Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Freistuðust í torfærur í fyrstu tilraun Víðir gjaldþrota og allt á hálfvirði „Slæmar fréttir fyrir …“ Lúxushótel opnar í Borgarnesi Oliver og Heiða halda í … Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Arion banki bauð 100 viðskiptavin- um sínum á leik Íslands og Argent- ínu þegar liðin mættust á Spartak- vellinum í Moskvu á laugardaginn var. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, í skriflegu svari til ViðskiptaMogg- ans. Hann segir að bankanum hafi boð- ist að kaupa miða á leik liðanna af VISA International, en fyrirtækið er einn af aðalstyrktaraðilum Heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Rússlandi. Þannig hafi bankinn efnt til sér- staks leiks þar sem allir korthafar VISA sem einnig eru viðskiptavinir bankans hafi getað tekið þátt. Þar hafi bankinn ráðstafað helmingi mið- anna. Hins vegar hafi bankinn boðið 50 viðskiptavinum sérstaklega á leikinn. Í þeim tilvikum hafi bankinn greitt hótel fyrir viðkomandi en kostnaður við ferðalög til og frá Rússlandi hafi ekki verið á hendi bankans. Haraldur Guðni bendir á að miðarnir sem bankinn keypti hafi komið að góðum notum enda hefðu þeir að öðrum kosti ekki staðið ís- lenskum stuðningsmönnum til boða. „Ákveðið var að kaupa miða og bjóða viðskiptavinum og auka þann- ig hlut íslenskra áhorfenda á vell- inum,“ segir Haraldur. Hann ítrekar að engin áform séu uppi um að bjóða viðskiptavinum á fleiri leiki mótsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka hefur bankinn ekki boð- ið viðskiptavinum eða starfsfólki á Heimsmeistaramótið. Viðskipta- Mogginn lagði samskonar fyrir- spurn fyrir Landsbankann. Þar á bæ eru ekki uppi fyrirætlanir um að bjóða viðskiptavinum eða starfsfólki á mótið. Morgunblaðið/Eggert Gríðarleg stemning er nú í landinu vegna HM en 100 heppnir viðskiptavinir Arion sáu fyrsta leik íslenska liðsins á mótinu þar sem það mætti Argentínu. 100 til Moskvu í boði Arion Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Arion banki bauð 100 viðskiptavinum á leik Íslands og Argentínu í Moskvu í liðinni viku. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Margir eru nú í óðaönn aðsnusa uppi fyrstu reykmerk- in af næsta hruni. RÚV benti t.d. á það í vikunni að sala kampavíns, hinna gullnu veiga, væri meiri nú en árið 2007. Það eru tíðindi. En þau eru ekki endilega hættumerki þótt vissulega sé verðmiðinn á kampa- víni nokkru hærri en á flestum öðr- um víntegundum. Eflaust má leita margra skýringa á hinni auknu kampavínssölu. Uppgangur í efna- hagskerfinu er þar ofarlega á blaði, þótt sumir fullyrði, þvert á allar staðreyndir, að aukinn kaupmáttur hafi aðeins hlotnast fáum útvöldum á síðustu árum. Annað er stórauk- inn ferðamannastraumur. Hingað komu 485 þúsund ferðamenn allt árið 2007. Þeir eru orðnir tvöfalt fleiri nú þegar á yfirstandandi ári. En skýringarnar eru þó án efa fleiri. Þannig hafa breyttar neysluvenj-ur einnig haft áhrif og aukin neysla léttvíns þokar fólki, með auknum kaupmætti, í átt að hinu dásamlega freyðandi víni. En kannski ræður þarna mestusú staðreynd að allnokkur veit- ingahús hafa á síðustu árum, í sam- starfi við öfluga menn, tekið sig til og tekið að bjóða kampavín á við- ráðanlegum kjörum. Í dag er hægt að fá þokkalegustu flösku á níu þús- und krónur þegar veitingamenn kepptust á árum áður við að verð- leggja vöruna út af markaðnum á 15 til 20 þúsund krónur flöskuna. Breytt og betri neysla Skyggnist menn með gleraugumhagfræðinnar yfir álfuna sem Ísland tilheyrir (þótt jarðfræðilega skiptist landið milli tveggja fleka) kemur margt forvitnilegt í ljós í samanburðinum. Nýjar tölur Hag- stofunnar um verga landsfram- leiðslu (GDP) í Evrópu sýna að framleiðslan sú er 30% meiri hér á landi en að meðaltali í ríkjunum 28 sem í dag tilheyra Evrópusamband- inu. Við útgöngu Bretlands úr klúbbnum mun samanburðurinn verða enn hagstæðari enda út- gönguríkið meðal þeirra 10 ríkja sem hæst skora samkvæmt þessum mælikvarða innan ESB. Raunar skorar Ísland hærra en öllönnur ríki álfunnar, að fjórum undanskildum. Langefst á toppi listans trónir Lúxemborg með 153% af meðaltali ESB-ríkjanna. En setja verður fyrirvara við þá mælingu vegna sérstöðu landsins í atvinnu- og efnahagsmálum. Raunar bendir Hagstofan á að líta verði til þess að fjöldi fólks vinni og versli í landinu og leggi til landsframleiðslunnar, jafnvel þótt það teljist ekki til íbúa þess. Þá skorar Írland hærra en Ís- land og það gera jafnframt Sviss og Noregur. Efnahagsstórveldi álf- unnar; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland og Spánn, eru neðar á list- anum. Athygli vekur að af þeim fimmþjóðum sem skipa sér efst á listann eru þrjár með sjálfstæðan gjaldmiðil; Sviss, Noregur og Ísland. Verg landsframleiðsla mælir saman- lögð verðmæti framleiddrar vöru og þjónustu sem greiðslur koma fyrir í hverju ríki. Mælikvarðinn er því einn sá mikilvægasti þegar velsæld þjóða er vegin og metin. Sú mynd sem þessi listi dregur upp er því án nokkurs vafa ánægjuleg í augum Ís- lendinga. Fámennið framleiðir mikið í samanburðinum Útlán til heimila í er- lendum gjaldmiðlum eru nánast engin, eða um 0,1% af vergri landsframleiðslu. Lítið um erlend lán til heimila 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.