Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018VIÐTAL Magnús bendir líka á virðisaukann í þekk- ingunni sem orðið hefur til í kringum áliðn- aðinn hér á landi. Hún sé fyrir löngu orðin út- flutningsvara. Við framleiðslu íhluta úr áli er íblöndunar- efnum blandað í álið til að auka gæði og fjölga eiginleikunum. Spurður að því hvort rætt hafi verið um að nota íslensk íblöndunar- efni, eins og úr nýju kísilverksmiðjunni á Bakka, segir Magnús að slíkt hafi verið rætt. „Ímyndarlega yrði það gott fyrir báða aðila. Það eru engin viðskiptasambönd komin á ennþá, en menn hafa íhugað þetta og rætt saman.“ Ímynd áliðnaðarins hér á landi hefur lengi litast af umhverfisverndarumræðunni í kring- um virkjanaframkæmdir. Magnús segir að fyrirtækið framkvæmi reglulega viðhorfsk- annanir í nærumhverfi og á landsvísu. „Fyrir- tækið nýtur mjög mikils trausts hér í nær- umhverfinu. Við leggjum áherslu á að vera góður nágranni. Ég held að ímyndarvandi ál- iðnaðarins sé minni en margur heldur, og ímyndin hefur batnað á þeim tíma sem liðið hefur síðan ég tók við sem forstjóri. Ég held að fólk sé sífellt að átta sig betur á því hvað það er mikilvægt að framleiða ál með endur- nýjanlegum orkugjöfum eins og gert er hér. Það ætti að vera baráttumál umhverfisvernd- arsinna að ál sé frekar framleitt hér á Íslandi en annars staðar.“ Magnús segir að auk þess sem framleiðslan sé umhverfisvæn, þá standist fá hráefni álinu snúning þegar komi að endurvinnslu. „75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum Íslensk starfsemi Alcoa skiptist í þrjá hluta. Fyrst ber að telja tvö eignarhaldsfélög sem einkum sjá um fjármögnun, Alcoa á Íslandi og Alcoa Reyðarál. Þriðja félagið, Alcoa Fjarðaál, sér síðan um rekstur álversins á Reyðarfirði. 354 þúsund tonn voru framleidd í kerskála Fjarðaáls í fyrra, sem var met, en framleiðslan í steypuskála gaf 357 þúsund tonn af vörum eftir að íblöndunarefnum hafði verið bætt í. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, tók upphaflega við sem forstjóri eignarhaldsfélaganna tveggja árið 2012, en árið 2014 var hann ráðinn forstjóri rekstrar- félagsins. Alcoa Fjarðaál er hluti af hinu alþjóðlega stórfyrirtæki Alcoa, sem skráð er á hluta- bréfamarkað í New York og er með starfsemi um allan heim. „Það varð stór breyting á félaginu fyrir ári þar sem Alcoa Inc. hafði vaxið mikið í framleiðslu fullunninna vara fyrir viðskiptavini. Ákveðið var að skipta félaginu í tvennt, en álitið var að báðir hlutar félagsins væru orðnir nógu stórir til að geta staðið sem sjálfstæðar einingar. Þar með urðu til fyrirtækin Alcoa Corporation, sem í dag leggur áherslu á hrávöruframleiðsluna, sem segja má að sé gamla Alcoa og framleiðir súr- ál og ál, og Arconic, en það félag vinnur íhluti beint fyrir viðskiptavini, og þá einkum flug- vélaiðnaðinn,“ segir Magnús í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að til samanburðar hafi Alcoa Fjarðaál frá upphafi framleitt bæði virðisauk- andi vörur og hráál. „Hráál, sem er án íblönd- unarefna, er steypt í svokallaða hleifa og þeir eru fluttir út til Rotterdam eins og allar okk- ar vörur. Viðskiptavinirnir okkar bræða hleif- ana svo upp og nota í ýmsa framleiðslu, eins og til dæmis drykkjarvöruumbúðir. Virðisauk- andi vörurnar okkar eru svo tvær, annars- vegar álvír sem er notaður í rafmagnsvíra- framleiðslu, og svo álstangir með íblöndunar- efnum, sem notaðar eru í bifreiðaiðnað, meðal annars í felgur. Vírinn er framleiddur í mis- munandi sverleika, 9-25 mm, og svo unninn áfram hjá viðskiptavininum í rafmagnsvíra, teygður og valsaður.“ Aukning í virðisaukandi vörum Magnús segir aðspurður að hlutföll í fram- leiðslu Fjarðaáls hafi breyst á þeim 11 árum sem liðin eru frá gangsetningu verksmiðj- unnar. Upphaflega hafi hlutur hrááls verið meiri en í dag. Hlutur virðisaukandi vara hef- ur aukist eftir því sem fyrirtækið hefur náð betri tökum á þeirri tækni sem þarf til slíkrar framleiðslu. „Við erum í dag kannski komin á þann stað í afköstum sem við teljum okkur geta náð.“ Spurður að því hvernig vöruþróun sé háttað í framleiðslunni hér á Íslandi, segir Magnús að markaðssetningin á vörunum fari öll fram í Rotterdam. „Í raun tökum við við pöntunum þaðan.“ Hann segir aðspurður að sérstaða verk- smiðjunnar sé víraframleiðslan. eru ennþá í umferð. Ál tapar engum eigin- leikum við endurvinnslu. Það er einfaldlega brætt upp og svo er íblöndunarefnum bætt í eftir þörfum.“ Hann segir að mikil framþróun sé í gangi í alþjóðlegum áliðnaði. „Notkunargildi málms- ins hefur aukist. Núna er ál ekki bara í yfir- byggingu bíla heldur líka í grindum og mótor- hlutum. Bílarnir verða því léttari, og útblástur minni. Þá er verið að skoða notkun áls í rafgeyma, sem myndi leysa af hólmi efni sem eru ekki eins umhverfisvæn.“ Fyrr á árinu tilkynntu álfyrirtækin Alcoa og Rio Tinto um sameiginlegt verkefni sem snýr að svokölluðum óvirkum rafskautum, en með þeim mun umhverfisvænleiki framleiðsl- unnar ná nýjum hæðum. „Með óvirkum skaut- um eru ekki notuð kolefni, heldur keramik- efni. Endingin er betri og útblástur frá þannig álveri yrði einöngu hreint súrefni. Áfangasigur varð í þessari þróun í vor, sem þýðir að lausnin er tæknilega möguleg. Apple-tæknirisinn er samstarfsaðili álfyr- irtækjanna í þessu verkefni, en Apple hefur verið gagnrýnt fyrir að nota ekki umhverf- isvænt ál í sinni framleiðslu. Fyrirtækið vill bæta úr því. Alcoa og Rio Tinto stofnuðu sameiginlega fyrirtækið Elysis sem mun vinna að því að skala upp lausnina til notk- unar í nútíma álverum og verður það staðsett í Quebec í Kanada.“ Krónan hefur óþægileg áhrif Spurður um reksturinn almennt þá segir Magnús hann sveiflast eftir heimsmarkaðs- verði áls, en einnig spili gengismál rullu. „Við gerum upp í bandaríkjadölum, en höfum mik- inn kostnað í íslenskum krónum. Gengisbreyt- ingar krónunnar hafa óþægilega mikil áhrif á okkar rekstur.“ Magnús segir að almennt hafi náðst af- bragðsárangur í umhverfismálum verksmiðj- unnar. Útblástur hafi þannig verið 24 kg af flúor per tonn af áli, sem sé með því lægsta sem þekkist í heiminum. PFC-gróðurhúsa- lofttegundir hafi minnkað um 27% milli 2016 og 2017. „Það er mikilvægur og ánægjulegur árangur. Við náðum því með stórri fjárfest- ingu sem við réðumst í varðandi breytingu á mötun kerja í kerskálanum.“ Næsta verkefni til að ná fram enn hreinni framleiðslu er að skipta út öllum síupokum í reykhreinsivirkinu. „Það mun minnka út- blástur okkar enn frekar. Fjárfestingin er mæld í milljónum dollara. Breytingin í ker- skálanum kostaði sem dæmi fimm milljónir dala.“ Stöðugt er unnið að úrbótum í rekstrinum að sögn Magnúsar. Mikilvægt sé að ná stöð- ugt meiri framleiðni. Það vegi á móti auknum launakostnaði. Eitt af því sem Magnús nefnir til að auka framleiðnina er aukin sjálfvirkni í verksmiðjunum. „Álver framtíðarinnar verða með sjálfkeyrandi ökutæki til dæmis. Í systurfyrirtæki okkar í Noregi eru slík öku- tæki komin í notkun, og við horfum til þess að gera það sama.“ Alcoa Fjarðaál hefur á síðustu árum orðið fjölskylduvænni vinnustaður en áður var. „Við styttum vaktir úr 12 tímum í 8 tíma og fækk- Ætti að vera baráttumál að Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Starfsemi Alcoa á Reyðarfirði hefur reynst mikil innspýting fyrir atvinnulíf og menningu í Fjarðabyggð síðustu 11 ár. Þar starfa 550 manns, en til viðbótar eru 350 starfsmenn verk- takafyrirtækja. Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir 81 milljarð króna á síð- asta ári og 36% urðu eftir í landinu. Þá greiddi félagið einn milljarð króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri væntir þess að félagið byrji að borga tekjuskatt hér á landi snemma á næsta áratug. Jafnréttismál eru okkur mikið hjartans mál og við státum af því að vera með hæsta hlutfall kvenna í Al- coa-samsteypunni, eða 24%. Fækkun vinnustunda hafði meðal annars þau áhrif að konur hafa skilað sér betur úr fæðingarorlofi en ella,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.