Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Unnið eftir aðgerðaáætlun  Uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum hafa mikil áhrif  Útskriftum mæðra og nýbura verið flýtt  Valkvæðum keisaraaðgerðum beint til Akraness Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Stjórnendur og sérfræðingar á Landspítala funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin á kvenna- og barnasviði spítalans, en tólf uppsagnir ljós- mæðra vegna kjaradeilu ljós- mæðra og ríkisins tóku gildi í gær. Mun færri ljósmæður eru því á vakt á meðgöngu- og sængurlegu- deild en lágmarksmönnun deildar- innar gerir ráð fyrir. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt og valkvæðum keisaraaðgerðum er beint til Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi til að draga úr álagi á Landspítalanum. Þá hafa stjórn- endur deildarinnar bætt við sig vöktum. 30 hafa sagt upp störfum Linda Kristmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri kvenna- og barna- sviðs Landspítalans, segir að þetta sé allt gert samkvæmt aðgerða- áætluninni sem var unnin vegna uppsagna ljósmæðra. Samtals hafa nú 30 ljósmæður sagt upp störfum og dreifast uppsagnirnar á næstu þrjá mánuði. Ljósmæður sam- þykktu á sunnudaginn yfirvinnu- bann með 90 prósentum greiddra atkvæða og mun það taka gildi um miðjan júlí. Næsti fundur í kjara- deilunni er boðaður á fimmtudag- inn. Til viðbótar við sumarálagið Von er á 250 til 270 börnum á Landspítalanum í júlí og segir Linda að yfirleitt sé meira álag á fæðingardeildinni í þeim mánuði, m.a. vegna lokana á öðrum heil- brigðisstofnunum vegna sumar- leyfa. „Gærdagurinn gekk þokkalega og framan af degi hefur gengið þokkalega,“ sagði Linda síðdegis í gær. „Við höfum verið að meta ástandið frá vakt til vaktar, á átta tíma fresti. Það hefur verið frekar rólegt en við vitum að það getur breyst mjög hratt. Á meðgöngu- og sængurlegu- deild keyrum við á 60 prósenta mannskap miðað við lágmarks- mönnun deildarinnar,“ segir Linda og bætir við að stjórnendur deild- arinnar, yfirljósmóðir og aðstoð- aryfirljósmóðir, hafi bætt við sig vöktum. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Lögreglumaðurinn Jón Kristinn Þórsson hyggst þreyta þá þrekraun að synda yfir Ermarsund frá Dover til Calais í vikunni. Jón er mikill sundgarpur og kýs frekar að synda í söltum sjó en sundlaugum. „Mér finnst þetta bara skemmtilegra í sjónum,“ segir hann. Jón synti Drangeyjarsundið frá Drangey að Reykjanesi árið 2014 og frá Vest- mannaeyjum til lands árið 2016. Sundið yfir Ermarsund hefur verið í bígerð hjá Jóni síðan þá. 34 kílómetrar skilja að Bret- land og Frakk- land þar sem Ermarsund er þrengst og Jón segist vonast til að geta synt þá vegalengd á 15 til 16 klukku- stundum. Óvíst er ná- kvæmlega hvenær Jón leggur í sundið. Sund yfir Ermarsund er skipulagt þannig að sundköppum er skipað í röð innan tímamarka sem hefjast þegar veðrið er ákjós- anlegt. Jón er þriðji í röð sund- kappa sem leggja af stað á bilinu 3. til 10. júlí. Með Jóni í för verða á báti skip- stjóri og aðstoðarmaður hans sem fulltrúar Ermarsundsfélagsins auk tveggja sundkappa sem hafa áður synt yfir sundið. Þau munu fylgja Jóni á sundinu, beina honum rétta leið, gefa honum að borða og bjarga honum upp úr ef illviðri skellur óvænt á. „Skipstjórinn á síðasta orðið,“ segir Jón. „Ef hann vill mig upp úr verður bara að hlýða því.“ „Mér finnst þetta bara skemmtilegra í sjónum“  Jón Kristinn Þórsson hyggst synda yfir Ermarsundið Jón Kristinn Þórsson Bergþóra Þor- kelsdóttir var í gær skipuð for- stjóri Vegagerð- arinnar. 25 sóttu um starfið en tveir drógu um- sóknir til baka. Bergþóra er dýralæknir að mennt en hefur einnig lokið námi í markaðsfræðum og starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækj- anna Líflands, Kornax og Fastus. Í greinargerð hæfnisnefndar eru tilgreindir fjórir umsækjendur sem nefndin telur hæfasta til að gegna umræddu starfi og var Bergþóra ein þeirra. Í hlutlægu hæfnismati nefndarinnar, þar sem vægi ólíkra hæfnisþátta var metið, fékk Bergþóra flest stig. Lilja Alfreðsdóttir, settur sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra í málinu, skipaði Bergþóru í emb- ættið eftir að Sigurður Ingi Jó- hannsson samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra sagði sig frá meðferð og töku ákvörðunar í því vegna vanhæfis. Horfa átti til fagþekkingar „Við teljum að það hefði þurft að horfa til fagþekkingar og reynslu í tengslum við verkefni Vegagerðarinnar við auglýsingu og ráðningu forstjórans,“ segir Páll Gíslason, formaður Verkfræð- ingafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn félagsins hafði gert skrif- lega athugasemd við auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins eftir nýjum forstjóra Vegagerðarinnar í apríl sl. og lagði til að staðan yrði auglýst upp á nýtt. VFÍ vildi að gerð yrði krafa um viðeigandi háskóla- menntun umsækjenda. Ekki var gerð krafa um sérstaka menntun. „Ef ekki er gerð krafa um fag- þekkingu í auglýstri stöðu sem þessari, þá byrjar ráðningin að lykta pólitískt og margir hæfir einstaklingar halda sig þá til hlés,“ segir Páll. ernayr@mbl.is Bergþóra Þorkels- dóttir nýr vega- málastjóri Bergþóra Þorkelsdóttir  Vinnubrögð við ráðningu gagnrýnd Þeir voru vel búnir í rigningunni þessir er- lendu ferðamenn sem gerðu stuttan stans á göngu eftir Laugaveginum til að fá sér hress- ingu og líta á kort til að ná betur áttum í höf- uðborginni. Ekki er hægt að vera án hlífðar- fatnaðar í vætutíðinni miklu sem staðið hefur nær óslitið frá því í byrjun maí. Rigningin reynir mjög á stemninguna meðal borgarbúa sem eru margir farnir að trúa því að þetta verði sólarlausa sumarið. Aftur á móti hefur vætan lítil áhrif á er- lendu ferðamennina enda eru þeir ekki hing- að komnir til að sóla sig heldur kynnast landi og þjóð og hafa flestir klæðnað við hæfi í far- teskinu. Spáð í áttir í rigningunni á Laugaveginum Morgunblaðið/Ómar Erlendir ferðamenn láta vætuna ekki slá sig út af laginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.