slagnum um að láta hótel- keðjur taka raddstýrða tæki í sína þjónustu. Amazon, sem er með höfuðstöðvar sínar í Seattle, hefur efnt til sam- starfs með Marriott International, stærstu hótelsamsteypu heims, um að hleypa nýrri vöru af stokkunum, sem kölluð hefur verið Alexa for Hospitality. Um er að ræða tækni sem býr yfir alls kyns eiginleikum og leyfir gestum til dæmis að panta mat upp á herbergið, fá herbergisþernu til að koma við, bóka lausan tíma í heilsulind hótelsins, spila tónlist og breyta lýsingu og hitastigi herberg- isins. Allt með því einu að tala við hátalara sem hefur að geyma Alexu- hugbúnaðinn. Eykur útbreiðslu Alexu Hvað Amazon snertir skapar sam- starf við hótelkeðjur tækifæri til að útvíkka sterka stöðu Alexu út fyrir heimili fólks og yfir í atvinnulífið, og á sama tíma styrkja Alexu í sessi í huga neytenda sem fremstu tækni sinnar tegundar á markaðnum. Marriott greindi Bloomberg frá því í fyrra að fyrirtækið hefði gert tilraunir með tæki Amazon og Apple með það fyrir augum að bjóða upp á raddstýringu í hótelherbergjum keðjunnar um allan heim. Árið 2016 kynnti Aloft-hótelkeðjan, sem heyrir undir Marriott, til sögunnar radd- stýrð herbergi sem notuðust við iPad-spjaldtölvur og Siri. Núna hyggst fyrirtækið gera Alexu fáanlega með nýjum notk- unarmöguleikum á völdum Marr- iott-, Westin-, St. Regis-, Aloft- og Autograph Collection-hótelum í Bandaríkjunum. Tæknin verður einnig notuð af íbúðaleiguþjónust- unni RedAwning og hönnunarhótela- keðjunni Two Roads Hospitality. Útiloka ekki aðra „Í þessu tilviki höfum við uppgötv- að að það skiptir gesti okkar æ meira máli að geta stýrt hinu og þessu með raddskipunum og við telj- um að Amazon sé leiðandi á mark- aðnum hvað þessa tækni snertir,“ segir Tracey Schroeder, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Marriott. Hún bætti því við að sam- starfið við Amazon útilokaði ekki aðra framleiðendur. „Valið byggðist ekki á beinum samanburði við Siri. Við vinnum með fjölda samstarfsaðila að því að prófa nýjar tæknilausnir svo að við getum bæði lært og nýtt okkur það sem við teljum best til þess fallið að bæta upplifun gestanna,“ segir hún. Samkvæmt mælingum eMarketer hefur Amazon sölsað undir sig tvo þriðju af snjallhátalaramarkaðnum. Tæki eins og Echo- og Dot-hátalar- arnir, sem eru búnir Alexu- hugbúnaði, hafa verið vinsæl viðbót við eldhús og stofur neytenda þar sem þeir gagnast jafnt til að spila tónlist, veita ráðleggingar við elda- mennskuna og stýra öðrum net- tengdum heimilistækjum, breyta lýsingu og læsa dyrum. Markaðsrannsóknafyrirtæki segja að á undanförnum mánuðum hafi sala á raddstýrða hátalaranum Google Home frá Alphabet náð í skottið á Echo frá Amazon. Salan á HomePod-hátalaranum frá Apple fer hægt af stað enda dýrari vara og Siri ákveðin takmörk sett. Einnig í samstarfi við Wynn Amazon hefur líka átt í samstarfi við spiliavíta- og hótelkeðjuna Wynn Resorts um að laga Echo-hátal- arann að þeirra þörfum. Fyrirtækin greindu frá því fyrir átján mánuðum að Amazon myndi útbúa meira en 4.000 herbergi hjá Wynn Las Vegas með Echo-tækni. Geta fjárhættu- spilarar núna notað aðskilin tæki í stofum og svefnherbergjum hótel- íbúða sinna. Wynn útvegar gestum leiðbein- ingaspjöld sem kenna þeim sem ekki hafa áður notað Echo hvernig má biðja Alexu að stjórna hitastigi herbergisins, draga gluggatjöldin fyrir, draga úr lýsingunni, skipta um sjónvarpsstöð, spila lög með Frank Sinatra eða einfaldlega greina frá því hvernig viðrar fyrir utan hótelið. Stefnir á bílamarkaðinn Til að auka útbreiðslu tækninnar enn frekar hefur Amazon beint sjónum sínum að bifreiðum og á í dag í samstarfi við Toyota, Ford og aðra bílaframleiðendur. Amazon stefnir einnig að því að vera hluti af skrifstofuumhverfinu þar sem Alexa for Business getur t.d. skipulagt símafundi og haldið utan um dagatal starfsmanna. Amazon og Marriott í samstarf um Alexu Eftir Shannon Bond í San Francisco Stærstu tæknifyrirtæki heims keppast nú um að koma sínum lausnum í raddstýrðri tækni í for- ystu, enda má búast við því að markaður fyrir slíka tækni muni þenjast út á komandi árum. AFP Styrkur Amazon undir stjórn forstjórans og stofnandans, Jeffs Bezos, er alltaf að aukast og nú hefur fyrirtækið tekið afgerandi forystu í raddstýrðri tækni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.