Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 12

Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018SJÓNARHÓLL Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com ÓMAR Öll erum við ólík. Engir tveir eru eins. Sú stað-reynd gefur lífinu fjölbreyttan lit og er ígrunninn forsenda þess afls sem losnar úr læðingi þegar hver og einn kemur með sitt framlag inn í hópinn; fjölskylduna, vini, samstarfsfélaga, sam- félagið. Þessu erum við flest sammála. Þegar litið er til atvinnulífsins er mikilvægi þess að vinna gegn eins- leitni teyma og tryggja ákveðna blöndun t.d. kynja og kynslóða almennt viðurkennt. En þrátt fyrir þessa staðreynd hefur á móti gætt þróunar í átt að einsleitni þegar kemur að því á hvern hátt framlag einstaklings er metið. Þessi einsleitni birtist í viðhorfum til þess sem talið er skipta mestu máli í teym- isvinnu og forystu. Þar eru einstaklingar sem tala mikið og hafa sig mikið í frammi taldir öflugir og kraftmiklir. Hvort sem er á fundum eða almennt. Það að láta í sér heyra, spyrja spurninga, og almennt vera „úthverfur“ (e. extrovert) í hegðun er talið merki um dugnað, frumkvæði og forystuhæfni. Ofuráherslan á þessa eiginleika á sinn þátt í því að halda sjálfshjálpariðnaðinum í Bandaríkjunum uppi, en áætlað er að hann velti um 10 milljörðum dollara á ári. Þessi viðhorf, um að þetta sé það sem máli skiptir, kemur jafnvel fram í skólakerfinu. Krakkar sem eru duglegir að spyrja spurninga og eru ræðnir í hópa- vinnu fá oftar athygli og jákvæða umsögn kennara. Á sama tíma hafa kennarar jafnvel áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru þögulir og hafa sig síður í frammi. Gjarnan er álitið að þeir nemendur séu seinni til. Áhrif þessarar áherslu birtast víða. Viðhorfið er að þeir málglöðu séu meira með hlutina á hreinu og klárari en hinir. Og ákvörðun í lok fundar í fyrir- tækjum er oft í samhljómi við þann sem talar hæst og mest á fundinum. Gríðarleg áhersla á teymisvinnu er á sama hátt dæmi um þá skoðun að einstaklingur með sjálfum sér sé ólíklegri til að skapa virði en teymið. Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum sýndi að 90% stjórnenda töldu teymisvinnu vera lykil að árangri. Í hinum virta háskóla Harvard Business School er ofur- áhersla lögð á að unnið sé í teymum að raunverk- efnum, og nemendur fara meira að segja í hópum á snyrtinguna. Innhverfir (e. introverts) einfarar eru litnir hornauga. Fyrir fáum árum kom út afar áhugaverð bók eftir Susan Cain, sem fjallaði um þessi viðhorf. Bókin heitir Quiet. The Power of Introverts in a World That Can’t Stop Talking. Cain rekur í bók sinni mörg dæmi um það sem að hennar mati er ekki góð þróun í því að halda jafnvægi á milli þessara ólíku sjónarmiða og hegðunar í samskiptum, stjórnun og ákvörð- unum. Cain nefndi í bók sinni dæmi um mannauðsstjóra sem sagðist vilja skapandi starfsfólk og var spurður um hvað fælist í því; „Opin, skemmtileg, og sjáan- lega gíruð til að vinna hjá okkur,“ var svarið. Staðalímynd skapandi einstaklinga var því tengd út- hverfri hegðun með einstaklingum sem hafa ánægju af því að heyra í sjálfum sér, og eru dálítið uppteknir af því að hafa sig í frammi. Ekki var gert ráð fyrir að „rólyndir einfarar“ væru skapandi. Gleymd voru orð Alberts Einsteins sem sagði: „Það er ekki af því ég er svo klár, heldur það að ég dvel lengur við vanda- málið.“ Bók Cain kom af stað mikilli umræðu um hvernig stöðunni væri háttað í dag, ekki síst hversu mikilvægt væri að sjá virði þess að hafa ólíka einstaklinga saman í fyrirtækjum. Alla liti regnbogans. Bæði þá sem eru frakkir, málglaðir, félagslyndir og hvatvísir, sem og þá innhverfu. Einstaklinga sem kjósa að hugleiða vel hluti áður en þeir segja sína skoðun, vilja oft tjá sig frekar með skrifum, njóta þess að dvelja í þögninni, og vera með nánum vinum og fjölskyldu. Þörf er fyrir báðar gerðir. Jeff Bezos, forstjóri Amazon, virðist hafa áttað sig á þessu mikilvægi því sérhver fundur hefst í algerri þögn. Hugsið um það. Algerri þögn. Áður en nokkrar umræður hefjast verða allir að lesa minn- isblað um markmið og efni fundarins og hugsa ....... og ræða síðan saman og nýta kraft og samlegð teymisins. STJÓRNUN Þórður Sverrisson ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent Í öllum regnbogans litum ” Gríðarleg áhersla á teymisvinnu er á sama hátt dæmi um þá skoð- un að einstaklingur með sjálfum sér sé ólíklegri til að skapa virði en teymið. FORRITIÐ Þó svo að heimasíða Life Progress sé björt og fögur á að líta er ekki laust við að þjónustan sem hún býð- ur upp á sé í dekkri kantinum. Life Progress (lifeprogress.co) reynir að hvetja notendur til að láta draumana rætast og ná markmiðum sínum með því að minna þá reglu- lega á hvað þeir eiga mikið (eða lítið) eftir ólifað. Markmiðið er, eins og aðstand- endur verkefnisins orða það, að fá fólk til að lifa lífinu til hins ýtrasta og draga úr eftirsjá; að hvetja notendur til að hugsa stórt og haga lífinu þannig í dag að leiði til góðs á morg- un. Notandinn fyllir út eyðublað þar sem hann tiltekur m.a. aldur sinn og kyn og hvaða metnaðarfulla mark- miði hann langar að ná í lífinu. Life Progress sendir síðan sms-skeyti og tölvupóst í hvert skipti sem notand- inn færist 0,1% nær því að fara yfir móðuna miklu og líka fyrir hvern fjórðung af prósentubroti. Endalokin færast nær – ertu bú- inn að skrifa skáldsöguna eða hlaupa heilt maraþon eins og þú ætlaðir þér? ai@mbl.is Tíminn líður hratt svo láttu verkin tala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.